Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 19
i MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 i DV -í _______27 Tilvera lif ið H1 ~r#[ 7»-/ i'i uf^ y. •Sýningar MSumarsvnlng í Listasafni Sigur- ións Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar nefnist HIN HREINU FORM og þar veröa til sýnis höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson frá 45 ára tímabili. Elsta verkiö, Fótboltamenn, frá 1936, er dæmi um ( hvernig listamaöurinn vann hin stóru, I plastlsku form af ótrúlegri nákvæmni og i leikni, enda vakti verkiö gífurlega athygli á ' sínum tíma. Safnið er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Ifierja með svningu á Svalbarðs- strönd Um helgina var opnuð í hornstofu Safna- safnsins á Svalbarösströnd í Eyjafirði sér- sýning á listaverkum eftir GERLU - Guö- rúnu Erlu Geirsdóttur. Sýningin nefnist „Tilbrigöi viö biö“ og á henni eru nokkrar myndir unnar með refilsaum en sú saum- gerð hefur einnig veriö nefnd gamli ís- lenski saumurinn. Listakonan hefur auk þess sett upp útilistaverk viö Safnasafniö sem ásamt verkunum í hornstofunni eru tileinkuð minningu ömmu listakonunnar - Guörúnar Þorfinnsdóttur, bóndakonu á Norðurlandi. En hún varö tæplega 100 ára og dvaldi síðustu 30 ár ævi sinnar á Hrafnistu í Reykjavík. Sýning GERLU I Safnasafninu stendur til 23. ágúst og er opið daglega frá kl. 10.00 til 18.00. Sam- tímis eru í Safnasafninu margar aðrar sýn- ingar, bæði úti og inni. ■Sogift í Gallerí Hlemmi Magnús Siguröarson opnaði nýlega aðra einkasýningu sina í Gallerí Hlemmi. Sýn- inguna nefnir listamaöurinn Sogiö en viö- fangsefni innsetningarinnar liggur á svið- um næringarfræðinnar og pappírsákeföar (fetish). Bakgrunnur og umgjörð verksins liggur í gamalli tilvitnun þar sem RabbiAkiba (í rómverskri fangavist) sagöi viö uppá- haldsnemandann sinn, Símon ben Yochai: Sonur minn, meira en kálfurinn sækist eftir aö sjúga óskar kýrin eftir því að gefa. Magnús hefur haldið fjölda einka- og samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Öllum er velkomið aö líta inn og skoöa sýninguna en fólk er jafnframt hvatt til að hafa regnföt meö sér. Gallerí Hlemmur er í Þverholti 5 en opið er fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Heimasíðan er galleri.hlemmur.is og eru allar nánari upplýsingar þar aö finna. ■Dvr/Portal í ASÍ Nýlega var sýninginin Dyr/Portal meö myndverkum Kate Leonard frá Colorado og Valgeröar Hauksdóttur opnuö í Lista- safni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin fjallar um myndræna túlkun þeirra á náttúru og menningu þessara landsvæöa. Á sýning- unni gefur aö líta mjög fjölbreytt verk. Sýn- ingin er styrkt af Colorado College og verð- ur hún jafnframt sýnd í Coburn Gallery, Colorado Springs, haustið 2003. •Sveitin ■Óvænt uppákoma á Akurevri Aöalheiöur Steingrímsdóttir kennari verð- ur með óvænta uppákomu á slaginu 6 í Kompunni, Akureyri. •Kr ár ■Dannl trúbador á Wallstreet í kvöld veröur trúbadorinn Danni á hverfisknæpunni Wallstreet f Ármúla. Þar mun kappinn leika lög eftir pöntunum viðstaddra í bland viö eigiö efni. •Uppákomur ■Llstahátíft ungs fólks á Austurlandi Listahátíð ungs fólks á Austurlandi hefst í kvöld kl. 20 í félagsheimilinu Heröubreib á Seyöisfirði. Hátíðin samanstendur af lista- smiöjum sem starfræktar eru alla daga hátíðarinnar og standa þær öllum ung- mennum á aldrinum 16-25 opnar. Krossgáta Lárétt: 1 mas, 4 