Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Page 20
28 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson , 95 ára__________________________________ ‘ Sigríöur Gísladóttir, Sólvangi, Hafnarfiröi. 90 ára_________________________________ Grethe Bendtsen, Austurbrún 6, Reykjavík. Hulda S. Hansdóttir, Laufvangi 16, Hafnarfirði. 85 ára_________________________________ Berghildur Bernharösdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Kristjana Ólafsdóttir, Smiðjugötu 11, ísafirði. Páll Jóhannesson, Mánatúni 2, Reykjavík. 80 ára_________________________________ Jóhann Vestm. Róbertsson, Laugarnesvegi 38, Reykjavík. 75 ára_________________________________ llse P. Tryggvason, Ljósheimum 18, Reykjavik. Jóhann Einarsson, Smárahlíö_ 12b, Akureyri. Siguröur Önundarson, Starmýri 21, Neskaupstað. 70 ára_________________________________ Alda Theódórsdóttir, Urðarbraut 11, Blönduósi. Erna Maríanna Róventsdóttir, Öldustíg 17, Sauðárkróki. Guörún Benner, Kirkjuvegi 17, Keflavík. 60 ára_________________________________ Edda íris Eggertsdóttir, Vesturbrún 16, Reykjavík. Gunnar Valdimarsson, Túnhvammi 5, Hafnarfirði. Marga Ingeborg Thome, Unnarbraut 13b, Seltjarnarnesi. Sigurður Þorsteinsson, Engihjalla 1, Kópavogi. Skúli Guöjónsson, Hverfisgötu 51, Hafnarfirði. 50 ára_________________________________ Ársæil Már Gunnarsson, Mýrarási 11, Reykjavík. Ásdís Unnur Bergþórsdóttir, Fögruhlíö 5, Hafnarfirði. Einar Einarsson, Heiðarhjalla 23, Kópavogi. Halldór Teitsson, Ánalandi 10, Reykjavík. Hannes Þorsteinsson, Víðigerði 1, Akranesi. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Háagerði, Reykjavík. Kristín Sigriður Jónsdóttir, Skúlabraut 1, Blönduósi. Margrét Gunnarsdóttir, Vesturbraut 8, Grindavík. Valdemar Valdemarsson, Norðurbyggð 6, Akureyri. Örn Hrólfsson, Nestúni 21, Hellu. 40 ára_________________________________ ^Ásdís Gunnarsdóttir, Barrholti 9, Mosfellsbæ. Helga Guðmundsdóttir, Stekkjarbergi 6, Hafnarfirði. Lísa Jónsdóttir, Stangarhyl 3, Reykjavík. Vaiva Drilingaité, Hulduhlíð 36, Mosfellsbæ. Þórir Ágúst Þóröarson, Hraunbrún 18, Hafnarfirði. Andlát Edda Scheving ballettkennari, Stóra- gerði 20, lést á heimili sínu, sunnud. 14.7. Þórir Valdimar Ormsson, Hamravík 14, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness aðfaranótt laugard. 13.7. Gunnar Axel Davíösson húsasmíöa- ' meistari, Bröttugötu 13, Hverageröi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, laugard. 13.7. NJáll Helgason, Dvergholti 20, Mosfells- bæ, andaðist á Landspítalanum Foss- vogi aöfaranótt mánud. 15.7. Kristín Elín Theódórsdóttir, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja aöfaranótt sunnud. 14.7. William Westling, Ostanbrack 72, 824 - 00 Huddiksvall, Svíþjóö, lést af slysför- um mánud. 8.7. Gróa Steinsdóttir, Skólavöröustíg 23, Reykjavík, lést á heimili sínu mánud. 15.7. Soffía Guörún Bjarnadóttir, Seljahlíð ** 3e, Akureyri, lést á Fjóröungssjúkrahús- inu á Akureyri laugard. 6.7. Útför henn- ar hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinn- ar látnu. Jarðarfarir Arnljótur Guðmundsson húsasmíða- meistari, Beykihlíö 4, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Frikirkjunni I Reykjavík miövikud. 