Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 13 DV Saddam Hussein lætur undan þrýstingi Arababandalagsins: írakar samþykkja að ganga að kröfum SÞ um vopnaeftirlit - Bandaríkjamenn segja tilboðið aðeins sýndarleik Saddams Husseins Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, staðfesti í gær að hann hefði móttekið bréf frá íröskum stjórnvöldum þar sem þau samþykkja að hleypa vopnaeftirlits- mönnum SÞ inn í landið. Naji Sabri, utanríkisráðherra íraks, afhenti Annan bréfið í gær og sagði Annan að þar kæmi fram að írakar væru tilbúnir til að leyfa vopnaeftirlitsnefnd SÞ að halda áfram störfum sínum þar sem frá var horfið fyrir tjórum árum og til- búnir til viðræðna um framkvæmd vopnaeftirlitsins. Annan sagðist myndi leggja til- boð íraka fyrir Öryggisráðið og það væri nú í höndum þess að taka ákvörðun um framhaldið. Hann notaði einnig tækifærið til að þakka Arababandalaginu fyrir þess þátt í aö þrýsta á írösk stjóm- völd. Bandarísk stjómvöld, sem leggja alla áherslu á að koma Saddam Naji Sabri Naji Sabri, utanríkisráöherra íraks, ræöir viö fréttamenn eftir aö hafa afhent Kofi Annan skriflegt samþykki íraka um vopnaeftirlit í landinu. Hussein íraksforseta frá völdum, hafa þegar sagt álit sitt á tilboðinu og segja það aðeins hluta af sýndar- leik íraka, sem þeir séu löngu þekktir fyrir. Irakar segjast aftur á móti hafa tekið þessa ákvörðun til þess að taka af allan vafa um að þeir ynnu ekki lengur að þvl að koma sér upp gjöreyðingarvopnum eins og banda- rísk stjórnvöld hafa haldið fram og að hún hafi verið tekin eftir ræðu Kofi Annans þar sem fram kom að vopnaeftirlit væri fyrsta skrefið í að létta á spennunni á svæðinu. Þrátt fyrir tilboð íraka vinnur Colin Powell enn að því að afla stuðnings alþjóðasamfélagsins fyrir því að SÞ setji írökum ströng tíma- mörk um að leyfa vopnaeftirlit og að einnig verði gefið grænt ljós á að- gerðir verði írakar ekki skilyrðis- laust við settum kröfum. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að tilboð íraka væri aðeins slóttugt bragð til að koma í veg fyr- ir að SÞ setti fram nýjar kröfur. „Þetta snýst ekki lengur aðeins um vopnaeftirlit heldur um afvopnun og að gengið verði að öllum öðrum kröfum Öryggisráðsins," sagði tals- maðurinn. Bandaríkjamenn hafa að undan- fömu unnið að viðamiklum vopna- flutningum til svæðisins í nágrenni íraks og í gær fengu þeir mikil- vægan stuðning sádi-arabískra stjómvalda sem tilkynntu að þau myndu leyfa Bandaríkjamönnum af- not af herstöðvum sínum þar til árása á írak komi til aðgerða sem samþykktar verði af SÞ. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann hefði fyrirskipað aukið eftirlit á flugbannssvæðunum í norður- og suðurhluta íraks og einnig auknar loftárásir til að valda sem mestum skemmdum á hernaðarmannvirkj- um þeirra. REUTERSMYND í heimsókn í Noröur-Kóreu Junichiro Koizumi, forsætisráöherra Japans, heimsótti Kim Jong-il, leiö- toga Noröur-Kóreu, í morgun. Koizumi ræddi við Kim Jong-il Leiðtogar Japans og Norður- Kóreu héldu tímamótafund í morg- un og binda menn vonir við að nið- urstaðan muni leiða til bættra sam- skipta landanna tveggja. Kim Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreu, lýsti við upphaf fundahald- anna í morgun yfir ánægju sinni með heimsókn Junichiros Koizum- is, forsætisráðherra Japans. Minnti norður-kóreski leiðtoginn á að enda þótt stutt væri á milli landanna tveggja, væru þau víðs fjarri hvort öðru þegar samskiptin milli þeirra væru annars vegar. Leiðtogunum tveimur er mjög í mun að árangur verði af fundi þeirra. Koizumi þarf að auka vin- sældir sinar heima fyrir og Kim þarf að sýna bandarískum stjórn- völdum fram á að Norður-Kórea eigi ekki skilið að vera sett í flokk með írak sem eitt af „möndulveldum hins illa“. Rottueitur olli matareitruninni Kínverskir embættismenn hafa staðfest að rottueitri hafi vísvitandi verið komið í morgunverðarsnarl sem hefur þegar orðið 49 manns að bana. Hundruð manna urðu veikir af völdum eitursins. Dagblað í Hong Kong leiddi að því líkur í morgun að eiturbyrlunin kynni að tengjast deilum mOli eig- anda sojamjólkurverslunar og frænda hans. Ekki var þó varpað neinu ljósi á hugsanlega ástæðu. Viðskiptavinir lítils veitingahúss í Tangshan veiktust hver af öðrum á laugardag eftir að þeir borðuðu steikta