Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjéri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sfmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Út í hom Ríkisstjórn ísraels mun að óbreyttu mála sig út í horn í samfélagi þjóðanna. Umsátur ísraelshers um höfuðstöðvar Arafats er enn eitt dæmið um hvemig ríkisstjórn ísraels missir hægt en örugg- lega stuðning helstu bandamanna. Vonir um frið hafa því miður enn einu sinni beðið skipbrot. Allt frá 1948 þegar Ísraelsríki var stofn- að, að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, hefur þetta litla ríki gyöinga þurft að reiða sig á stuðning alþjóðasamfélagsins en fyrst og fremst á Vesturlönd og þá á Bandaríkin sérstaklega. Linkind Bandaríkjastjómar í garð ísraels á sér ekki aðeins sögulegar skýringar heldur ekki síður pólitískar, þar sem sam- tök gyðinga í Bandaríkjunum eru öflugir pólitískir þrýstihóp- ar sem stjórnmálamenn hafa talið nauðsynlegt að taka tillit til. En aðfarir ísraelshers síðustu daga hljóta að kalla á endur- skoðun á stefhu Vesturlanda og þar með Bandaríkjanna í mál- efnum ísraels og Palestínu. Vesturlönd hafa gripið inn í gang mála af minna tilefni. Því miður munu líkur á að friður skap- ist fyrir botni Miöjarðarhafs ekki aukast svo lengi sem stjóm- völd í ísrael telja sig eiga stuðning Bandaríkjanna vísan. ÖU ríki hafa þann rétt að verjast utanaðkomandi ógnun - það er skylda hverrar ríkisstjómar að vernda borgarana. Þennan rétt eiga ísraelsmenn en þeir geta ekki misbeitt hon- um með þeim hætti sem gert hefur verið. í gegnum árin hafa gyðingar notið samúðar og stuðnings íslendinga sem annarra Vesturlandabúa. Enginn, nema sá er upplifir, getur gert sér í hugarlund hvernig það er að lifa í stöðugum ótta við grimmd- arverk fólskulegra hryðjuverkamanna. Gegn slíkri ógn verður að berjast af fullri hörku. En í baráttunni gegn hryðjuverkum er ekki hægt að beita öllum tiltækum ráðum á kostnað óbreyttra borgara. Engin þjóð ætti að hafa meiri skilning á þessu en ísraelsmenn. í leiðara DV í apríl síðastliðnum sagði meðal annars: „Veg- urinn til varanlegs friðar milli ísraels og Palestínu er langur og þyrnum stráður. Báðar þjóðimar era sundraðar, jafht pólitískt og trúarlega, þar sem öfgamenn ráða ferðinni. En vonin um frið og frelsi liggur fyrst og fremst í því að ísraelar sjálfir nái áttum og knýi Ariel Sharon frá völdum og komi hófsömum mönnum skynseminnar til valda. En vonin felst einnig í því að Vesturlönd og þá fyrst og fremst Bandaríkin taki skýra afstöðu og grípi til aðgerða til að stöðva glæpaverk ísraelshers." Það þjónar ekki hagsmunum ísraela að gera lítið úr Arafat. Hagsmunum gyðinga er ekki þjónað með því að draga allan pólitískan mátt úr leiðtoga Palestínumanna. Hagsmunir ísra- ela liggja þvert á móti í því að byggt verði upp öflugt lýðræð- isríki í Palestínu og að Palestínumönnum sé sýnd virðing full- valda þjóðar. „Stoltur af stelpunum“ Árangur íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu er glæsilegur þó draumurinn um ævintýri á heimsmeistaramót- inu í Kína á komandi ári hafi ekki orðið að veruleika. Árang- urinn er glæsilegur og langt umfram þær væntingar sem gerðar voru. Uppgangur kvennaknattspymunnar hér á landi hefur verið ævintýri og smátt og smátt hefur almenningur fengið áhuga, eins og berlega kom í ljós þegar íslenska liðið tók á móti lands- liði Englendinga í Laugardalnum fyrir skömmu. „Ég er mjög stoltur af stelpunum. Þær hafa sýnt miklar framfarir og eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna,“ sagði Jör- undur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari í viðtali við DV í gær. Undir þessi orð skal tekið og landsliðinu óskað til hamingju með glæstan árangur. Óli Bjöm Kárason DV Skoðun Rannveig Guömundsdóttir alþingismaöur Samfylkingarinnar Kjallari Peningar og völd Einkavœðingarnefnd fundar vegna tilboða í Landsbanka og Búnaðarbanka. - „En spurningin sem vaknar er hvort þetta hafi verið í fyrsta sinn sem Steingrímur Ari kynntist grímulausu valdinu eða hvort þetta hafi verið kornið sem fyllti mœlinn hjá vönduðum manni,“ segir Rannveig m.a. ígrein sinni. Steingrímur Ari kynntist grímulausu valdinu eða hvort þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá vönduðum manni. Menn minnast þess að Hreinn Loftsson sagði líka af sér sem formaður einkavæð- ingarnefndar vegna deilna við forsætisráðherrann. Einkavæðing fyrir hvern? Ríkisstjórnin vill losa mikla fjárbindingu almennings í ríkiseignum svo unnt sé að nota féð til annarra þarfa, svo sem að greiða niður skuldir ríkisins. En peningar og vald fara saman og það er alveg ljóst að ríkisstjórninni er umhugað um að stýra því hvert peningavaldið rennur með einkavæðingunni. Steingrími Ara finnst að aðrir áhugasamir kaupendur hafi verið sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðari tilboð fyrir ríkissjóð. Samson ehf. er tilbúið að kaupa allt að 45% hlut í Landsbankanum og verðmætið getur verið um 12 milijarðar króna. Þetta er hátt hlutfall og miklir fjármunir. Aftur og aftur hefur það blasað við að stjórn- arflokkamir skipta með sér samkvæmt gömlu helminga- skiptareglmmi - einn fyrir mig, ann- ar fyrir þig. Meira að segja oíbýður fulltrúa ríkisstjórnarinnar sem þó hefur kynnst flestum afkimum fjármálavaldsins gegnum veru sína í f] ármálaráðuneytinu. Samfylkingin vill fara aðra leið í einkavæðingunni. Hún vili tryggja dreifða eignaraðild aö bönkunum. Þingflokkur Samfylkingarinnar fór fram á að ásakanir í afsagnarbréfi Steingríms Ara yrðu ræddar í efnahags- og viðskiptanefnd og málið verður rætt þar þegar Ríkisendurskoðun hefur lokið umfjöllun sinni og skilað áliti. Samfylkingin vill að sölu verði fre- stað þar til úttekt lýkur. Um þetta verður kosið Oft fær maður að heyra að stjórnmál snúist um völd og peninga - að skara eld að sinni köku. Þannig er það ekki. Stjórnmál snúast um að fylgja þjóðfélagsþróun og sníða afskipti ríkisins að þeim veruleika sem þróunin ber í sér. Stjórnmálaflokkar hafa ólík stefnu- mið. Jafnaðarmenn viija réttlátt þjóðfélag þar sem einkahagsmunir víkja fyrir almannahagsmunum - þar sem er eitt þjóðfélag fyrir alla. Að hvert einasta mannsbam geti átt aðild að þekkingarsamfélaginu og mennta- málin byggist á þeim veruleika. Allir njóti viðunandi heilbrigðisþjónustu. Atvinnu- og efnahagsmál beinist alltaf að almannahag og jafnræði. Þaö sem blasir við þegar fólk fylgist með stjórnarverkunum er að flokkshagsmunir og sérhyggja er í fyrirrúmi. Að helmingaskiptareglan lifir. Enn og aftur einn fyrir þig og einn fyrir mig. Þess vegna er fólk tor- tryggið. Þess vegna treystir fólk ekki á að einkavæðing ríkiseigna byggist á almenningseigninni og almanna- hagsmunum. Valdið og notkun þess hefur blasað við á síðustu árum. Fingur þess beinast að öllum sem voga sér að andmæla. Þessu þarf að breyta. Um þetta verður kosið. „Nýjasta dæmið um einkavæðingarklúður ríkisstjórnarinnar er fyrirhuguð sala Landsbankans. Afsögn Steingríms Ara