Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Side 15
15
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002
PV
Húmor í bland við
hœfilegan hrylling
Þaö hefur nú verið árviss viðburður í níu ár
að dómnefnd á vegum Þjóðleikhússins velji at-
hyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins, en
verðlaunin eru sýning á stóra sviði leikhússins.
í ár voru tólf leikfélög víðs vegar um landið sem
buðu dómnefndinni að skoða sýningar sínar og
fyrir valinu varð uppfærsla Leikfélags Kópavogs
á Grimmsævintýrum. Það má til sanns vegar
færa að Leikfélag Kópavogs sé óvenju vel að
þessum heiðri komið. Á undanfornum árum hef-
ur starfsemin þar verið mjög öflug og áhersla
verið lögð á þjálfun nýrrar kynslóðar leikara og
leikhúslistamanna. Það skilar sér svo sannar-
lega í Grimmsævintýrunum því unga fólkið sem
kemur að uppfærslunni gefur atvinnufólki í fag-
inu lítið eftir, sama hvort litið er til leiks, tón-
listarflutnings eða umgjarðar.
Leiklist
Ævintýrin sem þeir Grimms-bræður söfnuðu
á 18. öld eru misþekkt í dag þó allir kannist við
þau frægustu. I sýningu Leikfélags Kópavogs
eru sex ævintýri sviðsett og gildir sama lögmál
þar því nokkur eru alþekkt s.s ævintýrin um
Hans og Grétu og Broddgöltinn og hérann en
önnur nánast óþekkt og má þar nefna kostulega
sögu af Lykla-Pétri. Stuðst er við þýðingu Þor-
steins Thorarensens og er sumt tekið beint upp
upp úr texta hans en annað hefur orðið til í
á milli skapa þeir ævintýrunum viðeigandi um-
gjörð. Allir standa sig með mikilli prýði en eins
og alltaf er nokkuð greinilegt að hluti hópsins
hefur meiri reynslu eða er gæddur meiri leik-
hæfileikum frá náttúrunnar hendi. Það breytir
því ekki að sýningin er óvenju jöfn og samstillt
og framsögn í flestum tilvikum framúrskarandi.
Uppsetning Leikfélags Kópavogs á Grimms-
ævintýrum er hröð, spennandi og umfram allt
bráðskemmtileg sýning. Húmor í bland við
hæfilegan hrylling gerir þetta að sýningu fyrir
alla aldurshópa og er aðstandendum óskað til
hamingju með þetta vel lukkaða framlag til ís-
lenskrar leikhúsmenningar.
Halldóra Friðjónsdóttir
Leikfélag Kópavogs sýnir á stóra sviöi Þjóðleikhússins
Grimmsævintýri, leikgerö hópsins, byggöa á þýðingu
Þorsteins Thorarensens á Ævintýrum Grimms-bræöra
Leikmynd: Frosti Friöriksson Tónlist: Sváfnir Siguröar-
son og Þorgeir Tryggvason Ljós: Alexander I. Ólafsson
og Skúli Rúnar Hilmarsson Búningar: Þórey Björk Hall-
dórsdóttir og Þórunn Eva Halldórsdóttir Grafísk hönn-
un: Einar hjá Cinq-grafík Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
spunavinnu á æfinga-
tímanum. Það er því all-
ur hópurinn sem kemur
að uppfærslunni sem er
skrifaður fyrir leikgerð-
inni en vitanlega á
Ágústa Skúladóttir leik-
stjóri stóran þátt í að
jafn vel tekst til og raun
ber vitni. Hún velur
ekki auðveldustu leiö-
ina því bæði er sýningin
mjög stílfærð auk þess
sem þar er unnið mark-
visst með leikhúsformið
sjálft. Margar lausnir
eru bráðsnjallar svo
sem borðið sem verður
til við að leikaramir
strengja borðdúk á milli
sín og sömuleiðis eru
endurtekningar nýttar á
afar skemmtilegan hátt.
Tónlistin sem þeir
Sváfnir Sigurðarson og
Þorgeir Tryggvason eru
skrifaðir fyrir og flytja á
alls konar hljóðfæri fell-
ur eins og flís viö rass
Vel lukkaö framlag
„Uppsetning Leikfélags Kópavogs á Grimmsævintýrum er hröö, spennandi
og umfram allt bráöskemmtiieg sýning. Húmor í bland viö hæfilegan hrylling
gerir þetta aö sýningu fyrir alla aldurshópa og er aöstandendum óskaö til
hamingju með þetta vel lukkaöa framlag til íslenskrar leikhúsmenningar. “
að því sem er að gerast
á sviðinu hverju sinni,
og undirstrikar það
enn frekar sérdeilis
góða samhæfingu
hópsins.
