Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 DV__________________________________________________________________________________________________Menning Syndir feðranna DV-MYND HARI Vigdís Grímsdóttir rithöfundur Hún skiptir um sögusviö og aöalpersönu og er þar með komin meö upphafiö aö nýrri og betri sögu. Eöa hvaö? Hjarta, tungl og bláir fuglar eftir Vigdísi Grímsdóttur er sjáifstætt framhald skáldsögunn- ar Frá ljósi til ljóss sem út kom á síðasta ári. I þeirri bók skilur lesandinn við aðalpersónuna, Rósu, í Nýju Mexíkó. Þangað fer hún frá Islandi með nýfæddan son sinn til að hitta Lenna fóður sinn sem yfirgaf hana 10 árum fyrr. Lenni fór frá Rósu undir því yfirskini að láta draum sinn rætast en það er aðeins hálfur sannleikurinn. Hina raunveru- lega ástæðu fær lesandi að vita í lokalínum sögunnar og sú vit- neskja vekur bæði óhug og undr- un. Bókmenntir í Hjarta, tungli og bláum fugl- um lætur höfundurinn eins og ekkert hafi iskorist og reynir um stimd að blekkja lesandann á svipaðan hátt og í fyrri bókinni. Hann skiptir um sögusvið og að- alpersónu og er þar með kominn með upphafið að nýrri og betri sögu. Eða hvað? Hér er það son- ur Rósu, nýr Lenni, sem segir söguna en hún ger- ist í unaðslegu umhverfi fjallaþorpsins Madrid. Þar er lífið ævintýri líkast, loftið ilmar af blóm- um og eplum og menn njóta lífsins léttklæddir í hita og sól. Fólkið lifir á gæðum náttúrunnar, hannar listilega gripi sem seldir eru túristunum í Santa Fe og allir virðast góðir, glaðir og sáttir við sitt. Rósa liggur reyndar í þunglyndi í tvö ár samfleytt eftir komuna til Madrid en það er auka- atriði vegna þess að hún fmnur hamingjuna á nýjan leik eftir að sjálf María guðsmóðir vitrast henni! Að öðru leyti er allt í lukkunnar velstandi: Lenni og Flora, eiginkona hans, huga að þörfum drengsins Lenna sem er flesta daga ánægður með það sem á yfirborðinu sýnist vera áhyggjulaus tilvera. Drauma sína, væntingar og þrár ræktar hann af alúð með stúlkunni Editu sem er kraft- mikil og uppfinningasöm og kynnir honum síðar unaðssemdir ástárinnar. Rödd Editu ómar stöðugt í eyrum hans og segir honum kost og löst á hans nánustu en stundum kærir hann sig ekki um að hlusta og reynir að forða sér. En það er einmitt í gegnum rödd Editu sem lesandinn áttar sig á að i Madrid er ekki allt með felldu. Edita sér í gegnum áralangan lygavef fullorðna fólksins og reynir að forða Lenna frá því að verða sömu blekkingu að bráð. Bamið Lenni er eins og móðir hans alið upp í æðruleysi sem aöallega felst í að sætta sig við hvað sem er. Öll uppvaxtarárin þarf hann að þola hlutleysi og eigingirni móður sinnar og drykkjusýki Floru lærir hann að afgreiða sem hverja aðra þörf. í bamsaugum Lenna er Flora ímynd kærleikans og stöðug uppspretta ævintýra- legra sagna sem sefa tímabund- ið óskilgreindan sársauka hans. Edita áttar sig hins vegar á þvi að ævintýrin eru bara uppspuni og ragl, til þess hugsuð að slá ryki í augu drengsins og því reynir hún stöðugt að fá hann til að sjá það sem hún sér: Fulla, skítuga, aumkunarverða og var- hugaverða kerlingu. Á sama tíma og Edita slær tón sannleikans í Nýju Mexíkó harnrar Lúna, listmálarinn snjalli, sama tón á íslandi. Hún er æskuvinkona Rósu sem með reglulegu millibili sendir nýj- ustu fréttir frá íslandi í formi litríkra málverka með árituðum skilaboðum. Edita er aldrei kát- ari en þegar málverk berst frá íslandi enda dýrkar hún Lúnu skilyrðislaust. Þá dýrkun skilur lesandinn ekki til fulls fyrr en í lok sögunnar þegar raddir kvennanna renna loksins saman. Frá ljósi til ljóss er áhrifamikil bók og Hjarta, tungl og bláir fuglar gefur henni ekkert eftir. Líkt og þar sannar undurfagur textinn að fylgifiskar yfirdrepsskapar og látaláta eru botnlaus depurð og sársauki sem fátt getur sefað nema kannski sannleikurinn. Syndir feðranna fara hvergi þótt þær séu færðar í annan og skrautlegri búning. Sigríður Albertsdóttir Vigdís Grímsdóttir: Hjarta, tungl og bláir fuglar. JPV-út- gáfa 2002. Þórunn og Nanna Nú fá þær að vera með í Veislunnl. Þórunn Lárus- dóttir í Veisluna Þær breytingar hafa orðið á hlut- verkaskipan á sýningu Þjóðleik- hússins á Veislunni að Nanna Krist- ín Magnúsdóttir er tekin við hlut- verki Evu af Brynhildi Guðjónsdótt- ur, sem verður frá að hverfa um sinn vegna anna í öðrum sýningum, og Þórunn Lárusdóttir leikur Michelle frá og með þessari viku. Með önnur hlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Arnar Jónsson, Rúnar Freyr Gislason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Yapi Donatien, Stefán Jónsson, Kjartan Guðjónsson, Erlingur