Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Side 1
IKpi3ll wfgjb; <ÚMá HÖFUM ALLA BURÐI TIL AÐ STANDA OKKUR í SUPER CUP. BLS. 29 !On LT» DAGBLAÐIÐ VISIR 245. TBL. - 92. ARG. - FOSTUDAGUR 25. OKTOBER 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Tryggvi Jónsson í Helgarblaðsviðtali: Baugur ekki hafinn yfir réttmæta gagnrýni í Helgarblaði DV á morgun verð- ur ítarlegt viðtal við Tryggva Jóns- son, sem hættir um mánaðamótin sem forstjóri Baugs eftir fjögurra ára starf hjá félaginu. Hann hefur sem kunnugt er keypt meirihluta í Heklu í félagi við aðra fjárfesta. í viðtalinu ræðir Tryggvi meðal ann- ars um ímynd Baugs, lögreglurann- sóknina á hendur sér og stjórnarfor- manni félagsins, matvöruverð og sóknarfærin í Heklu, en einnig um Bitlana og Hag- kaupsbandið. Tryggvi segir eng- an skugga hafa borið á samstarf sitt við eigendur Baugs. „Þvert á móti hafa þeir stutt mig í hvívetna frá því að ég sagði þeim að þessi breyt- ing væri orðinn raunhæfur mögu- leiki. Þeim flnnst eðlilegt að menn vilji spreyta sig i eigin rekstri." Hann segir margt í gagnrýninni á Baug óréttmætt og órökstutt. Fyrir- tækið sé hins vegar ekki hafið yflr gagnrýni og sumt kunni að eiga við rök að styðjast. Um meintar þvingunaraðgerðir Baugs gegn heildsölum segir Tryggvi: „Það hefur ekki verið stefna Baugs að beita heildsala þvingunum eða hótunum. Það kann að vera að einhverjum einstakling- um innan fyrirtækisins hafi orðið of heitt í hamsi - það höfum við heyrt. í fyrra setti Baugur sér eigin reglur um samskipti við heildsala, eftir þeim hefur verið farið og heildsalar segjast í kjölfarið flnna gjörbreytt viðhorf frá Baugi. Þannig hefur rétt- mæt gagnrýni leitt af sér lærdóm og úrbætur." -ÓTG Ráðherra ri Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra gekk síöasta spölinn í skólann meö dætrum sínum eftir aö hafa lent í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Árni M. Mathiesen: Töluverður skellur „Ég var að tala i símann og ekki að fylgjast mikið með akstrinum og brá því illa því þetta var töluverð- ur skellur. En það sluppu allir ómeiddir og ég tók á það ráð að drifa stelpurnar í burtu og beint í skólann enda ekki langt að fara,“ sagði Ámi Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra við DV eftir að ráðherra- bíll hans hafði lent í árekstri á hin- um umdeildu gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar um áttaleytið í morgun. Ámi var farþegi í ráðherrabílnum ásamt tveimur dætrum sínum en bílstjóri hans var við stýrið. Engan sakaði í árekstrinum. Áreksturinn varð þegar bílstjóri Áma var um það bil að taka beygju vestur Miklubraut. Kom þá bíll ak- andi Kringlumýrarbrautina úr gagnstæðri átt og lenti á ráðherra- bílnum með nokkrum skelli. Ámi haföi ætlað að skutla dætr- um sínum í skólann og ákvað að ganga með þeim siðasta spölinn. Síðan skundaði hann beint á fund í ráðuneytinu og átti síðan að mæta á ríkisstjórnarfund. Ámi bar sig vel eftir árekstur- inn og sagði merkilegt að lenda í þessu í lok kjördæmaviku þar sem miklar umræður hefðu verið um umferðamál. Þá hefði verið heit umræða um nákvæmlega þessi gatnamót. „Ég fer þama um mörg- um sinnum á dag og þekkti ástand- ið á gatnamótunum því vel en svona atvik kemur manni alltaf í opna skjöldu,“ sagði Ámi. -hlh TÓNLISTARDAGAR DÓMKIRKJUNNAR: Litil listahátíð með stórt hjarta 14 FÓKUS í MIÐJU BLAÐSINS: íslensk fegurð í Lúxemborg PHILCOU Heimilistæki Lífevrissparnaður I I Landsbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.