Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Útlönd REUTERSMYND Hungriö vofir yfir James Morrís, sendimaöur Samein- uðu þjóöanna, vakti í gær athygli á því aö hungur blasi viö milljónum manna í sunnanveröri Afríku. Hungur blasir við fjórtán milljónum Rúmlega íjórtán milljónir manna eiga á hættu að verða hungurvof- unni að bráð í sunnanverðri Afriku þar sem alnæmisfaraldri og stjórn- málamönnum er kennt um versta matarskort í heilan áratug. James Morris, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna, sagði í Jóhannesarborg í gær að tala þeirra sem væru í hættu áður en uppskera næsta árs kemur í hús hefði hækkað í 14,4 milljónir, úr 12,8 milljónum í maí í vor. „Þetta er mesta svæðisbundna ófremdarástand sem ríkir í heimin- um um þessar mundir," sagöi Morr- is sem er forstöðumaður Matvæla- hjálpar SÞ, við fréttamenn eftir ferðalög um sex lönd í sunnanverðri Afríku. Til marks um afleiðingar alnæm- isfaraldursins sagðist Morris hafa á ferðum sínum hitt ömmu sem þurfti að sjá fyrir nítján börnum. 64 látnir af völd- um Nílar-víruss Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkj- unum tilkynntu um helgina að tíu dauðsföll til viðbótar hefðu verið rakin til hins skæða Vestur-Nílar- vírusar, sem smitast með biti mos- kítóflugunnar og væri tala látinna sem greinst hefðu með vírusinn nú kominn á sjöunda tuginn, eða alls 64. Síðustu tilfellin greindust í ríkjunum Illinois, Missouri og Nebraska og eru flestir hinna látnu frá IUinois eða alls sextán. Þá hafa tvö tilfelli, sem enn eru til rann- sóknar, verið tilkynnt í Massachu- setts og Pennsylvaníu. Heilbrigisyfirvöld, sem undirbúa nú hugsanlegar aðgerðir gegn plág- unni, segja að alls sé vitað um 1400 manns í Bandaríkjunum sem smit- ast hafi af veirunni það sem af er árinu og eflaust sé sú tala hærri þar sem ekki sé vitað eða tilkynnt um vægari tilfelli. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir Borgarholtsbraut 69, 0202, þingl. eig. Sigrún Björg Sæmundsdóttir, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, föstudag- inn 20. september 2002 kl. 16.00. Hlíðasmári 9, 0103, þingl. eig. Heiðar Sigurðsson, gerðarbeiðendur Kópa- vogsbær, Sparisjóður vélstjóra, Sýslu- maðurinn í Kópavogi og Vátrygginga- félag íslands hf., föstudaginn 20. sept- ember 2002 kl. 13.00. Hlíðasmári 9, 0104, þingl. eig. Heiðar Sigurðsson, gerðarbeiðendur Kópa- vogsbær, Sparisjóður vélstjóra, Sýslu- maðurinn í Kópavogi og Vátrygginga- félag íslands hf., föstudaginn 20. sept- ember 2002 kl. 13.30.________ Hlíðasmári 9, 0105, þingl. eig. HR Fjárfestingar ehf., gerðarbeiðendur Kópavogsbær, Sparisjóður vélstjóra, Sýslumaðurinn í Kópavogi ogVátrygg- ingafélag íslands hf., föstudaginn 20. september 2002 kl. 13.15. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI DV Bandaríkjamenn fá liðsmann al-Qaeda í sína vörslu: Til yfirheyrslu á óþekktum Ramzi Binalshibh og fjórir aðrir meintir liðsmenn al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna voru fluttir með ómerktri flugvél bandarísku leyni- þjónustunnar CIA frá Pakistan í gær. Farið var með mennina á óþekktan áfangastað þar sem þeir verða yfirheyrðir. Pakistönsk yfirvöld sögðu að á þeim þremur dögum sem þau höfðu Binalshibh í haldi hefði hann greið- lega viðurkennt aðild sína að hryðjuverkaárásunum á Bandarík- in í fyrra. Hann hefði hins vegar neitað að segja hvar aðrir liðsmenn al-Qaeda héldu til. Binalshibh var handsamaður í Karachi i Pakistan á föstudag eftir harðan skotbardaga við pakistansk- ar öryggissveitir. Binalshibh er talinn mikilvægast- ur þeirra sem tóku þátt í að skipu- leggja árásirnar 11. september í fyrra sem hefur verið handtekinn REUTERSMYND Feitur biti Bandaríkjamenn telja aö Ramzi Binalshibh hafi veriö meö í ráðum fyrir hryöjuverkaárásirnar á New York og Washington í seþtember í fyrra. stað til þessa. Óvissa ríkir þó enn um lagalega stöðu hans. Að sögn tals- manna Hvíta hússins hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti ekki ákveðið hvort hann verður dreginn fyrir herdómstól. Talið er að Binalshibh hafi átt að verða tuttugasti flugræninginn 11. september en honum var neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Sjötti bandaríski ríkisborgarinn af jemensku bergi brotinn var ákærður í gær fyrir að leggja al-Qa- eda samtökunum lið. Maðurinn var handtekinn, ásamt fimm öðrum, í vestanverðu New York-ríki um helgina. Yfirvöld segja að engin bein tengsl séu milli þeirra og árásanna 11. september en að þeir hafi fengið þjálfun i vopnaburði í búðum al-Qaeda í Afganistan. Yfirvöld í Singapore tilkynntu í gær að þau hefðu handtekið 21 mann vegna hryðjuverkatengsla. REUTERS-MYND Kakapo-páfagaukurinn í bráðri útrýmingarhættu Ný-sjálenski Kakapo-páfagaukurínn er ein af þeim fuglategundum sem eru í bráöri útrýmingarhættu og var ástandiö orðið svo slæmt fyrír tveimur árum aö aöeins var vitaö um nokkra fugla á lífi. Meö góöri hjáip sjálfboöaliða hefur siöan tekist aö auka stofn þessara feitu og ófleygu fugla um nærri 40%. Hér á myndinni sjáum viö einn kvenfuglanna, hana Hoki, en hún hefur nýiega lokiö viö aö koma upp ungum og dvelur nú á fuglafræöistofnun á Maud-eyju viö Nýja-Sjáland, sér til heilsubótar. Lokaspretturinn í þýsku kosningabaráttunni: Stoiber gerir síðustu tilraun til að höggva í fylgi Schröders Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands og kanslaraefni íhalds- manna í þýsku þingkosningunum sem fram fara næsta sunnudag, gerir nú síðustu tilraun til að höggva í fylgi Gerhards Schröders kanslara með því að setja innflytjendamál á oddinn í lokaspretti kosningabaráttunnar og leiða þar með hugi kjósenda frá vin- sælli stefnu Schröders vegna andstöðu hans við einhliða hemaðaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn írökum. Boðskapur Stoibers er aö komist íhaldsmenn til valda muni þeir beita sér fyrir takmörkun innflytjenda og vinna í því að samlaga þýsku þjóðina þeim sjö milljónum innflytjenda sem nú búa í landinu. „Við getum ekki leyft okkur að fjölga innflytjendum á meðan fjöldi at- vinnulausra í landinu er um fjórar Stolber og Schröder Stoiber hefur sett innflytjendamálin á oddinn á lokasprettinum. milljónir," sagði Stoiber sem einnig kennir Schröder um fjárhagsöröug- leika þýska fjarskiptarisans Mibil- Com AG, en um helgina tilkynnti þýska ríkisstjómin að veita 400 millj- ónum evra úr ríkissjóði til bjargar fyrirtækinu til þess að koma í veg fyr- ir að þúsundir starfsmanna þess misstu vinnuna. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum sem birtar voru í sl. viku hefur Jafnaðarmannaflokkur Schröder nú þriggja til íjögurra prósenta forskot á íhaldsmenn, eftir að þeir höfðu leitt baráttuna með afgerandi forskoti á krata þar til flóðin í austur- og vestur- hluta landsins og íraksmálið komst í hámæli, en síðan hafa jafnaðarmenn stöðugt sótt i sig veðrið. Slæm afkoma rikissjóðs virðist hafa lítil áhrif á fylgi Schröders og sama er að segja um atvinnumálin og því um fáa valkosti að ræða hjá Stoi- ber. Síðasta hálmstráið er því inn- flyfjendamálið, en ólíkt því í öðrum Evrópulöndum hafa hægri öfga- flokkar sem setja þau mál á oddinn ekki átt upp á pallborðið hjá þýskum kjósendum og því ekki líklegt að Skagamaður til Færeyja Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, heldur fyrir- lestur um reynslu Skagamanna af neð- ansjávarjarðgöng- um í Sorvági í Fær- eyjum á fimmtudag. Tilefnið er að í nóv- ember opna Færeyingar fyrstu neð- ansjávarjarðgöng sín, Vágagöngin, sem munu stytta mjög ferðalagið frá Þórshöfn til flugvallarins í Vágum. - Olíuverð lækkar Verð á olíu lækkaði um fimm pró- sent á mörkuðum í morgun eftir að Sameinuðu þjóðimar tilkynntu að írakar ætluðu að hleypa vopnaeftir- litsmönnum inn í land sitt. Ráðist inn á Gaza ísraelskir hermenn og skriðdrek- ar réðust inn í borgina Khan Youn- is á Gaza í morgun og eyðilögðu málmsmiðjur og handtóku á þriðja tug manna. Kútsjma mótmælt Gífurleg mótmæli voru gegn Le- oníd Kútsjma, forseta Úkraínu, í Kænugarði í gær þar sem krafist var afsagnar hans. Lögregla réðst í morgun til atlögu gegn mótmælend- um sem höfðu slegið upp tjaldborg skammt frá forsetaskrifstofunni. Ræðst við á Sri Lanka Viðræður hófust á ný í morgun milli stjórnvalda á Sri Lanka og skæruliða tamíla sem ætlað er að binda enda á stríð þeirra í millum sem hefur lamað efnahágslífið. Mælt með dauðarefsingu Kviðdómur í Kali- fomíu mælti í gær með þvi að David Westerfield yrði dæmdur til dauða fyrir að hafa rænt sjö ára gamalli ná- grannastúlku sinni og siðan myrt hana. Westerfield var fundinn sekur um glæpinn í síðasta mánuði. Líkiö fór á rangan stað Lík manns frá Kaliforníu sem sent var til greftrunar í föðurlandi hans, Mexíkó, skaut upp kollinum í Grikklandi fyrir mistök. Upp komst um klúðrið þegar ættingjarnir í Mexíkó fundu lík ókunnugs manns í kistunni sem barst þangað. Havel skerst í leikinn Vaclav Havel, forseti Tékklands, brá út af vana í gær þegar hann hafði afskipti af dægur- þrasi stjómmála- manna. Hann hvatti stjórnar- flokkana þrjá til að leysa ágreining um skattamál sem hefur skekið stjórnarsamstarfið. Leika enn lausum hala Liðsmaður grísku skæruliðasam- takanna 17. nóvember hefur sagt við yfirheyrslur að enn leiki 10 til 15 liðsmenn samtakanna lausum hala. Hætti vegna hótana Austurríski hægriöfgamaðurinn Jörg Haider sagði í gær að hann hefði hætt við að taka aftur við forystu Frelsisflokksins eftir að honum og fjölskyldu hans bámst hótanir. Ringulreið ríkir í flokknum vegna ákvörðunar hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.