Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 DV msssm HEILDARVIÐSKIPTI 2,667 m.kr. Hlutabréf 365 m.kr. Húsbréf 420 m.kr. MEST VIÐSKIPTI íslandsbanki 72 m.kr. Búnaðarbanki 53 m.kr. Q Pharmaco 37 m.kr. MESTA HÆKKUN : 0 Eimskip 1,4% ; Q Pharmaco 0,7% o MESTA LÆKKUN ' 0 Kaupþing 2,4% 0 Bakkavör Group 2,3% © Össur 1,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1,279 - Breyting 0,51% Mikiö fall á hlutabréfum í Evrópu Samkvæmt morgunpunktum Kaupþings í gær féllu hlutabréf mikið á mörkuðum í Evrópu í gær- dag. Þannig lækkaði FTSE-hluta- bréfavísitalan í London um 5,4%, DAX lækkaði um 5,3% og lækkun CAC 40 nam 5,4%. Ástæðu lækkan- anna má meðal annars rekja til falls dollarans gagnvart evru en gengi gjaldmiðlanna náði því að vera á pari í gær. Óttast fjárfestar að tekj- ur evrópskra útflutningsfyrirtækja muni dragast saman í kjölfar styrk- ingar evrunnar. Þá virðist enn gæta nokkurrar óvissu á mörkuðum vegna þeirra bókhaldsmála upp hafa komið i Bandarikjunum að undaníömu. Undanfama sex daga hefur FTSE- hlutabréfavísitalan í London faUið um 14,16% sem verður að teljast gríðarleg lækkun á svo stuttum tíma. Hlutabréf í London héldu áfram að lækka í morgun en þegar þetta er ritað hafði FTSE lækkað um 2,7% og CAC 40 hlutabréfavísi- talan í París hafði lækkað um 2,1%. Lækkun DAX var nokkru minni. Olíuverð lækkar vegna neikvæðra áhrifa á hagvöxt í Bandaríkjunum I morgunpunktum Kaupþings í gær kemur fram að á mánudag hafi S&P 500 lækkað niður fyrir 900 stig í fyrsta sinn frá því í október 1997 og doHarinn fór niður fyrir verð- gHdi evm en það hefur ekki gerst frá því í febrúar 2000. Þetta varð tH þess að olíuverð lækkaði í gær í fyrsta skipti í rúma viku. Talið er að hrun á mörkuðum vestanhafs geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum og þar af leiðandi á olíunotkun. Svartolíuverð lækkaði um 1,5% í gær og var verð á tunnu 27,07 doUarar í lok dags í New York. Verðið hefur hins vegar hækkað um 1,8% frá því á sama tíma fyrir ári. Olíuverð náði hins vegar sjö vikna hámarki á fóstudaginn vegna verkfaUs í Venesúela. Talið var að verkfaUið gæti heft útílutning á oliu út úr landinu. VerkfaUið varð hins vegar skammvinnt og hafði þvi lítil áhrif. Olíuverð hækkaði um 2,4% vegna þessa og kostaði fatið 27,48 doUara í lok viðskiptadags á föstu- daginn. Gengi íslensku krón- unnar ekki sterkara - síðan í apnl 2001 Gengiö Þróun gengisins hefur einnig jákvæö áhrif á veröþróun í landinu. Samkvæmt morgun- punktum Kaupþings í gær segir að gengi íslensku krónunnar hafi styrkst um 0,63% á mánudag og var lokagUdi gengisvísitölunn- ar 127,2 stig. Gengi krón- unnar hefur ekki verið sterkara frá því í byrjun aprU 2001. Gengi evru var 84,9 krónur i lok dags en gengi BandaríkjadoUars var 83,8 krónur. Gengi evru gagnvart doUar hefur ekki verið hærra frá því í febrú- ar 2000. Gengisvísitalan hefur nú hækkað um 11,5% frá áramótum. Þar af hefur gengi doUars lækkað um 17,3% frá áramótum, en gengi evru hefur lækkað mun minna, eða um tæp 7%. Brátt munu íslensk fyrir- tæki birta 6 mánaða upp- gjör en eins og fram kom í þriggja mánaða uppgjörum má gera ráð fyrir að gengis- hagnaður verði