Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Skoðun DV Innrætingarhlekkir „Rafmótorar geta haft yfir 90% nýtni. Viö þaö keppir engin aflvél. “ Ertu búin að fara í réttir í haust eða hyggstu fara? Erna Hrelnsdóttir: Nei, og býst ekki viö aö fara. Kjartan Kristjánsson: Nei, en ég var nú í nágrenni viö þær nýlega noröur á Langanesi og sá þær úr fjarlægö. Þórdís Jónsdóttir: Nei, ekkert svoleiöis. Óll Pétursson: Já, ég var í göngum og réttum í Vind- hælishreppi síöasta laugardag og á eftir aö fara í Laufskálarétt. Einar Pálmi Ómarsson: Nei, þaö er ekkert réttarstand á mér. Magnea Þóröardóttir: Nei, og hef aldrei fariö. Af allmörgum at- riðum sem ógna okkur eru nokkrir inhrætingarþættir alvarlegastir. Ál- varlegasti þáttur- inn er rangskiln- ingur á eðli aílnotk- unar. Uppistöðu- Þorsteinn lón, bensintankur, Hákonarson gastankur o.s.frv. framkvæmdastjóri eru orkugeymar til .............. þess að gefa okkur afl í vélar þegar og þar sem við vilj- um. Þar sem þetta er staðreynd ætti að vera augljóst að rafgeymir með hundraðfalda rýmd á við nútima rafgeyma er efnahagslegt atriöi, stundum aðalatriði til þess að verj- ast skorti og hörmungum og opna leið til mannsæmandi lífs. Sakir þess að menn hugsa í eigin innrætingu leiða þeir hugann að vetni, metani og öðru því sem getur komið úr slöngu á fremur frumstæð- ar nútíma aflvélar. Þetta er auðvitað vitleysa. Rafmótorar geta haft yfir 90% nýtni. Við það keppir engin afl- vél. Það þýðir að ef við notum raf- geyma dreifum við ekki efnum, þurf- um ekki að flytja þau og ekki nota súrefni loftsins. Umhverfisvandinn er þar að mestu leystur, því auðveld- ara er að eiga við vökva og fóst efni heldur en það sem fer í loftið. Núverandi rafdreifikerfi þrefaid- ast að flutningsgetu ef hægt er að taka toppa með rafgeymum. Þörf uppistöðulóna minnkar mikið í ásættanleg mörk. Hægt er með tækni sem þegar er til að vinna miklu meiri orku úr sólu en við þurfum, jafnvel þótt allir notuðu helmingi meira en við gerum nú. Og það án teljandi umhverfisáhrifa. Þá yrði mögulegt að banna vondar mengandi vinnuaðferðir vegna þess Ragnar Haraldsson skrifar:___________________________ Það koma á mann vomur við lest- ur um uppistand í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Um hvað snýst málið? Er hinn indverski menntafrömuð- ur, Sunita, ekki í húsum hæf? Eða sjá kennarar sér nú leik á borði og klæðast gamla kommakuflinum þegar þeir vita að bæjarstjómin er á móti skólanum? Alla vega er ljóst að pólitískir andstæðingar skólans í kerfinu hafa lagt hann I einelti frá stofnun. Það er lika þekkt, að obbinn af ís- lenskri kennarastétt hefur staðið hatrömm gegn framforum í grunn- skólamenntun um áratuga skeið. Sú var tíðin fyrir einni öld að íslenskir kennarar, farkénnarar (margir bú- fræðingar að mennt) lögðu grunn- inn að framfarasókn þjóðarinnar. Þetta geröu þeir með menntahug- „Þdð sem strandar á er að fólki er innrœtt að til sé orkuvandi. Það er rangt. Hins vegar er til það sem kalla mœtti aflvélavanda. Við notum afl - orka er bókhaldslegur samtíningur þess til verðs, í öllum aðal- atriðum efnahagslega. “ að önnur tækni raforku myndi ekki gera það of dýrt. Það sem strandar á er að fólki er innrætt að til sé orkuvandi. Það er rangt. Hins vegar er til þaö sem kalla vætti aflvélavanda. Við notum afl - orka er bókhaldslegur samtín- ingur þess til verðs, í öllum aðalat- „Um áratuga skeið hafa ís- lenskir kennarar verið ein- hver verst menntaða, for- dómafyllsta og lokaðasta starfsstétt þjóðarinnar. Bœndur komast ekki með tœmar þar sem kennarar hafa hælana í afturhaldi