Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 Sport x>v Frábær endur- koma Bjarka Stund milli stríöa á æfingu Brasilíumanna. Ronaldo situr á boltanum en aörir á myndinni eru (frá vinstri): Kaka, Edmilson, Roque Junior, Lucio og Vampeda. Brasilíumenn mæta Englendingum á morgun í leik sem veröur sennilega sá athyglisveröasti á HM til þessa. Reuters Átta liða úrslitin á HM heQast í fyrramálið: Brassar verða að stöðva Beckham Mikil spenna er í lofti vegna leiks Brasilíumanna og Englendinga í 8- liða úrslitum HM á morgun. Nokk- ur bjarstýni ríkir í herbúðum Eng- lendinga, einkum vegna þess að út- lit er fyrir að Michael Owen og Paul Scholes verða allir orðnir heilir fyr- ir leikinn auk þess sem Owen Hargreaves er búinn að ná sér af meiðslum sinum. Sven Göran Eriksson segir að Brasilíumenn séu alls ekki ósigr- andi þrátt fyrir að vera sterkir. „Við verðum að leika eins vel og við gerðum gegn Argentínumönnum ef við ætlum að sigra Brasilíumenn. Viö erum hugsanlega með bestu vörnina og munum mæta bestu sókninni á morgun svo að þetta verður mikil barátta og mjög athygl- isverður leikur." Eriksson sagði einnig að hann vonaðist eftir rign- ingu þar sem áhrifin af hitanum yrðu þá ekki eins mikil. Forgangsverkefni Brasilíumanna í leiknum er talið að stöðva David Beckham en þeir óttast mjög hversu hættulegar aukaspyrnur hans og hornspyrnur verða. „Við höfum þjálf- að vörnina sérstaklega til að höndla hornspyrnur frá Beckham," sagði Luis Felipe Scolari, þjálfari Brasilíu- manna. „Englendingar eru mjög sterkir í fostum leikatriðum og við munum vinna í því. Ég held að 1-0 sigur yrðu frábær úrslit fyrir okk- ur.“ Það er einnig ljóst af hugleiðing- um Brasilíumanna að það mun skipta griðarlega miklu máli fyrir þá að skora á undan því ef Englending- ar ná forystunni gæti staðan orðið mjög erfið fyrir þá. Luci var eini leikmaður Brasilíu sem missti af æfingu í gær en hann á við smávægileg meiðsli í hné aö stríða. Búist er þó við að hann verði orðinn góður fyrir leikinn á morg- un. -HI Það má með sanni segja að það hafi verið boðið upp á markaregn á Skaganum í gær er ÍA tók á móti Keflvíkingum. Skagamenn byrjuðu af miklum krafti og strax á þriðju mínútu áttu þeir gott færi en Ómar Jóhannsson varði vel. Gegn gangi leiksins náðu Keflvíkingar að skora á 6. minútu og kom þetta eins og köld vatnsgusa í andlit Skaga- manna. Þeir voru fljótir að hrista af sér slenið og nú hófst alvörumarka- súpa því á næsta hálftíma breyttist staðan úr 0-1 í 4-1. Maðurinn á bak við þetta var enginn annar en Bjarki Gunnlaugsson sem kominn var aftur í Skagaliðið eftir sjö ára fjarveru. Innkoma Bjarka í lið Skagamanna virkaði eins og góð vítamínssprauta og voru þeir að spila ágætisfótbolta. í siðari hálfleik náðu þeir síðan að bæta við fimmta markinu og þá var bjöminn unn- inn. Keflvíkingar náðu þó að minnka muninn á síðustu mínút- unum og hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk i lokin. „Þetta var sanngjam sigur, við vorum miklu betri en þeir,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skaga- manna, er DV-Sport ræddi við hann að leik loknum. „Markið sem við fengum á okkur i byrjun var gegn gangi leiksins en við náðum að sýna karakter og koma til baka og jafna fljótlega. Að fá Bjarka til liðs við okkur er alveg frábært. Þetta er það sem okkur vantaði, við misstum nokkra leikmenn frá því í fyrra og þvi vissum við að hann myndi styrkja liðið. Við höfum ekki verið að spila svo iila í leikjunum sem búnir eru en okkur hefur ekki tek- ist að skora en það má segja að það hafi tekist í kvöld,“ sagði Ólafur, kampakátur, að lokum. „Þetta var mjög gaman. Siðast þegar ég spilaði með Skagamönnum skoraði ég tvö mörk. Það var árið ‘95 svo þetta var ekki leiðinleg byrj- un. Ég fékk svona frjálst hlutverk inni á vellinum og það hentaði mér vel, þó vildi ég ekki spila lengur í fyrsta leiknum þar sem staða okkar var orðin góð,“ sagði Bjarki Gunn- laugsson, nýliðinn í hópi Skaga- manna. „Við klikkuðum. Þeir skoruðu en ekki við,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga. „Þeir voru ákveðnari en við og voru að spila vel. Þó áttum við ágætisspretti í seinni hálfleik en það nægir ekki að spila vel hluta leiksins. Þetta hefur verið að hrjá okkur. Við höfum ver- ið að spila ágætisbolta annan hálf- leikinn en það nægir ekki,“ sagði