Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Side 16
16 + 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórl: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Tímamót í knattspymu Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu sem nú stendur sem hæst í ná- grannaríkjunum Japan og Suður-Kóreu. Keppnin fer nú í fyrsta skipti fram í Asíu og er óhætt að segja að undirbún- ingur og framkvæmd keppninnar sé heimamönnum til mikils sóma. Allur aðbúnaður og umgjörð keppninnar i ár er með því besta og glæsilegasta sem þekkst hefur i mót- um af þessu tagi. Hátíð knattspyrnunnar hefur verið íþróttinni til mikils sóma. Athyglisvert var að fylgjast með undirbúningi fyrir mótið á vormánuðum. Greinilegt var að Japanar og Suð- ur-Kóreumenn voru staðráðnir í að halda sögulegt mót. Það hefur gengið eftir. Ekki einasta hafa úrslit margra kappleikjanna verið með þeim hætti að íþróttaunnendur hafa sopið hveljur, heldur hefur mótshöldurum tekist að halda algerlega aftur af ofbeldisseggjum sem á síðustu árum hafa sett ömurlegan svip á vel flest stórmót í knatt- spyrnu. Á þessu sviði hefur unnist stórsigur. Ein sögulegustu tíðindi þessa móts snúa aftur á móti að ótrúlegum sigrum og óförum inni á knattspyrnuvellinum sjálfum. Það liggur við að heimurinn hafi tekið um höfuð sér á hverjum einasta degi það sem af er þessum júnimán- uði. Stórþjóðir á knattspyrnusviðinu á borð við Argent- ínumenn, heimsmeistara Frakka og Portúgala voru send- ar heim með háðung og enn aðrar stórþjóðir komust ekki einu sinni á leikana sjálfa, svo sem Holland. Ófarir ítala, Mexíkóa og Svía eru og kunnar. Það mótlæti sem þessar kunnu knattspymuþjóðir hafa orðið fyrir á síðustu vikum og mánuðum stafar jöfnum höndum af þeirra eigin andleysi, þreytu og sigurvissu. Sérfræðingar hafa einnig bent á þann möguleika að fræg- ustu leikmenn þessara þjóða séu ef til vill orðnir fullstór- ir fyrir liðsheildina - þeir leiki ekki lengur með hjartanu heldur miklu fremur með veskinu. Hvað sem þessum vangaveltum líður er ljóst að mótið í ár er sigur liðsheild- arinnar og samvinnu innan og utan vallar. Enn eru þó ónefndir stærstu sigurvegarar mótsins til þessa. Það eru liðin sem koma létt leikandi inn á heims- ins skærustu velli samtímans og sigra með vilja sínum og verðleikum. Mótið í ár sýnir að tímamót eru að verða i knattspymuíþróttinni. Það er ekki lengur sjálfgefið að nýir heimsmeistarar komi frá rikjum Evrópu og Suður- Ameriku. Lífsglaðir leikmenn frá Suður-Kóreu, Senegal og Bandarikjunum eru nú þegar sigurvegarar mótsins. Þeir sýna nýja tíma. Þeirra lið hafa stækkað völlinn. Heimsins besti matur Það brosa margir í Asíu þessa dagana. Mitt i öllu ati heimsins bestu knattspyrnukappa í álfunni berast lands- mönnum þær fréttir frá Seúl að landslið íslenskra mat- reiðslumeistara hafi borið sigur úr býtum í stórri alþjóð- legri matreiðslukeppni. Og vart er hægt að segja að um heppnisigur hafl verið að ræða, því íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði i báðum helstu greinum keppninnar, köldum mat og heitum. Næst stefnir liðið á fyrsta sæti á heimsmeistaramótinu i Lúxemborg í háust. Þessi glæsilegi árangur í Suður-Kóreu er enn ein stað- festing þess að ísland er að festa sig í sessi sem eitt fram- sæknasta