Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002
DV
Fréttir
Héraðsdómur:
Dæmdur fyrir
kynferðislega
hegðun
Maöur á sjötugsaldri var fyrir
Héraðsdómi Reykjavikur dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir kynferðislega hegðun
gagnvart unglingsstúlku þegar þau
unnu saman á bensínstöð í ágúst sl.
Maðurinn og stúlkan voru bæði á
vakt á bensínstöðinni daginn sem
þetta gerðist. Samkvæmt framburði
stúlkunnar fór maðurinn inn á sal-
erni þar sem hún var að snyrta sig,
læsti hurðinni, kastaði af sér þvagi
og þvoöi síðan kynfæri sín í vaskin-
um fyrir framan stúlkuna.
Maðurinn bar að hann hefði farið
inn á salemið án þess að gera sér
grein fyrir því að hún væri þar inni
og spurt hvort hann mætti kasta af
sér vatni. Við þingfestingu sagðist
hann hafa þvegið á sér kynfærin en
hann dró þann framburð síðan til
baka fyrir dómi. Hann neitaði að
hafa talað við hana á klámfenginn
hátt og að hafa snert hana.
Dómurinn telur það sannað mið-
að við framburö þeirra beggja og
annarra vitna að maðurinn hafl far-
ið inn á salemið og viðhaft
kynferðislega tilburði gagnvart
stúlkunni. Ekki þótti hins vegar
sannað að hann hefði snert hana.
Hæfileg refsing þótti tveggja mán-
aða fangelsi en refsingin fellur nið-
ur eftir tvö ár haldi ákæröi almennt
skilorð. Ákærði var einnig dæmdur
til að greiða stúlkunni 150 þús.
krónur auk vaxta í miskabætur og
til að greiða allan sakarkostnað.
-HI
Leigubílstjórafélagið Átak í stríð við Kynnisferðir:
Hefur kært fyrirtækið til
Ríkislögreglustjóra
- m.a. vegna þungaskattsbrota - framkvæmdastjóri vísar því á bug
Bifreiðastjórafélagið Átak, félag
óháðra og frjálsra leigubifreiðar-
stjóra í Reykjavík og nágrenni, hef-
ur sent efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra, Ríkisskattstjóra, Sam-
keppnisstofnun og Vegagerðinni
kæru vegna meintra brota fyrirtæk-
isins Kynnisferða á lögum um
þungaskatt og brot á samkeppnis-
reglum. Kristján Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Kynnisferða, vlsar
þeim ásökunum algjörlega á bug
Bifreiðastjórafélagiö Átak óskar
eftir rannsókn á því hvemig Kynnis-
ferðir komist hjá því að vera með
bifreiðir sinar, sem era yfir 4 tonn
að þyngd, á þungaskattsmæli. Bent
er á að ákveðnar bifreiöir af Benz
Sprinter gerð séu yfir 4 tonn að
þyngd og eigi samkvæmt því að vera
á mæli en ekki fóstu þungaskatts-
gjaldi. Þess vegna verði ríkissjóður
af miklum tekjum um leiö og það
skekki samkeppnisstöðu á markaði.
Þá er líka bent á að Kynnisferðir
hafi fengið niðurfellingu á þunga-
skatti á leiðinni Keflavíkurflugvöll-
ur - Loftleiðahótel í Reykjavík. Telja
Átaksmenn niðurfellingu þunga-
skatts á þessari leið ekki samrýmast
lögum og benda á hagnaðartölur
Kynnisferða á síðasta ári. Þá er full-
yrt að Kynnisferðir noti þessar
sömu bifreiðar í akstri um allt land.
Átaksmenn hafa líka áhyggjur af
akstri hópferðabíla Kynnisferða um
höfuðborgarsvæðið. Þar séu kynnis-
ferðir að fara inn á starfssvið leigu-
bílstjóra í skjóli sérleyfis á leiðinni
til Keflavíkur.
Fráleitt
Kristján Jónsson, ffamkvæmda-
stjóri Kynnisferða, segir þetta erindi
Átaksmanna koma sér á óvart. Ekk-
ert óeðlilegt sé við notkun umræddra
Benz Sprinter bifreiða. Þær séu
skráðar af opinberum aðOum og beri
þungaskatt samkvæmt þeirri skrán-
ingu. Reyndar séu slíkir bilar notaðir
af fjölda aðila um aiit land, m.a. af
leigubílstjórum. „Ég vísa því bara til
yfirvalda i þessu efni,“ segir Kristján.
„Varðandi niðurfellingu þunga-
skatts á leiðinni Keflavíkurflugvöll-
ur Hótel Loföeiðir þá er fráleitt að
halda því fram að sú leið sé rekin
meö hagnaði. Það er bara hluti af
þungaskattinum felldur niður og þá
einungis af farþegaakstrinum. Nið-
urfellingin tekur eingöngu til akst-
urs á þessari leið og því er ekkert
óeðlilegt að sömu bílar geti verið á
öðrum leiðum líka.