og dálæti sínu á valdboðaðri kyrrstöðu menntamála. “ sjónina að vopni og oft við afar erf- ið skilyrði. Um áratuga skeið hafa íslenskir kennarar verið einhver verst menntaða, fordómafyllsta og lokað- asta starfsstétt þjóðarinnar. Bænd- ur komast ekki með tæmar þar sem kennarar hafa hælana í afturhaldi riðum efnahagslega. Bókarar tala um orkuverð, fæstir þeirra skilja aflnotkun, það er þeirra innræting. En hvemig föram við að? Við byrjum á því að tengja saman marga þétta í röð og setjum smára á milli sem stýra mismunaspennu. Svo höfum við hæstu spennu í innsta þétti og hleypum straumi til skiptis til beggja átta meö smára- stýringu. Þannig fáum við rið- straumsrafgeymi. Enga vökva og enga hreyfanlega hluti. Þegar þetta er mögulegt er það svo bara byrjunin, þá tekur iðnþróun við og svipuð tækni og gerist við tölvukubba. Og viti menn; það er hægt að búa til riðstraumsrafgeyma - og það úr ódýram efnum. Án þung- málma og eiturs. Þá hætta menn að hugsa í flóknum vonlausum aðferð- um sem geta ekki dugað öllum. og dálæti sínu á valdboðaðri kyrr- stöðu menntamála. Fagkrafa þeirra, númer eitt, tvö og þrjú, hefur verið: „algjört starfsöryggi - engin ábyrgð“ Þeir hafa því ávallt hafnaö hinni einu forsendu allra framfara: samkeppni og samanburði. Til skamms tíma hafa íslensk lög bannað aflan samanburð milli nem- enda, mifli kennara, að bera saman einn skólabekk við annan, einn skólastjóra við annan, einn skóla við annan og eitt menntakerfi sam- an við annað. Niðurstaða samræmdu prófanna var til skamms tíma mesta hernaðar- leyndarmál ríkisins, svo ekki kæm- ist upp um „aumingjana". í kerfi sem ekki leyfir samanburð era fram- farir óhugsandi og skynsemishug- takið merkingarlaust. Ég spyr því: Eru kennarar í Áslandsskóla komnir í sinn gamalkunna kommakufl? Kennarar í kommakuflinn á ný? Gandhi og Gaflararnir Skrýtið ástand hefur verið í Áslandsskóla síðan i fyrrahaust. Þetta virðist allt vera af misskilningi sprottið og kennarar og skóla- lið sem ekki tekur aga hefur verið með tóm leiðindi. í skólanum er ný kennslutækni sem ágæt kona, Súníta að nafni, með það viröulega ættamafn Gandhi, fann upp og vildi fylgja eftir. Garri vill ekki útlista kennslutæknina sem er örugglega með því aflra besta sem sést hefur hérlendis og víðar um gjörvalla heimsbyggð. Hún er einna helst i því fólgin að frú Gandhi hefur taliö farsælast að þagga niður í skólastjórum sín- um og kennurum og fylgja heimsbylting- unni eftir í eigin persónu. Límband í leikskóla Hafnfirðingar eru þekktir fyrir að vera framlegir þar sem kemur aö uppeldi á æsku landsins. Þeir hafa tekið upp nýbreytni á flestum stigum skólastarfs. Þess er skemmst að minnast að Hafnarfjarðarbær stóð fyrir nýjungum í leik- skóla í byggðarlaginu. Bömin í leikskólanum voru óvenjulega rellin og fengust ekki til að þegja þrátt fyrir ítrekaðar óskir þeirra sem sáu um uppeldi þeirra á dagvinnutíma. Forstööukon- an fann þá upp snjallræði til að þagga niður í gríslingunum. í stað þess að dekra þá og hugga fékk hún beiðni hjá bænum til að kaupa sterkt málningarlímband sem síöan var krossteipað fyrir þverrifur hávaðasömustu bamanna. Þetta svínvirkaði og bömin sem áður vora við það aö ganga af göflunum steinhéldu sér saman. En í Hafnarfirði er fólk meira upp á kant við frumherja en gerist annars staðar á landinu. Lausnin á leikskólanum hugnaðist ekki aftur- haldsöflunum og leikskólastjórinn með límbandið var klagaður. í framhaldinu gerðist það ótrúlega að teipið var rifið frá munnum barnanna og nú heyrast hróp þeirra um allan bæ. Leikskólastjóranum var síðan vikið úr