Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 32
DAGARIFRUMSYNINGU! Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (fií) - Loforð er ioforð ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Reknir eftir Islandsferö Islandsferð framkvæmdastjóra og stjómarformanns hitaveitunnar i Middelfart á dönsku eynni Fjóni í hittifyrra hefur sannarlega dregið dilk á eftir sér. Þeir hafa báðir ver- ið reknir, hafa þurft að endurgreiða kostnað vegna ferðarinnar upp á samtals um eina milljón króna og sæta nú kæru af hálfu neytanda á þjónustusvæði hitaveitunnar. íslandsferðin var farin árið 2000 og stóð í viku. Sögðust yfirmenn hinnar fjónsku hitaveitu ætla að sækja hér ráðstefnu en í ágúst 2000 hélt samband hitaveitna á Norður- löndum, Nordvarme, fagráðstefnu á Akureyri. Ferð tvímenninganna var umdeild heima fyrir og ekki milduð- ust gagnrýnendur þegar í ljós kom aö hvorugur mannanna hafði verið á þátttökulista ráðstefnunnar. Við nánari athugun á reikningum vegna ferðarinnar kom í ljós að þeir voru flestir vegna ferða og hótelgist- ingar víðs vegar um landið, veit- ingahúsa og tollfrjáls vamings. Hvorugur mannanna hefur viljað upplýsa nákvæmlega um tilgang ferðarinnar. Samkvæmt danska dagblaðinu Fyens stiftstidende hef- ur einn notandi hitaveitunnar kært þá til lögreglu í von um að fá þær upplýsingar. -hlh Vinna við umhverfismat of kostnaðarsöm: Vantar heildstæðar áætlanir - segir þingmaður Samfylkingarinnar Til þess að unnt sé að nýta nátt- úruauðlindir þjóðarinnar með skynsömum hætti er mikilvægt að til staðar séu heildstæðar áætlanir um fyrirhugaða nýtingu á borö við það sem rammaáætlun um virkjun fallvatna og jarðhita gerir ráð fyrir. Slíkar áætlanir skortir sárlega hér á landi og sætir furðu að stjómvöld Reykjavík: Tfu í Ti J anga- geymslur Tíu menn fengu gistingu í fanga- geymslum lögreglunnar í Reykjavík í nótt, flestir fyrir ölvun og óspekt- ir. Einn maður var handtekinn vegna gruns um fíkniefnabrot og innbrot. Var maðurinn stöðvaður í bíl á Hverfisgötu og reyndist vera réttindalaus. Gat maðurinn ekki gert grein fyrir hlutum sem fundust við leit í bílnum en talið er að hann hafi stolið þeim í innbroti. Þremur mönnum sem með honum voru í bílnum var sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Þá hafði lögreglan afskipti af manni fyrir fikniefnabrot í austur- hluta borgarinnar. Talið var að maðurinn hafi ætlað aö brjótast inn í bíla og fyrirtæki um það leyti sem hann var handtekinn. Við nánar at- hugun kom í ljós að hann var einnig eftirlýstur af lögreglu fyrir önnur afbrot. Um sexleytið í morgun hafði lög- reglan síðan afskipti af fjórum ung- mennum sem voru að stela bensíni af bílum í Skeifunni. -HKr. ER FINNUR VIS? skuli ekki leggja meiri áherslu á heildarstefnu- mótun í þessum mikilvæga mála- flokki sem nýt- ing náttúruauð- linda er að mati Bryndísar Hlöðversdóttur alþingismanns. „Viö íslending- ar höfum verið Bryndís Hlöðversdóttlr. samstiga öðrum þjóöum í að setja lög og reglur um umhverfisvernd og skynsamlega nýtingu náttúrunnar og höfum komið okkur upp svipuðu lagaum- hverfi á þessu sviði og önnur OECD-ríki. Við erum hins vegar eft- irbátar margra ríkja þegar kemur að söfhun og vörslu grunngagna sem nauðynleg eru til þess að lög- gjöfin nái markmiðum sínum. ís- lendingar hafa ekki metið, skráð og flokkað náttúru landsins í sama mæli og margar aörar þjóðir, en þróaðar hafa verið aðferðir sem beita má til að framkvæma slíka flokkun og skráningu náttúrunn- ar,“ segir Bryndís á heimasíðu sinni. Afleiðingarnar eru þær að mat á umhverfisáhrifum, sem er í hönd- um framkvæmdaaðila sjálfra, er yf- irleitt dýrara hér en í grannríkjum okkar. Þeir sem hefja vilja nýtingu auðlinda hér á landi geta ekki geng- ið að góðum gögnum