Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 Útlönd DV Umbylting í tyrkneskum stjórnmálum: íslamskur leiðtogi sem virðir vestræn gildi Straumhvörf urðu í tyrkneskum stjómmálum í nýliðnum þingkosning- um. Gömlu flokkamir, sem farið hafa með völdin með velvilja hersins svo lengi sem elstu menn muna, guldu af- hroð en nýr flokkur, eða réttara sagt nýr flokksleiðtogi, vann glæstan sigur og náði hreinum meirihluta á þingi. Nýi flokkurinn, sem nú fer með öll völd, er mönnum nokkur ráðgáta, að minnsta kosti utan Tyrklands. Og leið- togi hans, sem greinilega nýtur mikill- ar hylli kjósenda, ekki síður. Sjálfur lýsir Tayyip Erdogan stefiiu sinni svo að hann sé hófsamur íhalds- maður og fer ekki leynt með að flokkur hans byggir stefiiuna á íslamskri trú en virðir samt vestræn gildi. Hann er tryggur Natósinni og vill áframhald- andi nána samvinnu með vestrænum ríkjum í öryggis- og vamarmálum og hann stefnir ótrauður að því að Tyrkir fái inngöngu i Evrópusambandið. Allt kann þetta að virðast mótsagna- kennt þar sem yfirleitt er litið á viðhorf íslamskra stjómmálaflokka og vest- rænar skoðanir sem andstæður. En sé miðað viö hið mikla kjörfylgi sem flokkur Erdogans nýtur em Tyrkir með það á hreinu að þetta geti vel far- ið saman. Tayyip Erdogan er íhaldssamur lýöræöissinni sem byggir hugmyndir sínar um stjórnarfar á íslamskri trú. En í raun- inni vlta fæstir hvaö hann meinar og hver verður raunverulega stjórnarstefna hans því hann sýnist reyna að þókn- ast öllum nema gömlu tyrknesku valdaklíkunum sem fóru hroöalega út úr nýafstöðnum kosningum. En sjálfsagt hefur það haft mikil áhrif á kosningaúrslitin að Tyrkir em orðnir hundleiðir á spilltum og van- máttugum stjórnmálaleiðtogum og flokkum sem er lagnara að stjóma með harðýðgi en skynsamlegu viti og með allt niður um sig í efnahagslegu tilliti og kjósa því þann ferska andblæ sem þeim finnst Erdogan og flokkur hans, Réttlætis- og framfaraflokkurinn, flytja með sér. Enginn vafi leikur á að sigurvegar- inn er fyrst og fremst Erdogan sjálfúr sem hefur mikla persónulega útgeislun og ótvíræða leiðtogahæfileika. Hann er 48 ára gamall og hefur komist til áhrifa af eigin rammleik og meðfæddum hæfi- leikum. Hann er fæddur i Rize við Svartahafsströnd þar sem faðir hans vann við strandgæsluna. Þegar hann var 13 ára fluttu foreldrar hans með fimm böm sín til Istanbúl í leit að skárri lífskjörum. Þar bjó fjölskyldan í lélegu hverfi þar sem glæpaflokkar unglinga óðu uppi og glæpatíðni var há. Tayyip litli varð að vinna fyrir sér með því að selja bakninga og svala- drykki á götum úti, eins og svo margir tyrkneskir unglingar verða að gera. Hann gekk í imanskóla, þar sem nám- ið er undirbúningur að prestsnámi að íslömskum sið. Síðar las hann stjóm- unarfræði við Marmaraháskólann í Ist- anhúl. Þar vaknaði áhugi hans á ísl- amskri stjómmálastefiiu. Borgarstjóri og tugthúslimur Fyrsti árekstur Erdogans við yfir- völdin var eftir byltingu hersins 1980. Þá var hann opinber starfsmaður og vann við samgöngumál í höfuðborg- inni. Yfirmaðurinn þar, hershöfðingi á eftirlaunum, skipaði svo fyrir að aflir starfsmenn skyldu raka af sér yfir- skegg sem alskegg. Erdogan neitaði að skafa yfirskeggið af sér. í Tyrklandi sem víðar hefur skeggvöxtur trúarlega merkingu. Tyrkneski herinn og skrifstofuveldið þar í landi líta á sig sem framverði nú- tímalegs hugsunarháttar og skeggsöfh- un sem merki um trúarofstæki en með- al trúaða múslíma er alskegg merki um íslamska staðfestu. í Tyrklandi er yfir- skegg einnig merki um karlmennsku og um allt land láta karlar skeggið vaxa á efri vörinni. En mifli- og yfirstétt stórborganna raka af sér allt skegg til að sýna hve vestrænir þeir karlar eru í hugsun og útliti. Þegar Erdogan hóf afskipti af stjóm- málum hlaut hann skjótan frama í Vel- ferðarflokknum sem var bannaður með Andstœðingar Erdogans eru efins um hvort hann hefur í raun snúist frá því að vera róttækur múslími í íhaldssaman lýðræðissinna en telja hann leika sér með hugtök og að það sé réttlætanlegt fyrir trúaðan múslíma að Ijúga ef það þjónar málstað íslams. dómi 1994. Sama ár var Erdogan kos- inn borgarstjóri Istanbúl. Andstæðing- ar hans urðu að viðurkenna að hann var dugandi borgarstjóri, óspilltur af pólitísku valdi og Istanbúl varð bæði hreinni og grænni í hans valdatíð. Fortíð hans og trú, bæði hans og konu hans, sem gengur með höfuð- slæðu, fellur vel í kramið hjá íhalds- sömum og trúuðum Tyrkjum sem hef- ur fundist þeir vera út undan hjá fyrr- um valdaklíkum sem héldu sig vera framfarasinnaöa og vestræna í hugsun og gjörðum. Árið 1998 var Erdogan dæmdur fyrir að hafa „æst til trúarlegs haturs". Brot hans var að hafa lesið upp opinberlega ljóð þar sem í em meðal annars þessar ljóðlínur: „Mínarettumar [tumspírur á moskum] eru byssustingir okkar, hvolfþökin hjálmar okkar, moskumar okkar herbúðir og hinir trúuðu her- menn okkar. Sá heilagi her er vöm minnar trúar. Mikill er AUah.