Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 I>V 11 Fréttir Verslunarmannahelgin í fyrra Mikiö stendur til í Galtalæk um versl- unarmannahelgina aö þessu sinni. Erfiðleikar í evrópskri flugumferðarstjórn: Flugumferð flókin og hættuleg Af himni ofan Flugvélabrak og lík dreiföust yfir Uberlingen þegar stórar flugvélar rákust á yfir héraöinu. Galtalækur 2002: Áfengi áfram bannað um versl- unarmannahelgi Verslunarmannahelginni verður fagnað í Galtalækjarskógi í ár sem fyrri ár. Sú breyting hefur orðið á skipulagi hátíðarinnar að í þetta sinn eru kallaðar til fleiri hljðmsveitir og skemmtikraftar en fyrri ár. Guðni Björnsson, framkvæmdastjóri Galta- lækjar 2002, segir markmiðið að höfða til allrar fjölskyldunnar og kannski umfrarn annað að ná til ungmenna á aldrinum 15 til 25 ára. Það sé gert með hljómsveitum á borð við XXX Rottweilerhunda, 1 svörtum fótum og Stuðmenn. Guðni segir sömu reglur gilda um áfengisneyslu á hátíðinni sem er fram undan; hún sé einfaldlega bönnuð. „Það hefur ekkert breyst í þeim efn- um og kannski vert að minna á að áfengisneysla er almennt bönnuð á tjaldstæðum sem og á almannafæri. Við viljum halda hátíð fyrir alla fjöl- skylduna og áfengi á ekki heima á slíkri hátíð," segir Guðni. Hann segir jafnframt enga launung að ölvuðu fólki verði vísað af svæðinu og leitað verði í bílum ef ástæða þyki til. Galtalækur 2002 verður sem fyrr segir stærri í sniðum en fyrri ár. Auk hljómsveitanna sem áður voru nefnd- ar munu Jón Gnarr, Helga Braga og Spaugstofumenn verða meðal fjölda skemmtikrafta á hátíðinni. -aþ Árekstur flugvélanna yfir landa- mærum Sviss og Þýskalands staðfestir grunsemdir margra að flugumferðar- stjóm yfir mörgum Evrópulöndum sé mjög ábótavant. Rannsókn slyssins þar sem 52 unglingar voru meðal lát- inna stendur enn yfir en ljóst þykir að mistök í flugumferðarstjóm hafi vald- ið því að flugvélamar skullu saman þótt ef til vill sé hægt að sýna fram á að fleiri beri einhvem hluta sakarinn- ar. Sjónarvottar sáu aðeins eldhnetti á himni þega vélamar skullu saman og heyrðu síðan þegar vélarhlutar og lík skullu á jörðinni. Þama er tiltölulega stijálbýlt sveitahérað og því varð skaðinn á jörðu niðri minni en ef vél- arnar hefðu farist yfir borg. En óhugn- aðurinn var samt mikill. Kona sem sat á verönd húss síns í kvöldblíðunni heyrði að þak hesthússins brast og þegar hún fór að aðgæta hvað olli var lík á gólfinu. Þar var kominn flug- stjóri rússnesku farþegaflugvélarinn- ar. Þegar birti og fólk fór á stjá voru flugvélahlutar úti um alla sveit og lík lágu hér og hvar á stígum og í haga eða lentu á trjágreinum. Óhugnaður- inn sem af öllu þessu stafaði breiddist út um gjörvalla Evrópu. íbúamir í Uberlingen, þar sem flug- vélamar steyptust niður, voru ekki undrandi á hvernig fór. Umferðar- þunginn í loftinu yfir héraðinu er svo mikill að óhjákvæmilegt virtist að stórslys hlytist af. Flugleiðin yfir Con- stance-vatni er þröng vegna þess að svissneski flugherinn er með sérleiðir þar nærri og annað flug er bannað á því svæði. Oft hefur verið kvartað yfir þessu og beðið um úrbætur en árang- urslaust. Ekki næst samkomulag milli þýskra og svissneskra flugmálayfir- valda hver á að stjóma flugumferð