Kjartan að lokum. -EH Eyjamenn leita að markverði í Makedóníu: Sambandsleysi hefur tafið málið - tókst loks að hafa uppi á umboðsmanni 1. deildar líð ÍBV í handknattleik hefur að undanfömu verið að leita að markverði í Makedóníu en mjög erfitt hefur reynst að ná sambandi þangað suður eftir og fátt hefur verið um svör. Ljóst er að Eyja- menn vantar markvörð fyrir næsta tímabil en Hörður Flóki Ólafsson, sem varði lengstum markið hjá þeim á síðasta tímabili, verður ekki í þeirri stöðu áfram. Jóhann Pétursson, gjaldkeri handknattleiksdeildar ÍBV, sagði í samtali við DV í gær að nú væri vonandi að komast einhver skriður á máli því þeir hefðu loksins kom- ist í samband við umboðsmann sem annast m.a. mál leikmanna í Makedóníu til að komast til erlends liðs sem þykir mjög eftirsóknar- vert. Málin farin aö skýrast „Málin eru farin að skýrast og við erum famir að fá upplýsingar og ljóst að okkur standa til boða nokkrir markmenn. í fyrstu vorum við að sækjast eftir landsliðsmark- verði Makedóníu en að sögn um- boðsmannsins eru fleiri slikir í boði. Við erum ekki komnir langt áleiðis í þessu máli en vonandi skýrast málin á næstu dögum. Það er brýnt að leysa markmannsmálin en auðvitað vantar okkar fleiri leikmenn eftir að hafa misst sterka leikmenn nú í vor. Við leitum í all- ar áttir, bæöi hér heima og erlend- is, en engar viðræður hafa átt sér stað. Reynslan hefur sýnt okkur að það er mjög erfitt að finna leik- menn erlendis á þessum árstíma. Við eigum ágætan hóp ungra og efnilegra stráka en það er markmið okkar að mæta með sterkt lið í bar- áttuna í haust," sagði Jóhann Pét- ursson. -JKS 0-1 Adolf Sveinsson (6., skot frá teig eftir sendingu Þórarins Kristjánssonar) 1- 1 Bjarki Gunnlaugsson (8., skot frá markteig eftir sendingu Kára Steins Reyniss.) 2- 1 Hjörtur Hjartarson (18., skot frá vítateig, frákast af skalla Bjarka sem var varinn) 3- 1 Bjarki Gunnlaugsson (23., skalli frá vítateig eftir fyrirgjöf Ellerts Jóns Bjömss.) 4- 1 Ellert Jón Björnsson (37., skot utan teigs eftir stungusendingu frá Bjarka.) 5- 1 Baldur Aðalsteinsson (53., skalli frá vitateig eftir homspymu Ellerts Jóns.) 5-2 Hörður Sveinsson (81., skot frá vítateig eftir sendingu Adolfs Sveinssonar) IA (4-4-2) Ólafur Þór Gunnarsson Andri Karvelsson .... Gunnlaugur Jónsson .. Reynir Leósson ..... Hjálmur Dór Hjálmsson Ellert Jón Björnsson .. Baldur Aðalsteinsson .. (68. Pálmi Haraldsson . Kári Steinn Reynisson . Grétar Rafn Steinsson . Hjörtur Hjartarson ... (80. Garðar Gunnlaugsson Bjarki Gunnlaugsson (58. Hálfdán Gíslason .4 .3 .4 .4 .3 . 4 .4 .2) . 4 . 4 .3 .-) .5 .2) Dómari: Eyjólfur Ólafsson (5). Áhorfendur: 1058. Gul spiöld: Hjálmur (70.), ÍA. Kristján (30.), Adoif (41.), Jón Örvar Arason (aðstoð- arþjálfari, 70.), Kef. Rauð spjöld: Engin. Skot (á mark): 12 (9) - 19 (8) Born: 6-7 Aukaspyrnur: 15-14 Rangstööur: 5-2 Varin skot: Ólafur 5 - Ómar 4. Keflavík (4-3-3) Ómar Jóhannsson.........3 Jóhann Benediktsson .... 3 (75. Brynjar Guðmundss. . 2) Haraldur Guðmundsson . 2 Zoran Ljubicic..........2 Kristján Jóhannsson .... 2 Þórarinn Kristjánsson ... 3 Magnús Sv. Þorsteinsson . 2 (60. Hólmar Öm Rúnarss. 2) Adolf Sveinsson.........3 Georg Birgisson .........2 Jónas Guðni Sævarsson . 3 Guðmundur Steinarsson (55. Hörður Sveinsson .. . 2 .3) Gæði leiks Maður leiksins hjá D -Sporti: Bjarki Gunnlaugsson, ÍA EM í handbolta: Fjögur íslensk lið verða með Fjögur íslensk félagslið hafa ákveðið að taka þátt í Evrópu- mótunum í handknattleik í haust. í karlaflokki taka Haukar þátt í Evrópukeppni bikarhafa, Valsmenn í EHF- keppninni og Grótta/KR í áskorendakeppninni. Aftur- elding hefur formlega til- kynnt að ekki verði af þátt- töku liðsins en íslandsmeist- arar KA hafa ekki enn komist að niðurstöðu. Kvennalið ÍBV verður með í Evrópukeppni bikarhafa. Það er langt síðan að jafnmörg íslensk félagslið hafa verið með á Evrópumót- unum í handknattleik. Ef KA-menn taka ekki þátt í meistaradeildinni getur ekk- ert annað lið frá íslandi tekið sæti þeirra í keppninni. Landsmeistarar frá 32 þjóðum taka þátt í meistaradeildinni þannig að ekki eiga öll lönd öruggt sæti í keppninni. Frest- ur til að sækja um þátttöku rennur út 1. júlí og síðar í sama mánuði verður dregið til 1. umferðar á mótunum. -JKS -Keflavík 5-2 (4-1)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.