Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 Sport DV Veiöin í Soginu er oft góð á þessum tíma árs: Eftirminnilegur veiðidagur - Eyþór Einar Sigurgeirs- son og Eggert Sk. Jóhann- esson settu í átta laxa Veiðivon Siv Frióleifs- dóttir umhverf- isráðherra ætl- ar víst að leggja fram frumvarp á haustþingi, þar sem ýmis- legt verður bannaö fyrir rjúpnaveiði- menn. Þar veróur bann vió að versla með rjúpur og síðan verður vemdarsvæði rjúpna á suðvesturhominu stækkaö verulega. Jafnframt verður rjúpna- veiðitíminn styttur um 20 daga. Þráttfyrir miklar aðgerðir hjá Siv hefur enginn talað um að banna far- artæki sem alltof margir fara með á veiðislóðir. Veiðimenn eiga auövitaö að fara á tveimur jafnfljótum til rjúpna og annað ætti að vera bannaö. Lítió hefur verið talað um Setbergsá á Skógarsströnd, fáir laxar hafa veiöst í ánni i sumar og i fyrra veidd- ust innan við 10 laxar. Þegar DV œtlaöi aö kanna stöðuna við ána í vikunni var veiðihúsið lok- að og ekki nokkur veiðimaður að sjá við veiðar í henni, sama hvað leitað var. Fyrir nokkrum árum var áin leigö á eina og hálfa milljón en núna fæst ekki króna fyrir ána. Stangaveiðifélagiö Lax-á slær ekki slöku við, fyrirtækið hefur látið gera fyrir sig glæsilegt skrifstofuhúsnæöi upp við Elliðavatn og síðan tók félagiö Laxá á Ásum á leigu fyrir skömmu. Ekki hefur frést ennþá hvort það ætlar að halda áfram að leigja Miðfjarðará. Stangaveióifélag Reykjavikur lét gera tilboð í Veiðimanninn og Sölu- skrá félagsins fyrir skömmu og nokkrir sendu inn tilboð. Lítið hefur frést af málinu annað en að Heimur hefði verið með besta tilboöiö i dæm- ið. -G. Bender Jóhannes Kristjánsson meö fallegan silung. Yfir 2500 slíkir hafa veiöst í Skógá. DV-mynd FF Veiðín í Soginu getur oft verið góð á þessum tíma árs þegar laxinn er mættur þar og tekur grimmt hjá veiðimönnum. En það gerðist einmitt fyrir nokkrum dögum í Sog- inu Þeir félagamir Eyþór Einar Sigur- geirsson og Eggert Sk. Jóhannesson settu í átta laxa á Alviðrusvæðinu í Sogi á einum degi fyrir skömmu og náðu sex þeirra. Auk þess komu nokkrir urriðar á land. „Við fengum báðir þrjá laxa á land en misstum jafnframt sinn hvorn laxinn," sagði Eggert Sk. Jóhannesson í samtali við DV-Sport í vikunni. „Við settum sem sagt í átta laxa og er það mjög ásættanleg veiði á aðeins tvær stangir yfir daginn en skráðir laxar í veiðibók eru 59 laxar samtals yfir allt sumarið þegar við vorum þama á svæðinu. Stærsti laxinn var 12 pund og sá minnsti 7,5 pund. Við sáum stærri fiska stökkva á Breið- unni en hann vOdi ekki taka. Við beittum fjölbreytilegu agni og fengum laxana á rauða Frances númer tíu, Snældu númer tíu, silfraðan Toby, átján gramma, og á maðkinn. Allir laxamir tóku á Breiðunni fyrir utan einn sem tók i Kúagili. Laxinn var þó víðar en á Breiðunni og í Kúagili þar sem hann lét einnig sjá sig 1 Bæjar- strengnum, Öldunni og Strengjun- um,“ sagði Eggert ennfremur. Þetta era ekki fyrstu laxamir sem við félagamir tökum saman á land, enda búnir að veiða saman i um 25 ár og erum bara rétt að byrja. Ásgeir Halldórsson í Sportvöragerðinni var í Soginu fyrir skömmu og veiddi 19,2 punda lax og hélt upp á 50 ára afmæl- ið sitt síðan hann byrjaði veiðiskap- inn í Soginu. Það er því ýmislegt að gerast við Sogið þessa dagana, góð veiði og væn- ir laxar, Og veiðitíminn er alls ekki úti ennþá. G.Bender Skógá undir Eyjafjöllum: Veislan heldur áfram - 100. laxinn á land um helgina „Veiðiskapurinn hefur gengið rosalega vel í laxinum eftir að þeir komu og núna um helgina veiðist 100. laxinn, það er öruggt mál,“ sagði Ásgeir Ásmundsson leigutaki er við spurðum um stöðuna í Skógá undir Eyjafjöllum. Þar hefur verið feikna laxveiði eftir að sá silfraði mætti fyrir alvöra í ána. „Þetta hefur gengið meiri háttar vel og það eru laxar víða í ánni, mikið á sumum stöðum. Flugan hefur gefið vel og síðan hafa veiðst yfir 2500 silungar. Núna eru allir að veiða laxinn hérna og stunda því miklu minna silunginn,“ sagði Ásgeir ennfremur. -G.Bender Langá á Mýrum: Við gætum náð 1600 löxum - segir Ingvi Hrafn Jónsson „Ég veit ekki hvort við náum 1600 löxum, það fer eftir því hvað veiðimenn verða duglegir að veiða síðustu dagana. En þetta hefur verið gott hjá okkur og lax er víða um ána,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson í samtali við DV-Sport í vikunni er við spurðum um Langá á Mýrum sem bætir sig verulega á milli ára eða um næstum 200 laxa. Þær era nokkrar laxveiðiámar sem bæta við sig löxum þetta sumarið og margar verulega, svo era auðvitað aðrar sem standa í stað eða gefa minni veiði. „Þetta er að verða búið hjá okkur, það eftir nokkrir dagar, veiðin er svipuð og hún var í fyrra, kannski heldur minni," sagði Gylfi Ingason, kokkur í veiðihúsinu Þrándargili við Laxá í Dölum, í vikunni. -G.Bender Eyþór Einar Sigurgeirsson og Eggert Sk. Jóhannesson meö 6 laxa veiöina úr Soginu af Aiviörusvæöinu. G.Bender MÖH'ft; K Gunnar Bender skrifar um veiði fyrir DV-Sport Laxá í Nesjum: Veiöin gengur vel - 164 laxar á þurrt land Úr Laxá voru komnir 128 laxar að kvöldi 20. september en veitt verður út september. Stærsti laxinn er 18 pund en mikið er um stórlax í þessari litlu á, að sögn Þrastar Elliðasonar sem er einn þeirra aðila sem standa að ræktim þessarar nýjustu laxveiðiár landsins. Óhætt er að segja að Laxá sé að „slá í gegn“ þetta árið og verður fróðlegt að sjá hvemig Þresti og félögum gengur næstu árin með ána. Flestir veiðimenn sem rennt hafa í Laxá í Nesjum hafa verið mjög ánægðir, meðal annars Hjálmar Árnason alþingismaður, Þráinn Bertelsson og Stefán Jón Hafstein. Frá því í lok júll og iram í byrjun september var eingöngu leyfð fluga en á öðrum tímum er leyfilegt að veiða á maðk. Hrútafjarðará endaði í 164 löxum og mikið veiddist af bleikju, þó minna en oft áður. Stærsti laxinn á land var riflega 20 punda. í fyrra gaf áin 121 lax. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.