um náttúrufar á því svæði sem nýta skal, þeir þurfa sjálfir að afla slíkra gagna sem oft og tíðum er aðeins gert með rándýrum grunnrannsóknum að sögn þingmannsins. -BÞ UVHVIiriL/ uv« Gengiö frá ráöningarsamningl Þeir voru í óða önn aö ganga frá ráöningarsamningi nýs forstjóra VÍS í morgun þegar DV bar aö garöi, f.v. Þórólfur Gíslason stjórnarformaöur, Finnur Ingólfsson, nýráöinn forstjóri, og Óskar H. Gunnarsson, varaformaöur stjórnar. Finnur Ingólfsson, nýbakaður forstjóri VÍS: mikil \ Oneitanlega áskorun jí V „Það er óneitanlega mikil áskorun að taka við þessu starfi," sagði Finnur Ingólfsson, nýráð- inn forstjóri tryggingafélagsins VÍS, þegar DV hitti hann í morg- un í höfuðstöðvum VÍS, þar sem hann var að ganga frá ráðningar- samningi sínum. Til þess fundar voru einnig mættir þeir Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauð- árkróki, stjórnarformaður trygg- ingafélagsins, og Óskar H. Gunn- arsson, varaformaður stjórnar. síðan að hitta klukkan níu i Finnur ætlaði starfsfólk VÍS morgun. Finnur lætur af starfi seðla- bankastjóra um næstu mánaða- mót. Hann mun standa upp úr stólnum strax um næstu helgi og yfirgefa þá skrifstofu sína. Tím- anum fram til 1. nóvember, þegar hann tekur við starfi forstjóra VÍS, hyggst hann verja til að losa sig að mestu frá stóriðjuverkefn- um sem hann hefur unnið að Enn jafnréttiskæra á Akureyri Soffia Gísladóttir, félagsmála- stjóri á Húsavík og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að kæra ráðningu Kristins Svan- bergssonar sem deildarstjóra íþrótta- og tómstundamála til kæru- nefndar jafnréttismála. Soffia var í hópi umsækjenda um stöðuna og segir hún að fyrst og fremst sé það mat ráðningarskrifstofunnar Mann- afls sem liggi til grundvallar ákvörðun sinni. Mannafl komst að þeirri niðurstöðu að þrír umsækj- endur væru jafnhæfir og var Soffia eina konan í þeim hópi. Mjög halli á kvenfólk hvað varði stjómunarstöð- ur hjá Akureyrarbæ og sömu sögu sé að segja um störf íþrótta- og tóm- stundafulltrúa á landsvísu. Mikill minnihluti kvenna sé í því starfi og þetta segi henni að vegna jafnréttis- sjónarmiða hefði þurft að skoða ráðninguna betur. Ráðning Kristins hefur verið afar umdeild og hafa fulltrúar minni- hlutans í bæjarstjóm Akureyrar gert aö umtalsefni að hann væri ekki með háskólapróf. Eftir að hafa lesið rökstuðning bæjaryfirvalda með ráðningu Kristins segist Soffia hafa sannfærst enn betur um að hún væri a.m.k. jafnhæf Kristni. „Ég fékk reyndar þau svör að ekki hefði verið gerð krafa um háskóla- menntun en ég spyr einfaldlega af hverju Akureyrarbær vilji ráða ein- stakling með enga háskólamenntun í eina af mestu ábyrgðarstöðum bæjarkerfisins," segir Soffia. í rökstuðningi bæjarins með ráðningu Kristins sagði m.a. að hann hefði getið sér misjafnt orð í mannlegum samskiptum en eftir- fylgni og ákveðni gæti verið nauð- synleg í samskiptum við íþrótta- hreyfmguna. Þessi klausa segir Soff- ía að sé nánast móðgun við aðra umsækjendur, þ.e.a.s. að einstak- lingur sem eigi erfitt með mannleg samskipti sé tekinn fram yfir hina. -BÞ þannig að hann verði tilbúinn til i að einhenda sér í stjómunarstörf | á nýjum vettvangi. „Þetta hefur verið mikill og skemmtilegur tími sem ég hef| starfað hjá Seðlabankanum,' sagði hann í morgun. „En ég sit þar í fjármálaeftirliti og mun því ( hverfa af vettvangi strax, þar sem I það fer ekki saman við að vera starfsmaður VÍS.“ Axel Gíslason, fyrrv. forstjóri| VfS, hafði gegnt því starfi frá stofnun félagsins árið 1989. Hann ( hefur sagt starfi sinu lausu frá og I með 1. október nk. Hann mun að eigin ósk láta af störfum hjá fé- laginu í lok þessa árs eftir 14 ára j starf sem forstjóri félagsins. -JSS ' EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.