Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Neytendur DV Bakstur í brauðvélum: Umstangið borgar sig - sparnaðuriiin við notkun vélanna getur numið tugum þúsunda árlega hjá meðalfjölskyldu Alls kyns brauðmeti er stór hluti af daglegri fæðu flestra íslendinga og á það ekki síst við um yngri kynslóð- irnar. Matarvenjur okkar hafa breyst mikið á undanfórnum árum og hefur neysla alls kyns léttari rétta, s.s. pasta- og hrísgrjónarétta, aukist á kostnað hins hefðbundna „heimilis- matar“. Þessum breyttu matarvenj- um fylgir oft aukin neysla brauðs. Útgjöld vegna brauðkaupa kjama- fjölskyldunnar eru því talsverð ár hvert og líklega vildu margir reyna að lækka brauðkostnaðinn. Sjálfsagt þurfa einnig margar fjölskyldur með börn á skólaaldri að fara að huga að leiðum til að lækka nestiskostnaðinn og þar er brauðið stór hluti. Neytendasiðan fór á stúfana og kannaði verð á brauðgerðarvélum sem ætlaðar eru til heimilisnota, kostnað samfara bakstrinum og verðmun á brauðum, bökuðum í brauðgerðarvélum, og brauðum keyptum út úr búð. Ilmandi brauð að morgni Brauðgerðarvélar eru eins og einkabakarí. Þær ljúka öllu því sem fylgir bakstrinum á 3-4 klukkstundum, allt frá því að hnoða þarf að til hráefnið og setja það í pott vélarinnar og síðan sér vél- in um afganginn. Síðan er hægt að stilla flestar vélarnar fram í tím- ann, t.d. þannig að brauðið verði nýbakað og heitt með morgun- kaffinu. Að sjálfsögðu er hægt að baka margar gerðir af brauðum í flestum brauðgerðar- vélunum en ef miðað er við að bakað sé Miklir möguleikar Flestar brauövélar á markaöi í dag bjóða upp á þann kost aö hnoöa og hefa deig án þess aö baka þaö. Deigiö er þá hægt aö móta aö vild, eins og t.d. í bollur, skreyta þaö meö korni og baka síö- an í heföbundnum ofni. 700-750 gramma heilhveiti- brauð í vélinni má reikna með að hráefniskostnaður við hvert brauð sé um 30-40 krónur að meðaltali. Við það bætist raf- magnskostnaður sem er laus- lega áætlaður um 10 krónur á hvert brauð. Kostnaður við hvert 700-750 gramma heil- hveitibrauð er því um 40-50 krónur að meðaltali. Algengt verð á 700-750 gramma heilhveitibrauðum sem seld eru í stórmörkuðum er hins vegar um 220 krónur en fá má þau á betra verði. Um helgina var t.d. hægt að fá eins kílós Bónusbrauð á 79 krónur. Umstangið borgar sig Sumum fmnst það ef til vill óþarfa umstang í amstri hvers- dagsins að baka sín eigin brauð, sérstaklega þegar úrval góðra brauða er orðið mjög mikið í stórmörkuðum og bak- aríum. Hins vegar tekur í mesta lagi nokkrar mínútur að setja hráefnið í brauðvélina og er það lítið mál að gera að vana að > skella í brauðvélina um leið og gengið er frá eftir kvöldmat- inn. Þeim sem vex umstangið í augum ætti hins vegar einnig að vaxa verðmunurinn á heimabökuðu brauðunum og búðarbrauðunum í augum. Ef miðað er við 4-5 manna fjölskyldu, með tvö börn á skóla- aldri sem taka með sér nesti dag hvern, er ekki óeðlilegt að ætla að fjöl- skyldan borði um 20 brauð á mánuði. Það gerir um 240 brauð á ári eða 52.800 krónur í brauð- kostnað á árinu. Sami fjöldi af heilhveiti- brauðum, sem bökuð eru í brauðvélum, kostar hins Mitt einkabakarí Ekki fer mikiö fyrir brauövél sem bíöur meö nýbakaö, ilmandi brauö þegar heimilis- fólkiö fer á fætur. Þó hafa sumir kvartað yfir því aö bökunariimurinn trufli svefninn yfir hánóttina. vegar um 9900 krónur. Verðmunur- inn á því að kaupa brauð í búð og að baka það sjálfur í brauðgerðarvél er því 42.900 krónur. Þá á eftir að taka verð vélarinnar sjálfrar með í reikninginn en sé það gert sést að þær eru fljótar að borga sig. Misjafnt verö Haft var samband við nokkrar raftækjaverslanir og kannað