Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2002, Side 17
Útgáfufélag: Útgáfufélagíö OV ehf.
Framkvsmdastjóri: Hjalti Jónsson
A&alritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setnlng og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugeró og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Undir stiku Davíðs
Umræðan um íslenska pólitík
getur tekið á sig allavega myndir.
Á stundum furðulegar og á stund-
um bjánalegar. Enn sem fyrr
staldra menn við stjórnunarstíl
Davíðs Oddssonar sem setið hefur
íslendinga lengst á stóli forsætis-
ráðherra. Þeirri skoðun er hreyft
að ráðherrann fari með hótunum
um þjóðfélagið og skelfi menn til hlýðni við sig og sínar skoð-
anir. Hann sýni einræðislega tilburði og eigi það til að leggja
andstæðinga sína í einelti. Hann sé jafnvel hættulegur lýð-
ræðinu.
Rétt er það að Davíð Oddsson er óvenjulegur maður. Hon-
um er ekki tamt að liggja á skoöunum sínum. Hann getur
virst óðamála en það fer samt ekki á milli mála hvað hann
meinar hverju sinni. Hann talar enga tæpitungu og blandar
þar saman tilfinningum, gamni og stráksskap innan um rök
og hefðbundna hægri slagara. Skoðanir hans á mönnum og
málefnum eru afdráttarlausar, oft á tíðum ágengar, jafnvel
ofsafengnar. Ekkert af þessu hefur breyst frá því Davíð byrj-
aði fjörlegan feril sinn í pólitik.
Þjóðin hefur margsinnis sagt álit sitt á persónu Davíðs
Oddssonar og verkum hans. Velgengni Sjálfstæðisflokksins á
síðustu árum er ekki síst að þakka Davíð og hæfileikum hans
til að leiða að mörgu leyti sundurlausan flokk sem virðist á
stundum rúma vel flestar stjórnmálaskoðanir sem uppi eru á
íslandi. Vel má orða það svo að Davíð hafi barið flokksmenn
sína til hlýðni og vel þekkt er aö mörgum flokksmanni hefur
sviðið pólitísk ákveðni hans.
Spurt er hvort forystumaður íslenskra stjórnvalda haldi
þjóðmálaumræðunni í heljargreipum sínum. Varla er svo.
Þau dæmi sem nefnd hafa verið í þessu sambandi á síðustu
dögum eru upptalning á alvanalegri hegðun Davíðs Oddsson-
ar í hásæti stjórnmálanna. Ekki verður með góðu móti séð að
hann hafi farið fram úr persónulegum stíl sínum á siðustu
misserum. Undir stiku hans eru ævinlega menn sem klóra
sér í kollinum. Og sömu mönnum er vitaskuld frjálst að fmn-
ast það agalegt.
í frægu DV-viðtali á dögunum kvaðst forsætisráðherra
hafa tamið sér þann stjórnunarstíl í kennslu á árum áður aö
lemja menn leiftursnöggt í hausinn færu þeir út af sporinu.
Lítið hefur í sjálfu sér breyst frá því Versló missti þennan
kennara sinn út á brautir stjórnmála. Hann er sem fyrr
ákafamaður til orðs og æðis. Og fer ekki leynt með það. Sjálf-
ur sagði Davíð í vikunni: „Ég er hlynntur því að menn segi
skoðanir sínar.“ Þá vitum við það. En hann hlýtur líka mega
vera á móti þeim.
Fátœktin viðurkennd
Sérfræðingar hafa atvinnu af því að mæla vanda samfé-
lagsins og senda frá sér skýrslur með reglulegu millibili. Ejn
þeirra kom fyrir sjónir almennings i gærdag. Húnvfjallar um
fátækt á íslandi. Skýrslan er afrakstur umfangsmikillar
rannsóknar og sýnir að stóran hóp landsmanna vantar um 40
þúsund krónur á mánuði til að ráðstöfunartekjur dugi fyrir
nauðsynlegum útgjöldum. Skýrslan opinberar samfélag sem
ætlar fjölda fólks að lifa á tekjum undir lágmarksframfærslu.
Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins,
sagði í DV í gær að menn yrðu að viðurkenna fátækt til að
vinna á henni. Hann sagði að forsætisráðherra vildi alls ekki
viðurkenna þennan bitra veruleika sem blasti við fjölda
fólks. Þetta er að mörgu leyti rétt. Raunir fólks, einkum
mæðra, sem geta ekki leyft börnum sínum að njóta lífsins hér
á landi, hafa ekki verið á dagskrá um langt skeið. Hér á landi
greiðir fólk skatt af smánarlaunum. Og almennir launþegar
æ meiri skatta. Sigmundur Ernir
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002
17
DV
Skoðun
Hringvegur um höfuðborgarsvæðið
Einar Karl
Haraldsson
frambjóöandi í
flokksvali
Samfyikingarinnar
Kjallari
Reykjavík getur ekki leng-
ur byggt á hálfrar aldar
gömlum hugmyndum um
að best sé að skipuleggja
hér dreifða, dýra og óhent-
uga úthverfaborg.
Samgöngumálin eru lykillinn að
betra skipulagi. Þau verða stórmál
næstu framtíðar á höfuðborgarsvæð-
inu og í nágrenni þess. Við höfum
stórkostlegan ávinning Hvalfjarðar-
ganganna fyrir augunum, en samt
sem áður hafa hvorki borgarbúar né
alþingismenn þeirra fundið púðrið í
jarðgangagerð í höfuðborginni. Um
allt land eru settar fram kröfur um
jarðgöng en umræða um slíka kosti
er enn á frumstigi í Reykjavík.
Nýtt borgarumhverfi
Hugsum okkur t.d. að Geirsgata og
Mýrargata að hluta yrðu settar í
stokk. Þar með væri hægt að tengja
Grófina og Lækjartorg hafnarsvæð-
inu í eina heild, koma fyrir Listahá-
skóla, kvikmyndahúsi, íbúðahverf-
um og skapa listahöfn og þá lifandi
miðborg sem marga dreymir um.
Hugsum okkur að komin væri brú
yfir eða göng undir Kleppsvík vegna
Sundabrautar, en sá mikilvægi
strandvegur er sjálfsögð og brýn
nauðsyn.
Hugsum okkur að komin væri
myndarleg brúartenging við Álftanes
frá Suðurgötu. Þá skapaðist forsenda
til þess að tengja þjóðveg hringinn í
kringum höfuðborgarsvæðið. Hlut-
verk hans væri að létta á umferð
„Enn eru byggðahverfi á höfuðborgarsvœðinu skipu-
lögð sem frímerki milli umferðareyja. Með nýju sam-
göngukerfi í borginni skapast möguleikar á samfelldri
og heillegri borgarbyggð þar sem almenningssamgöng-
ur hefðu sjéns. “
gegnum það, gera fólki kleift að kom-
ast miklu greiðar en nú milli borgar-
og bæjarhluta, og komast á svig við
borgina er leiðin liggur til annarra
landshluta.
Hugsum okkur að komin væru
göng undir Skólavörðuholt, Öskju-
hlið og Kópavogsháls sem rúmuðu
framtíðarkosti fyrir lestir og rafvæð-
ingu umferðar. Þau myndu samtímis
stórbæta umhverfl og samgöngur, og
eyða gamalli togstreitu milli þeirra
sjónarmiða sem kalla á fleiri stofn-
brautir og mislæg gatnamót annars
vegar og varðveislu náttúru og úti-
vistarmöguleika hins vegar
Hugsum okkur að lokum að
Reykjavíkurflugvöllur hafi verið
lagður af og innanlandsflugið tengt
alþjóðafluginu í Keflavík til hagsbóta
fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð-
inni. Og að í staðinn hafi risið í
Vatnsmýrinni ný miðborgarbyggð
með þekkingarklasa fyrirtækja
kringum Háskólann.
Enn eru byggðahverfl á höfuðborg-
arsvæðinu skipulögð sem frímerki
milli umferðareyja. Með nýju sam-
göngukerfi í borginni skapast mögu-
leikar á samfelldri og heiílegri borg-
arbyggð þar sem almenningssam-
göngur hefðu sjéns.
Reykvískan samgönguráöherra
Hringvegur um höfuðborgarsvæð-
ið með tilheyrandi gangagerð og brú-
un sunda, svo og miðgöng um holt,
hlíð og háls, myndu margfalda fram-
leiðslu- og afkastagetu samgöngu-
kerfisins og borga sig á stuttum tima
með hagkvæmni, bættu mannlífl og
fegurra borgarútliti.