Gíslason, Þóra Friðriksdóttir og Baldur Trausti Hreinsson. Píanóleikari í sýningunni er Jóhann G. Jóhanns- son. Veislan eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov hefur verið sýnd fyrir fullu húsi frá því hún var framsýnd í april sl. Þýðandi verks- ins er Einar Kárason, lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guð- mundssonar, Filippía I. Elísdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sáu um búninga en sú síðarnefnda er jafnframt höfundur leikmyndar. Leikstjóri er Stefán Baldursson. BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavikur STÓRA SVIÐ SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller 3. sýn., rauð kort - í kvöld kl. 20 4. sýn., græn kort - su. 3/11 kl. 20 5. sýn., blá kort-fö. 8/11 kl. 20 Fi. 14/11 kl. 20 HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir aíla fiölskyíduna. Su.3/11 kt 14 Su. 10/11 kl. 14 Su. 17/11 kl. 14 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 2/11 kl. 20 Fi 7/11 kl. 20 Fö 15/11 kl 20 Lau 30/11 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau. 9. nóv. kl. 20 - 60. sýning - AUKAS. Lau. 16. nóv. kl. 20 - AUKASÝNING Fim. 21. nóv. kl. 20 - AUKASÝNING Fö. 29. nóv. kl. 20 - AUKASÝNING NÝJASVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótUkt leiktrit íprem þáttum e. Gabor Rassov í kvöld kl. 20. UPPSELT Lau. 2/11 kl. 20 Fi. 7/11 kl. 20 Lau. 9/11 kl. 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Fi 15. nóv.Jd. 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SINN 15.15 TÓNLEIKAR Eþos. Þórður Magnússon. Lau 2. nóv. CAPUT ÞRIÐJA HÆÐIN HERPINGUR eftirAudi Haralds HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir Mikael Torfason Frumsýning í kvöld kl. 20 UPPSELT su 3/11 kl. 20, fi 7/11 kl. 20, fö 8/11 kl. 20 SUSHI-NÁMSKEIÐ með Sigurði og Snorra Birgi Má. 4/11, þri. 5/11 kl. 20 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakesþeare í samstarfi við VESTURPORT Frumsýning mi. 6/11 kl. 20 Leikfélag Reykjavíkur Midasala 568 8000 Listabraut 3 -103 Reykjavík Föstudagur 1. nóvember kt. 20.00 TÍBRÁ: Píanótónleikar Vovka Ashkenazy Rapsódíur og fantasíur eftir Brahms, Estampes eftir Debussy og átta prelúdíur eftir Rakhmanínov. Verð kr. 1.500/1.200 Sunnudagur 3. nóvember kt. 20.00 Skellir og smellir, utgáfutónleikar Valgeirs Guðjónssonar Bestu lög Valgeirs í nýjum útsetningum Valgeirs og Jóns Olafssonar. Flytjendur auk þeirra: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Helgi Bjömsson, Sigurður Flosason o.fl. Verð kr. 2.000/fyrir MasterCard korthafa kr. 1.600 er kl. 20.30 Blokkflaututónleikar Utgáfú- og afinæhstónleikar Gísla Helgasonar. Flytjendur auk Gísla: Sophie Schoonjans, harpa, Tómas Tómasson, bassi, og Þórir Baldursson, píanó. Verð kr. 1.500/1.200 Listasafn Islands Fríkirkjuvegi 7, við Tjömina www.listasafn.is Þrá augans Saga Ijósmyndarinnar 1840-1990 Um 200frummyndir Salir, safnbúð og kafflstofa, opið 11-17. Viðamikil fræðsludagskrá. Síðasti sýningardagur 3. nóv. Pharmaco er aðalstyrktaraðili Listasafns islands 2002-2003 www.pharmaco.is kvebch Isikruípjuí'im a ssrainrti fös. 1. nóv. kl. 21.00 UPPSELT fös. 1. nóv. kl. 23.00 (aukasýning) sun. 3. nóv. kl. 21.00 UPPSELT fös. 8. nóv. kl. 21.00 örfá sæti fös. 8. nóv. kt. 23.00 (aukasýning) tau. 9. nóv. kl. 23.30 Vesturport, Vesturgötu 18 Miðasala fer fram í Loftkastalanum, sími 552 3000 - www.senan.is Styrktarsýning Tveir félagar í Vesturporti, Ásta Hafþórsdóttir og Agnar Jón Egilsson, misstu allt sitt í brun- anum á Laugavegi og I kvöld kl. 23 verður sérstök sýning á Kvetch til styrktar þeim. Ásta vann gervi og búninga í Kvetch en Agnar Jón er einn af stofnendum Vesturþorts og skrifaði leikritið Lykill um hálsinn sem sýnt var þar í fyrra. Miðaverð er 2.200 krónur og allur ágóði rennur til þeirra tveggja. Miðasaian er í Loftkastalanum, sími 552 3000, og í Vesturporti klukku- tíma fyrir sýningu. GRETTISSAGA www.hhh.is Saga Grettis. Leikrit eftirHilmar Jótisson byggt á Grettissögu Fös. 1. nóv. kl. 20, örfá sæti Lau 2. nóv kl. 20, nokkur sæti Fös. 8.nóv. kl. 20, laus sæti Lau. 9. nóv. ld. 20, laus sæti Lau. 16. nóv. kl. 20, nokkur sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur Sun. 3. nóv., uppselt Mið. 6. nóv., uppselt Fim. 7. nóv., aukasýning, örfá sæti Sun. 10. nóv., uppsclt Þri. 12. nóv., uppselt Mið. 13, nóv., uppselt Sun. 17. nóv., uppselt Þri. 19. nóv., uppselt Mið. 20. nóv., uppselt Sun. 24. nóv., uppselt Þri. 26. nóv., örfá sæti Mið. 27. nóv., örfá sæti Sýningamar á Sellófon hefjast kl. 21.00 Miðasala í síma 555-2222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.