Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002
Menning__________________________________________________________________________________________________________________ DV
Umsjón: Siija Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Y Tann minnir mJög a fööur
/ / sinn þar sem hann situr og
leikur á Steinway-flygilinn af
þunga. En þegar hann stendur upp
sést aó hann er hœrri og þegar hann
kemur nœr sést að hann er fríðari
maður. En eldurinn í augunum og
persónutöfrarnir eru þeir sömu.
Hann ætlar að halda einleikstónleika á þennan
flygil í kvöld kl. 20 í Salnum og það er í fyrsta
sinn í sautján ár sem hann heldur einleikstón-
leika á íslandi. Tækifæri sem ekki er að vita
hvenær okkur býðst aftur. En Vovka - hvers kon-
ar nafn er það?
Gælunafnið var lausnin
„Það er stytting á Vladimir," segir Vovka Ash-
kenazy á reiprennandi íslensku sem kemur
blaðamanni á óvart en auðvitað bjó hann á ís-
landi í níu ár í æsku og móðir hans hefur gætt
þess að tunga hennar gleymdist ekki. Hann sakn-
ar meira að segja kuldans á íslandi og finnst gott
að koma heim í snjó.
„Þegar ég fæddist var ég svo ótrúlega líkur
pabba að ég varð bara að fá að heita nafninu
hans. Svo varð ég líka píanóleikari og þá byrjuðu
vandræðin. Ég heiti raunar Vladimir Stefán en
Laðast að tónverkum
sem segja honum
eitthvaö um rnannlifiö.
DV-mynd HARI
Setur sig ekki í skúffu
- heldur spilar Vovka Ashkenazy tónlist frá hvaða tíma sem er -
ef hún tjáir eitthvað
ekki gat ég notað Stefánsnafnið heldur, því fyrir
var frægur pólskur píanóleikari sem hét Stefan
Ashkenazy! Hvað var þá til bragðs að taka? Ég
var kallaður Vovka heima og það varð mitt
sviðsnafn. - Enda datt mér þá ekki I hug að Rúss-
amir yrðu látnir lausir skömmu seinna og færu
að flæða yfir heiminn en þeim flnnst voða hlægi-
legt að ég skuli nota gælunafn sem listamanns-
nafn!“
- Hefurðu haldið tónleika þar?
„Já, ég spilaði Rakhmanínov-einleikarapró-
gramm í Moskvu árið 1992 og það gekk mjög vel.“
- En af hverju hefurðu ekki haldið einleikstón-
leika hér á landi í sautján ár?
„Það er bara tilviljun. Ég hef komið fram á tón-
leikum hér með kammersveitum enda hef ég
mest verið að spila kammermúsík undanfarin ár.
Ég spila töluvert með bróður mínum, Dimitri
Þór, og líka í tríóum og kvartettum. Við bræðurn-
ir erum meðal annars að fara til Japans seinna í
ár ásamt japönskum strengjakvartett sem er stað-
settur í Þýskalandi."
Þrítyngd börn
Vovka býr í Frakklandi, í litlum kastala
skammt frá Angouléme og kennir við Tónlistar-
skóla Gabriels Fauré i borginni. Vladimir eldri
keypti kastalann fyrir nokkrum árum en Vovka
settist þar að með ítalskri konu sinni og bömum
og unir hag sínum vel. Hann kennir þaö fáa tíma
á viku að nægur tími gefst til að undirbúa tón-
leika og fara í tónleikaferðir. En hvemig kann
hann við Frakka?
Vovka hristir svartan kollinn. „Hvemig kann
ég við Frakka? Jú, ég á nokkra franska vini, en
yfirleitt finnst mér Frakkar dálítið skrýtnir. Þeim
finnst þeir vera miðja heimsins, öll menning
kemur þaðan, að þeirra mati, og ég hef ekki mik-
ið saman við þá að sælda nema í vinnunni."
Hvaða tungumál skyldu þau tala i kastalanum?
„í vinnunni tala ég frönsku og ég var skotfljót-
ur að læra hana,“ segir Vovka. „Þegar við flutt-
um þangað 1998 gat ég fátt sagt annað en „bon-
jour“ en varð að læra tungumálið vel til að geta
kennt á þvi. Geta skammað krakkana! En það
hjálpaði mér verulega að kunna ítölsku, það
tungumál notum við heima. Bömin mín era alin
upp á ítölsku og ensku auk þess sem þau tala
frönsku í skólanum. Þau em þrítyngd, en fram að
átta ára aldri eru engin takmörk fyrir því hvað
börn geta tekið inn og skilið."
Bardagi hjarta og heila
Vovka ætlar að leika í kvöld Rapsódíur op. 79
og Fantasíur op. 116 eftir Johannes Brahms,
Estampes eftir Debussy og átta prelúdíur eftir
Rakhmanínov, og hann er spurður hvort hann
hafi leikið þetta prógramm oft.