Arasonar, sem sagði af sér í einkavæðingarnefndinni út af vinnubrögðum hefur vakið mikla athygli. Hann hefur kosið að tjá sig ekki frekar um málið vegna þess trúnaðar sem hann hefur undirgengist í nefndinni." Öllum er þó ljóst af yfirlýsingum hans að atburðarásin fram að ákvörðuninni um að ganga til samn- inga við eignarhaldsfélagið Samson, sem ekki átti hæsta tilboðið, hefur verið skrautleg. Spurt er hvers vegna í ósköpum ekki var gengið til viðræðna við þann sem átti hæsta tilboðið. Það eru hörð orð frá manni sem kemur úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins og hefur starfað á æðstu stöðum stjórnsýslunnar þegar hann segir: „Ég hef setið sem fufltrúi fjármálaráðherra í fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum.“ Svo mörg voru þau orð. Og Steingrímur Ari lagði áherslu á að hlutlaus aðili færi í saumana á málinu. En spurningin sem vaknar er hvort þetta hafi verið í fyrsta sinn sem Einkavœðingartrúboð ritstjóra DV „Segir enda Ríkisendurskoðun, að kaup Trygginga- stofnunar á þjónustu sjálfstætt starfandi sérfrœði- lœkna hafi ekki byggst á mati fyrír þörf á þjónust- unni, auk þess hafi Tryggingarstofnun af ýmsum ástœðum ekki fullkomið vald á þróun útgjalda vegna sérfrœðihjálpar. “ Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um heil- brigðismál síðustu vikur' vegna fjárhagsvanda Landspítalans - háskóla- sjúkrahúss. Það dylst engum sem fylgst hefur með málinu að vandi spítalans er að fjárfram- lög ríkisins eru of knöpp miðað við þau verkefni sem stofnuninni eru falin. Aukin fjárframlög eru óhjákvæmileg hvernig sem á málið er litið. Ritstjóri DV, Óli Bjöm Kárason, er á öðm máli. Aukin fjárframlög heita á hans máli í leiðara 30. ágúst sl. fjáraustur sem hann varar við og telur að lausnin sé að auka sam- keppni inncm kerfisins og gera sam- komulag við einkaaðila um þjón- ustu. Þetta er ítrekað í leiðara 2. september með þeim orðum að vandinn sé ekki fjársvelti heldur samkeppnisleysi og skipulagt of- beldi gagnvart einkarekstri með til- heyrandi sóun. Afleiðingin sé svo verri lífskjör en ella. Ritsfjómar- grein 31. ágúst heitir Rándýrt ráð- leysi og lýkur á þessum orðum: „Vandinn felst ekki í því að framlög- in séu skorin við nögl. Hann felst í því að þeim er sóað.“ „Útgjöld umfram fjárlög" Á dögunum kom út skýrsla Ríkis- endurskoðunar um samninga Trygg- ingastofnunar við sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna. Þar er úttekt á einkavæðingunni í heilbrigðiskerf- inu. Niðurstöðurnar eru sláandi. Gagnstætt því sem ritstjóri DV held- ur fram þá gilda samkeppnislög. Ákvæði þeirra laga hafa girt fyrir að takmarka hafi mátt aðgang ein- stakra lækna að samningi við Tryggingastofnun. Sérfræðilæknir tilkynnir einfaldlega að hann hafi hafið störf og fær sjálfkrafa saming við stofnunina, óháð því hvort þörf er á fleiri sérfræðingum á viðkom- andi sviði. Segir enda Ríkisendur- skoðun að kaup Tryggingastofnunar á þjónustu sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna hafi ekki byggst á mati fyrir þörf á þjónustunni og auk þess hafi Tryggingastofnun af ýmsum ástæðum ekki fullkomið vald á þró- un útgjalda vegna sérfræðihjálpar. Niðurstaðan er að útgjöld sjúkra- trygginga hafa vaxið ár frá ári og á tímabilinu 1997-2001 jukust þau um 133% og voru umfram fjárlög öll árin. Það er mikil hækkun á aðeins Qórum árum - dæmi: Útgjöld vegna klínískra sérfræðilækna aukast úr 662 mkr. í 1.547 mkr. Ýmsar skýring- ar eru á þessum hækkunum eins og