starfi. Fórnarlamb byltingar Aftur eru Gaflaramir að sanna sig sem afturhaldsseggir. Sú friðsama Gandhi, sem sjálf vill stýra skóla sínum, er að verða fómarlamb eigin byltingar. Kennarar og fráfarandi skólastjórar hafa lýst því að þeir vilji ekki vera strengjabrúður frú Gandhi. Mannkynið þekkir vel til friðar- sinnans Gandhis hins indverska sem með prúðmannlegum hætti mótmælti með því að setjast niður og göfgaði mannkyn allt. Nú eru Hafnfirðingar að fæla frá sér litríkan ljósálf sem vill varpa birtu inn í huga barnanna þeirra og siðvæða þar með heimsbyggðina um ókomna framtíð. Nær hefði verið að kafla leik- skólastjórann meö límbandið til og líma fyrir munna kennara jafnt sem skólastjóra. Hafnar- fjarðarbrandaramir era hættir að vera fyndnir. Cfiurri Norræna á Seyðisfirði Herða veröur vegabréfaeftirlit. Eftirlit með Norrænu Kristinn Sigurðsson skrifar: Eftirlit með farþegum sem koma með skipinu Norrænu til Seyðisfjarð- ar virðist hafa verið ábótavant. Það sanna best fréttir að undanfómu. Ég skora á útlendingaeftirlitið að nota viðauka í Shchengen-samkomulaginu sem heimilar að vera með fullkomna vegabréfaskoðun. Ætla má að helm- ingi fleiri farþegar komi með nýju Norrænu næsta sumar og hlutfalls- lega enn fleiri flóttamenn sem era á flækingi milli staða. Eftirlitið væri kannski með öðrum hætti kæmi þessi stóra farþegaferja til suðvesturhoms landsins þar sem fuflkomnari búnað- ur er til móttöku ferðamanna. En um- fram aflt; herða þarf eftirlit verulega, því loka verður fyrir komu óæskilegs fólks til landsins. Forseti íslands - vill frekari sannanir Kristján Gunnarsson skrifar: Nú er forsetinn okkar á Bessastöð- um farinn að blanda sér í utanríkis- málin með því að láta i ljósi skoðanir sínar opinberlega. Hann fullyrðir nú að bæði Bandaríkjamenn og Bretar verði að leggja fram nákvæmar sann- anir um að Saddam Hussein sé að víg- búast. Öðra vísi verði ekki hægt að leggja til atlögu við þennan heims- skelfi sem Hussein sannarlega er. Þetta finnst mér ekki vera við hæfi hjá forseta okkar. Ólafur forseti er ekki í nemni aðstöðu til að gera okk- ur grein fyrir gangi heimsmála á póli- tískum vetttvangi - og alls ekki á þeim hernaðarlega. Hann er góður í mörgu öðru, og bestur í móttöku- bransanum. Hótun frá London Rúnar Jðnsson hringdi: Það eru dapur- legar fréttir sem heimsbyggðin fær frá London þessa dagana, úr munni einhvers harðlínu- klerks múslíma þar í borginni. Ótrúlegt að aðrar eins hótan- ir séu látnar af- skiptalausar af þar- lendum yfirvöldum. Klerkur þessi segir blákalt að Banda- rikin verði að þjást meira svo að þau geti lært hlýðni! Harðlínumenn í London komu saman 11. september til að ræða ,jákvæðar“ hliðar hryðju- verkaárásanna á New York í fyrra. Maður er orðlaus. Myndum við íslend- ingar taka á móti svona gaurum til að halda hér fundi? Eflaust myndu ein- hverjir því fylgjandi. En hvað er hér annars á ferð? Erum við á Vesturlönd- um að láta kúga okkur til hlýðni við öfgaöfl, án þess að spyma við fæti? Ákærður ræður ferð? Ólína skrifar: Það slær mann að lesa frétt eins og þá sem fjallar um meintan morðingja í Víðimelsmálinu, þegar hann, að því er virðist, setur fram „tillögur" um hvernig eða hvort hann fallist á kröfu móður hins látna um greiðslu 2,5 milljóna í skaða- og miskabætur. Verj- andi hins meinta morðingja segir hann (morðingjann) ekki „fallast á“ þá kröfu, nema að því leyti sem snýr að útlögðum kostnaði við útför hins myrta! Sé þetta að verða taktur og tónn í réttarfari hér á landi, þá býð ég ekki í framhaldið. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.