Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 18
26______ Tilvera MIÐVKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 Afmælisgleði í Skagafirði: Áfanga fagnað með óvissuferð hellu- hraun Skógarganga í Hafnarfiröi: Gengið um Grá- Stefán Guðmundsson á Sauðá- króki, fyrrverandi alþingismaður, varð sjötíu ára 24. maí síðastlið- inn. Þann dag gafst ekki tími til hátíðahalda enda kosningar dag- inn eftir og Stefán kosningastjóri framsóknarmanna i héraðinu. Flokksfélagar hans ákváðu hins vegar að koma honum á óvart síð- ar og efndu af þessu tilefni til óvissuferðar um Skagafjörö fyrir skömmu. Raunar vissu allir þátttakendur nema afmælisbamið um tilhögun ferðarinnar en hún endaði með --7 Gengið verður um skóginn í Grá- helluhrauni í Hafnarfirði undir leið- sögn staðkunnugra annað kvöld, 18. júlí. Lagt verður af stað frá Reið- höllinni Sörlastöðum við Sörlaskeið skammt frá Kaldárselsveginum ofan Hafnarfjarðar kl. 20.00. Þetta verður áttunda skógarganga sumarsins á vegum skógræktarfé- laganna, í samstarfi við Búnaðar- banka íslands og Ferðafélag Islands. Göngumar eru ókeypis og öllum opnar. Gráhelluhraunið er elsta skóg- ræktarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Fjölbreyttur trjá- gróður vex i hrauninu og fyrir- myndar göngu- og reiðstígar hafa verið lagðir um hraunið. Mikið vex af lyngi og blómgróðri í hrauninu en skógurinn er þama gisinn og einstaklega náttúrulegur að sjá. Þetta er ganga við allra hæfi og unnendur útiveru og ræktunar eru hvattir tii að mæta og eiga ánægju- lega kvöldstund. Nánari upplýsing- ar fást hjá Skógræktarfélagi Hafnar- fjarðar í síma 893 2855. DV-MYNDIR ÖRN ÞÖRARINSSON Sungiö og spilaö Að sjálfsögðu var sungiö af þessu tilefni. Hér eru Guðmann Tobíasson for- söngvari, Stefán, Árni Gunnarsson og Magnús Stefánsson með gítarinn. Systur tvær Tvær afsystrum Stefáns, þær Hallfríður, til vinstri, og Anna Pála, mættu i samkvæmið. veislu á Hólum í Hjaltadal. Þar bættust i hópinn talsvert af kunn- ingjum og samstarfsmönnum Stef- áns og varð úr ágæt samkoma þar sem ýmis atvik úr lífi þingmanns- ins fyrrverandi vom riijuö upp, ekki sist frá þeim tíma þegar hann var að byrja í bæjarpólitíkinni á Sauðárkróki á sínum tíma. í ávarpi sem Stefán hélt í lok samkvæmisins rakti hann tildrög þess að hann árið 1979 yfirgaf mjög áhugavert starf sem fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga og fór út í lands- málapólitíkina sem hann starfaði síðan við samfleytt til ársins 1999 þegar hann lét af þingmennsku. -ÖÞ Bíógagnrýni Sambíóin - Murder by Numbers: ★ ★^ Uppskrift að morði Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Hvað gera tveir vel gefnir ung- lingsstrákar sem eiga of mikið af f GtakksMúiky G)W Derhufur, bolur e&a sundtöskur Þórtiildur Guðmundsdóttir 17377 Svava D. Björgvinsdóttir 15978 Alexander D. Hilmarsson 8510 Kamilla B. Mikaelsdóttir 13799 Svava Lind 18487 Gestur Ólafsson 180796 Benedikt Arnar 130690 Þórunn B. Heimisdóttir 12758 Alda R. Ingþórsdóttir 9801 Jón T. Harðarson 18216 Krakkaklúbbur DV og Kjörís oska vinningshöfum til hamingju. Vinsamlegast nalgist vinningana hjú Þjonustuveri DV, Skaftahlíó 24. Þökkum þatttökuna. Kveðja. TÍgri og Halldora nc**kit}'úb'ou,‘ peningum og hafa of mikinn tíma til að vandræðast en fá allt of lítið af ástríkri umönnun og uppeldi - jú, þeir gætu, í stað þess að læra undir próf eins og félagar þeirra, dundað sér við að fremja hið fullkomna morð til að sanna fyrir sjáifum sér og öðrum að hið sanna frelsi sé í raun glæpur. Þeir Richard og Justin virðast eiga fátt sameiginlegt í skól- anum, Richard (Ryan Gosling) er ríki, vinsæli strákurinn, sem veður í stelpum, en Justin (Michael Pitt) er svartklæddi einfarinn sem unir sér betur niðursokkinn í bók en með jafnöldrum sínum. En þeir Ric- hard og Justin trúa báðir á hið al- gjöra frelsi einstaklingsins og eru tilbúnir að sannreyna kenningar sínar í raunveruleikanum með því að myrða konu sem þeir velja af handahófi. Murder by Numbers er ekki venjuleg sakamálamynd að því leyti að áhorfandinn sitji við sama borð og leynilögreglumaðurinn við að leysa gátuna heldur skiptumst á að fylgjast með yfirveguðum morðingj- unum og leit lögreglunnar að þeim. Sandra Bullock leikur rannsóknar- lögreglukonuna Cassie sem er vand- ræðagemlingur innan lögreglunnar, klár en ómöguleg að vinna með. í fortið hennar búa ofbeldisdraugar sem hún á erfitt með að losna við og það hefur áhrif á hvemig hún tekst á við starf sitt, sérstaklega þegar fórnarlambið er kona. Nýr félagi hennar, Sam (Ben Chaplin), botnar ekkert í henni eða fullvissu hennar um að maðurinn sem allt bendir til að sé morðinginn sé saklaus. Cassie er eiginlega dæmigerð vandamála- lögga sem notar áfengi og kynlif til að slæva sársaukann - eina nýjung- in er að hún er kvenkyns. Myndinni er bróðurlega skipt á milli morðingja og lögreglu sem er galli því hlutverk strákanna eru betur skrifuð og áhugaverðari en hlutverk lögreglumannanna. Ric- hard og Justin eiga i sambandi sem jaðrar við að vera ástarsamband og spennan á milli þeirra er áþreifan- leg. Enda leika þeir báðir glettilega vel og búa til sannfærandi (sjúkar) persónur. Sandra er ágæt í hlut- verki Cassie og Ben Chaplin huggu- legur Sam en það vantar alveg að það neisti á milli þeirra. Framan af er Murder by Num- bers prýðisskemmtun en undir lok- in dettur hún niður í formúlu-loka- atriði sem hver áhorfandi gat séð fyrir. Aöalleikarar: Sandra Bullock, Ben Chaplin, Ryan Gosling, Michael Pitt, Leik- stjóri: Barbet Schroede Handrit: Tony Gayton P.s. Arið 1924 í Chicago myrtu stúdentarnir Nathan Leopold og Richard Loeb 14 ára dreng að „gamni sínu“. Það morð var kveikj- an að mynd Alfreds Hitchcocks, „Rope“, og sennilega hefur það haft einhver áhrif á Tony Gayton, hand- ritshöfund Murder by Numbers. Murder by Numbers Myndinni er bróðurlega skipt á milli morðingja og lögreglu sem ergalli því hlutverk strákanna eru betur skrifuð og áhugaverðari en hlutverk lögreglu- mannanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.