land í heimi í matreiðslu. Á þessu sviði þjón- ustu og viðskipta hafa orðið straumhvörf á síðustu árum. Þar vegur tvennt þyngst. Menntun og víðsýni íslensks matreiðslu- og framreiðslufólks hefur aukist til muna og sömu sögu er að segja um gæði islensks hráefnis til mat- argerðar. í þessum efnum verður þróun síðasta aldarfjórð- ungs likt við byltingu. Sigmundur Ernir _________________________________________FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002_FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 DV Skoðun XJpphaf að stórsókn Framsóknarflokksins? Dagný Jónsdóttir formaöur Sambands ungra framsóknarmanna Kjallari Einhugur og almenn bjart- sýni eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar var einkennandi meðal fundarmanna á 30. þingi Sambands ungra fram- sóknarmanna sem haldið var í Ólafsvík um síðustu helgi. Fyrir þinginu lágu mörg mál tengd utanríkis- málum, menntamálum, atvinnu- og byggðamálum og fjölskyldu- og velferð- armálum. Einnig tóku ungir framsóknar- menn sig til og ályktuðu um málefni tengd formanni flokksins. Slíkt þing er veganesti inn á flokksþing Fram- sóknarflokksins sem mun móta kosningastefnuskrá fyrir komandi alþingiskosningar. Möguleiki til að hafa áhrif á ákvarðanir ísland er virkur þátttakandi í sam- félagi þjóðanna og sú þátttaka skap- ar þjóðinni basði möguleika á auk- inni hagsæld og tækifæri til þess að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða framtíðarhagsmuni íslendinga. Ung- ir framsóknarmenn vilja að hafm verði vinna við að skilgreina samn- ingsmarkmið íslendinga við ESB og skal þeirri vinnu verða lokið fyrir ársbyrjun 2005. Það er alveg Ijóst að fullsnemmt er að ræða af alvöru að- ildarviöræður þegar slík markmið hafa ekki verið skilgreind að fullu. Eftir þessi tímamörk verða næstu skref skoðuð í Ijósi niðurstaðna, en að mínu mati felast nokkur tímamót í þessari stefnumótun, ekki síst þar sem svo virðist sem treglega muni ganga að uppfæra EES-samninginn þannig að við íslendingar getum fellt okkur við. Öllum tryggður aðgangur að menntun Áhersla ungra framsóknarmanna er sú að öllum skuli tryggður að- gangur að góðri menntun og að grunn- og framhaldsskólar ásamt ríkisreknum háskólum verði án skólagjalda. Einn stærsti hlekkurinn til að tryggja jafnrétti til náms er Lánasjóður íslenskra námsmanna og nauðsynlegt er að LÍN sinni þeirri lagaskyldu sinni að byggja upphæð námslána á raunverulegri fram- færsluþörf námsmanna, öðruvísi er jafnréttið ekki tryggt. Einnig þurfa stjórnvöld að létta endurgreiðslu- byrði vegna námslána og þá í sam- ráði við samtök námsmanna og greiðenda, sem eru að kanna kostnað og leiðir í þessu efni. í því tilliti er mikilvægt að greiðslur af námslán- um verði frádráttarbærar frá skatt- stofni, að tekjutengt hlutfall endur- greiðslu verði lækkað og að hlutfall endurgreiðslu verði miðað við nettó- tekjur í stað brúttótekna. Samkeppnisstaða ríkisrekinna há- skóla gagnvart þeim einkareknu er ungum framsóknarmönnum sérstakt áhyggjuefni. Staða Háskóla íslands er t.a.m. afar veik en hann getur ekki staðið til frambúðar undir nauðsynlegu hlutverki sínu sem þjóðskóli og alþjóðlegur rannsókna- háskóli, nema með auknu fjárfram- lagi. Háskólinn og aðrir ríkisreknir háskólar geta naumast