Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Side 15
15
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
PV_______________________________________________________________________________________ Menning
Sonur sannleikans
Mikael Torfason rithöfundur er
þekktur fyrir flest annað en hógværð
og huggulegheit. í bókum sínum fjall-
ar hann um ólík þjóðfélagsmein og
þar sem hann kallar hlutina sínum
réttu nöfnum vekur hreinskilni hans
oft óhug lesandans. En fyrir vikið
verður textinn sterkur og áleitinn.
Hans fjórða skáldsaga, Samúel, er
engin undantekning. Hér er sögð saga
ungs manns sem búsettur er í Dan-
mörku ásamt fjölskyldu sinni. Hann
virðist litlum tengslum ná við sjálfan
sig og enn minni tengslum við um-
hverfi sitt. Hugur hans er fullur af alls
kyns órum sem fyrst í stað beinast að-
allega að því óréttlæti sem útlendingar
eru beittir í Danmörku. Hann líkir því
við meðferð nasista á gyðingum í
seinna stríði og þykist ekki óhultur
sjálfur. Hann sér óvini í hverju horni
en áttar sig ekki á því að óvinurinn er
staðsettur i hans eigin sál.
Bókmenntir___________
Óvinurinn býr um sig i formi
brenglaðs uppeldis móður sem fyrstu
ár lífs hans meðhöndlar hann sem
prins. Hann er augasteinninn hennar
en í „ást“ sinni gengur hún út í öfgar
og hegðar sér blygðunarlaust í sam-
bandi við kynlíf. Ekki bjargar það
viðkvæmri bamssál að fjölskyldan
gengur ofsatrúarhreyfingu á hönd.
Drengurinn er á engan hátt frábrugð-
inn öðrum bömum hvað það varðar
að vilja þóknast foreldrum og sínu
nánasta umhverfi. En af því að hann
fær svo margföld og ólík skilaboð
hættir hann að gera greinarmun á
sannleika og lygi, raunveruleika og
draumi. Hann fyllist ofsóknaræði og
örvæntingu sem um síðir verður svo
djúp að hann lokast inni í heimi geð-
veikinnar.
DVJHYND HARI
Mikael Torfason rithöfundur
Hugur hins geðveika er stundum skarpur og skýr og þá varpar hann hulunni
af óréttlæti og heimsku heimsins.
Bókin er fantavel skrifuð, úthugsuð og út-
pæld. Henni er skipt upp í I. og II. Samúels-
bók líkt og í Biblíunni og persónumar heita
allar biblíunöfiium. í fýrstu Samúelsbók
Bibliunnar lýkur Drottinn upp kviði Hönnu
og færir henni Samúel en nafiiið þýðir
einmitt gjöf Guðs. Samúel Biblíunnar er trú-
fastur og vex upp með Drottin sér við hlið,
en Samúel nútímasögunnar eru allt önnur
örlög búin. í veröld hans birtast engin teikn
frá guði, hvorki góð né ill, aðeins mannleg-
ir hleypidómar, blekkingar og lygi. Samúel
verður að taka allar ákvarðanir sjálfur og
ákveður að hann sé sonur sannleikans, sá
sem lokar á lygina í eitt skipti fyrir öll. í
huga sér hefur hann skipulagt ímyndaða
byltingu þar sem hann er „spámaðurinn
Samúel útvalinn konungur í þetta skipti og
djöfúlinn er veruleikinn sjálfur" (208). En
þeim djöfli er ekki auðveldlega steypt af
stóli, allra síst af einum manni sem á sér
engrar viðreisnar von í guðlausum heimi.
Samúel er bók sársaukans. Hún sýnir
okkur manneskju sem er
rænd æsku sinni og sakleysi
og sjálfsagðri umönnun
hinna fullorðnu sem gleyma
að líta á bamið sem „gjöf
guðs“. Bókin veitin innsýn í
grimman heim geðveikinnar
sem er óhugnanlegur og full-
ur af einsemd en hugur hins
geðveika er stundum skarpur
og skýr og þá varpar hann
hulimni af óréttlæti og
heimsku heimsins. Miskunn-
arleysi trúarbragða og stjóm-
mála, sem mörgum hafa meinlög örlög
skapað, er afhjúpað á ögrandi og eftir-
minnilegan hátt. Að öðrum bókum
Mikaels Torfasonar ólöstuðum þá er
Samúel hans besta bók fram til þessa.
Sigríður Albertsdóttir
Mikael Torfason: Samúel. JPV útgáfa 2002.