17.7. kl. 15.00. MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 I>V Jón Gauti Jónsson landfræðingur og framhaldsskólakennari Jón Gauti Jónsson, landfræðing- ur og framhaldsskólakennari, Vita- stíg 3 í Reykjavík, er fimmtugur í dag. ' Starfsferili Jón Gauti fæddist á Akureyri og ólst þar upp en með annan fótinn í Mývatnssveit á sumrin. Hann lauk stúdentsprófum frá MA 1972, bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1974, prófi í landafræði við HÍ og síðar kennsluréttinda- námi frá HÍ 1996. Jón Gauti varð landvörður í Herðubreiðarlindum 1976 sem leiddi til þess að hann fór aö virrna hjá Náttúruvemdarráði þar sem hann starfaði meira og minna tU 1985, þar af síðustu þrjú árin sem framkvæmdastjóri. Hann kenndi næstu fimm árin við Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki jafnhliða því að reka ferða- þjónustuna Áningu á Sauðárkróki í samstarfl við fleiri aðila. Jón Gauti flutti til Akureyrar 1990 þar sem hann starfaði hjá at- vinnumálanefnd Akureyrarbæjar í rúm flögur ár, var í forsvari fyrir ferðaþjónustu á Flúðum í rúmt ár en síðustu fjögur ár hefur hann einkum sinnt kennslu, fyrst við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi og nú síðustu árin við MS í Reykjavík. Samhliða þessum störfum hefur Jón Gauti unnið við skrif og fjöl- miðlun, þ.á m. verið ritstjóri Feyk- is, fréttablaðs á Sauðárkróki, unnið um þrjátíu útvarpsþætti og þáttaröð um Ódáðahraun fyrir sjónvarp. Þá hafði hann umsjón með texta bókar- innar Á ferð um ísland, auk þess að semja fræðsluefni fyrir ferðafólk. Enn fremur varði hann, ásamt fóð- ur sínum og frændfólki, nokkrum sumrum í leit að hinni fornu bisk- upaleiö yfrr Ódáðahraun og birti þær niðurstöður m.a. i lesörk Nátt- úruvemdarráðs. Á síðustu árum hefur Jón Gauti unnið nokkuð við mat á umhverfisáhrifum, m.a. í hlutastarfi hjá Landmótun ehf. Þá kom út sl. haust kennslubók í jarð- fræði; SveU er á gnípu, eldur geisar undir, sem hann skrifaði í sam- vinnu viö Jóhann Isak Pétursson, jarðfræðing og kennara. Jón Gauti sat í Náttúruvemdar- ráði 1993-97, var fuUtrúi og varafull- trúi í Ferðamálaráði 1981-95, for- maður Ferðamálafélags Eyjafjarðar 1992- 95, formaður Ferðamálasam- taka Norðurlands eystra 1994-95 og sat í viðurkenningaráði Hagþenkis 1993- 97. Fjölskylda Jón Gauti hefur undanfarinn ára- tug búið með Helgu Pálinu Brynj- ólfsdóttur f. 31.8.1953, textilhönnuði og deUdarfuUtrúa i myndlistardeUd Listaháskóla íslands. Elsti sonur Jóns Gauta er Eiríkur Gauti, f. 6.5. 1975, rafeindavirki í Danmörku en móðir hans er Jenný Karítas Steinþórsdóttir. Frá fyrri sam- búð með LUju Ás- geirsdóttur tækniteiknara á Jón Gauti synina Jón Ásgeir, f. 15.7. 1983, nema, og Guðmund Karl, f. 7.9. 1986, nema. Þau eru búsett í Hafnar- firði. Systkini Jóns Gauta eru Geir- fmnur, f. 5.6. 1955, jarðeðlis- fræðingur, kvæntur Hlíf Sig- urjónsdóttur fiðluleikara og eiga þau tvo syni; Sólveig Anna, f. 21.5. 1959, pianó- kennari og undirleikari, í sambúð með Edward Frederiksen, tónlistar- kennara og básúnuleikara; Herdís, f. 11.8. 1962, víóluleikari hjá Sinfón- íuhljómsveit íslands, gift Steef van Oesterhout, slagverksleikara hjá Sinfóniuhljómsveit Islands, og eiga þau tvo syni. Foreldrar Jóns Gauta: Jón Sigur- geirsson, f. 14.4. 