Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 DV Fréttir Mjög hefur dregið úr byggingum á þjónusturými í borginni: Framlag til heima- þjónustu ekki nýtt - segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson - eðlilegar skýringar, segir félagsmálastjóri Öldrui 6.500.000 6.000.000 5.500.000 5.000.000 4.500.000 4.000.000 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 Öldrunarþjónusta í Reykjavík Framkvæmdir viö byggingu nýrra vistheimila í borginni hafa dregist verulega saman frá 1994 en kostnaöurinn viö þjónustu og rekstur hins vegar aukist til muna. Samanlögö gjöid borgarinnar vegna rekstrar og kostnaöar tímabiliö 1987-1994 og 1995-2002 er þó nánast sá sami eöa tæpir 7,3 milljaröar hvort tímabil. Hefur kostnaöurinn aöeins aukist um 0,05% þrátt fyrir mjög vaxandi þörf á vistrými og þjónustu. narþjónusta í Reykjavík Tímablliö 1987-1994 Tímablllö 1995-2002 * Heimaþjónusta fyrir alla aldurshópa inni í tölum árin 2001 og 2002 Heildarkostn- aður vegna öldr- unarþjónustu í Reykjavík árin 1987-1994 og 1995-2002 er nán- ast sá sami eða tæpir 7,3 millj- arðar hvort tima- bil. Þetta er um Vilhjálmur Þ. milljaröur króna Vilhjálmsson. á ári og hefur að- eins hækkað um 0,05% þrátt fyrir yfirlýsta aukna og brýna þörf í þessum mála- flokki. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og formaður stjómar hjúkrunarheimil- isins Eirar, segir að stóri vandinn sé því ekki bara verkaskiptingin milli ríkis og sveitarfélaganna því hjá Reykjavíkurborg sé staðan þannig að fjármunir sem í þetta voru settir hafi ekki verið nýttir. Lára Bjömsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavikurborgar, segir eðlilega skýringu á þessu. Vilhjálmur segir að borgaryfirvöld hafi ekki sýnt nægjanlegt frumkvæði og hafi í raun lítið komið nálægt upp- byggingu á þjónustuhúsnæði. Þar hafi fyrst og fremst verið um aö ræða framtak sjálfseignarstofnana og ríkis- ins. Það er á sama tíma og mjög brýn þörf sé á vistheimilum fyrir 134 ein- staklinga í Reykjavík og 194 í heild, fyrir utan þörfina fyrir 256 pláss á hjúkrunarheimilum. ÍE vill reisa um- búðaverksmiðju fyrir blóðsýni Páll Gestsson frá íslenskri erfðagrein- ingu segir að fyrirtækið hafi til skoðun- ar að byggja verksmiðju á Húsavíkursvæðinu sem framleiddi um- búðir fyrir blóðsýni byggða að hluta til á þeim eiginleika kísildufts að geta dreg- ið til sin DNA úr blóði. Páll segir að mikil þróunarvinna eigi sér nú stað innan fyrirtækisins til að kanna hagkvæmni þess að hefja fram- leiðslu á þessum umbúðum á íslandi og í því sambandi væri horft til félagssvæð- is Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Um er að ræða störf sem krefðust fag- þekkingar og eins fyrir aðstoðarfólk. Óvíst væri hvað verksmiðjan yrði mannfrek. „Það fer eftir því hvort tekst að mark- aðssetja vöruna erlendis og eins hvort hagkvæmt reyndist að framleiða hana á Islandi," sagði Páll. Islensk erfðagrein- ing notar daglega töluvert magn af þess- um umbúðum í starfsemi sinni. Aðalsteinn Baldursson hjá Verka- lýðsfélagi Húsavíkur segir að félagið hafi þegar haft samband við ÍE og lýst yfir ánægju með hugmyndir fyrirtækis- ins að reisa verksmiðju á svæðinu. Hann telur fulla ástæðu fyrir heima- menn að fylgjast vel með framvindu þessa máls. -NH Lítið byggt á síðustu árum Talsvert var byggt af vistrými fyrir aldraða á árunum 1987-1994, eða fyrir ríflega 3,6 milljaröa króna, en þá var kostnaður vegna rekstrar nánast sá sami og bygg- ingarkostnaðurinn. Á árunum 1995-2002 hefur hins vegar lítiö verið byggt af nýju vistrými eða fyrir tæpar 666 milljónir en rekstr- arkostnaðurinn er kominn i ríflega 6,2 milljarða samkvæmt tölum fé- lagsmálaráðs. Eðlilegar skýringar Lára segir að afgangur hafi skap- ast