„Ég spilaði Debussy-verkið í fyrsta skipti í
fyrra á tónlistarhátíð í Provence sem Ármann
Öm Ármannsson hélt og ætlar að halda reglulega
héðan í frá. Mig langaði til að spila þetta verk aft-
ur og grip tækifærið núna. Þetta er erfitt verk í
litbrigðum, margar nótur sem þarf að leika mjög
nákvæmt en um leið ekki of greinilega! Maður er
að skapa tónmyndir og þær þurfa að virðast
spinnast af fingmm fram. Rakhmanínov er minn
maður og hann hef ég spilað oft. Og Brahms er
líka minn maður, sérstaklega styttri verkin."
- Hvers konar tónlistarmann gerir þessi
smekkur þig? Hvaða merkimiða myndi maður
setja á skúffuna þína?
Vovka bælir niður hláturinn. „Ja, það er mjög
gott orð yfir þetta á ensku sem er „mainstream". Ég
er í þeirri skúffu ef við erum að tala um klassíska
tónlist. Ekki of gamaldags og ekki of nútímalegur.
En ég myndi ekki setja sjálfan mig í skúffu ...“
- Hvað með samtímamúsík?
Hann hugsar sig um smástund. „Ef tónlistin
tjáir eitthvað," segir hann með sinni lágu, hljóm-
fögra rödd, „þá mun ég spila hana. Ef ég tel að
það sé ekkert í henni þá er hún ekki þess virði að
læra hana og leika. Mikið af nútímatónlist er fal-
legt en meira er óttalega ómerkilegt - eins og
alltaf hefur verið á öllum öldum. En nú til dags
er alltaf þessi bardagi milli tilfinninganna og vits-
munanna, milli hjartans og heilans, og mörg
frönsk tónskáld til dæmis eru mjög vitsmunaleg.
Þann stíl á ég erfitt með að skilja og enn þá erfið-
ara með að spila. Ég laðast að tónverkum sem
segja mér eitthvað um mannlífið. Þau íslensku
tónskáld sem ég þekki hallast meira á sveif hjart-
ans - þau eru tilfinningarík og auðug að hug-
myndum. En kannski finnst mér þetta af því ég
kem héðan og er stoltur af löndum mínum.“
Erfiður samanburður
DVWND ÞÖK
Sif Tulinius fiðluleikari
Hún skilaöi einleiknum meö ágætum. Tónninn skýr og stíll hennar þéttur og
hljómríkur.
Það er ekki eftir á að hyggja jafn
ljóst í öllum tilfellum hvemig verk-
in á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar
íslands f gærkvöld rötuðu inn á þá
tónleika. Til dæmis er nánast óskÍLj-
anlegt val að flytja útsetningu
Stokowskis á Bach-fúgunni BWV
578. Það þurfa að vera alveg sérstök
sýnishomaformerki á þeim tónleik-
um þar sem hún er leikin. Það
hjálpaði ekki að flutningurinn náði
ekki aö vera í meðallagi góður, held-
ur grófur í yfirdrifinni rómantík.
Sem sagt - bæði hallærislegt og
groddalegt í senn. Stjórnandinn eist-
neski, Arvo Volmer, átti þó sem bet-
ur fer eftir að sýna á sér betri hlið-
ar.
Hvað verkefnaval snertir þá
skyldi á hinn bóginn enginn lyfta
brúnum þó að fiðlukonsert Mendels-
sohns í e-moll op. 64 væri á dagskrá
svona hljómsveitar reglulega. Þetta
er fallegt verk en það er líka við-
kvæmt. Það þarf að anda og lifa en
ekki berast vélrænt áfram á burðar-
stólpum taktstrikanna. Svo er svo
skrýtið hvað er hægt að stjóma vél-
rænt og einkennilega andlaust en vera samt ekki
einu sinni nákvæmur í hryn. Hitt er að Sif Tul-
inius fiöluleikari skilaði einleiknum með ágæt-
um. Tónninn skýr og stíll hennar þéttur og hljóm-
ríkur. Mest andrými náði hún skapa í leik sínum
I ljóðrænum hendingum. í heildina var þó flutn-
ingurinn nokkuð flatur því hljómsveitarstjórinn
náði ekki að halda þannig utan imi verkið.
Það var því ekki alveg kvíðalaust
sem sest var niður eftir hlé til að
hlýða á sinfóníu Carls Nielsens nr. 4.
Verk sem Sinfóníuhljómsveit Danska
útvarpsins lék í Háskólabíói fyrir um
það bil tveimur árum og gerði þannig
að allir sem voru svo heppnir að
komast þangað munu aldrei gleyma.
Samanburðurinn var verulega nei-
kvæður framan af en í þriðja kafla
verksins urðu umskipti. Sá hluti sin-
fóníunnar er sérstakur og smýgur
inn um hlustina til þess eins að hrísl-
ast um allt taugakerfið í sjálfstæðu
ferðalagi. Hljómsveitin sameinaði
krafta sína og töframir leystust úr
læðingi. Tónninn fyrir þennan árang-
ur hafði verið gefinn af leiðandi selló-
leikara hljómsveitarinnar, Bryndísi
Höllu Gylfadóttur, strax í upphafi
verksins en það tók þennan tíma fyr-
ir heildina að finna hann. En eins og
spakur maður sagði - allt er gott þeg-
ar endirinn er góður.