deigstauta, sesamfræjakökur og hrísgrjón. REUTERSMYND Synt í umdeildri á Líbanskur unglingur meö fána í hendi syndir sem best hann getur í Wazzani-ánni nærri landamærunum aö ísrael. Bandarískir sérfræöingar reyna aö teysa deilu Líbana og ísraela um nýtingu vatnsins í ánni. Sænskir íhaldsmenn í kreppu að loknum kosningum: Kratar áfram í landsstjórninni og náðu 3 stærstu borgunum Sænskir jafnaðarmenn tryggðu sér ekki aðeins áframhaldandi stjórn landsins í kosningunum á sunnudag, heldur náðu þeir völdum í þremur stærstu borgunum. Með sigrinum stöðvuðu þeir hægribylgj- una sem farið hefur um Evrópu. Mestu máli skiptir sigur þeirra í sjálfri höfuðborginni, Stokkhólmi, þar sem borgaraflokkarnir hafa far- ið með stjóm undanfarin fjögur ár. Á þeim tima hefur Stokkhólmur verið eins konar „sýningargluggi" borgaraflanna þar sem öldrunar- þjónustan hefur verið einkavædd og rekstur skóla og annarrar starfsemi bæjarfélagsins hefur verið boðinn út, svo fátt eitt sé tínt til. Búist hafði verið við því að hægriflokkamir myndu sitja áfram við völd í Stokkhólmi en svo varð ekki. Vinstrimenn náðu einnig REUTERSMYND Göran Persson Sænski forsætisráöherrann segist ekki ætla að gera breytingar á sigur- liöinu, eins og hann kallar ríkisstjórn sína, eftir kosningaúrslitin. meirihluta í borgarstjómum Gauta- borgar og Malmö. Úrslitin, einkum þó í Stokkhólmi, þykja mikið áfall fyrir íhaldsflokkinn Moderata Sam- lingspartiet. „Ég fer ekkert leynt með það að þetta eru mér mikil vonbrigði," sagði Bo Lundgren, formaður flokksins, þegar úrslitin lágu fyrir. Ekki er alveg ljóst hvers vegna kjósendur höfnuðu Moderötum en meöal skýringanna sem haldið hef- ur verið á loft er sú að frambjóðend- ur flokksins hafi talað um litið ann- að en skattalækkanir í kosningabar- áttunni. Göran Persson, leiðtogi jafnaðar- manna og forsætisráðherra Svíþjóð- ar, sagði fréttamönnum, aðspurður, að hann myndi ekki gera breytingar á stjóm sinni, eða „sigurliðinu“, eins og hann kallaði hana. Utlönd Unniö aö björgunarstörfum. Aö minnsta kosti fimmtíu manns fórust í rútuslysi Að minnsta kosti fimmtíu manns létu lífiö og ekki færri en 25 slösuðust alvarlega þegar stór rúta steyptist nið- ur í djúpt gil í norðurhluta Argentínu í gærkvöld. Slysið varð á þjóðvegi í fjalllendi Catamarca-héraðs um 1100 kílómetra norðvestur af höfuðborg- inni Buenos Aires og er talið að bíl- stjórinn hafi misst stjórn á bifreiðinni þegar bilun varð í hemlabúnaði henn- ar. Fólkið mun hafa verið á heimleið úr pílagrímsferð og er talið að tíu börn séu meðal hinna látnu og að nokkur þeirra hafi setið í fangi for- eldra sinna. Að sögn lögregluyfirvalda voru að- stæður til björgunarstarfa mjög erfiðar en bifreiðin mun hafa hrapað um 30 metra niður í gilið. Meira vert að ná góðum samningi Peter Medgyessy, forsætisráð- herra Ungverjalands, sagði í gær að það væri meira um vert að ná góð- um samningi um inngöngu í Evr- ópusambandið en að standa við tímaáætlanir sem gera ráð fyrir að samningum verði lokið í desember þegar leiðtogar ESB hittast. Nokkur spenna er milli ESB og umsóknarrtkjanna tíu fyrir síðustu lotu aðildarviðræðnanna. Ung- verski forsætisráðherrann sagði að erfiðustu málin væru landbúnaðar- málin og fjárlög ríkisins. Pólverjar og Tékkar hafa þegar sagt að þeir muni frekar láta við- ræðurnar dragast á langinn en að fallast á slæman aðildarsamning. REUTERSMYND Hreinsaö tii í gljúfrinu Eduard Shevardnadze, forseti Georg- íu, segir að barist sé viö uppreisnar- menn í afskekktu gljúfri. Georgía fær hjálp við hreinsunina Eduard Shevardnadze, forseti Ge- orgíu, sem er undir miklum þrýst- ingi af hálfu stjórnvalda í Moskvu um aö ganga milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum í afskekktu fjallagljúfri, sagði í morgun að Bandaríkjamenn og Rússar aðstoð- uðu við hreinsunina. Shevardnadze hélt blaðamanna- fund í Tbilisi til að svara harðri gagnrýni Rússa sem segja ráöa- menn í Georgiu ekki standa sig í baráttunni. Rússar segja að upp- reisnarmennimir fari yflr landa- mæri til Tsjetsjeníu og geri þar usla. Rússneskir embættismenn og fjölmiölar hafa látið í veðri vaka að Shevardnadze hafi ekki styrka stjóm á landi stnu. Shevardnadze sagði að hreinsun- araðgerðunum yrði lokið á næstu fimmtán dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.