Hér er um stofnbrautarframkvæmd-
ir að ræða og því þarf atbeini ríkis-
valdsins að koma til. Vaxandi sam-
göngu- og skipulagsvandamál höfuð-
borgarsvæðisins verða ekki leyst með
jarðgöngum úti á landi. Svo mikið er
víst. Áhugi samgönguráðherra síðustu
áratuga á samgöngubótum í höfuð-
borginni hefur verið af skomum
skammti, enda þótt meginhluti um-
ferðarþungans í landinu sé hér. Það
ætti því að vera minnsti samnefnari
nýs meirihluta þingmanna af höfúð-
borgarsvæðinu á næsta þingi að krefj-
ast þess að samgönguráðherra verði
úr Reykjavík.
Samkeppni á sementsmarkaði
BjarniO.
Halidórsson
framkvæmdastjóri
Aalborg Portland
íslandi hf.
Á Alþlngi hefur verið lögð
fram tillaga til þings-
ályktunar þ.e. þskj. 32
sem útbýtt var á Alþingi
4.10. 2002. Flutnings-
menn tillögunnar eru Jón
Bjarnason og Árni Stein-
ar Jóhannsson.
Þingsályktunartillagan er
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela iðnaðar-
ráðherra að láta gera úttekt á verð-
myndun á innfluttu sementi og
grípa til aðgerða ef í ljós kemur að
um undirboð er að ræða.“
Ómeðvitaðir þingmenn?
í greinargerð með tillögunni er
stiklað á stóru um sögu og tilurð
Sementsverksmiðjunnar hf. sem er í
eigu ríkisins. Fáum orðum er farið
um það að Samkeppnisstofnun, þ.e.
Samkeppnisráð og Áfrýjunamefnd
samkeppnismála sem starfa á
ábyrgð þess ráðherra sem þing-
mennimir beina tillögu sinni til,
hefur fyrir nokkru úrskurðað um
þetta mál. Samkvæmt þeim úr-
skurði taldi Samkeppnisstofnun
ekki tilefni til aðgerða gagnvart
samkeppnisaðilanum.
Ekki er að sjá að þingmennimir
sem eru flutningsmenn tillögunnar
hafi lesið þessa úrskurði Samkeppn-
isstofnunnar. Þeir virðast heldur
ekki hafa geflð sér tíma til að kynna
sér málið nema frá sjónarhóli ann-
ars þess fyrirtækis sem málið varð-
ar. Ef til vill eru þingmennimir
heldur ekki meðvitaðir um að þann
21. október var fyrirhugað að Sam-
keppnisráð úrskurðaði um kæm
Aalborg Portland íslandi hf. á hend-
„Ekki hefur verið lagt í meiri vinnu við heimildaöflun
þótt hœg hafi veríð heimatökin, t.d. að spyrja sjálfan
hœstráðanda Sementsverksmiðjunnar sem er við-
skipta- og iðnaðarráðherra, eða einn af stjómarmönn-
um verksmiðjunnar sem jafnframt er alþingismaður
og varaforseti Alþingis. “
ur Sementsverksmiðjunni hf., eða
að væntanlegur er úrskurður frá
ESA (eftirlitsnefnd EFTA) um kæm
Sementsverksmiðjunnar hf. á hend-
ur Aalborg Portland A/S.
Slæleg vinnubrögð
Sem dæmi um slæleg vinnubrögð
þessara þingmanna, sem ætlað er að
standa vörð um lýðræði og velmeg-
un í landinu, byggja þeir þingsálykt-
unartillöguna einungis á tilvitnun í
grein sem birtist í Morgunblaðinu
þann 30. maí 2002. í greininni er
vitnað í orð undirritaðs og stjómar-
formanns Sementsverksmiðjunnar
sem jafnframt er starfsmaður við-
skipta- og iðnaðarráðuneytis, auk
eins forsvarsmanna Aalborg
Portland A/S. Ekki hefur verið lagt
í meiri vinnu við heimildaöflun þótt
hæg hafi verið heimatökin, t.d. að
spyrja sjálfan hæstráðanda Sements-
verksmiðjunnar sem er viðskipta-
og iðnaðarráðherra, eða einn af
stjómarmönnum verksmiðjunnar
sem jafhframt er alþingismaður og
varaforseti Alþingis.
Virðist sem þingmennimir hafi
talið sig hafa nægilegan efnivið til
að geta hnoðað saman þingsályktun-
artillögu með tilvitnun einungis í
gamla fréttagrein. Nema kannski að
þeir Jón og Árni hafi að einhverju
leyti getað nýtt sér þær upplýsingar
sem þeir notuðu við að setja saman
næstu þingsályktunartillögu þ.e.
