Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 12
12 ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 2002 Utlönd 1~>V Aukinn ótti við hryðjuverk: REUTERSMYND Viö bílfiak ísraelskur hermaður stendur við flak bils Jihads Jibrils, sonar palestínsks skæuruliðaleiötoga, eftir sprengjutil- ræöi í Beirút ígær. Leyniþjónusta Jórdaníu bendluð við bílsprengju Palestínski skæruliðaleiðtoginn Ahmed Jibril sakaði í morgun leyniþjónustu Jórdaniu um að hafa tekið þátt í því með ísraelum að drepa son hans í bílsprengingu i Beirút í gær. Það var arabiska sjón- varpsstöðin al-Jazeera sem greindi frá þessu. ísraelar hafa vísað á bug vanga- veltum um að þeir hafi staðið fyrir morðinu. Jihad Jibril, sonur skæruliðaleið- togans, hefur verið sakaður um að standa fyrir smygli á vopnum frá Líbanon til palestínskra vígamanna á Vesturbakkanum og Gaza. Lögregla í Beirút lokaði götu þar í morgun eftir að ábending barst um að sprengja væri þar í bíl. Harðir bardagar í Kasmír í morgun Indverskar og pakistanskar her- sveitir beittu þungavopnum í átök- um i hinu umdeilda Kasmír-héraði I morgun. íbúar i landamærahéruð- unum sáu þann kostinn vænstan að flýja heimili sín vegna bardaganna. Hermt er að fimm menn hafi fall- ið í átökunum í morgun sem hafa orðið til þess að auka enn á spenn- una milli kjarnorkuveldanna Ind- lands og Pakistans. Indverska lög- reglan sagði að þrír óbreyttir borg- arar og einn hermaður hefðu fallið og Pakistanar sögðu að tíu ára drengur hefði látið líflð. Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, er væntanlegur til Kasmírs í dag og heimsækir her- stöð þar sem rúmlega þrjátíu féllu í árás fyrir helgi. Blair hvetur ESB og BNA til að jafna ágreiníng Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti í morgun stjórn- málamenn beggja vegna Atlants- hafsins til að hætta að reka fleyg milli Evrópu og Bandaríkjanna, á sama tíma og George W. Bush Bandaríkjaforseti leggur lokahönd á undirbúning eríiðrar Evrópuferðar. Bush leggur á morgun upp í sex daga ferðalag til Þýskalands, Rúss- lands, Frakklands og ítalíu. Búist er viö að þúsundir manna muni nota tækifærið og mótmæla hugsanleg- um árásum á írak, svo og stefnu Bush í viðskiptum, umhverfismál- um og málefnum Mið-Austurlanda. Blair, sem er dyggasti bandamað- ur Bush í Evrópu, reyndi að róa menn í báðum herbúðum. Smáauglýsingar 5505000 Varað við sjálfsmorðs- árásum á Bandaríkin Robert Mueller, yfirmaður bandarísku alrikislögreglunnar FBI, segist nokkuð sannfærður um það að sjálfsmorðsárásir verði gerðar í Bandaríkjunum líkt og er að gerast í ísrael. Þetta kom fram í ræðu Muellers í gær, aðeins degi eftir að Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hafði lýst því yfir að hann væri viss um að al-Qaeda- samtökin væru með nýjar árásir á Bandaríkin i undirbúningi. „Að mínu mati er það ekki spurningin um hvort af því verður, heldur hvar og hvenær," sagði Cheney. Mueller var á sama máli og sagði: „Ég hefði frekar viljað færa ykkur jákvæðari fréttir eftir það sem á undan er gengið, en það er því miður ekki hægt. Ég á frekar von á að þetta muni gerast fyrr en síðar og að skotmörkin verði opin- berar byggingar og fjölfarnir stað- ir. Það er mjög erfitt fyrir okkur að fylgjast grannt með þvi hvað öfgasamtök eins og al-Qaeda hafa í hyggju og þess vegna verðum við Robert Mueller Robert Mueller, yfirmaöur alríkislög- reglunnar FBI, varaöi ígær við hugsan- legum sjálfsmorðsárásum í Bandaríkjunum. stöðugt að vera á varðbergi," sagði Mueller. Aðrir áhrifamenn í Bandaríkj- unum hafa tekið undir viðvaranir þeirra Muellers og Cheneys og er þingmaðurinn Bob Graham, sem jafnframt er formaður leyniþjón- ustunefndar þingsins, einn þeirra. Hann segir að í raun séu Banda- ríkin opin fyrir hvers kyns árás- um allra mögulegra hryðjuverka- hópa annarra en al-Qaeda. „Al-Qaeda-samtökin eru ekki okkar eini óvinur," sagði Graham í sjónvarpsviðtali í gær og nefndi til sögunnar samtök eins og Hez- bollah og íslömsku Jihad-samtök- in sem bæði hefðu það að tak- marki sínu að ráðast gegn Banda- rikjunum. „Það eru nokkur alþjóðleg hryðjuverkasamtök sem sett hafa sér svipuð takmörk og al-Qaeda, sem hafa meiri getu og styrk til þess að ráðast gegn Bandaríkjun- um," sagði Graham. REUTERSMYND Clinton geröur að