á fjárhagsáætlun varöandi heimaþjónustuna vegna þess aö áður hafi verið áætluð meðaltals- þörf á hvern og einn um fjórir tím- ar á viku. Við mat á þörfinni með viðtölum matsfulltrúa við umsækj- endur hafi komið í ljós að þarfir eru mjög mismunandi. Sumir þurfi minni þjónustu, en aðrir meiri. Nú sé hægt að gera nákvæmari áætlun en áður. Lára segir að nú hafi menn ekki áhyggjur af afgangi, heldur því að fiárhagsramminn sé orðinn of þröngur. Einnig sé það hluti af skýring- unni að í þenslu síðustu ára hafi reynst erfitt að manna stöður í þess- um geira, ekki síst á sumrin, og þá oft vegna lágra launa. Unnið hafi verið að þvi að breyta þessu og efla virðingu þessara starfa í samráöi við verkalýðsfélagið Eflingu. Þaö er gert með samningum um þjálfun starfsfólks og námskeiðahaldi. í haust sé síðan ætlunin að félags- leiðanám verði tekið upp sem náms- grein sem þá verður væntanlega Arna Ævarsdóttir, sem rekur sjoppu við aðalbrautina á Blöndu- ósi, hefur leitað til sýslufulltrúa vegna þess aö fólk sem lent hefur í umferðarslysum hefur komið í sjoppuna og þurft að komast á ákvörðunarstað á eigin vegum. Siðasta dæmið átti sér stað 17. júni sl. þegar piltur og stúlka, sem lent höfðu í bílslysi, komu illa til reika í sjoppuna og reyndu síðan að komast á puttanum suður. „Maður er í sjokki yfír þessu,“ sagði Arna við DV í gær. „Það verður að finna einhverjar lausnir á því hvað á að gera við þetta fólk.“ Arna sagði að starfsfólk sjopp- unnar Myndheima hefði lent í þvi í mars sl. að þangað hefði komið kona með lítið barn. Hún hefði ver- ið nýbúin að lenda í bílslysi ásamt eiginmanni sínum og barninu. Hún hefði komið inn í sjoppuna með farangurinn meðan maðurinn hefði farið á puttanum í Varmahlíð á móti tengdaforeldrum sínum sem ætluðu að koma þangað með ann- an bíl. „Það virtist enginn geta skutlað manninum eða boðið konunni og barninu upp á eitthvað," sagði metin til launa. Hefur tillaga Starfs- greinaráðs i þessa veru verið sam- þykkt í menntamálaráðuneytinu. Áhersla á þjónustu í heimahúsum „Við hjá Félagsþjónustunni í Reykjavik leggjum áherslu á að þjónusta fólk sem mest í heimahús- um til að fólk haldi sjálfstæði og sjálfsforræði sem allra lengst. Ef það er ekki hægt þá höfum við úr- Arna. „Lögreglan kom með hana og skildi hana eftir hér. Aftur um helgina urðu tvö slys á ungu fólki sem lögreglan hér hafði afskipti af. í annað skiptið var um að ræða tvo drengi, 17-18 ára, sem lögreglan kom með hingað. Þeir komu sér sjálfir á puttanum héðan. Þetta voru krakkar sem voru í sjokki. 17. júní var farið með tvo unga krakka í aðhlynningu upp á sjúkrahús eftir að þeir höfðu lent í bílslysi. Þegar gert hafði verið að meiðslum þeirra þar komu þeir hingað. Það virtist enginn hafa fyr- ir því að aðstoða þá. Stelpan var svo lemstruð að hún gat varla gengið. Hún var grátandi hérna inni í sjoppu meðan strákurinn stóð úti á götu og var að reyna að húkka far í umferðinni. Svo voru þau grátandi að fá að hringja í eld- húsinu hjá okkur til að fá ein- hverja hjálp. Strákurinn var með kraga og all- ur blóðugur og lemstraður. Honum tókst að koma stúlkunni í bfi suð- ur til Reykjavíkur en við fórum svo á stúifana og komum honum með bíl suður. Áður hafði ég boðið þeim heim til mín en þau vildu ræði sem eru þjónustuíbúðirnar sem við rekum í Lönguhlíð, Furu- gerði, Norðurbrún og Dalbraut. Síð- an erum við að breyta vistrýmum í Seljahlíð í þjónustuíbúðir. Við erum að auka þjónustuna í þessum íbúð- um með vakt allan sólarhringinn. Þá erum við að reka hjúkrunar- heimili á Droplaugarstöðum og að hluta til hjúkrunarrými í Seljahlíð sem viö eigum að fá endurgreitt frá ríkinu." -HKr. bara komast suður. Þau voru ekki í neinu ástandi til að taka ákvarð- anir. Við lentum svo i því þegar þau voru farin að aðstandendur hringdu og spurðust fyrir um þau. Þá virðist svo sem lögreglan hafi vísað þeim á sjoppuna til að fá upp- lýsingar Það var svo sorglegt að horfa á drenginn reyna að útvega sér far. Það virðast margir hafa séð þetta því að það er umtalað hér en hvorki björgunarsveit né lögregla hafast að.