Það er illmögulegt
að gera upp á milli
leikaranna átta sem
taka þátt í þessari sýn-
ingu en þeir eru
Ágústa Eva Erlends-
dóttir, Ástþór Ágústs-
son, Birgitta Birgis-
dóttir, Guðmundur
Lúðvík Þorvaldsson,
Helgi Róbert Þórisson,
Huld Óskarsdóttir,
Magnús Guðmundsson
og Sara Valný Sigur-
jónsdóttir. Leikaramir
skiptast á að túlka „að-
alhlutverkin" en þess
Viöeigandi umgjörð um ævintýrin
„Þaö er illmögulegt aö gera upp á milli leikaranna átta sem taka þátt í þess-
ari sýningu en þeir eru Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ástþór Ágústsson, Birgitta
Birgisdóttir, Guömundur Lúövík Þorvaldsson, Helgi Róbert Þórisson, Huld
Óskarsdóttir, Magnús Guömundsson og Sara Valný Sigurjónsdóttir. Leikararn-
ir skiptast á aö túlka „aöalhlutverkin“ en þess á milli skapa þeir ævintýrun-
um viöeigandi umgjörö. “
Tónlist
■HHHH
■■■BHHG ■ i
Mávar yfir altarinu
Orphei Drángar heitir karlakór frá Uppsölum
sem sagður er sá besti í heimi. Það er í hæsta
máta vafasöm fullyrðing þvi karlakórar era
óteljandi. Efasemdahugsanimar hljóðnuðu þó
smám saman eftir því sem á leið tónleika kórs-
ins í Haligrímskirkju á laugardaginn var og
verður að segjast eins og er að sumt sem þar bar
fyrir eyra var svo ótrúlegt að maður gapti.
Orphei Drangar nær þeim virðulega aldri
hundrað og funmtíu ára innan skamms en söng-
mennimir I kirkjunni voru þó langt frá því að
vera einhverjar afturgöngur, þvert á móti vora
þeir Qestir komungir. Þrátt fyrir það var söng-
ur þeirra á engan hátt viðvaningslegur, hann
var hnitmiðaður og í prýðilegu jafnvægi, hver
tónn hreinn og fagurlega mótaður og túlkunin
lífleg.
Tónleikarnir hófust á tignarlegri tónsetningu
Pendereckis á sálmi nr. 117 úr Biblíunni og síð-
an var sungið hvert hástemmt lagið á fætur
öðru. Eitt athyglisverðasta verkið var Söngur
hins foma hafs, þjóðvísa í tónsetningu Jaroslavs
Kricka en það var fjórða atriði efnisskrárinnar.
Undirritaður var þá kominn í hugleiðslukennt
alsæluástand að hlusta á svo fagran söng en þeg-
ar mávar tóku að garga að þvi er virtist alls
staðar um kirkjuna hrökk maður við. Nokkrir
kórmeðlimir voru þama að skrækja á meðan
hinir sungu um hafið og var það svo vel gert aö
það var eins og lifandi mávar væru í leit að æti
yfír altarinu.
Ýmislegt sérkennilegt heyrðist á tónleikun-
Orphel Drángar
„Eitt athyglisveröasta verkiö var Söngur hins
forna hafs, þjóövísa í tónsetningu Jaroslavs
Kricka, en það var fjóröa atríöi efnisskrárinnar.
Undirrítaöur var þá kominn í hugleiöslukennt al-
sæluástand aö hlusta á svo fagran söng en þeg-
ar mávar tóku aö garga aö því er virtist alls staö-
ar um kirkjuna hrökk maöur viö. Nokkrir kórmeö-
limir voru þarna aö skrækja á meöan hinir sungu
um hafiö og var þaö svo vel gert aö þaö var eins
og lifandi mávar væru í leit aö æti yfir altarinu. “
um, Composition For Choras No. 6:2 eftir jap-
anska tónskáldið Michio Mamiya var t.d. allt
ööravísi tónlist en maður á að venjast á tónleik-
um karlakóra. Hún minnti töluvert á illileg
áköll japanskra hofgoða þegar geðstirðir nátt-
úrupúkar eru friðþægðir og var afar skemmti-
leg. Sömuleiðis var Rondes eftir Folke Rabe
mjög fyndið en verkið byrjaði á undarlegu
mjálmi sem smám saman varð að asmakenndu
hvæsi. Þá heyrðist smellur þegar einn kórmeð-
limanna lokaði möppunni sinni, þrammaði fram
fyrir kórinn, grýtti möppunni í gólfið, strunsaði
út og skellti á eftir sér. Var gjörningurinn í
heild eftir þessu, alls konar ærslagangur sem
minnti á uppákomur Victors Borge, enda veltust
margir áheyrendur um af hlátri. Hér væri of
langt mál að fjalla um hvert einasta atriði tón-
leikanna, nægir að segja að allt var vandað og
greinilega þaulunnið. Hið eina neikvæða var
frammistaða einsöngvaranna Henriks Karlssons
og Johans Sundelöfs í tveimur lögum en raddir
þeirra vora of lokaöar og ómótaðar til að gnæfa
almennilega yfir kórinn. Þrátt fyrir það voru
þetta frábærir tónleikar og skyggði aðeins eitt á
ánægjuna en það var að tveir Svíar við hliðina
á undirrituðum samkjöftuðu ekki fyrri hluta
tónleikanna, þrátt fyrir hnippingar og illt
augnaráð. Maður kunni ekki við að segja þeim
að halda kjafti þama í kirkjunni en til allrar
hamingju létu þeir sig hverfa í hléinu og komu
ekki aftur.
