Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 Fréttir DV Edduverðlaunin: Hafið fær tólf tilnefningar til Edduverðlauna Verölaunin afhent Bjarni Ingvar Árnason hjá Hótel Óöinsvéum og Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Forvarnarverðlaun TM: Óðinsvé fékk Varðbergið Forvarnarverðlaun Tryggingamið- stöðvarinnar hf., Varðbergið, voru veitt í gær og komu að þessu sinni í hiut Hótel Óðinsvéa. Jafnframt hlutu Ljósvirki ehf. og Rydenskaffi hf. viður- kenningu fyrir forvarnir. Varðbergið er veitt árlega þeim við- skiptavinum TM sem þykja skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöpp- um og slysum. Ákvörðun um að veita Hótel Óðinsvéum verðlaunin í ár byggist á mati sérfræðinga TM, sem telja forvamir þar með því besta sem gerist hér á landi og að hótelið sýni öðrum fyrirtækjum gott fordæmi að þessu leyti. Samgönguráðherra var viðstaddur afhendingu Varðbergsins ásamt brunamálastjóra og slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins. Varðbergið var veitt í fyrsta skipti árið 1999 en þá hlaut Slippstöðin á Akureyri verð- launin. Borgarplast á Seltjamamesi fékk verðlaunin árið 2000 og á síðasta ári féllu þau i skaut Umslags hf. Glerlistamennimir Sigrún Ólöf Einarsdóttir og Sören S. Larsen hönnuðu verðlaunagripinn í ár. -aþ - Magnús Magnússon fær heiðursverðlaunin Tilnefningar til íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsverðlaunanna voru kynntar í gær. Flokkarnir eru margir og eru þrjár tilnefningar í flestum. Sú kvikmynd sem ber höf- uð og herðar yfir aðrar í tilnefning- um er Hafið og hlaut hún alls tólf tilnefningar, meðal annars sem besta kvikmynd, besta handrit, besti leikstjóri og sjö leikarar úr myndinni fengu tilnefningu. Mun meiri skipting er í flokki sjónvarps- efnis enda um mun víðara svið að ræða. Auk Hafsins vora tilnefndar sem besta kvikmynd Fálkar og Regína. Það vekur nokkra athygli að aðeins Baltasar Kormákur, leikstjóri Hafs- ins, skyldi fá tilnefningu í flokki leik- stjóra. Sjö tilnefningar 1 leikaraflokk- um segir nokkuð um frammistöðu leikara í Hafínu. í aðalhlutverki fá til- nefningu Gunnar Eyjólfsson, Hilmir Snær Guðnason (sú tilnefning er einnig fyrir leik i Reykjavík Guest- house Rent a Bike), Elva Ósk Ólafs; dóttir og Guðrún S. Gísladóttir. í aukahlutverki fá tilnefningu fyrir leik í Hafinu Sigurður Skúlason (sú tilnefning er einnig fyrir Gemsa), Herdís Þorvaldsdóttir og Kristbjörg Kjeld. Aðrir leikarar sem fá tilnefn- ingu era, í aðalhlutverki, Keith Carradine í Fálkum og Halldóra Geir- harðsdóttir í Regínu, í aukahlutverki Jón Sigurbjörnsson i 20/20, Þorsteinn Guðmundsson í Maður eins og ég og Sólveig Arnarsdóttir í Regínu. Hafið Fær langflestar tilnefningar. Á myndinni er Gunnar Eyjóifsson í hlutverki Þórðar. Gunnar fær tilnefningu til Edduverðlaunanna fyrir leik í aðalhlutverki. Tvær stuttmyndir era tilnefndar, Litla lirfan ljóta og Memphis, og fimm heimildamyndir, Tyrkjaránið, Hver hengir upp þvottinn? Noi, Pam og mennirnir