Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 DV Fréttir Dýrt að aka á negldum: 20.000 kall fyrir trassaskapinn Lögreglan á Akureyri hyggst gripa til sekta eftir hvítasunnuhelg- ina gagnvart þeim sem enn aka um á nagladekkjum. Þó er sá fyrirvari hafður á, aö sögn varðstjóra, að ef snjóar eða frystir verður engum við- urlögum beitt í bráð. Dómsmálaráðuneytið hefur aukið mjög sektir gegn ýmsum umferðar- lagabrotum og getur það reynst dýrt að aka of lengi á nagladekkjum. Þannig þarf að greiða 5.000 krónur í sekt fyrir hvert dekk. Ofan á kostn- að við umfelgun og skipti geta því lagst 20.000 krónur ef menn aka negldir í umferðinni. Samkvæmt reglugerð eiga sumar- hjólbarðar að vera á bílum lands- manna eftir 15. apríl en mjög er mis- munandi eftir landsvæðum hvort aðstæður leyfa slíkt. Eftir mikinn snjó á Austurlandi undanfarið er þannig viðbúið að hálka verði á fjallvegum eitthvað fram eftir vori sem aftur ýtir undir mildi yfirvalda gagnvart nöglunum. -BÞ Fíkniefnasmygl: Dómur mildaður Hæstiréttur mildaði fyrir helgina dóm yfir Tryggva Rúnari Guöjóns- syni sem dæmdur hafði verið í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í 11 ára fang- elsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Tryggvi Rúnar hafði verið dæmd- ur fyrir að smygla til landsins rúm- lega 16 þúsund e-töflum, átta kílóum af hassi og 200 g af kókaíni frá Hollandi í mars í fyrra. Efninu var smyglað í hátölurum og bassaboxi. Tryggvi játaði fyrir dómi að hafa sent sendinguna af staö frá Amster- dam en sagðist hins vegar hafa talið aö einungis 12 kg af hassi hefðu ver- ið í hátalaraboxunum. Það þótti hins vegar ekki trúverðugt. Fyrir Hæstarétti krafðist ákærði þess að dómur héraðsdóms yrði ómerktur og málinu yrði vísað aftur heim í hérað en til vara aö hann yrði sýknaður af öllum ákærum. Á þetta féllst Hæstiréttur ekki en þó taldi hann að ekki hefði verið nauð- synlegt aö fara út fyrir þann 10 ára refsiramma sem kveðið væri á um í lögum þó að lagaheimild væri fyrir sliku. Því var Tryggvi dæmdur í 10 ára fangelsi en frá því dregst gæslu- varðhald sem Tryggvi hefur sætt frá 6. apríl í fyrra. -HI Fyrirhuguð verslunarbygging Nettó í Vatnsmýrinni tefst enn um sinn: Vilja sjá heildstæða mynd - skipulag Hringbrautar ekki frágengið, segir formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur „Við vildum sjá þetta gerast hraðar en aðcd- málið er að gott samstarf náist um heildstæða mynd af svæðinu þannig að þetta gagi vel um ókomna framtíð," Árni Þór segir Rúnar Þór Sigurösson. Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Kletta ehf., fasteignafélags í eigu Kaldbaks hf., fjárfestingarfélags Kaupfélags Eyfirðinga, spurður um áætlanir KEA varðandi húsnæði BSÍ í Vatnsmýrinni. Félagið keypti eign- ina fyrir rúmum þremur árum í því augnamiði að reisa þar Nettó-versl- un en síðan þá hefur lítið þokast. Tvær ástæður segir Rúnar helstar, endanleg ákvörðun um færslu Hringbrautar hafi tafist og tilkoma Smáralindar hafi fengið menn til að hafa hægt um sig. „Við vinnum með BSÍ að þessu í samvinnu við borgina og höfum lagt mikiö upp úr því. Einnig höfum við rætt við Landspítala - háskóla- sjúkrahús um hugsanlega sameigin- lega nýtingu á svæðinu,“ segir Rún- ar. KEA hefur átt óformlegar viö- ræður við fulltrúa frá Landspítalan- um og segir Rúnar það skipta miklu máli að menn séu samstiga í upp- byggingu. Það sé forsenda þess að svæðið geti dafnað og fyrirtæki og stofnanir lifað þar í sátt. Engin Smáralind Rúnar viðurkennir að tafirnar hafi verið KEA nokkuð til trafala. „Það er auðvitað okkar ávinningur að þetta gerist sem fyrst þannig að við komum eigninni í drift. Nú er verið að koma af stað hugmynda- vinnu um hvers konar starfsemi við sjáum fyrir okkur á staðnum en það er ljóst að menn ætla ekki að byggja neina Smáralind." Rúnar segir svæðið bjóða upp á marga möguleika. „Það er verið að byggja upp öflugt atvinnusvæði í Vatnsmýrinni með þekkingarfyrir- tækjum og spítalanum auk Háskóla íslands. Þarna er góður hópur fólks við störf, sem þarf að versla, auk þeirra sem í gegnum svæðið fara í tengslum við spítalann og önnur fyr- irtæki og stofnanir á svæðinu. Menn eru því að horfa á stærri verslun og síðan smærri verslanir og þjónustu- fyrirtæki," segir Rúnar. Samkvæmt heimildum DV er óvist að BSÍ veröi áfram með starf- semi í húsinu og mun fyrirtækiö til- búið að flytja sig um set ef viðun- andi aðstaða býðst annars staðar. Ekki fullfrágengið Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, Eins og beljur aö vori ... Einn afmörgum boöberum sumarsins er þegar kúm er hleypt úr fjósi og þeim leyft að sletta úr klaufunum. Kýrnar á Ásláksstööum í Hörgárbyggö noröan Akureyrar voru frelsinu fegnar í gær og fögnuöu sumarkomunni aö hætti húss- ins, meö viöeigandi bauli og rassaköstum. Einhver biö veröur á því aö opnuö veröi Nettó-verslun í húsnæöi BSÍ! Vatnsmýrinni. segir skipulag Hringbrautarinnar ekki að fullu frágengiö. „Það sem hefur undið upp á sig er að annars vegar er verið að leita að almennilegum teng- ingum inn á háskólasvæðið vestast og hins vegar tengingum inn á svæði Landspítala - háskólasjúkrahús. Nú liggur það fyrir að Landspítalinn vill byggja upp sína starfsemi við Hring- braut til framtíðar og þaö hefur i for með sér meira byggingarmagn hjá þeim en fyrirhugað var. í fyrstu var vilji til þess að klára skipulagið að öðru leyti og láta þessar útfærslur bíða en niðurstaðan varð sú að menn vOdu frekar bíða með það þar tO heOd- armyndin væri ljós. „Framkvæmdir munu þó ekki hefjast viö færsluna fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári þar sem fjármunir tO verksins eru ekki fyrir hendi á vegaáætlun. -ÓK Við Faxafen • Austurstræti • Kringlunni • Esso-stöðinni Ártúnshöfða • Esso-stöðinni Borgartúni • Spönginni Grafarvogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.