þama og við það situr. Uberlingen-búar kvarta sárlega yfir flugumferðinni þar sem 150 vélar þjóta þar yfir á hverri nóttu á leið til eða frá flugvellinum við Zúrich. En stjóm- leysi virðist ríkja 1 loftinu á mótum Þýskalands, Sviss og Austurrikis. Það er kallað Bermúdaþrihymingurinn, eins og frægt flugslysasvæði á vestan- verðu Atlantshafi. Svissnesk yfirvöld telja áreksturinn einangrað slys, en sérfræðingar í mörgum Evrópulöndum segja að svip- aðir árekstrar í lofti geti hent hvenær sem er yfir mörgum ríkjum þar sem flugumferð eykst langt fram yfir það sem hægt er að stjóma með góðu móti. Sannanir eru um alls kyns sam- bandsleysi, örþreytta flugstjómar- menn vegna vinnuálags og alls kyns mistök í mörgum flugstjórnarmið- stöðvum Evrópu. 15 ára deilur um hvar radarumdæmin eiga að vera og hvar hver flugumferðarstjórn tekur við af annarri eru pólitísks eðlis og því ekki auðleysanlegar. Skortur er á menntuðum flugum- ferðarstjórum. Þeir sem hafa hæfni og getu til að leggja starfið fyrir sig vita að það er erfitt og þreytandi vegna mikils álags og iðulega þarf að brjóta lög og reglugerðir um vinnutímalengd þar sem skortur er á löggildum flug- umferðarstjórum. Um miðjan síðasta áratug jókst flug- umferð gífurlega vegna efnahagsbata og með tilkomu lággjaldaflugfélaga. En flugumferðarstjórum fjölgar ekki að sama skapi. Áætlað er að þörf sé á 1600 nýjum flugumferðarstjórum til að full- nægja þörfinni sem er um 15.000 manns með sérhæfða menntun til starfsins. Menntun og þjálfun flugumferðar- stjóra tekur þrjú til fógur ár. Aðsókn að náminu er treg því þeir sem eru búnir atgjörvi til að stunda það vilja fremur verða flugstjórar, þar sem öliu meiri glæsibragur þykir á því starfi en að stjóma flugumferð af jörðu niðri. Hættumerkjum vegna nærflugs flugvéla fiölgaði úr 200 á ári í kringum 1990 í 300 á ári um aldamótin. Þeir sem til þekkja kenna of mörg- um flugumferðarsvæðum um hve hættulegt er að fljúga yfir Evrópu. í 40 ár hefur verið rætt um leiðir til úrbóta og nú er talað um að koma upp einni miðstöð flugsamgangna með alþjóðleg- um radarmiðstöðvum og er stefnt að því að endurbætt og öruggara flug- stjómarkerfi komist á innan tíðar. En þar til samkomulag næst um miðstýrða flugumferðarstjórn verður að notast við margbrotið kerfi ósýni- legra landamæra. 1 því eru 65 radar- miðstöðvar meö 31 kerfi sem notast við 22 mismunandi samskiptakerfi í tölvubúnaðinum sem hannaður er af 18 fyrirtækjum sem öll eru í sam- keppni hvert við annað og eru mælt á 18 mismunandi tölvutungumál. Þykir flestum að mál sé að linni og flugumferðarstjóm verði einfólduð og gerð öruggari. (Heimild: Observer) -OÓ Þú getur lagt inn myndir í keppnina hjá KODAK EXPRESS um land allt, sent þær beint til DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavik eða sent þær á stafrænu formi á sumarmynd@kodakexpress.is. Merktu myndina “SUMARMYNDAKEPPNI 2002". Kodak Kodak Kodak Advantix T-570 Advantix T-700 DX-3600 Easy Share myndavél Einnota myndavél + framköllun + sumarglaðningur að verðmæti: * að verðmæti: að verðmæti: 3. vcrðlaun Aukavcrðlaun 2. tcrðlaun . *f ^ v.'-'/'i . ’Tt. i k * 0 Tj ■ a- .r 4R7 ... i K - v?!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.