mikiU hjá þeim fyrirtækjum sem eru skuldsett í erlendum mynt- um. Að sama skapi má búast við að framlegð útflutnings- fyrirtækja muni minnka nokkuð á tímabUinu en framlegð fyrirtækja sem starfa að mestu leyti á innlendum markaði muni aukast, þ.e. þeirra fyrirtækja sem hafa tekjur í krónum en gjöld í er- lendum myntum. Þróun gengisins hefur einnig já- kvæð áhrif á verðþróun í landinu og hefur innflutningsverð á ýms- um vörum lækkað mikið og ætti það að skila sér tU baka tfl neyt- enda. Þetta gæti orðið til þess að verðbólgutölur í ár yrðu enn lægri en áður hefur verið spáð. Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaöiö Kaupmáttur rýrnaði um 2,7% á fyrsta ársfjórðungi Dagvinnulaun hafa hækkað að meðaltali um 5,8% frá 1. ársfjórð- ungi 2001 tU 1. ársfjórðungs 2002. Á sama tíma hækkaði vísitala neyslu- verðs um 8,7%. Samkvæmt því rýmaði kaupmáttur dagvinnulauna að meðaltali um 2,7%. í frétt frá Kjararannsóknarnefnd kemur fram að launahækkun starfs- stétta var á bUinu 3,9% tU 8,1%. Laun kvenna hækkuðu um 6,0% en karla um 5,7%. Laun á höfuðborgar- svæði hækkuðu um 6,2% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 5,2%. Nýir kjarasamningar tóku gUdi fyrri hluta ársins 2000 fyrir flesta launamenn á almennum vinnu- markaði en nokkrir kjarasamning- ar voru gerðir síðar á árinu. Kjara- samningar kváðu almennt á um 3% áfangahækkun 1. janúar 2002 auk sérstakrar hækkunar á launatöxt- um. Á tímabUinu frá 1. ársíjórðungi 2001 tU 1. ársfjórðungs 2002 fengu launamenn á almennum vinnu- markaði almennt eina hækkun sam- kvæmt kjarasamningum. Launabreytingar eru mældar fyr- ir um 6 þúsund einstaklinga sem voru í úrtaki nefndarinnar bæði á 1. ársfjórðungi 2001 og 1. ársfjórðungi 2002 (sk. parað úrtak). Meðalbreyt- ing er hér meðaltal breytinga innan neðri og efri fjórðungsmarka. Þetta er því meðalbreyting fyrir helming launafólks í pöruðu úrtaki. Síldarvinnslan En síödegis næsta dag er flogiö meö fiskinn til Bretlands. Aukin áhersla á vinnslu á ferskum fiski Mjög góð verkefnastaða er í bol- flskvinnslu SUdarvinnslunnar og mikið hefur verið að gera þar sið- ustu mánuöi, að þvi er fram kem- ur á heimasíðu fyrirtækisins. Auk hefðbundinnar frystingar á fiski til útflutnings er nú lögð auk- in áhersla á vinnslu á fiski sem fluttur er ferskur með flugi á er- lendan markað. Þessi vinnsla hef- ur verið að þróast hjá Síldar- vinnslunni frá því um síðustu ára- mót og verður sífeUt stærri hluti framleiðslunnar. í dag flytur Síldarvinnslan um 5 tonn af ferskum flski í flugi í viku hverri. Fiskurinn er fluttur á markað í Bretlandi þar sem hon- um er pakkað ferskum í neytenda- pakkningar og dreift í verslanir. Þessi fiskur kemur því á borð breskra neytenda án þess að hafa verið frystur. Fiskurinn fer frá SUdarvinnsl- unni um borð í flutningabíl að morgni og er ekið til að ná mflli- landaflugi á KeflavíkurflugveUi en síðdegis næsta dag er flogið með fiskinn til Bretlands. Þar er hann afhentur kl. 6 að morgni, aðeins tveimur sólarhringum eftir að hann fer frá Sildarvinnslunni. þá er málið að borba 55 pylsur, drekka ískalt Coke og lesa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.