þskj. 133 sem útbýtt var á Alþingi
8.10. 2002, en sú tillaga er svohljóð-
andi:
„Alþingi ályktar að fela iðnaðar-
ráðherra að láta gera úttekt á fram-
tíðarhlutverki Sementsverksmiðj-
unnar hf. á Akranesi við forgun
spilliefha sem til falla i landinu
ásamt öörum iðnaðarúrgangi".
í greinargerð með þingsályktun-
artillöguninni segir m.a.:
„Komið hefur fram í viðtölum við
forráðamann verksmiðjunnar aö
hún geti hæglega tekið að sér förgun
aukins hluta spilliefna sem til falla
hér á landi“.
Hér hefur ekki staðið á þing-
mönnunum að afla sér nákvæmra
upplýsinga, en sem fyrr segir þá eru
tillögumar lagðar fram 4. okt. sl. og
8. okt. sl.
Síðar í greinargerð segir:
„Verði niðurstaða úttektarinnar
jákvæð telja flutningsmenn mjög
mikilvægt að Sementsverksmiðja
rikisins á Akranesi fái það hlutverk
að vera þátttakandi í spilliefnaförg-
un landsmanna og með því móti geti
framtíðarrekstrargrundvöllur verk-
smiðjunnar styrkst verulega."
Fórnarkostnaöur fólksins
Þama viröist undirrituðum sem
þingmennirnir hafi í einni og sömu
ferðinni náð sér í nægilegan efnivið,
að þeirra eigin mati, í tvær þings-
ályktunartillögur og vonandi eitt-
hvaö bitastætt til komandi kosn-
inga. Fyrri tillagan virðist hafa það
eitt að markmiði aö reyna að kasta
rýrð á samkeppnisaðila Sements-
verksmiðjunnar hf., og hin, að
leggja grunn að spilliefnaförgun á
vegum verksmiðjunnar til að skapa
nauðsynlegar tekjur þannig að hún
sé betur í stakk búin til að stunda
„heilbrigða samkeppni" á sements-
markaði. Fómarkostnaðurinn upp á
minnst nokkur hundruð milljónir
króna skal svo vera fólksins í land-
inu og væntanlega einnig megn
óþefur i kjördæminu.
Sandkom
Deig og drög
Afar skemmtilegt er að fylgjast með fréttum
af lífi og starfi Sivjar Friðleifsdóttur umhverf-
isráðherra í dagbók hennar á Netinu. Mættu
aðrir ráðherra taka sér Siv til fyrirmyndar í
þessu efni. Ljóst er að hún slær hvergi slöku
við og er meðal annars dugleg við bakstur.
Þannig segir í dagbókinni á mánudaginn var:
„Um kvöldið bakaði ég köku sem féll í góðan
jarðveg heima og er úr Kökubók Hagkaups og
heitir Draumkaka." Og fyrra sunnudag segir: „Bakaði
Flexnes köku uppúr kökubók Hagkaups seinni partinn.
Las svo frumvarpsdrög.“ Á morgun verður kosið um
sex efstu sæti framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Sand-
komsritari spáir því auðvitað að Siv baki þetta ...
Kenning
Samsæriskenningar virðast vera í tísku sem aldrei
fyrr. Þannig bárust af því óstaðfestar fréttir (sem reynd-
ust raunar rangar) í fyrradag að Davíð Oddsson heföi
tekið Baltasar Kormák leikstjóra á teppið. Tilefnið átti
að vera kvikmynd hans „Hafið" og gagnrýni sem þar er
Ummæli
Álmennilegur ritstjóri
„Hugh Hefner, ritstjóri Playboys er í
augum margra glórulaus glaumgosi sem
gengur allan daginn um í silkislopp,
reykir pipu og hallar sér upp að fögrum
gálum og amerískum þrumuskuðum.
Hann er latur og lifir á erföafé. Hinn
dæmigerði pabbastrákur sem flýtur um
tilveruna með kampavínsglas í hendi og
gefur út glanstímarit fyrir aðra ríka pabbastráka. Öldung-
is rangt. Hugh Hefner er frá fátækri millistéttarfjölskyldu
í miðríkjum Bandaríkjanna og hefur hve mest gjörbreytt
teprulegri heimssýn Bandaríkjanna.... Með Playboy braut
Hefner upp ihaldssama lífssýn repúblikana.... Það fór
ekki á milli mála að ritstjórinn var demókrati og hann
ruddi að mörgu leyti brautina fyrir John F. Kennedy og
Clinton. Bandaríkin hafa verið frjálslyndari og opnari síð-
an. Þess vegna dái ég Hugh Hefner.“
Ingólfur Margeirsson rithöfundur á vef sínum
sandkorn@dv.is
sett fram á kvótakerflð. Hér með er því sett
fram sú kenning að Siv Friðleifsdóttir kunni að
vera á leið út úr ríkisstjóminni. Tilefnið eru
þessi djörfu ummæli í téðri netdagbók: „Um
kvöldið fór ég á fmmsýningu myndarinnar
Hafið eftir Baltasar Kormák. Myndin var mjög
góð, kraftmikil og skemmtileg með íslenskum
„húmor“. Mæli hiklaust með henni.“ - Siv eru
þökkuð góð störf í þágu lands og þjóðar ...