Jónas Sen
Orphei Drángar í Hallgrlmskirkju laugardaginn 15. júní.
Verk eftir Milhaud, R. Strauss, Tormis, Saint-Saéns, Si-
belius o.fl.
_________________Menning
Umsjón: Sigtryggur Magnason
Listasjóður
Guðmundu
Viðurkenning úr
Listasjóði Guð-
mundu Kristinsdótt-
ur fyrir árið 2002 var
afhent á Kirkjubæj-
arklaustri sunnudag-
inn 16. júní sl. en
þann dag var opnuð
sýning á verkum úr
Errósafni í Kirkju-
bæjarstofu. Viðurkenningin var afhent
við opnun sýningarinnar, sem haldin er
í tilefni 100 ára afmælis móður Errós,
Soffíu Kristinsdóttur, en afkomendur
hennar komu saman á Kirkjubæjar-
klaustri af því tilefni. Erró afhenti við-
urkenninguna ásamt ungri frænku
sinni, Ólöfu Benediktsdóttur, en hana
hlaut að þessu sinni listakonan Sara
Bjömsdóttir. Þetta er í fímmta sinn sem
viöurkenningin er veitt úr sjóðnum en
henni fylgir fjárstyrkur að upphæð 300
þúsund krónur.
Saga komin út
Tímaritið Saga er
komið út. Efni ritsins
er fíölbreytt að venju,
spannar söguna frá
miðöldum til síðustu
áratuga auk viðhorfs-
greina og bókarýni.
Sögufélagið fagnar ald-
arafmæli sinu í ár og
hefur útgáfa ritsins
hefur verið efld og kemur það nú út
tvisvar á ári. I tilefni þessa merka
áfanga gerir Einar Laxness sögu félags-
ins skil. Til að hvetja til umræðu hefur
nýr bálkur verið tekinn upp í ritinu,
„Viðhorf'. I grein sem kallast „Skamm-
hlaup“ er að finna hugsanir Einars Más
Jónssonar sem sprottið hafa af lestri
bókar Sveins Yngva Egilssonar, Arfs og
umbyltingu. Ferskar rannsóknir eru
birtar í nokkrum greinum og eru ungir
fræðimenn áberandi í þeim hópi, bæði
innlendir og erlendir. Sverrir Jakobsson
skrifar um hinn breiðfirska heim á öld
Sturlunga, Christina Folke Ax skrifar
um menningarmun á íslandi í lok 18.
aldar og Kristrún Halla Helgadóttir
skrifar um lækkun á tíðni ungbarna-
dauðans á Snæfellsnesi. Kjartan Emil
Sigurðsson skrifar um upphaf „félags-
málapakka" og Guðni Th. Jóhannesson
rýnir í fimm yfirlitsrit sem komið hafa
út í Bretlandi á síðustu árum.
Ritstjórar Sögu eru sagnfræðingarnir
Guðmundur J. Guðmundsson, Guð-
mundur Jónsson og Hrefna Róbertsdótt-
ir.
Kvartett Kára
á Jómfrúnni
Á Qórðu tónleikum
sumartónleikaraðar
veitingahússins Jóm-
frúarinnar við Lækjar-
götu, laugardaginn 22.
júni, kemur fram
kvartett trommuleik-
arans Kára Ámason-
ar. Auk Kára skipa
kvartettinn þeir Sig-
urður Flosason saxófónleikari, Ómar
Guðjónsson gítarleikari og Þorgrimur
Jónsson kontrabassaleikari. Tónleikarn-
ir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Leik-
ið verður utandyra á Jómfrúrtorginu ef
veður leyfir, en annars inni á Jóm-
frúnni. Aðgangur er ókeypis.
London -
París - Reykjavík
EgUl Prunner opnar ljósmyndasýn-
ingu í Galleríi Sævars Karls við Banka-
stræti nk. laugardag, 22. júni. Sýningin
ber yfirskriftina LONDON - PARIS -
REYKJAVÍK og segir Egill að með sýn-
ingunni sé verið að halda upp á afrakst-
ur fimm ára tímabils þar sem hann hef-
ur unnið við myndgerð í Evrópu.
„Myndirnar á sýningunni eru meðal
annars samstarfsverkefni við hæfileika-
fólk á vegum myndgerðar alls staðar að
úr heiminum, sem hefur verið búsett í
einni af þessum þremur borgum, og hef-
ur komið nálægt vinnu við auglýsinga-
gerð og tímarit," segir Egill og heldur
áfram: „Nafhið, LONDON - PARIS -
REYKJAVÍK kemur heim og saman
vegna þess að allar myndimar eru tekn-
ar í einni af þessum þremur þorgum
Evrópu. Alls tíu í París, tvær í London
og ein í Reykjavík til þess að fullkomna
hringinn."