Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Page 7
7 FIMMTUDAGUR 20. JÚNl 2002 H>V Fréttir Stofntölur yfir fiskafla fyrstu 5 mánuði ársins: Aflinn aldrei verið meiri Spyrnuslysið: Útskrifaður af gjörgæslu stefnir í nýtt aflamet, segir Fiskistofa Útlit er fyrir að yfirstandandi ár verði besta aflaár nokkru sinni. Heildaraflinn fyrstu fimm mánuði ársins eða til 31. maí 2002 var 1.257.043 tonn. Á sama tima í fyrra var heildaraflinn 1.011.061 tonn. Þetta er 24,3 prósenta aukning milli ára. Aðeins einu sinni áður hefur afli fyrstu funm mánuði ársins ver- ið álíka mikill en það var metaflaár- ið 1997 þegar aflinn frá janúar til og með maí var 1.237.840 tonn. Aflinn í maí 2002 var 135.657 tonn Trollið inn. sem er rúmlega 80 þúsund tonnum meiri afli en í maí 2001, en þá var aflinn 53.581 tonn. Botnfiskaflinn var 55.115 í nýliðnum mai en var að- eins 30.225 tonn i maí i fyrra. Þenn- an mikla mun má rekja til verkfalls fískimanna sem stóð frá lokum apr- íl fram að fyrstu viku í maí í fyrra. Athygli vekur að alls bárust á land 19.160 tonn af úthafskarfa fyrstu funm mánuði ársins en í fyrra var hann aðeins 107 tonn. Veiðar á úthafskarfa hefjast venju- DVWND SIGURÐUR K. HJALMARSSON Þrifabað fyrir sumarbúðir Kópurinn Lúlli litli labbakútur fékk gott baö áöur en ekiö var meö hann eins og hvern annan farþega til Slakka. Krakk- arnir Ylfa, Eiríkur, Gunnar og Guörún baöa kópinn í Víkuránni i Vík daginn áöur en þau létu hann frá sér. Selkópur í sumarbúðum Kópurinn sem fannst á Víkurfjörum i slæmu ástandi fyrir mánaðamót hefur nú fengið ný heimkynni yfir sumarið. Segja má að kópurinn Lúlli litli labbakútur, eins og hann er kallaður, hafi farið í sumarbúðir í dýragarðinn í Slakka í Biskupstungum. Þar er Lúlli litli og unir sér vel, þyngist, þroskast og dafnar. í augunum er hins vegar sorg og söknuður og einhvetjir gestir hafa gert athugasemdir. í haust verður honum sleppt út á sjó úr fjörunni við Vík og ekki útilokað að Hafrannsóknastofnun festi við hann tæki til að hægt verði að fylgjast með ferðum hans. -JBP Vaxtalækkun Seðlabankans: Aðeins 0,2% hús- bréfavaxtalækkun óveruleg áhrif á skuldir Jóns og Gunnu Vaxtalækkun Seðlabankans nemur orðið 1,6 prósentustigum á árinu. í árs- byrjun voru vextir 10,1% en verða nú 8,5%. Hér er um að ræða nafnvaxta- lækkun en ekki raunvaxtalækkun þannig að áhrifm á skuldastöðu al- mennings verða mun minni. Flest lán eru verðtryggð eins og t.d. húsbréfa- lán. Húsbréfavextir hafa aðeins lækk- að um 0,2% frá ársbyrjun. Már Guðmundsson, aðalhagfræðing- ur hjá Seðlabankanum, segir að sam- dráttur í eftirspum hafi verið nauð- synlegur til að eyða viðskiptahalla og skapa forsendur fyrir lítilli verðbólgu. „Við spenntum upp vextina til að spyma á móti of- þenslu hagkerfis- ins og þær aðgerð- ir hafa skilað sér. Nú erum við að lækka vextina aft- ur samfara lægri verðbólgu en þrátt fyrir allt era raun- vextir enn töluvert háir. Hinn al- menni maður er með megnið af sinum skuldum verð- tryggt og þeir vextir hafa lækkað mun minna en stýrivextir okkar," segir Már. Þeir verðtryggðu vextir sem snerta almenning helst era húsbréfavextir. Þeir voru í árslok um 6% en eru nú komnir í 5,8%. „Raunvextir hafa lækk- að töluvert minna en nafnvextir þar sem verðbólgan er á niöurleið. Nú erum við fyrst og fremst að koma í