1909, d. 11.9. 2000, kenndur við Helluvað í Mývatns- sveit og fyrrum umsjónarmaður Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 24.8. 1926, húsmóðir og fyrrv. skattendurskoðandi frá Gautlönd- um í Mývatnssveit. wiíb Ætt Jón Sigurgeirsson var sonur Sig- urgeirs bónda á Helluvaði, Jónsson- ar, b. og skálds frá Amarvatni, Hin- rikssonar. Móðir Jóns var Sólveig, dóttir Sigurðar Magnússonar, b. á Amar- vatni, og Guðfinnu Sigurðardóttur. Faðir Ragnhildar var Jón Gauti, sonur Péturs Jónssonar, alþm. og ráöherra, Sigurðssonar, alþm. frá Gautlöndum. Móðir Ragnhildar var Anna, dóttir Jakobs Jónassonar, b. á Narfastöðum í Reykjadal, og Sig- ríðar Sigurðardóttur. Jón Gauti verður staddur í Ódáðahrauni á afmælisdaginn. Sextugur Bjarni Einarsson starfsmaður Búnaðarbankans á Suðurlandi Bjarni Einarsson, starfsmaður Búnaðarbanka Suðurlands, Hæli m, Gnúpverjahreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Bjami fæddist á Hæli III og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni og búfræðiprófi frá Hvanneyri. Bjami hefur veriö starfsmaður Búnaðarbankans á Suðurlandi frá 1968. Bjami var oddviti Gnúpverja- hrepps 1995-2002 og hefur verið odd- viti héraðsnefndar Ámessýslu frá 1998. Fjölskylda Bjami kvæntist 16.11. 1963 Borg- hildi Jóhannsdóttur, f. 8.5.1944, hús- móður. Hún er dóttir Jóhanns Ein- arssonar, bónda í Efra-Langholti, og Sigriðar Magnúsdóttur húsfreyju. Böm Bjarna og Borghildar em Einar Bjamason, f. 30.4. 1964, verk- fræðingur og framkvæmdastjóri Límtrés á Flúðum, búsettur í Hamragerði n í Gnúpverjahreppi en kona hans er Hjördís Hannesdóttir og eiga þau tvær dætur og einn son; Halla Sigríður Bjamadóttir, f. 18.12. 1966, húsfreyja á Hæli en maður hennar er Birkir Þrastarson og eiga þau þrjár dætur og einn son; Jó- hann Bjamason, f. 7.9.1972, kjötiðn- aðarmaður á Selfossi en sambýlis- kona hans er Alma Sigurjónsdóttir og eiga þau tvo syni. Systkini Bjarna eru Gestur Ein- arsson, f. 12.1. 1941, búsettur á Sel- tjarnamesi; Eiríkur Einarsson, f. 26.6. 1948, búsettur í Reykjavík; Ari Einarsson, f. 6.3. 1950, búsettur á Hæli; Þórdís Einarsdóttir, f. 20.8. 1954, búsett á Seltjamamesi. Foreldrar Bjama: Einar Gests- son, f. 15.10. 1908, d. 14.10. 1984, bóndi á Hæli í Gnúpverjahreppi, og Halla Bjamadóttir, f. 21.8. 1916, hús- freyja á Hæli. Ætt Einar var bróðir Gests, fyrrv. alþm., fóður Steinþórs skattstjóra, og bróðir Þorgeirs læknis, foður læknanna, Guðmundar, Gests og Ei- ríks. Einar var sonur Gests, b. á Hæli, bróður Eiríks alþm. Systir Gests var Ingveldur, móðir Einars Ingimundarsonar, fyrrv. alþm. Gest- ur var sonur Einars, b. á Hæli, Gestssonar, b. á Hæli, Gíslasonar. Móðir Gests Einarssonar var Stein- unn, systir Guðrúnar, ömmu Brynj- ólfs Bjamasonar heimspekings, en systir Guðnýjar var Torfhildur, langamma Davíðs Oddssonar. Stein- unn var dóttir Vigfúsar, sýslu- manns á Borðeyri, Thorarensen og Ragnheiðar Melsted. Móðir Einars var Margrét, dóttir Gísla, b. á Ásum, Einarssonar, b. á Urriðafossi, Einarssonar, ættfoður Urriðafossættar, Magnússonar. Móðir Gísla var Guðrún, dóttir Ófeigs, ríka á Fjalli, bróður Solveig- ar, móður Guðrúnar á Skarði, ■ langömmu Guðlaugs Tryggva Karls- sonar, söngmanns