Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Side 8
HVlTA HÚSIÐ / SlA
8
______________________________________________________FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
Fréttir DV
DV-MYND HARI
Rústir einar viö Laugaveginn
Hrollur fer um fólk þegar þaó lítur inn í hinar brunnu íbúöir aö Laugavegi 40 og 40a - nánast allt er ónýtt, sviöiö til
ösku og jafnvel á kafi í vatni. Söfnun hefur fariö af staö þar sem iandsmenn sýna samhug.
Stuðningur við íbúana sem misstu allt sitt í brunanum:
Söfnun, leiksýn-
ingar og þakklæti
íbúum á Laugavegi sem misstu
aleigu sína í brunanum um helg-
ina hefur borist ýmis stuðningur
frá almenningi og fyrirtækjum.
Söfnun er í gangi og ýmislegt er í
bígerð í menningarlífinu sem
styrkja mætti þá sem sárt eiga um
að binda t.a.m. leiksýningar.
„Við viljum koma á framfæri
þakklæti fyrir stuöninginn,"
sagði stuðningsmaður við DV.
Margir hafa hringt til fólksins,
boðað komu sína og veitt ýmsa
aðstoð, ekki síst á þann hátt að
gefa húsgögn, föt og ýmislegt ann-
að - allt sem hugsanlega getur að
gagni komið fyrir þá sem allt
missa. „Þetta er allt milli himins
og jarðar,“ sagði stuðningsmaður-
inn.
Ef fólk vill leggja inn á reikning
þá heitir hann: Ásta, Gunna,
Linda. Kennitalan er 180374-5079
en númerið er 1150-05-409500.
Rannsóknin heldur áfram
Lögreglan heldur áfram að
rannsaka málið. Margir hafa
spurt með hvaða hætti sá sem lög-
reglan grunar um íkveikju hafi
komist inn í portið þar sem eldur-
inn kviknaði. Maðurinn hefur
sjálfur gefið þær skýringar að
portið hafi verið ólæst en þar eru
tvöfaldar dyr. Þetta kemur reynd-
ar heim og saman við framburð
vitna enda sáu þau manninn
halda rakleiðis gegnum dymar og
inn í port, um 20 minútum áður
en eldsins varð vart.
Dyrnar voru læstar
Maðurinn kveðst sjálfur hafa
ætlað að kasta af sér vatni en
hætt við. Hann hafi tekið bol sem
var þarna. Þetta kemur heim og
saman við það sem íbúar hafa
borið. Á hinn bóginn segjast íbú-
ar telja öruggt að dyrnar hafi ver-
ið læstar. Ekki er hægt að komast
inn í portið nema gegnum um-
ræddar dyr, sem ávallt eiga að
vera læstar. Baka til verða menn
að fara niður háa veggi til að slíkt
sé unnt en það er ekki á færi
nema algjörra sérfræðinga, sam-
kvæmt upplýsingum DV.
Hinn grunaði sagði við DV í
gær að hann hefði tekið bolinn
með sér - reyndar talið að hann
hefði þar með sennilega gerst
brotlegur. Hann var handtekinn
með bolinn i fórum sínum. -Ótt
Já, þú færö eina tölvu Linda
Þar sem Opnum kerfum var kunnugt
um aö Linda Blöndal, einn íbúanna
á Laugavegi 40a, heföi misst allt
sitt og hefði ávallt notaö Hewlett
Packard tölvu var ákveöiö aö gefa
henni eina nýja.
við kröfur Norðmanna.
Norges Fiskarlag telur að Noregi
beri 80% af síldarkvótanum i ljósi út-
breiðslu síldarinnar síðustu misserin
en kvóti Norðmanna er nú um 57% af
heildarkvótanum. Ef aðeins sé litið
til þeirra svæða þar sem síldin
veiðist þá eigi Norðmenn og Rússar
einir rétt á því að stunda veiðamar.
Samningaviðræður um kvóta úr
norsk-íslenska síldarstofninum eru í
hörðum og að því er virðist illleysan-
legum hnút. -GG
Norsk-íslenski síldarstofninn:
Norðmenn vilja íslendinga út
Norges Fiskarlag, samtök sjó-
manna og útgerðarmanna í Noregi,
telja að aðeins Noregur og Rússland
hafi rétt tU veiða úr norsk-íslenska
sUdarstofninum. Það stafi að því að
aðeins þessi lönd geti talist eiginleg
stramjríki þegar sUdin er annars veg-
ar. Þetta kemur fram i Fiskeribladet
en þar er rætt við Jan Birger Jörgen-
sen frá Norges Fiskarlag sem tók þátt
í samningaviðræðunum um skiptingu
sUdarkvótans í Pétursborg í Rúss-
landi í síðustu viku. Jörgensen segir
að þess sé vænst að norsk stjómvöld
sýni festu í samningaviðræðunum og
leiði þær tU lykta þannig að útkoman
verði ásættanleg. Það verði að hafa
það þótt ekki takist samningar fyrir
áramót ef ekki verði komið tU móts
Síldarlöndun
Forsvarsmenn Norges Fiskarlag telja aö íslendingum beri ekki neinn kvóti í
norsk-íslenska síldarstofninum, aöeins Norömönnum og Rússum.
l
1
f