gengur en samt er einkareksturinn þama í hnotskum, það kerfi sem rit- stjóri DV, Óli Bjöm Kárason, vill taka upp. Samkeppni er milli sér- fræðinga og útkoman er skýr: vax- andi útgjöld sem erfitt er að hemja. Spumingin er þessi: Loksins þegar ritstjórinn tekur fyrir í skrifum sin- um umrædda skýrslu Rikisendur- skoðunar, hvenær sem það nú verð- ur, mun hann þá tala um sóun í sér- fræöingakerfmu? Og verður hann sammála Ríkisendurskoðun sem tel- ur að endurskoða verði hvort eðli- legt sé að samkeppnislög nái til heil- brigðisstétta og ef ekki - hvemig vill hann koma á sem hagkvæmustum kaupum á heilbrigðisþjónustu? 75% starf - 22,5 mkr. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að dæmi eru um að sér- fræðingar séu í starfi á opinberri sjúkrastofnun en samt með um- fangsmikinn einkarekstur. Nefnd eru dæmi um mann í 75% starfi sem fær 22,5 mkr. í brúttógreiðslu frá Tryggingastofnun, annar er í 100% starfi og fær 22,8 mkr. Þetta getur ekki gengiö; að menn séu á báðum stöðum. Ríkisendurskoöun gerir athuga- semd við þetta og bendir á að í Dan- mörku eru sérfræðilæknum settar skorður. Þeim er óheimilt að vera samtímis í sjálfstæðum rekstri og i fullu staifi á sjúkrahúsi hins opin- bera. Greiðsluþátttöku hins opinera eru auk þess miklar skorður settar í Danmörku gegnum tilvísunarkerfi og takmarkanir á fjölda meðferða sem taka m.a. tfl einstakra sjúk- linga. Hver er afstaða ritstjórans til þessarar athugasemdar? Hvaða skorður vill hann setja á frelsi manna til að gera út á ríkissjóð? Þögnin er æpandi. Heilbrigðisútgjöld lítið aukist Staðreyndin er nefnilega sú að skv. tölum Þjóðhagsstofnunar hafa útgjöld hins opinbera tfl heilbrigðis- mála ekki vaxið mikið síöustu árin. Útgjöldin árin 1988 og 1989 voru 7,3-7,4% af landsframleiðslu. Frá 1990-1998 voru útgjöldin hvert ár lægri og voru á bilinu 6,8% til 7,1%. Tvö næstu ár hækkaði hlutfallið og var árið 2000 um 7,6% af landsfram- leiöslu sem er siðasta árið sem tölur eru tfltækar um.Hækkunin verður að mestu skýrö með launahækkun- um í kjölfar svonefndra aðlögunar- samninga árið 1998 sem fjármála- ráðuneytið gerði. Athyglisvert er að framlög til al- mennra sjúkrahúsa, sem eru stærsti liðurinn í opinberum heilbrigðisút- gjöldum, eru árið 2000 lægri en var árin 1987-89, mælt sem hlutfafl af landsframleiðslu. Heilbrigðisútgjöld hafa í raun ótrúlega lítið aukist sið- ustu 15 árin. Því fer nefnilega fjarri að þessi málaflokkur einkennist af stöðugum fjáraustri eins og Óli Bjöm Kárason heldur fram. En hvað gera menn ekki til þess að koma óorði á kerfið og ýta undir einka- rekstur? Sandkom sandkorn@dv.is Klceðning (aðallega úr) Bæjarstjóm Kópavogs hefur sem kunnugt er ekki viljað fara aö for- dæmi Reykjavíkurborgar og banna einkadans eða kjöltudans á nektar- dansstöðum. Gárungar hafa af þessu tilefni minnt á að oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjóminni, Gunnar I. Birgisson, rekur fyrir- tækið Klæðningu. Gerð er tiflaga um að í þakkarskyni við Gunnar og varðstöðu hans um atvinnufrelsi nektar- dansmeyja verði nafni nektardansstaðar bæjarins breytt og hann nefndur Afklæðning ... Vinstri hcegri snú á kreik Snorri Ásmundsson vakti athygli fyrir skörulega frammistöðu sem leiðtogi stjóm- málahreyfingarinnar Vinstri hægri snú í borgarstjómarkosningunum í vor. Sjálfsagt hefur atvinnutilboðum rignt yfir Snorra en hann hefur kos- ið að hefja sjálfstæðan rekstur. Hann hefur stofnað símaráðgjafar- þjónustu og heitir því að „leysa vanda fólks og fyrirtækja með ýms- um hætti". í tilkynningu er Snorra meðal annars talið það til tekna að hann sé í góðu sambandi við æðri máttarvöld. „Ef Snorri hefur ekki svarið við vandanum sjálfur, hef- ur harm samband við dulræn öfl sem aðstoða hann í leit að sannleikanum ...