keppt við inn- lenda einkaháskóla sem hafa úr að moða allt að tvöfalt hærra framlagi á nemanda, þegar skólagjöldin hafa bæst við. Miða á við þá almennu reglu sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum, þ.e. að ríkisframlag lækki í takt við upphæð skólagjalda. Ef áfram heldur sem horfir verður samkeppnisstaða ríkisrekinna há- skóla vonlaus og þá er ljóst að stór- lega verði vegið að jafnrétti allra til náms. Engin innritunargjöld Ungir framsóknarmenn vara við þeim áróðri Sjálfstæðisflokksins, aö taka beri upp innritimargjöld á sjúkrastofnunum. Slíkt myndi að okkar mati leiða til ójafnræðis þegn- anna og tvískipts kerfis, þar sem hin- ir efhameiri kaupa sig fram fyrir hina efnaminni. Einkavæðingu í heilbrigðiskerfmu er algjörlega hafn- að, enda eiga forgangsatriði alls heil- brigðiskerfisins að vera þarfir og vel- ferð sjúklinganna. Vaxandi vímuefnaneysla í samfé- laginu er mikið áhyggjuefni og sú aukning afbrota og ofbeldisverka sem fylgir henni. Skilgreina þarf áhættuhópa í samstarfi við foreldra, skóla, heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og aðra fagaðila. Verja þarf fjár- magni til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd barna og unglinga í þess- „Á meðan foringjakreppa hrjáir suma stjómmála- flokka er því svo sannarlega ekki að heilsa í Framsókn- arflokknum og því ekki annað en eðlilegt að fleiri en eitt kjördœmi leiti eftir liðstyrk hans í nœstu alþingis- kosningum. Þœr gætu orðið sögulegar, fyrir margra hluta sakir. “ um áhættuhópum. Stjórnvöld þurfa í auknum mæli að leggja þeim lið sem starfa að forvömum, meðferð og eft- irmeðferð þeirra sem ánetjast hafa ávanabindandi efhum. Húsnæðismál skipta ungt fólk miklu máli og ber því aö fagna sér- staklega þeirri húsnæðislöggjöf sem þróuð hefur verið undir stjóm Fram- sóknarflokksins. Fólk getur nú keypt húsnæði á eigin forsendum, ekki á forsendum kerfisins. Yfirleitt á fólk kost á 90% niðurgreiddu láni til kaupa á húsnæði og er þetta kerfi afar hagstætt ungu fólki sem nýlokið hefur námi. Annað stórt mál fyrir námsmenn er afnám skattlagningar á húsaleigubótum, en hún er ein mesta kjarabót fyrir námsmenn hin síðari ár og kemur einnig eldri borg- unun, öryrkjum og öðrum tekjulág- um hópum til góöa. Skorað á Halldór Á þinginu var lögð fram tillaga og samþykkt um að skora á formann Framsóknarflokksins, Halldór Ás- grímsson, að gefa kost á sér í Reykja- vík fyrir næstu alþingiskosningar. Með því urðu ungir framsóknar- menn fyrstir til að stfga þetta skref, enda eru framsóknarmenn ákveðnir í að ná góðri útkomu í næstu alþing- iskosningum um land allt og ljóst að staða flokksins í Reykjavík hefur ekki verið jafnsterk og í öðrum kjör- dæmum. Nú verður í fyrsta skipti kosið eftir nýrri kjördæmaskipan og því verður stokkað töluvert upp. Reykjavík er nú tvö kjördæmi og myndast þar af leiðandi svigrúm til breytinga. Að sama skapi hefur Austurlandskjördæmi, vígi Halldórs Ásgrímssonar í tæpa þrjá áratugi, nú skipst í tvö ný kjördæmi, annars veg- ar að mestu í Norðausturkjördæmi og hins vegar Hornafjöröur í hið nýja Suðurkjördæmi. Því má segja að ekki sé sjálfgefið í hvaða kjör- dæmi formaður flokksins fari og því eðlilegt að Reykvíkingar innan Framsóknarflokksins leiti eftir liðs- styrk