Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 Sport DV * Góður sigur „Þetta var mjög góður sigur. Við fengum mörg færi og hefðum alveg getað unnið enn stærra,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn á Grindavík. Aðalsteinn var ánægður með baráttuna i liðinu. „Það er vitað mál með Grindavíkurliðið að það má ekki gefa því frið því ef það gerist er liðið stórhættulegt. Helsti veikleikinn hjá þeim var hins vegar að vörnin var fullflöt þannig að við áttum auðvelt með að komast á bak við hana. Það er gott að vera á toppnum núna og þar ætlum við að halda okkur.“ Undir í baráttunni „Við vorum alveg eins liklegir á upphafsmínútunum og áttum þá jafnvel frumkvæðið. Það reyndist hins vegar vera allt og sumt og við mættum hér vel stemmdu og- kraftmiklu Fylk- isliði," sagði Bjami Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, sem var mættur á kunnuglegar slóðir, til liðsins sem hann þjálfaði í fyrra. „Við vorum einfaidlega undir í baráttunni og þrátt fyrir að við gerðum breytingar í seinni hálf- leik gekk þetta ekki upp. Við verðum hreinlega að taka okkur saman í andlitinu og reyna að spila betur." -HI Finnur Kolbeinsson, Fylki, og Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson eigast hér við á Árbæjarvelli í gærkvöldi. DV-mynd Teitur Fyikir skaust á toppinn ? * SÍMA DEILDIN Fylkir 6 3 2 1 11-7 11 KR 5 3 11 8-4 10 KA 6 2 3 1 5-59 Grindavlk 6 2 2 2 11-11 8 Keflavtk 6 2 2 2 9-10 8 FH 6 2 2 2 8-10 8 Fram 5 13 19-8 6 Þór, Ak. 6 1 3 2 8-10 6 ÍA 6 1 2 3 8-10 5 ÍBV 6 1 2 3 7-9 5 Markahæstir: Grétar Hjartarson, Grindavík .... 4 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV . 4 Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak.....4 Steingrímur Jóharmesson, Fylki . . 4 Andri Fannar Ottósson, Fram .... 3 Ellert Jón Bjömsson, ÍA..........3 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR . . 3 Sigurvin Ólafsson, KR............3 Sævar Þór Gíslason, Fylki .......3 Þorbjöm Atli Sveinsson, Fram ... 3 Lokaleikur umferðarinnar fer fram í kvöld. Þá mætast KR og Fram á KR- velli kl. 19:15. Fylkismenn skutust á topp deildar- innar eftir 2-0 sigur á liðinu sem spáð hefur verið að berjist um titil- inn við þá, Grindavík. Sigurinn var fyllilega sanngjarn því Fylkismenn voru mun betri aðilinn, börðust vel allan tímann og höfðu meiri sigur- vilja í leiknum á meðan Grindavík- urliðið virkaði andlaust og jafnvel áhugalaust í leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af og bæði lið virtust staðráðin í að koma inn í leikinn af krafti. Fyrsta færið féll þó í skaut Fylkismönnum á 6. mínútu þegar Steingrímur Jóhann- esson skaut í þverslá af stuttu færi. Eftir rúmlega 20 mínútna leik skap- aðist svo hætta upp við mark Fylkis þegar Kjartan Sturluson markvörður missti aukaspyrnu Grétars Hjartar- sonar fram hjá sér en ekki náðu Grindvíkingar að nýta sér það. Á sömu mínútunni kom hins veg- ar vendipunkturinn í leiknum. Stein- grímur Jóhannesson slapp inn fyrir vörn Eyjamanna og skaut en Atli varði. Boltinn fór þaðan í varnar- mann og í stöng þar sem Steingrímur fékk hann aftur og skoraði. Eftir þetta var í raun aðeins eitt lið á vell- inum og var eins