Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 Sport Margrét Ólafsdóttir og Þormóður Egilsson fá viðurkenningu fyrir leik sinn: Félag veggtennis- spilara gangsett í kvöld fer fram á Champion’s Café á Stórhöföa kynningarkvöld Squash Active, sem er nýtt félag veggtennisiðkenda hér á landi. Ætl- unarverk félagsins er að brúa bil þeirra sem keppa að staðaldri í íþróttinni og tómstundaiðkenda. Á komandi tímabili verður sett á stofn mótaröð 11 móta þar sem veg- leg verðlaun verða i boði og eru all- ir þeir sem stunda íþróttina gjald- gengir keppendur. Styrkleikalisti verður birtur reglulega sem gerir leikmönnum kleift að bera sig sam- an við aðra á jafnréttisgrundvelli, eins og stendur i fréttatilkyningu frá Squash Active. Þá verða einnig milliklúbbakeppnir þar sem leik- mönnum verður skipað í lið, fyrir- tækjadeild og gefið verður reglulega út fréttabréf sem og að reglu- og dómarakvöld verða haldin. Hægt er að kynna sér málið nán- ar á vef félagsins, squashactive.is. Þormóður Egilsson, varnarjaxl- inn úr KR, og Margrét Ólafsdóttir, miðvallarleikmaður úr Breiðabliki, fengu viðurkenningu frá KSÍ og Landssímanum fyrir frammistöðu sína í sumar en það voru íþrótta- fréttamenn sem greiddu atkvæði í kjörinu. Þormóður fékk viðurkenn- inguna fyrir frammistöðuna í 7.-12. umferð Símadeildar karla en Mar- grét fyrir fyrstu sjö umferðirnar í Símadeild kvenna. Þormóður hefur verið lykilmaður í KR-liðinu sem hefur heldur betur snúið við blaðinu eftir slakt gengi í fyrra. „Tímabilið í fyrra var skelfilegt en síðan kom nýr þjálfari með nýjar áherslur og þetta hefur gengið glimrandi það sem af er. Ég átti persónulega ekki alveg von á svona góðu gengi.“ Þessi góða frammistaða Þormóðs vekur athygli, ekki hvað sist þar sem hann byrjaði seint að æfa með KR-ingum, raunar ekki fyrr en nokkrum vikum áður en Símadeildin hófst. „Ég æfði reyndar sjálfur í vetur vegna þess að það hentaði mér betur. Ég kom svo seint inn í hópinn hjá liðinu en þegar liðið er gott og gengur vel þá hjálpar það manni að komast inn í hlutina.“ Þormóður er sáttur viö deildina eins og hún hefur verið í sumar. „Þetta er búið að vera jafnt þangað til kannski nú upp á síðkastið og mér sýnist boltinn hafa verið alveg þokkalegur. Liðin eru frekar jöfn og flestir þeir leikir sem við höfum spilað hafa verið að vinnast með einu marki." Framhaldið leggst vel í Þormóð. „Við erum i góðri stöðu og nú er bara að njóta þess og hafa gaman af þessu og sjá hvort það skilar einhverju í lokin. Við erum ekkert famir að spá mikið í næstu leiki en óneitanlega væri gaman ef svo færi að leikur okkar gegn Fylki i næstsíðustu umferð yrði eins konar úrslitaleikur um titilinn. En það er mikið eftir af mótinu enn þá og ýmislegt getur ennþá gerst,“ sagði Þormóður að lokum. Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, og Þormóður Egilsson, KR, með viðurkenningar sínar. DV-mynd Pjetur Orðin ellismellur Margrét segir þetta tímabil hafa verið öðruvísi en önnur tímabil fyr- ir sig. „Ég er nú orðin elst í hópn- um, ellismellurinn í liðinu! Þetta hefur því verið dálítið öðruvísi en jafnframt krefjandi fyrir mig. Ég vona bara að mér hafi tekist að miðla af mirrni reynslu hingað til og mun reyna að gera það áfrarn." Margrét segist þokkalega sátt við gengi Blikaliðsins. „Þetta er í raun Verður þú heppinn áskrifandi? Næstkomandi fimmtudaq mun einn heppinn DV-áskrifandi vinna samkvæmt spánni fyrir mótið, þar sem reiknað var með okkur í þriðja sæti, og ég er nokkuð sátt við það. Auðvitað vill maður alltaf vera í efsta sæti en við erum með ungt lið og vonandi tekst okkur að nota þetta tímabil til að byggja liðið upp þannig að ungu stelpumar öðlist reynslu. Ég er reyndar ósátt við að hafa fallið svona snemma úr bikar- keppninni en þar lentum við gegn sterku liði og urðum að játa okkur sigraðar." Margrét lék í Bandaríkjunum í fyrra og sagði að það hefðu verið viðbrigði að koma aftur heim eftir þá dvöl. „Knattspyrnan í Bandaríkj- unum er á mun hærra plani en hér og það var því kannski stökk aftur á bak að koma hingað aftur. Þessi reynsla í Bandaríkjunum hefur tví- mælalaust hjálpað mér.