Sigfríður Bjömsdóttir
Sinfóníuhljómsveit íslands í HáskólabTói
31.10.02: Bach-Stokowski: Fúga í g-moll
BWV 578, Felix Mendelssohn: Fiölukonsert í e-moll op.
64. Carl Nielsen: Sinfónía nr. 4. Elnlelkari: Sif Tulinius.
Hljómsveltarstjóri: Arvo Volmer.
Ný barnabókabúð
Það verður glatt á hjalla í bóka-
búð Máls og menningar, Laugavegi
18, á morgun því þá verður að nýju
opnuð bama- og unglingabókadeild
í kjallara búðarinnar. Af því tilefni
verður lesið upp úr nýjum barna- og
unglingabókum á klukkutíma fresti
allan daginn eða milli 10 og 17. Með-
al höfunda sem líta inn má nefna
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Sig-
rúnu Eldjárn, Gunnhildi Hrólfsdótt-
ur, Ólaf Gunnar Guðlaugsson og
Sjón. Einnig mun Sesar A. rappa af
sinni alkunnu snilld.
Trúarstef í kvik-
myndum
Á morgun kl. 13 hefst málþing um
trúarstef í kvikmyndum í samvinnu
guðfræðideildar HÍ og áhugahóps-
ins Deus ex cinema. Fyrirlesarar
eru úr hópi kvikmyndafræðinga og
guðfræðinga sem átt hafa samvinnu
um þetta tiltölulega nýja fræðasvið
um nokkurt skeið. Þingið verður
haldið í stofu 304 í Árnagarði og
stendur til 16.30.
Fyrirlesarar eru Þorkell Á. Ótt-
arsson guðfræðingur, Sigriður Pét-
ursdóttir kvikmyndafræðingur, Pét-
ur Pétursson guðfræðiprófessor,
Ólafur H. Torfason kvikmyndafræð-
ingur, Gunnlaugur A. Jónsson guð-
fræðiprófessor og Gunnar J. Gunn-
arsson lektor.
Eþos á 15:15
Fjórðu 15:15 tón-
leikamir verða á
morgun á Nýja
sviði Borgarleik-
hússins. Þar flytur
Eþos kvartettinn
Adagio-Allegretto
fyrir strengjakvart-
ett eftir Dimitri
Sjostakovitsj,
strengjakvartett
nr. 2 eftir Jón Ásgeirsson og
strengjakvartett eftir Þórð Magnús-
son. Síðasttöldu verkin tvö heyrast
nú í fyrsta sinn hér í Reykjavík en
Eþos frumflutti þau á sumarhátíð-
um síðastliðið sumar.
Eþos kvartettinn skipa Auður
Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir,
Guðmundur Kristmundsson og
Bryndis Halla Gylfadóttir. Þau hafa
leikið saman frá 1998 og njóta nú
starfslauna Reykjavíkurborgar.
Fátækt fólk
Á sunnudaginn
kl. 10.15 verður
þess minnst á Rás
1 að öld er liðin frá
fæðingu Tryggva
Emilssonar verka-
manns og rithöf-
undar. í þessum
fyrri þætti þeirra
Þorleifs Hauksson-
ar og Silju Aðalsteinsdóttur verður
talað við dótturson Tryggva, Þórar-
in Friðjónsson sem segir frá afa sín-
um, lesið úr fyrsta bindi ævisögu
Tryggva, Fátæku fólki, og einnig
heyrist í Tryggva sjálfum.
Fátækt fólk fékk fádæma góðar
viðtökur gagnrýnenda og almenn-
ings, var meðal annars tilnefnd af
íslands hálfu til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs. Þó var höf-
undur óskólagenginn alþýðumaður,
hafði unnið hörðum höndum allt
sitt líf og ekki haft tíma til að
stunda skriftir fyrr en hann veiktist
af kransæðastíflu hálfsjötugur að
aldri.
Þátturinn er endurfluttur á
mánudagskvöld.
Stundarbrjálæði
Kl. 14 á sunnudaginn flytur Út-
varpsleikhúsið „Stundarbrjálæði",
gráglettna kómedíu eftir Jónínu Le-
ósdóttur á Rás 1.
Anna er ekki par hrifin þegar
Birgir, eiginmaðurinn fyrrverandi,
hringir í hana í miðjum innkaup-
um. Ekki batnar það þegar Anna
fær að vita að dóttir þeirra sem á að
vera hjá fóður sínum er komin í
pössun og enn bætir Birgir um bet-
ur þegar hann segist vera að kveðja
hana fyrir fullt og allt. Leikendur
eru Gunnar Hansson og Charlotte
Böving og leikstjóri er Steinunn
Knútsdóttir.