Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2002 37 Tryggvi til Tryggvi Bjarnason, varnarmaðurinn efnilegi úr KR, heldur til Englands á sunnudaginn þar sem hann mun dveljast til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham í eina WestHam viku. Tryggvi er nýkominn frá norska liðinu Molde þar sem hann dvaldi í tæpar tvær vikur og æfði með aðalliðið félagsins. -ósk - og unnu fimm marka sigur íslenska landsliðið i handknattleik kláraði riðilinn sinn á World Cup í Svíþjóð með glæsibrag í gærkvöld og lagði Júgóslava, 34-29. íslenska liðið hafnaði þó í siðasta sæti riðiisins og mætir Svíum í B-úr- slitum á morgun. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir síðan sigurvegurun- um í leik Egypta og Júgóslava á sunnudaginn í leik um 5. sætið og tapliðin leika um 7. sætiö. Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari var að vonum sáttur þegar DV-Sport ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöld. „Ég er mjög sáttur við úrslitin og leik liðsins í leiknum. Hann þróaðist þannig að við náðum fljótlega fjögurra til fimm marka forystu og leiddum í hálfleik, 17-13. Við héldum því síðan í seinni hálfleiknum og voru reyndar búnir að ná sex marka forystu á tíma- bili. Við unnum síðan með fimm marka mun sem er frábært gegn mjög sterku liði Júgóslava sem mætti grimmt til leiks enda hefðu þeir getað komist í A-úrslitin með sigri.“ „Við vorum að opna hornin vel og keyra vel í hraða- upphlaupum. Við fengum á okkur þrjár mismunandi tegundir af vöm og leystum þær allar. Þeir byrjuðu á því að taka Ólaf úr um- ferð en við náðum að leysa það mjög vel. Það var hlutur sem við klikkuð- um á gegn Þjóðverjum og við fórum vel yfir hvemig við gætum bmgðist við því fyrir leikinn í kvöld. Það skil- aði sér í því að Júgóslavarnir skiptu yfir í 6-0 vöm og síðan 5-1 vörn. Það breytti litlu því að við náðum að leysa báðar vamirnar vel. Reyndar fengum við ansi margar brottvísanir í seinni; World Cup í Svíþjóö 2002: fsland-Júgóslavía 34-29 (17-13) Mörk íslands: Patrekur Jóhannes- son 9, Einar Öm Jónsson 7, Gústaf Bjamason 7, Aron Kristjánsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Gunnar Berg Viktorsson 1, Heiðmar Felixson 1, Ólafur Stefánsson 1, Róbert Sighvatsson 1, Sigfús Sigurðsson 1. Varin skot: Guömundur Hrafnkels- son 21. á Júgóslövum á World Cup hálfleik, sex að því er ég held, og því var hann mjög erfiður. Markvarslan var mjög góð i leikn- um og það skipti gífurlegu máli.“ „Þessi sigur var mjög mikil- vægur. Fyrstu tveir leikirnir voru mikil vonbrigði. Við spOuðum annan hálfleikinn vel gegn Rússum og spOuðum vel í 45 mínútur gegn Þjóð- verjum en það dugir bara ekki gegn bestu þjóðum í heimi. í kvöld náðum við að halda út heOan leik þar sem við spOuðum vel og sýndum styrk okkar. Það er stórkostlegt að fá tækifæri tO að spOa gegn þessum liðum. Þessir leikir sýna okkur svo ekki verður um vOlst hvar við stöndum og hvað við þurfum að lagfæra fyrir heimsmeist- arakeppnina í Portúgal í janúar." „Það sést samt á þessu móti að við erum ekki nógu mOtið saman og ljóst að við þurfum að leita aOra leiða til að koma hópnum meira saman en nú er. Það er að vísu ekki hlaupið að þvi þar sem þeir eru dreifðir út um aOt og þess vegna er frábært að fá að taka þátt í svona móti.“ Aðspurður um leikinn gegn Svíum á morgun sagði Guðmundur að það yrði mjög skemmtOegur leikur. „Það eru aOir leikir mjög erfiðir í þessu móti og leikurinn gegn Svíum verður engin undantekning frá því. Við verðum án Guðmundar Hrafn- kelssonar og Dags Sigurðssonar þannig að það verða einhverjar breyt- ingar hjá okkur en vjð ætlum okkur sigur í leiknum og viijum enda í 5. sætinu á sunnudaginn," sagði Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari ís- lenska landsliðsins, í samtali við DV- Sport í gærkvöld. -ósk Burley hætti við í gær varð ljóst að George Burley verður ekki næsti knattspymustjóri Stoke eins og flest benti tO. Hann greindi forráðamönnum Stoke frá þessu í gærmorgun og gaf þá skýringu aö