“ Snorri mun vera við símann núna og ráögjöfin kost- ar þrjú hundruð krónur á mínútuna ... Ummæli S®8Sii ■ ' ■ Mægð í aðra áttina „Hún stóð fyrir [skoðanakönnuninnij sjálf, aðeins örfáum vikum eftir að hún hafði lofað kjósendum allt öðrum hlut- um. [...] Mér finnst að hún hafi sýnt össuri afskaplega mikla fyrirlitningu og virðist líta á Össur sem engan mann, fyrst hún hagar sér eins og hún gerir gagnvart honum. [...] Þetta sem borgar- stjóri gerði meö sínum félögum gagnvart Össuri er allt með miklum ólíkindum. Þetta fólk er í mægöum, en það virðist bara vera mægt í aðra áttina." Davíö Oddsson i íslandi í dag Hugarleikfimi „Þetta er bara della sem maður nenn- ir eiginlega ekki að eiga við. Það er mér að meinalausu þótt forsætisráð- herra stundi hugarleikfimi." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í DV Ekkert samráð „Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að borgar- stjórinn í Reykjavík hafi komið að undirbúningi og/eða vitað um skoðanakönnun sem Kreml.is lét gera í lok águst sl. Þetta er einfaldlega rangt. KREML.IS hafði frumkvæði að gerð könnunarinnar og hafði sam- band við GALLUP vegna gerð hennar. Ekki var haft samráð við borgarstjórann í Reykjavík né tittnefnd könnun borin undir hann.“ Ritstjðrn Kreml.is Þar til rétt niðurstaða fæst ... Það þurfti nú engan Nostradamus til að sjá þetta fyrir. Eins og margir höfðu spáð þá á nú að leggja svo kallaðan Nice-samning aftur undir þjóðaratkvæði á ír- landi. [...] Ef tillaga um aðild að Evrópusambandi er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er kosið aftur. Ef að- ild að einstökum sáttmála, svo sem Maastricht-sátt- málanum eða Nice-sáttmálanum, er felld í þjóðarat- kvæðagreiðslu, þá er kosið aftur. Ef aðild að mynt- samstarfi er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er kosið aftur. En ef slík tillaga er samþykkt, hvað þá? Þá er aldrei kosið aftur. Þegar menn einu sinni eru komnir inn í Evrópusambandið, þá er engin leið út. Stað- reyndin um Evrópusambandið er einfaldlega sú að það sleppir aldrei neinu sem það einu sinni hefur komist yfir.“ Vefþjóöviljinn á Andriki.is Þaö tapar alltaf einhver Bubbi Mortens tóntistarmaöur Kjallari Eitt skref til hægri. Hann sá vinstri öxl andstæö- ingsins síga eitt sek- úndubrot og vissi hvað kæmi næst, vinstri krók- ur. Á sama augnabliki lét hann höggiö ríða. Hægri höndin þaut þráöbein, beint í mark. Hann fann hvemig kraftur höggs- ins leiddi upp eftir handleggnum, frá öxlinni niður eftir bakinu, niðm- í hælana. Hann sneri sér við og gekk í átt að hominu sínu, án þess að líta um öxl. Hann vissi hvað verða vildi. Hann rétti hendumar upp í átt til himins, eins og hann væri að segja takk fyrir, Guö. Takk fyrir þessa hnefa, takk fyrir að ég skuli vera sá sem er uppistand- andi. Harm heyrði hann aldrei falla, gnýrinn frá fólkinu yfirgnæfði allt hljóð en hann vissi að hann stæði ekki upp. Ljósið í honum hafði slokknað áður en hann kyssti strigann. Að „sjá“ höggið Klukkustund seinna sat maður í búningsherbergi ásamt konu sinni og tveimur sonum. Þjálfar- inn, gamafl maður um sjötugt, sagði í huggandi tón: „Þú gast ekki séð það koma. Enginn mann- legur máttur hefði getað séð þessa hægri hönd hjá honum í kvöld. Þú gerðir þitt besta“.Staðreyndin var sú að taugaviðbrögðin voru orðin sekúndubroti hægari en þau voru áður, og í atvinnu- mannahnefaleikum skilur það á milli hvort þú „sérð“ höggið eða ekki. gleðin og fjörið var. Sá eldri sagði: „Þú hefðir átt að sjá hann þegar hann var upp á sitt besta.