Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Búist við hörðum og fjörlegum þingfundum á kosningavetri á Alþingi: Prófkjörsstríð munu lita þingstörf í vetur - en fremur rólegt fram undan í löggjafarstarfinu á stuttum þingvetri Alþingi kemur saman nk. mánu- dag og er búist við hörðum og fjör- legum stjórnmálavetri, enda alþing- iskosningar fram undan í maí á næsta ári. Prófkjörsslagur mun lita þingstörfm að nokkru leyti þar sem þingmenn berjast innbyröis i flokk- um og reyna að marka sér sérstöðu. Sem heildir munu flokkamir einnig keppast við að marka sér vigstöðu og fyrir vikið er viðbúið að minni kærleikar verði á stjómarheimilinu en endranær. Sama á við um sam- stöðu stjórnarandastöðuflokkanna. Átök um einkavæöingu Þau mál sem munu einkenna haustþingið verða af ýmsum toga að mati þingmanna. Velferðarmálin, sem og virkjanamálin, verða ofar- lega á baugi að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Hann á einnig von á að einkavæðing í heil- brigðis- og menntakerfmu verði mjög til umræðu enda hefur kostn- aður í heilbrigðiskerfinu verið mjög til umfjöllunar á opinberum vett- vangi undanfarið. Kristinn á von á að hægt verði að finna lausnir á þeim málum en segir að hver flokk- ur muni draga fram sínar línur og standa sér en ekki í skugga hver annars. Hann á ekki von á að áhugi Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, á forsætis- ráðherrastólnum muni rugga stjómarsamstarfsbátnum um of. Menn haldi einfaldlega öflum dyr- um opnum. Samkeppni þingmanna Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir að Evrópumálin komi fyrst upp í hennar huga en velferðarmál- in verði einnig fyrirferðarmikil. Þá verði efnahagsmálin áberandi í víðu samhengi, sem og einkavæðingar- málin. Hún nefnir einnig raforku- málafrumvarpið sem tekist verði á um. CJ. Björn Þorláksson blaöamaöur Fréttaljós Bryndís er á sömu skoðun og þingflokksformaður Framsóknar- flokksins að prófkjörsbarátta þing- manna muni hafa mikil áhrif á haustþingiö og innbyrðissamkeppni þingmanna muni lita þingstörfin. „Þetta verður fjörugur pólitiskur vetur,“ segir Bryndís. Meirihlutasamstarf Framsóknar- GERVIHNATTABUNAÐUR Frá Alþlngi Langflestir þingmenn vilja sitja áfram aö kosningum loknum en þeir þurfa aö sanna sig í vetur til aö fá atkvæöi kjósenda. til umræðu, s.s. GATS, Evrópusam- bandið og yfirvofandi stríðsrekstur Bandarikjamanna. „Þá er einka- væðingin viðfangsefni Alþingis svo lengi sem þessi ríkisstjóm situr og ætli það verði ekki rafmagnið og vatnið sem næst er á dagskrá. Varð- andi atvinnumálin mun það ekki ganga lengur að humma fram af sér löngu tímabærar breytingar á fisk- veiðistjómunarkefinu en síðast en ekki síst vil ég nefna það sem hér er að gerast á sviði lögreglumála. Á sama tima og hundruðum milljóna er sóað í Natóráðstefnur og öryggis- gæslu fyrir erlenda einræðisherra er skorið niður við sjálfsagða lög- gæslu. Þetta er öfugþróun og þegar farið er að tala um leynilögreglu er ástæða til að spyrja þjóðina álits,“ segir Ögmundur. Varðandi kosningamar næsta ár segir þingflokksformaður Vinstri grænna að gera veröi kjósendum grein fyrir að þeir eigi kost á að breyta um stefnu í landsstjórninni. Rólegt í lög- rfin