veg fyrir að aðhaldið verði of mikið og forðast að meiri samdráttur verði í hagkerfmu en þarf til að ná verðbólg- unni aftur niður,“ segir Már. Skuldir heimilanna í lok mars vora 725 milljarðar og höfðu vaxið um 33 miUjarða síðan um áramót. Þá voru þær 692 milljarðar. -BÞ Már Guðmundsson. lega ekki fyrr en í apríl. Þar sem sjómenn voru í áðumefndu verk- falli i þeim mánuði í fyrra var afl- inn ekki meiri en raun ber vitni. Sérstaka athygli vekur litill afli í ýsu en fréttir undanfarið benda til aukinnar veiði. Ýsuaíli i maí er sá slakasti í áratug ef undan er skilinn aflinn í fyrra sem var minni sökum verkfallsins. Af öðrum tegundum má sjá tölu- verða aukningu í afla loðnu og kolmunna. Loðnuafli fram í júní er 903.175 tonn en var 773.884 á sama tímabili í fyrra. Þetta er aukning sem nemur 16,7 prósentustigum. Kolmunnaaflinn var 79.983 tonn fyrstu flmm mánuði ársins en hann var aðeins 18.285 tonn árið 2001. Aflamet I augsýn? Ari Arason, starfsmaður Fiski- stofu, segir aðalástæðuna fyrir þess- um mesta heildarafla sem veiðst hefur liggja i metafla af loðnu. „Það sem skiptir mestu máli er þessi mikla loðnuveiði en loðnustofninn virðist vera í ágætis ásigkomulagi í ár. Þetta er næstmesta loðnuveiði sem mælst hefur í maí. Einnig er kolmunnaaflinn miklu meiri en í fyrra,“ segir Ari. Spurður um hvort metaflaárið 1997 verði ekki slegið segir Ari það ráðast af loðnuvertíðinni í sumar. „Útlitið er ágætt í loðnunni og ef það verður meðalvertíð þá ætti met- ið að verða slegiö," segir Ari. -vig Maðurinn sem slasaðist alvarlega um helgina þegar hann var að spyrna á bifhjóli á Akureyri var út- skrifaður af gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri í gær. Honum heilsast eftir atvikum en hann bæöi mjaðmagrindarbrotn- aði og lærbrotnaði við áreksturinn. Rannsókn málsins stendur yfir en ein ástæða þess að bUl komst inn á keppnissvæðið við Tryggvagötu og lenti á bifhjólinu er talin sú að lok- unarmerkingar hafi verið ónógar samkvæmt heimUdum DV. -BÞ Nýtt farsíma- fyrirtæki á Akureyri Búið er að undirrita vUjayfirlýs- ingu af hálfu Félagsstofnunar stúd- enta við Háskólann á Akureyri, Fé- lags stúdenta við Háskólann á Akur- eyri og farsímafélagsins IMC ísland ehf. um að stofna fyrirtæki um far- símaþjónustu á Akureyri. Hið nýja farsímafyrirtæki mun njóta aðstoðar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar við uppbygginguna og verður væntanlega tU húsa við Glerárgötu 36. IMC ísland ehf., sem er að hefja rekstur símstöðvar hér á landi fyrir al- þjóðlega reikiþjónustu bandarísks móð- urfyrirtækis síns við farsímanotendur ásamt farsímakerfis innanlands á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, hefur í ofangreindum tUgangi sett upp farsímakerfi á Akureyri sem tekið verður í notkun 1. júlí nk. -BÞ Erum með sagir með hraðastilli, sem henta vel til að saga gifsplötur. FESTO Tenging við ryksugu tryggir nánast ekkert ryk á vinnustað, Beinn og góður skurður sem minnkar alla eftirvinnu fýrir málara. . Minni kostnaður við blikkkanta ..það sem fagmaðurinn notar! Veldu h/jómtæki sem hæfa bílnum! Komdu með bífínn og við græjum hann Verð frá 29.900 NYTT •DEH-1400 ■ 4x45w • RCA útgangur ■FM/MW/LW 18 stöðva minni 20% afsláttur af öllum bí/hátö/urum BRÆÐURNIR HLJÓMTÆKI Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.