hans, eins og aðrir, enda leitun að jafn sterkum stjómmálaforingja á landsvísu og því eðlilegt að telja, að framboð hans í höfuðborginni geti orðið flokknum lyftistöng á lands- vísu og þar með upphafið að stór- sókn í næstu kosningum. Engin foringjakreppa Vissulega getur verið viðkvæmt fyrir landssamband á borð við SUF að álykta um einstaklinga og hags- muni einstakra kjördæma. Halldór Ásgrímsson hefur hins vegar sýnt í störfum sínum á umliðnum árum, bæði sem ráðherra og formaður flokksins, að hann nýtur trausts fólksins í landinu og stendur undir því trausti. Á meðan foringjakreppa hrjáir suma stjómmálaflokka er því svo sannarlega ekki að heilsa f Framsóknarflokknum og því ekki annað en eðlflegt, að fleiri en eitt kjördæmi leiti eftir liðstyrk hans í næstu alþingiskosningum. Þær gætu orðið sögulegar, fyrir margra hluta sakir. Borgarfulltrúi misskilur hlutverk sitt Ingvi Hrafn Oskarsson formaöur Sambands ungra sjálfstæöismanna Borgarfulltrúinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir hijóp illilega á sig á þjóðhátíðardaginn. Hún fékk það verkefni að fara fyrir starfi nefndar sem skipuleggur hátíðardagskrána hér í borginni og samkvæmt venju setur sá sem sinnir því verkefni há- tíðina að morgni 17. júní. Borgarfull- trúinn sá þetta hlutverk sitt hins vegar í öðm ljósi. Hún flutti þjóð sinni mikla hugvekju við þetta tæki- færi og hefur sjálfsagt talið að þjóðin biði í ofvæni eftir slíkum pistli. Þaö má vera að svo sé, mér finnst þaö hins vegar ákaflega ólíklegt. Enda var pistillinn ekki upp á marga fiska. Botninn skrapaði þó borgarfulltrú- inn þegar hún sakaði ríkisstjómina um kynþáttahyggju, eða rasisma og tókst þar að ganga út fyrir öll mörk siðaðrar umæðu á íslandi. Borgarfulltrúinn hefur ekki þá af- sökun að hún hafi misst sig í hita leiksins í pólitískri kappræðu, held- ur var þetta undirbúin ræða. Og flutt við tækifæri sem flestir teldu ástæðu til að hafa svolítið hátíðlegt. Já, flest- ir aðrir en formaður þjóðhátíðar- nefiidar í Reykjavík. Sandkom Byggðaröskun? Samband ungra framsóknarmanna hefur sem kunnugt er skorað á for- mann sinn, Halldór Ásgrímsson, að hleypa heimdraganum og bjóða sig fram í Reykjavík. Menn ganga að því sem gefhu að hann geri það, enda nógu þröngt um þá félaga, Guðna, ísólf Gylfa og Hjálmar í nýja Suðurkjördæminu, án þess að Halldór bætist í hópinn. I Norðausturkjördæmi eru fyrir tveir ráð- herrar Framsóknar og kröftum formannsins varla best varið þar. En fleira er í spilunum. Þannig segja kunnugir að Krist- inn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar á Vestfjörð- um, hafi um nokkurt skeið kannað jaröveginn fyrir fram- boð í Reykjavík. Flestir gera ráð fýrir að Páll Pétursson víki til hliðar í nýju Norðvesturkjördæmi og að fyrsta sæti flokksins myndi í prófkjöri falla í skaut Magnúsi Stefáns- syni, sem kemur úr tvisvar sinnum fjölmennara kjördæmi en Kristinn. Vel má vera að Kristinn taki þann slag en hitt er Ijóst að mörgum þætti fokið í flest skjól ef stjómarfor- maður Byggðastofnunar breytist í Reykvíking undir eins og hann lætur af störfum á þeim vettvangi... Ummæli Hver endaði í ramma? „Háttvirtur þingmaður, Ámi John- sen, fór til Kína fyrir nokkm síðan og opnaði lakkrísverksmiðju (gripið fram í: Og flutti kveðju frá