Beðið fyrir blaðamanni
DV hefur í vikunni greint frá miklum íjárútlátum
nokkurra einstaklinga til safnaðctrins sem stendur að
sjónvarpsstöðinni Omega og einnig meintum slæmum
áhrifum sem starfsemi safnaöarins hefur haft á geð-
sjúka einstaklinga. í fyrradag var góðkunningi DV að
flakka á milli sjónvarpsrása og sperrti heldur betur eyr-
un þegar röðin kom að Omega - þar stóð þá sem hæst
bænastund, þar sem beðið var heitt og innilega fyrir
blaðamanni DV. Sandkornsritari getur staðfest frá
fyrstu hendi að blaðamaðurinn hefur aldrei verið hress-
ari...
íslendingar
treysta ... ekki
„SS-menn hafa aðspurðir sagt að þeir
„gleymdu" að sækja um tilskilin leyfl
fyrir starfsemina [sláturvinnslu í gróð-
urhúsi alþingismanns í Ölfusij.
Skýtur þar nú skökku við, enda félagið
gjamt á að gera athugasemdir og kæra
samkeppnisaðila vegna minnstu frávika, t.d. vegna vöru-
merkinga o.fl., enda segja þeir líka í slagorðum sínum „ís-
lendingar treysta okkur“.... Ljóst er að gæðastjómun
Sláturfélags Suðurlands þarf verulegrar endurskoðunar
við og vinnubrögð að breytast áður en íslendingar treysta
þeim aftur. Lítilsvirðing i garð neytenda er það síðasta
sem framleiðendur geta leyft sér.“
Jóhannes Gunnarsson
tormaöur Neytendasamtakanna á vef samtakanna
Bein í nefinu
Sigurður
Antonsson
framkvæmdastjóri
Ekkert skil ég í þing-
mönnum eins og Rann-
veigu Guðmundsdóttur aö
skunda til Evrópu aö
finna orsakir fyrir háu
vöruverði hér. Man þing-
maðurinn ekki þá
hræðslupólitík sem hér
var rekin með hjálp dóm-
stóla til að koma Hafskip
forðum fyrir kattarnef.
Blómatími Eimskips og hárra farm-
flutninga hófst þá. Sú fákeppnisstaða
skapaði hér meðal annars há farm-
gjöld og lagði grundvöllinn að eign
Eimskips og Burðaráss í sjávarútvegi
nú. Að tilvera hersins hér á landi
hjálpi við að halda verði á farmgjöld-
um nú um stundir niðri er staðreynd,
og sýnir hverju samkeppni þriðja að-
ila áorkar til að halda niðri verðlagi.
Hagsmunir lágu saman
Bandarikin kunna lagið á því þegar
halda á niðri verði, og aftur af öflum
sem misnota valdið. Hér hefúr Alþingi
samþykkt ótal lagaákvæði sem hafa
stuðlað að háu verðlagi hér umfram
önnur lönd. Þar má meðal annars
nefna söluskattinn sem hvergi er
hærri en hér og í Danaveldi. Þá má
nefna háa tolla og vörugjöld af erlend-
um landbúnaðarvörum, sem er stór
hluti neyslunnar, t.d. brauð. Vöru-
flokkar eins og skrifstofutæki, heimil-
istæki og sjónvarpstæki bera öll há
gjöld til ríkisins ofan á há farmgjöld.
Því hærri sem farmgjöldin eru þeim
mun meira kemur í ríkiskassann því
aðflutningsgjöld leggjast á vöru með
fraktinni. - Þar fara saman hagsmun-
ir skipafélags og ríkisins.
Vörur eins og arinofnar og eldavél-
ar bera allt að 100% álögur til ríkisins.