“ Margréti líst ágætlega á fram- haldið hjá liðinu. „Kjarninn í liðinu eru stelpur á aldrinum 19-20 ára og ég er viss um að þetta lið á eftir að verða mjög sterkt þegar þessar stelpur hafa öðlast reynslu." -HI Packard Bell Easy One fartölvu. Að auki munu tveir heppnir áskrifendur vinna pizzaveislu fyrir 8 manns á Pizza Hut. BRÆÐURNIR ORMSSON áskrift - borgar sig Bland í noka Hafnaboltaleikmenn í Bandaríkjun- um eru við það að fara í sitt 9. verk- fall á undaníömum 30 árum. Deilan snýst um svokailaða munaðarskatta og hvort leikmennimir sjálfir eða eig- endur félagana eiga að standa straum að þeim kostnaði. Árið 1994 þegar leikmenn fóro í verkfall þurfti að af- lýsa úrslitakeppninni (World Series) og kostaöi það mikinn áhuga almenn- ings á íþróttinni. Inake Saez, nýr landsliðsþjálfari Spánverja, hefur valið fimm nýliða i landsliðið sem mætir Ungverjaíandi í vináttuleik í næstu viku. Fernando Hierro og Luis Enriqe hafa báðir sett punktinn við landsliðsferil sinn og skilja þeir eftir stór skörð. Nýliöarnir 5 ero Carlos Marchena (Valencia), Jose Antonio Garcia Cal- vo (Atletico Madrid), Juanito (Real Betis), Raul Bravo (Real Madrid) og Pablo Orbaiz (Athletic Bilbao). Alls voro gefin 11 rauð spjöld og 91 gult spjald í fýrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Er þetta mun meira en á sama tíma í fyrra þar sem 64 fengu áminningu og tveir voro reknir af velli. Veldur þetta áhyggj- um forráðamanna knattspymunnar þar í landi og ganga ásakanir á víxl. Leikmaóur Arsenal, Frakkinn Ro- bert Pires, mun ekki æfa með félög- um sinum I vikunni en 1. umferð úr- valsdeildarinnar verður leikin um helgina. „Ég mun ekki geta hafið æf- ingar í þessari viku, það yrði of sárs- aukafullt," sagði Pires og bætti því við að hann gæti ekki fylgst með fé- lögunum æfa, það væri of erfitt fyrir hann. íþróttafréttamenn í Þýskalandi hafa valið leikmann Bayem Múnchen, Michael Ballack, sem knattspymu- mann ársins þar í landi. Hann hlaut 433 atkvæði en sigurvegari síðustu tveggja ára, Oliver Kahn, varð annar með 345 atkvæði. Junichi Inamoto, leikmaður Ful- ham, líkti jöfnunarmarkinu sem hann skoraði gegn Bologna í Inter- toto-keppninni í fyrradag við markið sem hann skoraöi gegn Belgum með japanska landsliðinu á HM 2002. „Þetta var alveg jafn mikilvægt og markið gegn Belgum því í báðum leikjum máttu liðin ekki við því að tapa,“ sagði Inamoto við heimasíðu Fulham í gær. Ungverjinn Gustavo Poyet gæti misst af lunganum af tímabilinu í Englandi sem nú er að hefjast en lið- bandaslit í hné gætu krafist stórrar aðgerðar. Hann hefur þjáðst af hné- meiðslum undanfama mánuði en virtist óðum vera aö komast í fyrra form þegar hann meiddist svo aftur á æfmgu í gær. Þetta virðist þvi ætla að verða rysjótt sigling hjá Totten- ham þetta árið. Meöal þeirra leikmanna Tottenham sem hafa átt við meiðsli aö striða má nefna þá Darren Anderton, Christian Ziege, Ledley King, Steffen Freund, Stephen Clemence, Anthony Gard- ner, Les Ferdinand, Jamie Redknapp og Ben Thatcher. Serena Williams gæti misst af opna bandaríska meistaramótinu í tennis vegna meiðsla I hné. Hún hefur í ár þegar unniö opna franska og Wimbledon-mótin en systir hennar, Venus, vann opna bandaríska mótið í fyrra. David Trezeguet, leikmaöur Juvent- us á Ítalíu, mun missa af fyrstu leikj- um tímabilsins með liöi sínu vegna hnémeiðsla. í tilkynningu frá félag- inu segir að hann þurfi að hvíla sig í 20-30 daga en meiðsli sem hann varð fyrir í æfmgaleik í lok júlí tóku sig upp á æfingu í fyrradag. -esá Deildin jafnari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.