þeirra, Möhöguleikar og I skóm drekans. Sjónvarpsefni er skipt í tvo hluta. í flokknum Leikin sjónvarpsverk fá tilnefningu Áramótaskaup RÚV, I faðmi hafsins og 20/20. í flokki sjón- varpsþátta: Sjálfstætt fólk, HM 4-4-2, Af fingrum fram, Fólk með Sirrý og ísland i bítið. Heiðursverðlaun eru veitt árlega. í þetta skiptið fær þau hinn kunni sjónvarpsmaður Magnús Magnús- son, sem hátt í fjörutíu ár hefur ver- ið meðal þekktustu andlita hjá bresku sjónvarpsstöðinni BBC og stjórnað þekktum spumingaþætti, sem og öðrum þáttum um ýmsan fróðleik. Hverjir verða svo þess aðnjótandi að fá Edduverðlaunin kemur í ljós sunnudaginn 10. nóvember, þegar þau verða afhent við hátíðlega at- höfn í Þjóðleikhúsinu. -HK verður haldið laugardaginn 2. nóvember kl. 13.30 í húsnæði Vöku hf. að Eldshöfða 6. Svæðið verður opnað kl. 11.00. Þar verða meðal annars eftirfarandi bílar og tæki boðin upp: Montana tjaldvagn '01 Toyota Corolla '01 Nissan Terrano II '00 Toyota Avensis '00 Nissan Patrol '00 Renault Clio '99 Nissan Patrol '99 Peugeot 306 '99 MMC Pajero '99 VW Golf '99 Toyota Corolla '99 Peugeot Partner '98 AlfaRomeo145 '98 Toyota Corolla Wagon '98 VW Golf '97 Renault Mégane '97 DVJHYND HARI Lykill skiptir um hendur Páll Pétursson ávarpaði viðstadda við opnun nýja sambýlisins í gær og afhenti síðan hveijum og einum lykil að sinni íbúð. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina sem var afar hátíðleg. Nýtt sambýli opnað við Hólmasund 2: Sex ungmenni taka viö lyklavöldunum Sex fötluð ungmenni fengu í gær afhentar íbúðir sinar í nýju sambýli við Hólmasund 2 i Reykjavík. Páll Pétursson flutti ávarp og afhenti siðan unga fólkinu lykla að íbúðum sinum. Fjölmennt var við opnunarathöfn- ina í gær. Sambýlið er byggt af Hússjóði Öryrkjabandalagsins samkvæmt sérstöku samkomulagi við félags- málaráðuneytið sem leigir húsið fyrir starfsemi Svæðisskrifstofu Reykjavíkur. Áð sögn Björns Sigurbjömsson- ar, framkvæmdastjóra Svæðis- skrifstofu, er nýja sambýlið allt hið glæsilegasta og framkvæmdir hafa gengið eins og best verður á kosið. fbúarnir em á aldrinum 18 til 25 ára. íbúðimar eru sex talsins, með eldhúsi, snyrtingu og stofu, en auk þess er sameiginlegt rými í húsinu þar sem er að finna eld- hús, borðstofu, setuhús, þvotta- hús, geymslu og aðstöðu fyrir starfsfólk. Fyrr á árinu hafa sambærileg sambýli verið opnuð á þremur stöðum í Reykjavík - alls hafa 17 fótluð ungmenni fengið íbúðir og í næsta mánuði er fyrirhugað að opna nýtt sambýli fyrir fimm íbúa við Skagasel. í Skagasel munu flytja einstaklingar sem áður hafa dvalið á Landspítalan- um í Kópavogi. Síðustu misseri hefur verið mikil uppbygging hvað varðar bú- setu fatlaðra bæði hér i Reykjavfk og einnig á Reykjanesi. Bjöm seg- ir í bígerð að breyta húsnæði við Holtaveg 27 í skammtímavistun og einnig sé annars húss leitað í sama tilgangi. Vonir standa til að hvort tveggja geti verið til reiðu við upphaf næsta árs. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.