stórhýsi, 7 aum, 8 sýking, 10 kvenmannsnafn, 12 blekking, 13 blót, 14 drekka, 15 heiður, 16 slóttug, 18 múkki, 21 hryssu, 22 sprota, 23 grind. Lóðrétt: 1 bygging, 2 fæði, 3 fánýtan, 4 líðan, 5 arða, 6 fugl, 9 snær, 11 væskil, 16 sorg, 17 hlass, 19 mánuð, 20 sápulög. Lausn neðst á síðunni. Hvítur á leik! Spennan eykst i landskeppni Kína og Bandaríkjanna. í 3. umferð varð jafnt 5-5. Þjóðimar hafa unnið sina viðureignina hvor og aðeins ein viðureign er eftir. Bandaríkjamenn hafa vinnings forskot vegna þess að þeir unnu aðeins stærri sigur. Það verður spennandi að sjá hvort Kín- verjum tekst að komast yfir i síðustu Lausn á krossgátu Umsjón: Sævar Bjarnason umferð eða hvort Bandaríkjamenn hafa sigur í austrinu. Hér leggur sterkasta skákkona Bandaríkjanna, Irina Krush, heimsmeistara kvenna að veUi i fjörugri skák. Hvitt: Irina Krush (2413) Svart: Chen Zhu (2505) Slavnesk vörn. Landskeppni Kína og Bandaríkjanna,. Shanghai (3), 14.7. 2002 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 a6 5. a4 e6 6. Rf3 Be7 7. b3 0-0 8. Bd3 c5 9. 0-0 Rc6 10. Bb2 Rb4 11. Hcl b6 12. Bbl Bb7 13. Re5 Hc8 14. Df3 Hc7 15. Dh3 h6 16. Hfdl Dc8 17. Re2 Re4 18. Rf4 Bd6 19. Í3 Rg5 20. Dg3 f6 21. h4 cxd4 22. hxg5 Bxe5 23.gxh6 g5 24. Bxd4 Bxd4 25. exd4 dxc4 (Stöðumyndin!) 26. Rxe6 Hcf7 27. RxfB DxfB 28. h7+ Kh8 29. bxc4 Bc6 30. Hel Bxa4 31. d5 b5 32. Bg6 Dc5+ 33. Df2 Dxf2+ 34. Kxf2 HfB 35. d6 Kg7 36. Bf5 bxc4 37. Hxc4 a5 38. Hc7+ Kh8 39. d7. 1-0. '101 08 ‘T[A 6i ‘iijæ li ‘ins 91 ‘RdaS n ‘nofui 6 ‘eo[ 9 ‘u3o g ‘JEjns[tai[ þ ‘uBSæAiiaj £ ‘i[B z ‘sni[ [ :uaiQOT[ •)stJ ez ‘utaT ZZ ‘lBdB5[ iz ‘[[Aj 8i ‘§æ[S 91 ‘tuæ gi ‘Bdns n ‘A[oq £[ ‘[b; zi ‘b8ui oi ‘Ituis 8 ‘3a[3[ i ‘noq p ‘[nfq 1 qiajBq DV-MYND ÞÖK Iðnar stúlkur Þær Birna Bryndís og Kristín Bergsdóttir vinna hér viö lagfæringar og málun viö Reykjavíkurhöfn. Pagfari Við þjóðveginn Líklega erum við sagnaþjóð. A.m.k. teljum við okkur og öðrum trú um það. Ættfræði- áhugi er meiri hér á landi en annars staðar og virðist ekk- ert dvína. íslendingar eiga aragrúa þjóðsagna og þær standa okkur nær en gengur og gerist. Við lesum ógrynni sagnaþátta um sérkennilegar persónur, kraftajötna, svaðil- farir og örlagaþætti, að ógleymdum íslendingasögun- um, a.m.k. sumum þeirra. Þegar allt þetta er haft í huga ætti engan að undra þótt bensínstöðvar séu að breytast í liandbókabúðir um það hvað gerðist hvar, hvenær og hvernig. Ýmiss konar stað- fræðirit og vegahandbækur greina okkur ekki einungis frá því hvað firðir, fjöll og dalir heita, heldur einnig hinu hvað þar gerðist þegar fólk bjó í sveitum og hetjur riðu um héruð. Nýlegur bókaflokkur í þess- um dúr greinir frá ýmsu því sem gerðist við þjóðveginn á þeim tíma er hann var ómal- bikaður reiðstígur eða jafnvel ekki til. Það er virkilega gaman að lesa í landið eftir handbókum af þessu tagi. En slík iðja vek- ur þó fljótlega athygli manns á því hve saga okkar er fátæk af manngerðum kennileitum. Það er óneitanlega svolítið furðulegt, jafnvel fáránlegt, að standa úti í móa við stóra þúfu, langt frá öllum mann- virkjum, og spyrja: „Var það örugglega hér sem einhver botnaði vísu eða drap mann fyrir átta hundruð árum?“ En svona er að vera hluti af *"■ þjóð sem byggði aldrei varan- leg mannvirki því hún var alltaf að segja sögur. Kjartan Gunnar Kjartansson blaöamaöur Myndasögur Það er ekattötjóri konungsine. ©KFS/Oistr.Bulls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.