heiðursdoktor Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, vargerður að heiðursdoktor við Nihon-háskóla íJapan í morgun fyrirþátt sinn í vexti og viðgangi bandarísks efnahagslífs og fyrir forystuhlutverk sitt í að koma á friði í heiminum. Á myndinni tekur Clinton í hönd Miwako Ando, sem stundar nám við Nihon-háskólann, þann stærsta ÍJapan. Kúbverjar saka Bandaríkjaforseta um atkvæðaveiðar: Bush neitar að slaka á við- skipabanninu gegn Castro Kúbversk stjórnvöld sökuðu Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseta um að vera á atkvæðaveiðum í Flórída og um að virða að vettugi skoðanir flestra Bandaríkjamanna með því að herða á viðskiptabanninu á Kúbu. Bush hét því í gær að beita neit- unarvaldi sínu gegn öllum tilraun- um til að slaka á viðskiptabanninu þar til stjórnvöld á Kúbu innleiddu markaðshagkerfi og lýðræði. Með afstöðu sinni gengur Bush þvert á stefnu margra stórfyrirtækja og ým- issa samflokksmanna sinna sem að- hyllast frjálsa verslun. „Ég vil að þið vitið hvað það þýð- ir að eiga í viðskiptum við harð- stjóra. Það þýðir að við ábyrgjumst harðstjórn og við getum ekki látið það gerast," sagði Bush í ræðu sem REUTERSMYND Bandaríkjaforsetl í ham George W. Bush sagði á fundi með kúbverskum útlögum í Miami að hann væri alfarið á móti því að slaka á viðskiptabanninu á Kúbu. hann hélt á hátíð kúbverskra Bandaríkjamanna sem upp til hópa eru andstæðingar Castros. „Og ég vil líka að þið vitið að ég mun ekki líða það að skattfé banda- rískra borgara fari í að auðga stjórn Castros. Og ég er reiðubúinn að beita neitunarvaldi mínu," sagði Bandaríkjaforseti enn fremur. Bandaríkjamenn settu viðskipta- bann á Kúbu fyrir fjórum áratug- um. Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, var á Kúbu i síðustu viku og hvatti hann meðal annars til þess að slakað yrði á viðskipta- banninu. Sú skoðun nýtur vaxandi fylgis á Bandaríkjaþingi og meðal kaupsýslumanna sem sjá hag sinn í viðskiptum við Kúbverja. Kúb- verskir útlagar í Bandaríkjunum eru andvígir öllum tilslökunum. Stuttar fréttir Fékk ekki meirihluta Bertie Ahern, for- sætisráðherra ír- lands, og flokkur hans náðu ekki hreinum meiri- hluta á írska þing- inu, þrátt fyrir glæsilegan sigur í þingkosningunum sem haldnar voru á írlandi um helg- ina. Niðurstaðan þýðir að Ahern muni að öllum líkindum halda áfram samvinnu sinni við fram- sækna demókrata. Engin áhrif á HM Yfirvöld í Suður-Kóreu sögðu í morgun að þau hefðu náð tökum á gin- og klaufaveikifaraldri sem kominn er upp í landinu og að hann hefði engin áhrif á heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu. Sögðu ekki forsetanum John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, og Robert S. Mueller, forstjóra FBI, var sagt skömmu eftir árásirnar 11. septem- ber frá minnisblaði þar sem varað ér við að öfgamenn kynnu að vera í flugnámi vestra. Þeir létu Bush for- seta ekki vita, að sögn New Yórk Times i morgun. Bankaræningjar út á land Bankaræningjar í Danmörku láta í æ meiri mæli til skarar skriða í litlum bankaútibúum úti á lands- byggðinni þar sem löggæslan er ekki jafnmikil og i Kaupmannahöfn. Sammála um NATO Laura Bush, for- setafrú í Bandarikj- unum, ræddi við Vaclav Havel Tékk- landsforseta i Prag í gær, síðasta áfangastað Evrópu- ferðar sinnar. Þau voru sammála um að Rússar gætu orðið bandamenn NATO, en ekki endilega aðilar að bandalaginu. Japanar gefa eftir Japönsk stjórnvöld gáfu til kynna í morgun að þau væru að gefa eftir í deilu sinni við Kínverja um fimm norður-kóreska flóttamenn sem voru dregnir burt úr japanskri ræðis- mannsskrifstofu fyrir nærri tveimur vikum. Aznar styöur breytingar José Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, bættist i gær í hóp þeirra sem hvetja til að gerðar | verði breytingar á formennsku i Evr- ópusambandinu. Að- ildarríkin gegna nú formennsku hálft ár í senn en ljóst er að það muni ekki ganga í framtíðinni eftir stækkun ESB. Vísindamaöur látinn Bandaríski steingervingafræðing- urinn Stephen Jay Gould, prófessor við Harvard-háskóla sem best er þekktur fyrir að breyta kenningum Charles Darwins, lést í gær, sextugur að aldri. Valdbeiting er úrelt Dalaí Lama, útlægur trúarleiðtogi Tíbeta, sagði í morgun að valdbeiting Bandaríkjamanna í samskiptum sín- um við aðra væri úrelt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.