og hestamanns, og langalangömmu Signýjar Sæ- mundsdóttur óperusöngkonu. Ófeig- ur var sonur Vigfúsar, ættfoður Fjallsættar, Ófeigssonar og Ingunn- ar, móður Katrínar, langömmu Sig- urðar Ágústssonar, tónskálds og kórstjóra frá Birtingaholti. Bróðir Ingunnar var Eiríkur, langafí Ingu, móður Þorgerðar og Rutar Ingólfs- dætra. Ingunn var dóttir Eiríks, ættfoður Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir Margrétar var Margrét ljósmóðir, dóttir Guðmundar, b. á Ásum, Þormóðssonar, og Margrétar Jónsdóttur, pr. á Klausturhólum, Jónssonar, pr. í Hruna, bróður Hannesar biskups, ættfóður Fin- senættar. Jón var sonur Finns bisk- ups Jónssonar. Halla er dóttir Bjama, b. í Stóm- Mástungu, Kolbeinssonar, b. í Stóru-Mástungu, Eiríkssonar, b. á Hömrum í Gnúpverjahreppi, Kol- beinssonar, b. á Hlemmiskeiði, Ei- ríkssonar, ættföður Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir Eiríks á Hömr- um var Solveig Vigfúsdóttir, b. á Fjalli, Ófeigssonar. Móðir Kolbeins í Stóra-Mástimgu var Sigríður Jak- obsdóttir, b. í Skálmholtshrauni, Högnasonar, og Gróu Magnúsdótt- ur. Móðir Bjama í Stóru-Mástungu var Jóhanna Bergsteinsdóttir, b. í Stóru-Mástungu, Guðmundssonar, og Guðfmnu Jónsdóttur. Móðir Höllu var Þórdís Eiríks- dóttir, b. á Votumýri, Magnússonar, og Hallbera Vilhelmsdóttur Bem- höft. Bjami verður með opið hús í Ár- nesi i Gnúpverjahreppi á afmælis- daginn frá kl. 19.00. Fertugur Konráð Jónsson bifreiöarstjóri hjá Kynnisferðum Konráð Jónsson bifreiðarstjóri, Reykjafold 15, Reykjavík, er fertug- ur i dag. Starfsferill Konráð fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp til átta ára aldurs. Hann Qutti þá í Efra-Vatnshom í Vestur-Húnavatnssýslu en fjölskyld- an var síðan búsett á Skeggjastöð- um í Miðfirði og loks aö Lækjar- hvammi. Konráð var í skóla á Laug- arbakka. Konráð fór sextán ára til sjós og var á bátum frá Grindavík, Hvammstanga og Skagaströnd. Hann flutti til Reykjavíkur 1990 og hefur átt þar heima síðan. í Reykja- vík starfaði hann á dekkjaverkstæð- inu Barðanum í fjögur ár, síðan hjá Gúmmívinnustofunni í fjögur og hálft ár en er í dag bifreiðarstjóri hjá Kynnisferöum, ferðaskrifstofu sf. Fjölskylda Konráð kvæntist 4.6. 1994 Bryn- dísi Elsu Ásgeirsdóttur, f. 10.12. 1967, húsfreyju og nema. Hún er dóttir Ásgeirs Einarssonar, fram- kvæmdastjóra, búsettur í Garðabæ, og Fjólu Ragnarsdóttur, starfs- manns Myllunnar, búsett i Reykja- vik. Böm Konráðs og Bryndísar eru Fjóla Dögg Konráðsdóttir, f. 17.12. 1991; Jón Konráðsson, f. 23.3. 1994; Tinna Rós Konráðsdóttir, f. 11.9. 1997 Dóttir Konráðs frá fyrra hjóna- bandi er Sigurbjörg Dís Konráðs- dóttir, f. 30.5. 1986, búsett á Skaga- strönd. Sýstkini Konráðs: Jóhanna Bára Jónsdóttir, f. 1.5.1958, búsett í Hafn- arfirði; Alda Ósk Jónsdóttir, f.15.6. 1959, búsett á Egilsstöðum; Kolbrún Heiða Jónsdóttir, f. 20.11. 1960, bú- sett í Reykjavík; Alma Jónsdóttir, f. 28.8. 1964, búsett á Akureyri. Hálfsystir Konráðs, sammæðra, er Ágústa Linda Bjamadóttir, f. 3.12.1956, búsett á Hvammstanga. Foreldrar Konráðs: Jón Konráðs- son, f. 17.10. 1923, d. 2.3. 2001, og Dýrfmna Ósk Högnadóttir, f. 21.9. 1938, búsett á Hvammstanga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.