Bryndís Hlöðversdóttlr. Kristlnn H. Gunnarsson Guðjón A. Krlstjánsson. flokks og Sjálfstæðisflokks hefur verið stirt um nokkurt skeið, að mati Bryndísar, og segir hún stirð- leikann birtast í annars vegar Evr- ópumálunum og hins vegar heil- brigðismálunum í víðu samhengi. Halldór hafi allt aðra sýn en Davíð í Evrópumálunum og ósættið birtist einnig í heilbrigðismálunum þar sem annar flokkurinn vilji einka- væða hluta heilbrigðiskerfisins en hinn ekki. „Ágreiningur flokkanna bitnar á þróun heilbrigðiskerfisins. Vegna þessa ágreinings hefur ríkis- stjóminni ekki tekist að vinna neina stefnumótun í þessum mikil- væga málaflokki," segir Bryndís. Byggöamál og samgöngur Guðjón A. Kristjánsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, telur að byggðamál verði áber- andi á haustþinginu, sem og sjávar- útvegsmál og samgöngur. Töluverð umræða hljóti að verða um Evrópu- málin þótt hann sjái ekki fyrir sér að íslendingar eigi erindi inn í ESB að óbreyttu. Guðjón nefnir einnig virkjanamál og raforkufrumvarpiö og telur að mikið verði rætt um vel- ferðarmál í víðum skilningi. Brýnt sé að bæta stöðu aldraðra og ör- yrkja. Guðjón telur að slagurinn verði harður í pólitísku tilliti og hann segir engan bilbug hjá frjálslyndum. Þeir hyggist bjóöa fram í öllum kjör- dæmum og markmiðið sé að tvö- falda kjörfylgi og ná inn fjórum þingmönnum. Guðjón á von á að Framsóknarflokkurinn hætti að vera í hlutverki „hækju Sjálfstæðis- flokksins", eins og hann orðar það, á þinginu í vetur og þingstarfiö muni litast af þeim breytingum. Verður að spyrja þjóðina álits Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, segir að velferðarmálin verði í brennidepli. „Við munum beita okkur fyrir kröftugu uppbyggingarstarfi í al- mannaþágu og gera okkar til að hrinda þeirri aðfór sem nú er gerð að heilbrigðisþjónustunni. Virkj- anamálin eru síður en svo afgreidd. Fólk er forviða á að ráðist skuli i framkvæmdir við Kárahnjúka áður en samningar eru frágengnir," segir Ögmundur. Hvað önnur mál varðar segir Ög- mundur að alþjóðamálin verði mjög gjafarstarfinu Ekki náðist í þingflokksfor- mann Sjálfstæðis- flokksins en Vil- hjálmur Egilsson, formaður efna- hags- og við- skiptanefndar Al- þingis, segir að þau mál sem helst snúi að nefndinni séu að lengi hafi staðið til að koma fram með frum- varp um verðbréfafyrirtæki og verð- bréfasjóði. Einnig sé tryggingafrum- varp í gangi og þarna sé um að ræða stór frumvörp og flókin. Mikil tæknivinna sé samfara smíði þeirra en þetta séu hins vegar ekki pólitísk álitamál. Vilhjálmur segir spurningu hvort skattamálin muni taka einhverjum breytingum en olíugjaldið verði væntanlega til meðferðar og þar þurfi að hyggja að ýmsu. Vegna kosninganna í maí nk. mun þingstörfum að líkindum ljúka í mars á næsta ári sem setur þing- inu þrengri skorður en endranær til að koma málum á framfæri. Vil- hjálmur spáir því að lítið verði um deilumál hvað frumvörp varðar en telur að kosningaveturinn muni helst mótast af utandagskrárum- ræðum og umræðum um störf þingsins. „Ég held að mikið verði rætt um póltík og stjómarandstaðan muni reyna að nota ræðustól þings- ins eins mikið og hægt er. En varð- andi löggjafarstarfíð held