landbún- aðarráðherra) og flutti kveðju frá landbúnaðarráðherra. Ég sé að ein- staka þingmenn hér í salnum era eitthvað að gera grin að þessu og era sposkir á svipinn. Ég geri ekki grín að þessu. Ég tel þetta lofsvert hjá þingmanninum Áma Johnsen og lofsvert hjá landbúnaðarráðherra að senda íslenskan þingmann til Kína tii að vera viðstaddur opnun þessar- ar lakkrísverksmiðju. Það getur Hvað með fellihýsin? Á þessum tíma árs er nauðsynlegt fyrir göngugarpa og annað ferðafólk að rýna i og rifja upp margslungnar regl- ur sem þingmenn hafa sett um það hvar má tjalda. Þær era ekki einfaldar og því rétt að hafa þær jafhan tiltækar. Við alfaraleið í byggð er t.d. heimilt að tjalda „hefð- bimdnu viðlegu- tjaldi" ef aðeins er tjaldað til einn- ar nætur. Nóta bene aðeins ef um óræktaö land er að ræða. Á ræktuðu landi þarf alltaf að leita leyfis landeiganda. Líka ef tjaldað er nærri bústöðum manna og ailtaf ef um fleiri en þijú tjöld er að ræða. Og auðvitaö líka ef tjaldað er til fleiri en einnar nætur. í óbyggðum má víðast hvar setja niður hefðbundin viðlegu- tjöld, hvort sem er á eignarlandi eða þjóðlendu. Þ.e.a.s. ef tjaldstæðið er nærri alfaraleið. Utan alfaraleiðar má nefni- lega bara setja niður „göngutjöld". Nema annað sé tekið fram í sérreglum um viðkomandi svæði. Rétt að grafa þær líka upp og hafa meðferðis. Góða ferð ... Hnefnilega vel verið að þessi lakkrísverk- smiðja í Kína eigi eft- ir að gefa íslending- um miklu meiri hagnað en EES-ævin- týri hæstvirts utan- rikisráðherra. Og þegar upp verður staðið snemma á 21. öldinni muni menn frekar hengja upp myndir af háttvirtum þing- manni, Árna Johnsen, en hæstvirt- um utanríkisráðherra, Jóni Baldvini Hannibalssyni, því að háttvirtur þingmaður, Ámi Johnsen, hafi haft meira nef fyrir því hvar gróðavonina var að finna en hæstvirtur utanríkis- ráðherra. Það eru um það bil 1.000 millj. íbú- ar í Kína. Þeir geta borðað mikið af lakkrís. íslendingar sem fengju sterka stöðu á þeim markaði geta skilað tekjum og arði til þjóðarbúsins í nánast himinháum stærðum. En hér hlæja menn að þessu og telja þetta eitthvert grín. Gott ef Pressan var ekki að reyna að búa til þann fréttaflutning fyrir nokkrum mánuð- um að þessi lakkrísverksmiðja væri ekki til. Bærinn sem henni væri ætl- að að vera í fyndist ekki á landabréf- um og ég veit ekki hvað og hvað. Þannig hefúr málflutningurinn verið.“ Ólafur Ragnar Grímsson við umræðu um Evrópska efnahagssvæðiö á Alþingi 24. mars 1993 O Sole Mio ...! „Oggesturinn hefði getað spurt að lokum af hverju elsta þjóðþing í heimi sé í höndum framkvœmda- valdsins sem skipi líka dómsvaldið úr sínum röðum ? Gestgjafamir hefðu þá tekið upp reiknistokkinn sinn hvar þrískipting valdsins hefur alltaf verið í eintölu og síðan hefðu gestgjafamir sungið O Sole Mio hver með sínu nefi. “ Þegar frú Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, sótti Kín- verja heim á sínum tíma spurði gestgjafi hennar hvað íslendingar væru margir og þegar forsetinn gaf upp manntalið spurði sá kínverski vingjarnlega: „Af hverju tókstu þá ekki með?