Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 11 DV________________________________________________________________________________________________________________________ Viðskipti Umsjón: Viðskiptabla&tð Atvinnuleysi minnkar örlítið Atvinnuleysi minkar Atvinnuleysi á höfuöborgarsvæöinu er 2,7% á meöan það er um 1,5% á landsbyggöinni. WSS&M KAUPHOLl ÍSLANDS i G/FR HEILDARVIÐSKIPTI 3.400 m.kr. Hlutabréf 1800 mkr. Húsbréf 900 mkr. MEST VIÐSKIPTI © íslandsbanki 1200 mkr. C - Bakkavör Group 220 mkr. © Össur 90 mkr. MESTA HÆKKUN : © Bakkavör Group 5,1% © Opin kerfi 5,1% | © Össur 4,0% MESTA LÆKKUN í © Frumherji 5,2% © Marel 4,7% ©SÍF 2,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1305,7 | - Breyting 1,09% Olíuverð á uppleið Verð á hráollutunnu hækkaði um 96 sent eða 3,3% á föstudaginn og end- aði verð á tunnu í 29,81 dollara. Hefur slík hækkun á einum degi ekki sést í heilan mánuð. Ástæður hækkana má rekja til yfirlýsinga aðstoðarforsætis- ráðherra íraks, Tariq Aziz, um að írak myndi ekki fallast á skilmála Bandarikjamanna um ótakmarkaðan aðgang vopnaeftirlitsmanna Samein- uðu þjóðanna að landinu. Hlutdeild íraks í olíuframleiðslu heimsins er um 2%. Olíuverð hefur hækkað um 24% síðan um miðjan júní og má rekja hækkanir að stærstum hluta til áforma Bandarikjahers um innrás í írak. Samdráttur í húsbréfaútgáfu Samkvæmt hreyfmgaskýrslu íbúða- lánasjóðs voru afgreiddar 563 hús- bréfaumsóknir í fyrri helmingi sept- embermánaðar að fiárhæð 1.933 millj- ónir króna samanborið við 577 um- sóknir á sama tímabili í fyrra að fiár- hæð 1.780 milljónir. Meðalfiárhæðin hækkar því úr 3.085 þúsund krónum í fyrra í 3.433 þúsund í ár. Töluverð fækkun er í afgreiðslum vegna ný- bygginga sem er í takt við þróunina undanfarið. Innkomnar umsóknir í september eru nú 450 samanborið við 474 á sama timabili í fyrra. Gefa þess- ar tölur veika vísbendingu um að það sé að hægja á í húsbréfaútgáfunni. í Morgunkomi íslandsbanka kem- ur þó fram að að mati Greiningar ÍSB sé of snemmt að draga sterkar álykt- anir af þessum tölum þar sem tölu- verðar sveiflur geti verið á milli vikna. Það sem af er ári hafa verið gefin út húsbréf að fiárhæð 24,7 millj- arðar króna samanborið við 21,3 millj- arða á sama tímabili í fyrra sem jafn- gildir ríflega 16% aukningu á milli ára. Spá Greiningar ISB gerir ráð fyr- ir að útgáfa ársins í heild verði um 32,5 milljarðar króna. Nýr framkvæmda- stjóri MHC Sigurður Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Mal- bikunarstöðvarinnar Hlaðbær Colas hf. ( MHC), hefur látið af störfum að eigin ósk til að taka við starfi fram- kvæmdastjóra Steypustöðvarinnar hf. Stjórn MHC hefur ráðið Sigþór Sigurðsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins frá 1. september sl. að telja. Sigþór, sem er fæddur árið 1967, var áður yfirverkfræðingur hjá fyrir- tækinu og staðgengill framkvæmda- stjóra og er því gjörkunnugur rekstri þess. Sigþór hóf fyrst störf hjá MHC sem sumarstarfsmaður við verk- stjórn árið 1987 en réðst til starfa sem verkfræðingur hjá fyrirtækinu árið 1992 og var ráðinn sem yfirverkfræð- ingur þess 1995. Sigþór lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla íslands vorið 1991 en auk þess hefur hann sótt námskeið hjá Danmarks Tekniske Hojskole í Kaupmanna- höfn. Sambýliskona Sigþórs er Mar- grét Lilja Guðmundsdóttir félags- fræðingur og eiga þau einn son. Mal- bikunarstöðin Hlaðbær Colas hf. er hluti af alþjóðlegri keðju malbikun- arfyrirtækja sem stafrækt eru um all- an heim. Höfuðstöðvar fyrirtækja- samstæðunnar eru i París. Nú á föstudaginn birti Vinnu- málastofnun mánaðarlega skýrslu um atvinnuástand. Skráðir voru 74.765 atvinnuleysisdagar í ágúst sem jafngildir að 3.404 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá. Þessar tölur samsvara 2,2% at- vinnuleysi. Þó atvinnuleysi lækki um 0,1% frá því í júlí, er það mældist 2,3%, þá er árstíðarsveiflan sú sama og venjulega þannig að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi er óbreytt en að öllu jöfnu minnkar atvinnuleysi yfir sumarmánuðina. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er 2,7% á með- an það er um 1,5% á landsbyggð- inni. í vor og sumar hefur atvinnu- ástandið á höfuðborgarsvæðinu staðið i stað og ekki fylgt árstíma- bundinni sveiflu. Þannig hefur árs- tíðaleiðrétt atvinnuleysi verið að aukast á höfuðborgarsvæðinu á meðan atvinnuleysi hefur minnkað á landsbyggðinni. Það má því draga þá ályktun að atvinnuleysi sé óveru- legt á landsbyggðinni en atvinnuá- lækkun á frystri síld Fyrirsjáanlegt er að nokkur lækk- un verður á afurðaverði á helstu mörkuðum íslendinga fyrir frysta síld. í fréttum um helgina var því spáð að lækkunin gæti orðið um 30%. Sala á frosinni sfid fer fyrst og fremst fram á vetuma en mikilvæg- ustu markaðirnir eru í Mið- og Austur-Evrópu, auk þess sem nokk- uð fer til Norðurlandanna og Frakk- lands. Fram kemur í Morgunkomi íslandsbanka að ástæða fyrirsjáan- legrar verðlækkunar sé mikið fram- boð frá íslandi og Noregi þar sem verulegar birgðir séu líklega tfi staðar. Þá sé fióst að styrking krón- unnar frá því um haustið 2001 muni ein og sér stuðla að verðlækkun af- urða í íslenskum krónum. Hafa beri í huga að verð á frystri síld hafi ver- ið mjög hátt síðustu tvö árin og af- koma af frystingu síldar á sjó og landi hafi verið mjög hagstæð. „Að mati Greiningar ÍSB er ljóst að afkoman mun heldur versna í haust og vetur en mjög erfitt er að leggja mat á það hversu langvinn áhrifin verða. Það ræðst ekki aðeins af verðþróun á helstu mörkuðum heldur einnig af gengisþróun krón- unnar og þróun olíuverðs. Tfi lengri tíma litið verður að hafa í huga að vöxtur efnahagslífs á mikilvægustu mörkuðum hefur verið hraður og fyrirsjáanlegur er áframhaldandi hagvöxtur næstu árin,“ segir í Morgunkomi. Enn fremur kemur fram að máli skipti fyrir afkomu þessa árs hver verðþróun verði á saltaðri síld og hve vel félögum gangi að haga fram- leiðslu til samræmis við verðþróun á saltaðri síld annars vegar og frystri síld hins vegar. Ekki er fyr- irsjáanlegt á þessari stundu að fram undan sé veruleg lækkun á verði á saltaöri síld í erlendri mynt. Mikil óvissa er ríkjandi um afurðaverð á síld almennt en ljóst er að til skemmri tíma litið er fyrirsjáanleg verðlækkun en til lengri tima litið er ástandið óljósara. stand hafi farið versnandi undan- farna mánuði á höfuðborgarsvæð- inu. Athygli vekur við yfirlestur skýrslunnar að atvinnuleysið nú í ágúst virðist fylgja árstímabundinni sveiflu í atvinnuleysi en árstiðaleið- rétt atvinnuleysi hefur aukist lítils háttar að undanfórnu. Að mati Vinnumálastofnunar mun atvinnuástandið batna litUs háttar í september en að öUu jöfnu hefur atvinnuleysið minnkað um 7% mUli ágúst og september. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2002, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. september 2002 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. september 2002 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirntsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ó^reitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjukdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir i gjaldanna ásamt drattarvöxtum og öllun eftirstöðvum af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á um kostnað vangoldnum kostnaði, sem gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk utlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tiyggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verðt stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í pessum tilvikum. Reykjavík, 17. september 2002. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestf jarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.