Varðandi innanbæjarakstur á
höfuðborgarsvæðinu segir Kristján
að það sé verið að reyna að láta hót-
el og gististaði sitja við sama borð.
„Við lágum undir ámæli fyrir aö
mismuna stöðunum með því að
vera eingöngu með akstm- frá Hótel
Loftleiðum. Þá fóram við út í það að
láta alla sitja við sama borð og
sækja farþegana á hótelin. Fyrir það
tökum við ekkert gjald. Samkeppn-
isyfirvöld hafa áður úrskurðað um
sama mál 1998 þar sem þetta var
talið fullkomlega lögmætt,“ sagði
Kristján að lokum. -HKr.
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
tfiftarfeiB ehf.
? Stórhöfda 27
sími 5S2-2125 og 895-9376
☆
Klassískur kaBBafl't*1,
9.900
8tálBtron8l»9itar
16.900
Barnagítarar
7.900
BaBBli magnart
09 *nur
www.gitarinn.is ^
gitaPÍnn@gitarinn.iE ^
Ríkisendurskoðandi annast verkefni fyrir Reykjavíkurborg:
Endurskoðar reikninga leikskóla borgarinnar
- borgarendurskoðandi er vanhæfur vegna skyldleika
Sigurði Þórðarsyni ríkisendur-
skoðanda hefur verið falið að end-
urskoða ársreikninga leikskóla
Reykjavíkurborgar fyrir árið 2001.
Venjulega sér Borgarendurskoðim
um þessa vinnu en ástæðan fyrir
því að það er ekki gert núna er sú
að borgarendurskoðandi er van-
hæfur vegna skyldleika.
Þannig er mál með vexti að fjár-
málastjóri leikskóla Reykjavíkur
er nú í fæðingarorlofi og sá sem
gegnir starfinu í fjarveru hans er
sonur Símonar Hallsonar borgar-
endurskoðanda. Þar með er borg-
arendurskoðandi og allt
hans starfsfólk vanhæft 1
málinu. Því varð að fá ann-
an aðila til að annast þessa
endurskoðun og var Sigurð-
ur fenginn til þess.
Slmon sagði 1 samtali við
DV að þetta væri gert í sam-
ræmi við lög um endurskoö-
endur sem kveða á um að
stjómendur megi ekki vera
skyldir þeim sem endurskoða
reikninga stofnunarinnar. „Það
var samþykkt á fundi borgarstjóm-
ar i síðasta mánuði að fela Sigurði
þessa vinnu. Mér finnst það
aukaatriði hvort sá sem
vinmu- þetta sé ríkisendur-
skoðandi eða einkaaðili.
Þetta er iðulega gert þegar
um vanhæfi er að ræða,“
segir Símon.
Ef fúndargerðir era skoð-
aðar kemur fram að Sigurði
sjálfúm er falið að annast
þessa vinnu en Ríkisendur-
skoðun er að öðra leyti ekki nefnd
á nafn. Ekki náðist í Sigurð i gær
vegna málsins þar sem hann er
staddur erlendis. -HI
Slgurður
Þðrðarson.
Þar sem gengi krónunnar er hagstætt
í dag getum við boðið þér frábært verð á þessum Renault bílum.
Renault Laguna II
fólksbfll
Renault Scénic
fólksbíll
Renault Mégane Berline
fólksbíll
aialán, afborgun á mán.
Rekstraileiga: 39.351
Verðáöur 2.090.000
Verðnú 2.006.000
aialán, afborgun á mán.
Rekstrarleiga: 38.665
Bílalán, afbongun á mán.
Rekstrarieiga:31.758
Verðáöur 1.630.000
Verðnú 1.564.800
Verðáður 2.050.000
Verðnú 1.968.000
Grjóth&la 1 • Slmi 675 1200
Söludaild 575 1220 • www.bl.is
Rekstrarleigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og ertenda myntkörfu. Rekstrarleiga er aðeins (boði til rekstraraðila (fyrirtækja).
Bílalán miðast við 30% úttrorgun og 84 mán. samning. Allar tölur eni með vsk.
DV-MYND
í fótbolta í Fífunni
Einn af efnilegustu fótboltamönnum yngri kynslóðarinnar sýndi snilldartakta
við opnun Fífunnar, nýs fjölnota íþrótta- og sýningarhúss í Kópavogsdal. Hús-
iö var formlega opnað fyrir helgina. Fífan er byggð af Kópavogsbæ og hófust
framkvæmdir 3. júlí á síðasta ári. Byggingartíminn er því óvenju skammur. I
húsinu ergóð aðstaða til margvíslegrar íþróttaiökunar. Heildarkostnaöur við
byggingu hallarinnar er rösklega hálfur milljarður króna.