“ Heimsókn frú Vigdísar var end- urgoldin um daginn og fór ekki framhjá heimsbyggðinni. íþróttafé- lagið Falim Gong og annað mein- lætafólk hefur þó vonandi tekið aft- ur gleði sína og fundið sér nýtt og betra land fyrir teygjuæfingar á fastandi maga. Samkvæmt frásögn- um gestgjafanna fékk Kínaforseti aldeilis til tevatnsins á íslandi og mátti hlusta á endalausar áhyggjur þeirra af þróun lýöræðis og mann- réttinda í Kína ásamt fleiri teygju- æfmgum sem gestgjafamir hafa þó aldrei iðkað sjálfir. En spuming dagsins er ekki hvað gestgjafamir sögðu heldur yfir hverju þeir þögðu: Sagnir og þagnir Gesturinn hefði getað spurt af hverju kosningarétti sé misjafnlega skipt á milli manna hér í elsta þing- ræðislandi heimsins þar sem Vest- firðingar hafa fimmfaldan atkvæð- isrétt Reykvíkinga? Gestgjafamir hefðu þá útskýrt af hverju Islend- ingcir séu leiðandi afl í helstu mannréttindahreyfmgum heims- ins. Gesturinn hefði getaö spurt af hveiju launum sé misjaíhlega skipt á milli kynja í elsta jafnræðisríki jarðar þar sem kvenfólk hefur 50-70% af launum karla? Gestgjaf- amir hefðu þá útskýrt af hverju Is- lendingar eigi dómara í Mannrétt- indadómstóli Evrópu. Gesturinn hefði getað spurt af hverju íslenska lýðveldið tapar hverju málinu á fætur öðra fyrir þessum sama mannréttindadómstóli? Gestgjaf- amir hefðu þá útskýrt hvað greini ríkisstjóm íslands frá herforingja- stjómum f Suður-Ameríku. En ekki er öllu enn til skila haldið: Gesturinn hefði getað spurt næst af hveiju íslendingar hafi sama at- kvæðisrétt hjá Sameinuðu þjóðun- um og Kínveijar sem séu sex þús- und sinnum fleiri? Gestgjafamir hefðu þá sagt forsetanum söguna af Jóni og séra Jóni. Gesturinn hefði getað spurt af hverju íslendingar komu í áratugi í veg fyrir að Kína fengi sæti sitt hjá Sameinuðu þjóð- unum sem notaö var af Sjang Kæ Sjek á Taívan? Gestgjafamir hefðu þá útskýrt vestræna samvinnu Bandaríkjannna og Marshallaðstoö- ir. Gesturinn hefði getað spurt af hveiju íslendingar gerðu vamar- bandalag við Tyrki en settu hafna- bann á kristið þjóðarbrot hvítra manna í Suður-Afríku? Gestgjaf- amir heföu líklega staðið á gati. En ekki er allt búið enn: Gesturinn hefði líka getað spurt af hverju íslendingar fengu að kjósa um hundahald og áfengisút- sölur en ekki um aðild að Efna- hagssvæði Evrópu og smíði ráð- hússins ljóta ofan í Tjöminni? Gest- gjafamir hefðu þá slegið upp í málsháttabókinni sinni aö forsjá sé best með kappi! Gesturinn hefði getaö spurt af hverju lýðveldið elsta í Atlantshafi hafi gefið nokkrum sægreifum fiskinn í sjónum þrátt fyrir að hann sé þjóðareign í lög- um? Gestgjafamir hefðu þá glott út í annað og sagt: Við erum lögin! Og gesturinn heföi getað spurt að lok- um af hveiju elsta þjóðþing í heimi sé í höndum framkvæmdavaldsins sem skipi líka dómsvaldið úr sín- um röðum? Gestgjafamir hefðu þá tekið upp reiknistokkinn sinn hvar þrískipting valdsins hefur alltaf verið i eintölu og síðan hefðu gest- gjafamir sungið O Sole Mio hver með sínu nefi. Hlátur og hjartalag Svokölluð mannréttindi era ekk- ert annað en sitt hveijir siðir í landi hveiju. Mannúð hér er kval- ræði þar og öfugt. Réttur manna á íslandi er aðhlátursefni í Kína og aðhlátursefni á íslandi er réttur manna í Kína. Vel má þó vera að einhvers staöar í sköpunarverkinu leynist syndlaust fólk sem getur kastað fyrsta steininum en því mið- ur era gestgjafar Kínaforseta ekki í þeim hópi. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.