verð á brauðvélum. Ódýrustu vélina var að finna hjá Einari Farestveit, Severin-brauðvél á 11.890 kr. Sú vél bakar brauð sem vega 750-1000 g, er með tímastillingu, kerfi fyrir bakst- ur með lyftidufti og leiðbeiningum á íslensku. Hægt er að láta vélina hnoða og hefa en sleppa bakstri sem er gott þegar baka á pitsubotn eða frábæra kanilsnúða, svo eitthvað sé nefnt. Flestar vélar á markaðnum hafa þessa eiginleika en rétt er að skoða vel alla möguleika sem þær bjóða upp á. Rafha selur Mia-brauðvélar á 12.900 krónur en sú vél er með tveimur hrærurum. Hún getur því bakað brauð sem eru allt frá 750 g og upp í 1300 g. Hún gerir hið sama og flestar aðrar og bakar með lyfti- dufti. Hjá Bræðrunum Ormsson er til sölu Nordica-brauðvél sem kost- ar 12.900 krónur. Ide Line brauðvél fæst í Heimilistækjum og kostar einnig 12.900 kr. Hún er með hefð- bundinni verkun en bakar ekki með lyftidufti. í Húsasmiðjunni fæst svo dýrasta vélin, frá breska fyrirtækinu Russel Hobb, á 24.990 krónur. Hún gerir nokkum veginn hið sama og aðrar vélar. Starfsfólk verslunarinnar vildi taka það fram að vélin væri af- skaplega sterkbyggð og að auðvelt væri að fá varahluti í hana, en al- gengt er að fólk týni t.d. hnífnum. Hollt og gott nesti fyrir skólabörnin: Kjöt- og fiskafgangar á samlokuna um að gera að láta hugmyndaflugið ráða Nú er skólastarf á fullu og heimilislíf flestra komið í fastar skorður vetrarins. Með- al morgunverkanna er að smyrja hollt og gott nesti fyr- ir skólabörnin, annaðhvort smábita, ef barnið fær máltíð í skólanum, eða vel útilátið matarbox sem duga skal allan daginn. Ekki þarf að vera neitt flók- ið að senda barn með hollt og . fjölbreytilegt nesti í skólann en fjölbreytnin er eitt af lykil- atriðunum í hollu mataræði. Á heimasíðu Manneldis- ráðs, www.manneldi.is, má er af mjólkurmat en hollust- an getur verið nokkuð breyti- leg. Mikilvægt er að huga vel að drykkjarvali í skólanestið og velja helst vatn eða mjólk. Ávaxtasafar eru einnig góður kostur en ber að gæta þess að ekki sé drukkið of mikið af þeim á dag. Hoiitoggott Unglingarnir Kornvörur, ávextir og mjólkurvörur eru ágæt uppistaöa í Þegar rætt er um skóla- gott nesti enda samanstanda flestir nestispakkar af nesti og skólamat vilja efri þessum vörum. Hins vegar eru margar aörar ieiöir til aö bekkjardeildir stundum gera gott nesti og er um aö gera aö nýta sér þær. gleymast. Á unglingsárunum ............................................ breytist matarsmekkurinn, lingarnir jafnvel hitað sér mat í ör- bylgjuofni eða sett brauð í grill/rist. Við slíkar aðstæður er bara að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn því þá eru nestinu varla sett nokkur takmörk lengur. Heimild: Heimasíöa Manneldisráös Hvað gerir vélin? Úrval brauðgerðarvéla á mark- aðnum er fjölbreytt og verð þeirra nokkuð misjafnt. Gott er að hafa eft- irfarandi atriði í huga þegar kaupa á brauðvél. Leiðarvísar og uppskriftir Leiðarvisar sem fylgja vélunum eru misgóðir og ekki alltaf á ís- lensku. Rétt er að ganga úr skugga um að maður kunni að nota vélina rétt áður en hafíst er handa. Lesið því alla bæklinga vel áður en vélin er keypt og spyrjist fyrir hvort upp- skriftir fylgi vélinni. Slíkt léttir ykkur enn meira baksturinn í vél- inni. Hraðbakstur Kannið hvort vélin hefur stillingu sem kallast hraðbakstur. Við hrað- bakstur fellur eitt hnoðstigið út og styttir bökunartimann um klukku- stund. Brauðið verður þó ef til vill minna en ella ef hraðbaksturinn er notaður. Valmöguleikar Kannið hvaða valmöguleika vélin hefur áður en hún er keypt. Flestar vélar hafa þann eiginleika að geta hnoðað deigið og látið það lyfta sér