og Grindvíkingar heíðu gefist upp. Átta mínútum eftir markið var svo staðan orðin 2-0 þeg- ar Sævar fékk boltann inn fyrir vöm Grindvíkinga eftir slæm mistök þeirra og skoraði örugglega. Róttækar breytingar Bjami Jóhannsson, þjálfari Grind- víkinga, gerði róttækar breytingar á liðinu í leikhléi. Paul McShane byrj- aði á bekknum vegna smávægilegra meiðsla en nú var hann settur inn á í stöðu hægri bakvarðar og Ólafur Örn Bjarnason færður inn á miöjuna auk frekari tilfæringa í vörninni. Þetta hafði engin áhrif á leik Grind- víkinga sem virkuðu áfram jafn máttlausir. Þeir komust í raun aldrei nálægt því að minnka muninn á með- an Fylkismenn fengu þrjú prýðileg marktækifæri til að auka muninn. En þau nýttust ekki og Fylkismenn fögnuðu sigrinum og toppsætinu vel í leikslok. Fylkismenn voru vel að sigrinum komnir eins og áður sagði. Þeir börð- ust um hvern bolta og unnu flest ná- vígi. Liðið var jafnt en þó ber að telja helstan fyrirliðann Finn Kolbeinsson sem átti mjög góðan leik á miðjunni og vann þar vel. Gunnar Þór Péturs- son var traustur í vinstri bakverðin- um og var einnig hættulegur sóknar- lega. Þá vora Steingrimur og Sævar Þór síógnandi fram á við. En í raun stóð allt liðið sig vel og þessi leikur lofar góðu um framhaldið. Það var mikið andleysi í liði Grindvíkinga og eins og þeir gæfust um við minnsta mótlæti miðað við hvernig fyrsta markið fór í þá. Varn- armenn Fylkis héldu mönnum á borð við Grétar Hjartarson og Sinisa Kekic að mestu niðri og miðjan veitti framherjunum engan stuðning. Þá var vörn Grindvíkinga mjög Qöt og opnaðist illa hvað eftir annað. Atli Knútsson markvörður var einna skástur í liðinu, varði nokkram sinn- um prýðilega og verður ekki sakaður um mörkin. -HI Steingrimur Johannesson er kom- inn meö 4 mörk í deildinni. Fylkir-Grindavík 2-0 (2-0) 1- 0 Steingrlmur Jóhannesson (21., skot frá vítateig, fékk sendingu frá Hrafnkeli Helgasyni og skoraði í þriðju tilraun.) 2- 0 Sævar Þór Gíslason (29., skot frá vítateig eftir stungusendingu Hrafnkels.) Fylkir (4-3-3) Kjartan Sturluson .......3 Gunnar Þór Pétursson .... 4 Þórhallur D. Jóhannsson .. 4 Ómar Valdimarsson........4 Valur Fannar Gíslason ... 3 Sverrir Sverrisson.......3 (63. Jón B. Hermannsson .. 2) Finnur Kolbeinsson.......4 Hrafnkell Helgason ......4 Steingrímur Jóhannesson . 4 Sævar Þór Gíslason.......4 Theodór Óskarsson ........2 (87. Bjöm V. Ásbjörnsson . -) Dómari: Kristinn Jakobs- son (4). Áhorfendur: 1043. Gul spjöld: Valur Fannar (70.), Fylki. Ray (63,), Gestur (69.), Ramsey (78.), Grindavík. Rauð spjöld: Engin. Skot (á mark): 13 (8) - 7 (2) Horn: 7- 3 Aukaspyrnur: 15- 17 Rangstöóur: 8- 3 Varin skot: Kjartan 2 - Atli 4. Grindavík (4-3-3) Atli Knútsson .........4 Gestur Gylfason .......3 Ólafur Öm Bjamason ... 3 Guðmundur Bjarnason . . 2 Ray Jónsson ...........3 Vignir Helgason .......2 (46. Paul McShane......2) Óli Stefán Flóventsson ... 3 Heiðar Aðaigeirsson ...1 (76. Eysteinn Hauksson ... -) Sinisa Kekic ..........2 Grétar Hjartarson.........3 Scott Ramsey..............3 Gæði leiks: Maður leiksins hjá DV-Sporti: Finnur Kolbeinsson, Fylki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.