Óþekktar
myndir
Jóhannesar
Geirs
Jóhannes Geir hefur verið áhrifa-
mikill teiknari og málari um háifr-
ar aldar skeið en mál margra er að
á árunum 1964 tO 1970 hafi hann
gert þær myndir sem halda muni
orðstír hans lengst á lofti. Þetta eru
„endurminningarmyndirnar" svo-
nefndu sem að mati Aðalsteins Ing-
ólfssonar eiga sér enga hliðstæðu í
íslenskri myndlist „svo þrungnar
sem þær eru af niðurbældum ofsa
og tilfinningahita".
Á þessum tíma voru einkamál lista-
mannsins flókin og sársaukafull, auk
þess sem að honum sóttu erfiðar minn-
ingar frá æskuárum. En endurminn-
ingarmyndimar virðast hafa verið
honum sálarhreinsun, enda „slátrar"
hann ýmsu í þeim sem legið haíði á
honum eins og mara um margra ára
skeið. Ein af hjálparhellum listamanns-
ins á þessum tíma var Ólafúr Maríus-
son sem rak herrafataverslun P & Ó
ásamt Pétri Sigurðssyni (sjá helgarblað
DV 19.10). í tímans rás eignaðist Ólafur
mikinn fjölda pastelmynda eftir lista-
manninn sem hann vill nú selja, í fuilri
sátt við Jóhannes Geir. Þær verða
sýndar í Listasalnum Man við Skóla-
vörðustíg frá því ki. 15 á morgun til 16.
nóvember og er sýningin opin kl. 10-18
virka daga og 11-18 um helgar.
í snilldarþýðingu
Cíísla Rúnars Jónssonár
(stíin) fær hina fullorðnu
'tn aovehast um af hlátri.
falleg táknsaga um það
að vera öðruvísi en
fjöldinn..."
Soffía Auður Birgisdóttir, Mbl.
þau syngja hvert öðru betur..."
endalaus uppspretta hláturs..."
HONK! Ljóti andarunginn er vel
heppnaður sörigleikur..."
Halldóra Friðjónsdóttir, DV
Felix, Edda Heiðrún
og fleiri frábærir leikarar
í gamansöngleik fyrir alla
Miðasala 568 S000
BORGARLEIKHUSIÐ
Lcikfólai’ Rcykjavfkur • Listobraul 3*103 Reykjavik
BORGARLEIKHÚSIÐ
Leikfélag Reykjavikur
STÓRA SVIÐ
SÖLUMAÐUR DEYR
c. Arthur Miller
Frumsýning í kvöld kl. 20 - UPPSELT
2. sýn. Gul kort - su. 27/10 kl. 20
3. sýn. Rauð kort - fö. 1/11 kl. 20
4. sýn. Græn kort - su. 3/11 kl. 20
HONKl UÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles ogAnthony Drewe
Gamansöngleikurfyrir allajjölskylduna.
Su. 27. okt. kl. 14
Su 3. nóv. kl. 14
KRYDDLEGIN HJÖRTU
c. Laura Esquivel
Lau. 26. okt. kl. 20
Lau. 2. nóv kl. 20
ATH. Fáar sýningar eftir.
MEÐ VÍFIÐ f LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fi. 31. okt. kl. 20 - UPPSELT
Lau. 9. nóv. kl. 20 - 60. sýning - AUKAS.
Lau. 16. nóv. kl. 20 - AUKASÝNING
Fim. 21. nóv. kl. 20 - AUKASÝNING
NÝJASVIÐ
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR
Frekar erótískt leiktrit íprem páttum
{kvöld kl. 20
Lau. 26/10 kl. 20
Fö. 1/11 kl. 20 UPPSELT
Lau 2/11 kl. 20
AND BJÖRK, OF COURSE ..
e. Þorvald Þorsteinsson
Su. 27. okt. kl. 20 - AUKASÝNING
15.15 TÓNLEIKAR
Ferðalög
Lau. 26/10
Anna Sigr. Helgadóttir
CRETTISSAGA www.hhh.is
Saga Grettis.
Leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu
Fös. 25. okt. kl. 20, nokkur sæti
Lau. 26. okt. kl. 20, nokkur sæti
Fim. 31. nóv. kl. 20, uppselt
Fös. 1. nóv. kl. 20, nokkur sæti
Lau. 2. nóv. kl. 20, nokkur sæti
Fös. 8. nóv. kl. 20
Lau. 9. nóv. kl. 20
Lau. 16. nóv. kl. 20
Sellófon
eftir Björk Jakobsdóttur
sun 27. okt, uppselt
þri 29. okt, uppselt
mið 30. okt, uppselt
sun. 3. nóv, uppselt
mið 6. nóv, uppselt
sun 10. nóv, uppselt
þri 12. nóv, uppselt
mið 13, nóv, uppselt
sun 17. nóv, uppselt
þri. 19. nóv, nokkur sæti
mið 20. nóv. nokkur sæti
Laugardagur 26. október kl. 16 - 17
Tónlist fyrír alla fjölskylduna: Sigling
Guðni Franzson í líki Hermesar flytur heillandi
dagskrá, spunna úr kvæðinu Sigling, Hafið
bláa, hafið eftir Om Amarson.
Verð kr. 500, ókeypis fyrir börn.
Sunnudagur 27. október kl. 17
Söngvasveígur til neiðurs Sigurði Demetz
Sesselja Kristjánsdóttir, Signý Sæmundsdóttir,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson,
Gunnar Guðbjömsson, Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, Ólafiir Kjartan Sigurðarson og
Jónas Ingimundarson píanó.
Verð kr. 1.500
Mlðvikudagur 30. október kl. 20
Draumatonar flautunemandans
Guðrún Birgisdóttir flauta og Peter Máté
píanó leika sónötur eftir Martinu og
Hindemith, svítu eftir Bartók og ballöðu eftir
Martin. Fyrstu kennaratónleikar Tónlistarskóla
Kópavogs á starfsárinu.
Verð kr. 1.500/1.200
Fimmtudagur 31. október kl. 20.30
RIO TRIO; Skást af öllu
AUKATÓNLEIKAR vegna §ölda áskorana.
Verð kr. 2.000
Leikfélag Reykjavíkur
Miðasala 568 8000
Listabraut 3 • 103 Reykjavík ■ .... ,
■ Mioasala 5 700 400
26.10 kl. 16.00 Setning Tónlistardaga
Dómkórinn frumflytur kórlög efdr Báru
Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón
Hlöðver Áskelsson og Snorra Sigfus
Birgisson. Frítt inn.
27.10 kl. 11.00
Hátíðarmessa á kirkjuvígsludegi
Prestur: sr. Hjálmar Jónsson.
27.10 kl. 17.00 Tónleikar Dóntkórsins
Flutt verður efnisskrá kórsins úr tónleikaferð
til írlands í apríl sl. og mótettan Der Geist
hilft unser Scnwachheit auf eftir J. S. Bach.
Aðgangur kr. 1000.
3.11 kl. 17.00 Tónleikar tónlistarfólks 2ír
nágrenni Dómkirkjunnar
Frítt inn.
5.11 kl. 20.30 Orgeltónleikar
Við orgelið: Hilmar Öm Agnarsson.
Frítt inn.
Tónlistardagar
Dómkirkjunnar
- Soli Deo Gloria -
26.10-17.112002
10.11 kl. 17.00
Kórtónleikar
Flytjendur: Barnakór Biskupstungna.
Sqómandi: Hilmar Örn Amarsson.
Bamakór Dómkirkjunnar. Stjómandi:
Kristín Valsdóttir.
Aðgangur kr. 500.
17.11. kl. 11.00
Messa t Dómkirkjunni
Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur.
Kl. 17.00
Kórtónleikar i Hallgrtmskirkju
Flutt verður kantatan Saint Nicolas eftir B.
Britten.
Flytiendur: Garðar Thor Cortes tenór,
Skólakór Kársness, stjómandi: Þórunn
Bjömsdóttir, Dómkórinn,
kammerhljómsveit, stjómandi: Marteinn H.
Friðriksson.
Aðgangur 1.500 kr. í forsölu, 2.000 kr. við
innganginn.
Aðgöngumiðar eru seldir í Dómkirkjunni alla virka daga á milli kl. 10 og 17.
Listasafn Islands
Fríkirkjuvegi 7, við Tjömina
www.listasafh.is
tttm
Þrá AUGANS
Saga Ijósmyndarinnar 1840-1990
Um 200frummyndir
Salir, safnbúð og kaffistofa, opið 11-17.
Víðamíkii fræðsludagskrá.
Sun. 27. okt.
Myndbandasýning:
Helmut Newton
kl. 15-16.30.
Pharmaco er aðalstyrktaraðili
Ustasafns Islands 2002-2003
www.pharmaco.is
W0NK!
v