en stoppað síðan. Þá má taka deigið úr vélinni og móta það að vild, til dæmis i bollur eða pitsubotna sem siðan eru bakaðar á gamla mátann í ofni. Þessi eiginleiki vélanna léttir mjög undir þeim sem baka vilja í ofni. Hljóðmerki fyrir rúsínur Sumar vélar gefa hljóðmerki frá sér ef þú vilt baka rúsínu- eða ávaxtabrauð þegar tími er kominn til að bæta ávöxtunum út í. Kælimöguleiki Fullbakað brauð verður rakt og skorpa þess seig ef það er ekki tek- ið strax úr vélinni. Sumar vélar gefa möguleika á kælingu þegar brauðið er nýbakað sem kemur í veg fyrir þetta vandamál. Ef rafmagnið slær út Kannið hjá seljanda hvað gerist ef rafmagn fer af eða slær út í stutta stund. Sumar vélar „geyma“ still- inguna og halda áfram eins og ekk- ert hafi í skorist þegar rafmagnið kemst aftur á. Leiðrétting í grein um Ripped Fuel á neyt- endasíðu sl. fóstudag var missagt að Hollustuvernd hefði leyft innflutn- ing á koffini í fæðubótarefnum. Hið rétta er að Lyfjastofnun leyfði inn- flutninginn en innflutningur slíkra efna heyrir undir hana. -ÓSB flnna margar góðar hugmyndir um hvað gott sé að setja í nestisboxin. Eftirfarandi tillögm- eru frá Önnu Sigríði Ólafsdóttur, matvæla- og næringarfræðingi. Ostur, skinka, mysingur, smurost- ur og kæfa er gott álegg og það er um að gera að breyta til þvi annars verð- ur bamið fljótt þreytt á nestinu. Nið- urskornir kjöt- og fiskafgangar eru lika ágætisálegg. Prófið til dæmis samloku með kjötbollusneiðum eða kjúklingaafgöngum. Grænmeti eins og gúrkusneiðar, tómatsneiðar, salatblað og papriku- strimlar eða ávextir eins og banana- og eplasneiðar eru gott viöbótarálegg og auka enn á hollustuna og fjöl- breytnina. Með ávöxtum og græn- meti verður brauðið rakameira og bragðbetra og því má draga úr sósu- magni og smjöri eða jafnvel sleppa því alveg. Eins er hægt að prófa aðr- ar sósur, s.s. salsasósu, 10% sýrðan rjóma blandaðan kryddjurtum, mango chutney eða sinnepi. Brauðið sjálft þarf ekki heldur alltaf að vera eins. í stað venjulegs brauðs er t.d. hægt að nota mjúkar tortillur, pítu- brauð eða hrökkbrauð. Bananar, lítil epli, mandarínur, perur, gulrætur og tómatar henta vel í nestisboxið og eins mjólkurmatur eins og jógúrt og skyr. Mikið úrval kröfurnar um fjölbreytni verða meiri og að auki þarf að fylgja vin- unum og jafnvel tískusveiflum. Við nestisgerð þeirra er gott að hafa í huga að samlokan þarf að vera girnileg. Brauðsneið með osti eða mysingi er ekki lengur kjörin í nest- isboxið þótt hún hafi verið í uppá- haldi á meðan börnin voru yngri. Áleggið þarf að vera margþætt og jafnvel sósa sem eykur bragðið og gerir samlokuna meira spennandi svo að dæmi sé nefnt. Heimagert sal- at, t.d. með pasta eða hrísgrjónum, kjötafgöngum og uppáhalds græn- metinu getur líka verið ágætis til- breyting. í sumum skólum geta ung- Nokkrar nestis- hugmyndir - frá Manneldisráði Afgangasalat Hrísgrjón, pasta eða kartöflur í bitum kjöt-, fiskafgangar eða álegg í strimlum salatblöð, tómat- ar og gúrkur púrrulaukur eða rauðlaukur og krydd eftir smekk Sósa: Jógúrtsósa (hrein jógúrt, blönduð með kryddjurtum eftir smekk) eða kotasæla sett í eitt hornið á boxinu og hrært saman við salatið þegar byrjað er að borða. Gimileg samloka 2 sneiðar af grófu brauði, smurt með mango chutney, salat- blað og tómatsneiðar sett ofan á ein skinkusneið eöa fínt skomir kjötafgangar 2 ostsneiðar Heit samloka 2 sneiðar af grófu brauði eða mjúk tortilla, smurt með salsasósu 2 ostsneiðar eða 1 msk. kota- sæla, kjöthakk, túnfiskur eða skinka, tómatsneiðar og papriku- hringir - best ef sett í grill en má líka borða kalt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.