hann gæti ekki skuldbundið sig félaginu í lengri tíma eins og vOji stjórnar Stoke var. Gunnar Gíslason, stjómarformaður Stoke, sagði í samtali við enska fjölmiðla í gær að náðst heföi samkomulag við Burley um öO atriði samnings en honum heföi snúist hugur þá um morgunin. „Það þýðir hins vegar ekki aö dvelja lengur við þetta heldur halda áfram leit að knattspymustjóra fyrir Stoke. Þaö er félaginu fyrir bestu að hann finnist sem fyrst en það er þó aðalmarkmið okkar að finna besta mögulega knattspymustjórann sem getur fært Stoke fram á við á næstu árum,“ sagöi Gunnar enn fremur. -ósk Crozier sagði starfi sínu hjá enska sambandinu lausu Skotinn Adam Crozier, sem hefur verið framkvæmdastjóri enska knatt- spymusambandsins síðan í byrjun árs árið 2000, sagði í gær starfi sínu lausu. Crozier hefur að flestra mati unnið frábært starf við að færa enska knattspyrnusambandið inn í nútímann en hann hefur lent upp á kant við forráðamenn félaga í ensku úrvalsdeOdinni sem finnst hann hafa unnið of mikið upp á eigin spýtur í stað þess að ráðfæra sig við þá. Geoff Thompson, Eggert Magnússon þeirra Englendinga, sagði í samtali við enska fjölmiöla í gær að hann tæki dapur við uppsögninni en hann skOdi afstöðu Croziers. „Hann er ekki sammála okkur í þvi hvemig enska knattspyrnusamband- ið á að starfa í framtíðinni og hann er ekki tObúinn tO að gera málamiðl- un í því sambandi. Þess vegna vOdi hann hætta,“ sagði Thompson. -ósk Urslit leikja og staðan á World Cup í Svíþjóð A-riðill Frakkland-Egyptal. . 29-23 (12-10) Cedric Burdet 7, Stephane Plantin 5, Joel Abati 4 - Hussein Zaki 11, Ashraf Mabrouk 3, Said Hussein 2. Sviþjóð-Danmörk . . 25-33 (11-15) Johan Pettersson 6, Magnus Wisland- er 5, Martin Boquist 3 - Lars Christi- ansen 7, Michael V. Knudsen 5, Lars Krogh Jeppesen 4. Staðan: Frakkland 3 2 1 0 77-69 5 Danmörk 3 2 0 1 82-75 4 Svíþjóð 3 1 1 1 74-80 3 Egyptaland 3 0 0 3 72-81 0 B-riðill Rússland-Þýskaland 28-31 (16-14) Alexandre Tutjkin 7, Alexej Rastvort- sev 6, Eduard Koktjarov 4 - Christian Zeitz 8, Pascal Hens 6, Stefan Kretzschmar 4. Júgóslavía-Ísland . . 29-34 (13-17) Zikica Milosavljevic 6, Ratko Nikolic 5, Nedeljko Jovanovic 4 - Patrekur Jó- hannesson 9, Einar Öm Jónsson 7, Gústaf Bjarnason 7. Staðan: Þýskaland 3 3 0 0 89-72 6 Rússland 3 1 0 2 98-91 2 Júgóslavía 3 1 0 2 85-96 2 ísland 3 1 0 2 82-95 2 A-úrslit: Frakkland-Rússland .... lau. kl. 14 Danmörk-Þýskaland .... lau. kl. 18 B-úrslit: Svíþjóð-Ísland.........lau. kl. 16 Egyptaland-Júgóslavia . . lau. kl. 12 líi) í¥B6PPKIPPHÍM Önnur umferð - fyrri Ieikir Apoel Nicosia-H. Berlin.....O-l - Karwan (90.). Dinamo Zagreb-Fulham........0-3 - Boa Morte (36.), Marlet (60.), Hayles (78.). Sparta Prag-Denizlispor .... 1-0 Jarosik (20.). Ferencvaros-Stuttgart.......0-0 Sturm Graz-Levski Sofia .... 1-0 Sabiczs (18.). Partizan-Slavia Prag.........3-1 Lazovic (5.), Ilic (33.), Vokic (70.) - Dosek (56.). National Búkarest-PSG.......0-2 - Leroy (5.), Luiz (69.) Fenerbahce-Panathinaikos . . 1-1 Washington (42.) - Basinas (15.). PAOK Saloniki-Grasshoppers 2-1 Chasiotis (3.), Yiasoumi (47.) - Nunez, víti (63.). Anderlecht-MidtjyUand.........3-1 Jestrovic (55.), víti (59.), From, sjálfsm. (71.) - Kristensen (82.). Austria Vln-Porto.............0-1 - Derlei (70.). Lazio-Rauða Stjarnan .........1-0 Fiore (10.). Vitesse-Werder Bremen........2-1 Amoah (37.), Verlaat, sjálfsm. (63.) - Verlaat (44.). Alaves-Besiktas...............l-l Abelardo (90.) - Karmona, sjálfsm. (31.) Ipswich-Slovan Liberec.......1-0 D. Bent (69.). Leeds-Hapoel Tel Aviv........1-0 KeweU (82.). Parma-Wisla Krakow ..........2-1 Donato (26.), Mutu (74.) - Zurawski (46.). Celtic-Blackbum..............1-0 Larsson (85.). Celta Vigo-Viking ............3-0 Ignacio (33.), Edu (41.), McCarthy (74.). Malaga-Amica Wronki .........2-1 Romero (39.), Dely Valdes (68.) - Dembinski (1.). Boavista-Anorthosis .........2-1 SUva (30.), Eder (50.) - Michalski (87.).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.