“ Arna sagði starfsfólkið í sjopp- unni engan veginn í stakk búið til þess að veita áfallahjálp. Fólkið sem lent hefði í slysunum hefði verið meira og minna grátandi og í sjokki. En enginn virtist bera ábyrgð. „Ungt fólk sem lendir í hremm- ingum vill í mörgum tilvikum koma sér áfram á eigin vegum fremur en að þiggja aðstoð lög- reglu“ sagði Kristján Þorbjöms- son, lögreglumaður á Blönduósi. „ Við bjóðum og veitum fúslega öll- um alla þá aðstoð sem við getum en við getum náttúrlega ekki neytt hjálp okkar upp á fólk.“ -JSS Napurt fyrir norðan Kuldatíö og hráslagi hefur einkennt síöustu daga á Noröurlandi. Krakk- arnir / unglingavinnunni á Akureyri létu það ekki á sig fá heldur klæddu sig vel og gerðu að gamni sínu. Alhvít jörð í Siglfirðingum brá illOega í brún á miðvikudagsmorguninn því að þá var ökkladjúpur snjór í bænum. Veður versnaði 17. júní og á þriðjudag var vonskuveður, hvass norðan og slydda. Þegar leið á daginn kólnaði og úrkom- an breyttist í snjókomu. Snjórinn lét þó fljótlega undan síga og hvarf. Svip- aða sögu var að segja í Fljótum, þar gránaði í fiöll alveg niður undir byggð. Á miövikudag stytti hins vegar upp með kuldagjóstri. Þetta var leið- indahret eftir ágæta tíð það sem af er júnímánuði þegar hiti hefur nokkra daga farið í 20 stig og gróður var kom- inn vel á veg. -ÖÞ Samvörður 2002: Þúsund manns æfa aðgerðir Almannavamaæfingin Samvörður 2002 verður haldin á íslandi dagana 24.-30. júní næstkomandi. Æfingin er hluti af alþjóðlegu öryggis- og vamar- málastarfi Atlantshafsbandalagsins og er þriðja Samvarðaræfmgin sem hald- in er á íslandi. Markmið slíkra æfrnga er að styrkja og samhæfa aðgerðir hersins og borgaralegra stofnana aðild- arríkja NATO og samstarfsríkja þess á sviði friðargæslu og björgunarstarfa og æfa viðbrögð við náttúruhamfórum. Alls munu um 550 íslendingar taka þátt í Samverði 2002, á einn eða annan hátt, og erlendir þátttakendur verða u.þ.b. 500 talsins. Æfingin er þrískipt en aðalæfmgin er vettvangsæfingin þar sem meginverkeöiið er að bjarga fólki frá eyju þar sem eldgos og jarðskjálftar ógna lífi þess. Bregðast þarf við ýmsum áfóllum eins og skemmdum á bygging- um vegna öskufalls, klettahruns og hraunflæðis. -vig Um 83% neyttu kosningaréttar Við síðustu sveitarstjómarkosning- ar vom á landinu öllu 203.119 manns á kjörskrá og neyttu alls 168.657, atkvæðisréttar síns eða 83,0%. Sjálf- kjörið var í 7 sveitarfélögum. Við síðustu sveitarstjómarkosning- ar árið 1998 vom 193.492 á kjörskrá og þá greiddu 159.187 manns atkvæði, eða 82,3%, og er þvi lítill munur á kjörsókn milli áranna 1998 og 2002. Mest var kjörsókn í Mjóafiarðarhreppi eða 100% en kjörsókn var 90% eða meira í 16 sveitarfélögum. I Mjóafiarðarhreppi vom 25 manns á kjörskrá og kusu all- ir, en þar fór fram óbundin kosning. Minnst var kjörsóknin í Borgarfiarð- arhreppi, þar vom 120 á kjörskrá og greiddi 71 atkvæði, eða 59,2%. Næst- minnsta kjörsóknin var i Skilmanna- hreppi eða 63,4%. Þar á eftir kemur Þórshafnarhreppur með nánast sömu kjörsókn eða 63,8%. Af þeim sveitarfé- lögum þar sem fram fór listakosning var kjörsókn minnst í Seltjamames- kaupstað eða 75,6% og mest í Kjósar- hreppi eða 95,1%. -GG Eigandi Myndheima á Blönduósi leitar til sýslufulltrúa: Fólk úr bílslysum vegalaust í sjoppu - veitum fúslega alla aöstoð, segir lögreglan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.