“ Og teygði sig eftir glasi sem var á bakka við hliðina á þeim. Sá yngri sagði: „Ég sá hann á spólu þegar hann barðist við...“ en lauk ekki setningunni, heldur brosti til ungrar konu sem var að koma inn og eins og fluga sem sækir i ljósið hvarf hann í átt til hennar. Sá gamli tautaði viö sjálfan sig: „Ég sá alla bardagana hans. Hann var góður...“ Eitt tap og þú varst kominn á . ,wll ... byrjunarreit. Eitt tap og þú varst ÁS- i/>J, Hfiy®®- 'V;' JP^' I minningu Greg Page gleymdur áður en þú stóðst upp -sSSfe «í» Atvinnumannahnefaleikar er eftir rothöggið. Eitt tap og efinn HMp / •;* |HKk , ■ J eifiðasta íþróttagrein sem stund- kom iskaldur og byrjaði að naga H|^Á Æ!r Æ HÉHÉiáP^ .jjj uð er i hciminum og i dag geri ég sjálfið. Synirnir horfðu á pabba F ötx. . |1 .JHB undanþágu og skrifa í minningu sinn, hetjuna, eins og þeir væru t .■■•jÉm mjm boxara sem heitir Greg I’age. að horfa á draug og sáu skvndi- yjjHÉgHra •. ;/■;■?¥ Wm r' . 1| Hann baröist á árunum frá lega gamlan inann sitja meö liang- ’ «g|g&U|H jf ™ i 1978 2001. Hann barðist fyrir lifi andi höfuð og I sínu bardaga Og eiginkonan fann ltversu ^á seinasta Þið þekkið þenn- mikið hann þjáðist fyrir að þau an boxara ekki neitt, fæstir gera skyldu sjá hann svona nakinn í -1 það nema kannski harðasti ósigrinum. I Hi' ■ ■.Æfrr :-•; .« jár kjarninn sem fylgist með þessari Verkirnir voru komnir, lungun I S I íþrótt loguöu, höfuðverkurinn þungur og jBHBr’®'‘'¥S ' mr Hann náði því að verða heims- massifur. bauö upp á þríréttaða IH^JHff|fffif%W ' tti* meistari stutta stund máltíð, ógleði með sjóntruflunum, ^HBHBIHÍllÍ BrúÍM* - ‘-_______'____________ | Konan hans sagði, að hann ógleði með vægu máttleysi, ógleði Tafck fvrir hewa hnefa takk fvrir að ée skuli vera sá sem er heföi farið að berjast afturtU að með brotnu sjáifstrausti. Nýrun .iaKK Tvnr Pessa nneja, taKK jyrir ao eg SKuu vera sa sem er þau gætu borgaö skuldir En j dingluðu laus í orðsins fyllstu merk- uppistandandi. Hann heyrði hann aldrei falla, gnýrinn frá folk- þessari íþróttagrein eru gamlir ingu. Það blæddi enn úr skurði fyr- • yfirgnœfði allt hljóð en hann VÍSSÍ að hann stœði ekki upp. menn faUbyssufóður fyrir þá rr ofan hægra augað sem var sokkið fJ * 1 J \ ^ yngn, ems og í hmu daglega lifi og bólgið, eitt, tvö rifbein brotin. Ljósið í honum hafði slokknað áður en hann kyssti Strigann. vmnumarkaðarins.___________________________ Hnúamir skinnlausir, bólgnir á kafi í ísfotu. - Hann var gamall maður í heimi hnefaleikanna. Hann var góður... Niðri í bæ, á hótelinu, þar sem þau gistu, beið fjöldi af fólki, vinir og blaðamenn en stemningin var ekki sú flottasta sem sést hafði. Menn reyndu samt að halda höfði.“Hann barðist drengilega," sagði eldri blaðamaður. „Hann gerði sitt besta,“ sagði hann við yngri kollega sirm sem hafði mætt fyrir slysni því hans maður hafði unnið. Hann var á leiðinni þangað sem Mér fannst hann eiga það skfl- ið að í landi sem hann sennilega hef- ur aldrei heyrt um væri til maður sem vissi hver hann væri og hefði séð hann berjast, þó að hann komi aldrei til með að frétta það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.