Einu gjöldin sem eru lægri en í jafnað-
armannalandinu Danmörku eru tollar
og vörugjöld á bílum, og þykir þó
mörgum nóg um bensín-, þungaskatts-
og bifreiðagjöld. Einu vörumar sem
virðast þola verðsamanburð við önnur
lönd eru ýmis fatnaður og húsgögn. -
Þar er samkeppnin á fullu og gjöld til
ríkisins, söluskattur, einungis af út-
söluverði.
Eftiröpun frá Norðurlöndum
Flestir vita að mikill lánsfjárþörf
ríkis og bæja, svo og lánafyrirkomu-
lag hefur haldið uppi háu vaxtarstigi
umfram önnur lönd. Ósveigjanlegur
vinnumarkaður hefur einnig stuðlað
að meiri verðbólgu hér en annars
staðar. Allt þetta ætti þingmaðurinn
að vita því hún hefur setið lengi á
þingi. Eftiröpun og þeytingur alþingis-
manna á opinber bræðramót annars
staðar á Norðurlöndunum hefur skil-
að okkur meiri skattlagningu en ella,
og miklu hærra vöruverði en í ná-
lægöum Mið-Evrópulöndum.
„Verkalýðsfélögin megnuðu hér fyrr á árinu að stöðva
óceskilega verðbólgu- og vaxtaþróun. Þau hafa nú faríð
fram á sanngjarna leiðréttingu á staðgreiðsluhlutfalli
hinna lægst launuðu og verður að telja það næstu
skiptimynt í kjarasamningum. “
Síðan mætti Rannveig líta í eigin
barm; sjá hvemig flottræfilsháttur op-
inberra starfsmanna og þingmanna,
þeysandi um allar jarðir á dag- og
ferðapeningum hleypir upp sköttum.
Þetta fyrirkomulag gengur svo yfir
alla línuna, en var mun hófsamara
áður en opinberir starfsmenn tóku
það upp. Ný sendiráð með milljarða
kostnaði, þegar aðrar Evrópuþjóðir
fækka þeim, er ein hringavitleysan
sem dvergríki okkar hefur ekki efni á.
Allra síst þar sem verðlag er hæst
meðal þjóða.
Eyríki hafa jafnan hærra verðlag en
næstu meginlönd, t.d. er verðlag á
Hawaii um 25% hærra en í USA og
menn sætta sig við það. Sextíu til sjö-
tíu prósenta munur er óásættanlegur
og ágætt hjá þingkonunni að vekja
máls á því. Betra væri þó að hún byrj-
aði á tilþrifum í eigin ranni, þar sem
hennar flokkur hefur mestu ítökin.
Kerfi komiö að fótum fram
Heilbrigðiskerfið sem flokkur
Rannveigar kom á fót á sínum tíma er
talið að sogi til sín nær allar tekjur
ríkisins í framtíðinni, hækki lyfja-
kostnaðurinn í sama hlutfalli og að
undanfömu. Kerfiö sem þótti réttlát
og sjálfsagt á ámm áður hefur tekið á
sig nýja óhugnanlega mynd. Birtist nú
eins og ófreskja sem skipar þingmönn-
um í vamarstöðu.
Eignaraðild íslensku lífeyrissjóð-
anna að íslenskri matvömverslun hef-
ur ekki skilað sér í lægra vöraverði.
Að hækka álögur á fyrirtæki og ein-
staklinga sem skapa ágóða eins og
þingkonan Rannveig hefur margoft
lagt til er ekki lausnin, því þá er hætt
við að dragi úr framleiðni og fjár-
magnið lendi hjá þeim sem minni arð-
semi skila, auk þess sem atvinnuleysi
myndi aukast.
Að gefast upp á að lækka verð hér-
lendis og flýja á náðir herranna í
Brussel er varla lausnin fyrir þjóö
sem svo til nýverið hefur fengið sjálf-
stæði ffá aldagamalli ánauð Evrópu-
þjóða. Verkalýðsfélögin megnuðu hér
fýrr á árinu að stöðva óæskilega verð-
bólgu- og vaxtaþróun. Þau hafa nú far-
ið fram á sanngjarna leiðréttingu á
staðgreiðsluhlutfalli hinna lægst laun-
uðu og verður að telja það næstu
skiptimynt í kjarasamningum.
Endurskoðun á hlutverki ríkisins
og lækkun útgjalda hlýtur að verða
áfram á dagskrá. Þeir þingmenn sem
það vilja ættu að skila sér á næsta
þing sé lýðræðið virkt. Sé svo ekki
ætti að bjóða landsmönnum að kjósa
um fleiri mál sem vega þungt og eru
óvinsæl - eins og t.d. hvar skurðar-
hnífnum skuli helst beitt.