Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Samingum rift við Forum um rekstur Þjóðleikhúskjallarans: Horfna barborðinu og píanói skilað - var óuppsett á nýjum veitingastað rekstraraðilans í Grafarvogi DV-MYND GVA Búinn aö endurheimta barborö og píanó Stefán Baldursson þjóöleikhússtjóri við horfna muni Þjóðleikhúskjallarans sem skilað var síðdegis í gær. Viröist sem nota hafi átt barborðið og píanó á nýjum veitingastað Stefáns Axels Stefánssonar sem opna á \ Grafarvogi. Tíu metra löngu barborði, sem hvarf úr Þjó- leikhúskjallaran- um við Hverfis- götu aðfaramótt 5. september, var skilað undir kvöld í gær. Sömuleiðis var píanói sem tekið hafði verið traustataki skilað. Greint var frá málinu og óánægju vegna rekstrar- ins í DV fyrir skömmu. Kærði þjóð- leikhússtjóri atburðinn og i gær var greint frá riftun á samningum við Forum, fyrirtæki Stefáns Axels Stef- ánssonar, um rekstur á Þjóðleikhús- kjallaranum og mötuneyti starfs- manna leikhússins vegna vanefnda. „Barborðið og píanóið er komið í leitirnar," segir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri í morgun. „Það kom sendibilstjóri með þetta síðdeg- is í gær en það hafði verið óuppsett á nýjum veitingastað sem Stefán Axel Stefánsson er að opna í Grafar- vogi.“ Þjóðleikhússtjóri segir að Stefán Axel hafi hringt í síðustu viku og þá sagst hafa farið með bar- borðið í viðgerð. „Það sjá náttúrlega allir að menn rífa ekki upp niður- boltað tíu metra barborð til að labba með það í viðgerð," segir þjóðleik- hússtjóri og undraðist afsakanir Stefáns Axels. Síðdegis í gær var barborðinu svo skilað óviðgerðu og sundurteknu ásamt pianói sem einnig hafði verið fjarlægt í heim- ildarleysi. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri segir að samningur við fyrir- tæki Stefáns Axels hafi átt að renna út eftir tæpt eitt ár. Skýlaus ákvæði hafi verið í þeim samn- ingi sem gáfu mögu- leika á uppsögn ef ekki yrði staðið við hann. „Við gáfum honum umþóttunartima bæði í vor og nú i haust um að standa við samninginn án þess að nokkuð gerð- ist,“ sagði Stefán Baldursson. Þjóðleik- húsið auglýsti eftir nýjum rekstraraðila Þjóðleikhús- kjallarans um helgina og segir þjóð- leikhússtjóri að nokkrir hafi þegar sýnt málinu áhuga. Þar til samið verður við nýja rekstraraðila ann- ast starfsfólk Þjóðleikhússins um- sjón með mötuneyti og stendur sig með prýði, að sögn Stefáns. Stefán Axel Stefánsson í Forum, sem jafnfr£imt rekur veitingastað- inn Nelly’s Café í Þingholtsstræti í Reykjavík og fleiri staði i borginni, er einn þeirra aðila sem ákærðir voru í máli Áma Johnsens. Hann var þó sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af hlutdeild I meintum umboðssvikum er tengdust rekstri Þjóðleikhúskjallarans og samskipt- um við formann byggingamefndar Þjóðleikhússins. -HKr. Stefán Baldursson. DV-MYND SIGURDUR K. HJÁLMARSSON íslendingar og þýskir sjómenn Minnisvaröinn afhjúpaður. Hann á að minna á þýska sjómenn sem létu lífið við strendur íslands og á ís- lenska björgunarmenn sem lögðu líf sitt í hættu til að bjarga Þjóðverjum. Minnisvarði um sjómenn Minnisvarði um þýska sjómenn sem létu lífið á Islandsmiðum var afhjúpaður á sjávarkambinum við Vík í Mýrdal á sunnudag. Minnismerkið á að minna á út- hafsveiðar Þjóðverja við erfið skil- yrði og lífshættuleg og jafnframt björgunaraðgerðir íslendinga á suð- urströnd landsins sem lögðu líf sitt í hættu til að bjarga Þjóðveijum úr sjávarhásk. Að verkefninu stóð hópur þýskra áhugamanna í tengslum við fisk- veiðisögudeild þýska sjóminjasafns- ins og Menningarfélag um Brydebúð í Vík. Fjárframlög ein- staklinga og stuðningur frá Stofnun Roberts Bosch gerði gerð minnis- varðans mögulega. Fjöldi innlendra og erlendra gesta var viðstaddur athöfnina sem fór fram í mjög góðu veðri. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, þýski sendiherrann á íslandi og fleiri fluttu ræður. Eftir afhjúpunina var gestum boðið í kaffl í Brydebúð í Vík, þar sem stúlknakór undir stjóm Önnu Björnsdóttur flutti nokkur lög Mannfjöldi mætti til athafnarinnar, heimamenn, og gestir sem sumir hverjir komu langt að. Þeirra á meðal voru 24 Þjóðverjar sem komu sérstaklega vegna afhjúpunar minnisvarðans. -SKH Betur má ef duga skal / kjölfar málefnaþings Sambands ungra sjátfstæöismanna, sem haldiö var undir yfirskriftinni Næstu skref um helgina, afhenti Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður SUS, Davíð Oddssyni forsætisráðherra ályktanir þingsins þar sem fram kemur að þrátt fyrirgóðan árangur Sjálfstæðisflokksins við stjórn landsmála séu ærin verkefni fram undan. Sakamál þar sem einn sló tvo með skóflu en annar stakk hættulegri hnífstungu: Krefst allt að 5 milljóna bóta fyrir hnífstungu Tæplega þrítugur Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa stungið 24 ára mann með hnífi í síðuna þannig að alvarlegur áverki hlaust af. Sá sem stunguna hlaut krefst þess að árásarmaðurinn greiði sér allt að 5 milljónir króna í skaðabæt- ur. Ríkissaksóknari ákærir þann sem stunginn var einnig fyrir stór- fellda árás. Honum er gefið að sök að hafa i sömu átökum slegið hinn með steypuskóflu í bak, enni og hönd sem hann bar fyrir höfuð sér. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa slegið þriðja manninn í síðu með steypuskóflunni með þeim af- leiðingum að hann fékk innvortis mar. Þriðji maðurinn krefst þess að árásarmaðurinn með skófluna greiði sér hátt í 800 þúsund krónur í skaðabætur og lögfræðikostnaö. Sá sem fyrir hnífstungunni varð og fer fram á hinar háu skaðabætur rökstyður kröfu sína með því að stungusárið orsakaði mikla blæð- ingu í kviðarholi, einnig áverka á nýrnaslagæð og nýmabláæð og skammhlaup úr slagæð inn í bláæð. Umrædd átök áttu sér stað ut- andyra viö Trönuhóla í Breiðholti aðfaranótt sunnudagsins 25. mars, en báðir mennimir sem ákærðir em í málinu eru búsettir i Grafar- vogi. Réttarhöld fara fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur. -Ótt Sólarlag í kvöld REYKJAVIK AKUREYRI 19.47 19.32 Síódegisflóð 16.18 20.51 Árdegjsflóó á morgun 04.42 09.15 Urkomulítið Suðlæg eða breytileg átt, 3 til 5 metrar á sekúndu en austlæg eða breytileg átt, 5-10, í kvöld. Víöa þokusúld við ströndina en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Rigning Austlæg eða breytileg átt, 5 til 10 metrar á sekúndu og rigning en léttir til snemma dags um vestanvert landiö. Fimmtudagur FÖstudagur Laugardagur Hitl 7° Hiti 7° Hiti 7° til 17® «117® til 17’ Vtndur: 5-10 ">/s Vindur: 5-10"V* Vindur. 5-10 ■"/» t t | t Vætusamt, einkum sunnan- og vestanlands. Vætusamt, elnkum sunnan- og vestanlands. Vætusamt, einkum sunnan- og vestanlands. Logn Andvari Kul Gola Stinnlngsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveður Fárviðri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI alskýjað 10 BERGSSTAÐIR úrkoma í gr. 10 BOLUNGARVÍK alskýjaö 9 EGILSSTAÐIR skýjað 6 KIRKJUBÆJARKL. alskýjað 9 KEFLAVÍK skýjaö 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK þokumóöa 8 STÓRHÖFÐI þokumóöa 8 BERGEN rigning 11 HELSINKI alskýjaö 12 KAUPMANNAHÖFN þokumóða 10 OSLO STOKKHOLMUR 10 PÓRSHÖFN alskýjaö 10 ÞRÁNDHEIMUR súld 11 ALGARVE skýjað 20 AMSTERDAM skýjað 15 BARCELONA þokumóða 21 BERLÍN þokumóða 13 CHICAGO heiöskírt 13 DUBLIN skýjaö 11 HALIFAX alskýjað 12 FRANKFURT skýjað 9 HAMBORG þokuruðningur 11 JAN MAYEN skúr 4 LONDON skýjað 13 LÚXEMBORG léttskýjað 10 MALLORCA skýjaö 20 MONTREAL heiðskírt 15 NARSSARSSUAQ súld 4 NEW YORK hálfskýjað 21 ORLANDO alskýjaö 24 PARÍS skýjað 11 VÍN skýjað 12 WASHINGTON heiöskírt 17 WINNIPEG heiöskírt 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.