ég að það verði á rólegu nótunum," segir Vil- hjálmur. Gríðarlegur áhugi á sýningu dansflokks Merce Cunninghams: Gat fýllt húsið fimm sinnum í kvöld sýnir dansflokkur Merce Cunningham frá New York í Borgar- leikhúsinu í Reykjavík. Tvö verk hans eru á efnisskrá, RainForest og Biped, hið fyrmefnda frá 1968 en hitt frá 1999. Löngu er uppselt á sýning- una og sagði talsmaður Leikfélags Reykjavíkur í gær að hægt hefði ver- ið að fylla húsið fimm sinnum, svo mikill væri áhuginn á sýningunni, og sýnir þetta stórlega vaxandi áhuga ís- lendinga á listdansi. Reynt var að koma fyrir annarri sýningu en tíminn var of stuttur því tæknimenn Cunn- inghams þurfa tvo heila daga til aö undirbúa sýninguna. Hver einasti ljóskastari á stóra sviði Borgarleik- hússins - og þeir em nokkur hundrað talsins - var tekinn niður og hengdur upp á nýjum stað og síðan þarf að stilla þá alla. Merce Cunningham fylgir flokki sinum til íslands og sagði blaðamanni DV í gær að hann nyti þess að vera hér þótt dvölin væri ekki löng. Líkam- inn sem einu sinni var einn sá liðug- asti í heimi er nú orðinn hrumur, enda eigandinn 83 ára, en Cunning- ham sagði að sér hefði liðið ákaflega vel í Bláa lóninu sem hann heimsótti á sunnudaginn. Einnig fannst honum mikið til um umhverfi Lónsins, það þótti honum mikið leikhús, og grænar mosaþembumar í úfnu Reykjanes- hrauninu heilluðu listamannsaugað. -SA J sjíivsi/fuJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 19.22 19.07 Sólarupprás á morgun 07.18 07.03 Síödegisflóö 20.00 12.19 Árdegisflóð á morgun 08.14 00.33 9 (.12. 63 V 9 y<^ 0B Víða riging eða súld Suðaustlæg átt, 3 til 8 metrar á sekúndu og víöa rigning eöa súld, en snýst í vestan 5-10 meö skúrum eftir hádegi, fyrst vestan til. vG Q ,r »•(»? 9 "■ V G . (ff Q 9° ý w — ð 11° 63 130 v 100 Dálítil rigning Suðvestan 8 til 13 metrar á sek- únduog dálítil rigning á vestanverðu landinu á morgun en hægari og þurrt aö mestu austan til. Vindun Vindun Vindun 5-8 "V® 5-8»"/* 5-8««/» ‘ 71, 71 Viða skOrir Víöa skúrlr Búast má viö eöa dálítil eöa dálrtll norölægri átt rignlng. rignlng. með vætu, elnkum norö- austanlands. Logn Andvari Kul Gola Stlnnlngsgola Kaldi Stinnlngskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárvlöri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK rigning rigning alskýjaö 9 12 12 EGILSSTAÐIR þokumóöa 7 KEFLAVÍK rigning og súld 11 KIRKJUBÆJARKL. þoka í grennd 10 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK rigning 12 STÓRHÖFÐI þoka 10 BERGEN alskýjaö 9 HELSINKI léttskýjað 3 KAUPMANNAHOFN léttskýjaö 7 OSLO skýjaö 7 STOKKHÓLMUR 5 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR skúr 10 ALGARVE léttskýjaö 16 AMSTERDAM léttskýjaö 9 BARCELONA skýjaö 15 BERLÍN léttskýjaö 4 CHICAGO heiöskírt 10 DUBLIN þoka 4 HALIFAX skúr 19 HAMBORG FRANKFURT léttskýjaö 7 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON léttskýjaö 9 LÚXEMBORG skýjaö 6 MALLORCA skýjaö 15 MONTREAL heiðskírt 9 NARSSARSSUAQ rigning 5 NEW YORK skýjað 18 ORLANDO alskýjað 24 PARÍS léttskýjaö 7 VÍN alskýjaö 8 WASHINGTON heiöskírt 8 WINNIPEG heiöskirt 3 WM u illH. ll'l iii.'.iiiwwiii-TrmnHCTr.Hi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.