“ Fyrir þennan lestur var Erdogan dæmdur í níu mánaða fangelsi en afþlánaði ekki nema fjóra. Dómstóllinn leit fram hjá því að þetta ljóð var ort fyrir 90 árum og er birt í skólabókum. En vegna þessa dóms úrskurðaði yf- irkjörstjóm Tyrklands í lok kosninga- baráttunnar í september sl. að Erdogan væri ekki kjörgengur. Úrskurðurinn kom nþög á óvart því að í ágúst sl. ályktaði þingið að efla bæri lýöræði í landinu. En úrskurðurinn þykir sönn- un þess hve dómstólamir em háðir pólitisku valdi og ganga jafhvel á svig við vilja þingsins til að þóknast því mikla skrifstofuveldi og herveldi sem i raun og vem hefur sfjómað Tyrklandi þó svo eigi að heita að þar hafi ríkt þingbundið og lýðræðislegt stjómarfar. Aðskilnaður trúar og stjórnmála Því verður ekki á móti mælt að Er- dogan hóf sinn stjómmálaferil í ís- lömskum bókstafstrúarflokki sem ekki dró dul á andúðina á öllu vest- rænu og valdakerfmu. Sjáflúr tók hann skýrt fram að stjómmálaskoö- anir hans byggðust á íslömskum trú- arsetningum. Á tíunda áratugnum vakti hann mikla athygli í tyrk- neskri pólitík og urðu til dæmis fræg þau ummæli hans að lýðræðið væri eins og sporvagn sem múslimar gætu hlaupið upp í þegar þeim bæri svo við að horfa og stokkið af þegar þeim svo hentaði. En batnandi manni er best að lifa og eftir að hafa verið dæmdm- frá borgarstjórastöðunni og í fangelsi 1998 breyttust áherslur hans. Erdog- an lenti í útistöðum við Erbaken, þá- verandi formann Veflerðarflokksins. Hann snerist gegn hatursáróðri gegn Vesturlöndum og sá enda að barátt- an gegn breytingum og framfórum var ekki annað en pólitisk eyðimerk- urganga. Síðar stofnaði Erdogan Réttlætis- Oddur Ólafsson blaöamaöur Heimsljós og framfaraflokkinn ásamt skoðana- bræðrum sínum í Veflerðarflokkn- um sem líka voru orðnir leiðir á orðaleppum bókstafstrúarmanna. Þeim varð ljóst að breyta þyrfti ímynd góöra múslíma og kynna stefnuskrá sem höfðar til nútímans. Stefiiubreytingin var mikil. Erdogan og flokkur hans aðhyllast nú þátt- töku Tyrkja í Nato og stefna að því að fá inngöngu í Evrópusambandið. Þá er timi til kominn að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóða- bankann um miklar skuldir lands- ins. Flokksmenn Erdogans eru ekki eins harðorðir og áður í garð Banda- ríkjanna og stefnu þeirra í Miðaust- urlöndum. Erdogan er snillingur í að fara bil beggja þegar um er aö ræða umdeild atriði. Meðal múslíma eru höfuð- slæður kvenna trúarleg tákn sem tekin eru alvarlega. í Tyrklandi er konum bannað með lögum að ganga með blæjur á opinberum stöðum og í skólum. í kosningabaráttunni lét flokksforinginn það mál liggja mifli hluta og lét aðra um að deila um það. En hann stóð í ræðustól með konum með óhulið höfuð og gerði engar at- hugasemdir við það. Þegar hann var spurður hvort hann mundi sækja op- inberar samkomur með eiginkonu sinni svaraði hann neitandi. Hún skal bera sína blæju eins og trúaðri konu sæmir. Sundurleitur kjósendahópur Nýr leiðtogi Tyrklands leggur áherslu á að flokkur sinn aðhyflist stefhu sem er íhaldssöm og lýðræðisleg en sé ekki bókstafstrúar enda beri að aðskilja trú og stjómmál. í stefhunni sem kynnt var fyrir kosningamar er hvergi minnst á íslam eða múslíma en aftur á móti er lögð áhersla á lýðræði eins og menn vflja skilja það í Miðaust- urlöndum. Andstæðingar Erdogans em efms um hvort hann hafi í raun snúist frá því að vera róttækur múslími í íhalds- saman lýðræðissinna en telja hann leika sér með hugtök og að það sé rétt- lætanlegt fyrir trúaðan múslíma að ljúga ef það þjónar málstað íslams. Kjósendur í Tyrklandi em sem víðar sundurleitur hópur. Samkvæmt könn- unum em um 20% af fylgjendum Er- dogans og flokks hans hlynnt íslömsku ríki sem byggir á bókstaf Kóransins en 44% telja að skilja eigi aö trú og land- stjóm. Ótal önnur vandamál og ágrein- ingsefiii era uppi, svo sem varðandi kvenréttindi og hegningarlög og sitt- hvað fleira sem stangast á milli hug- mynda vestrænna manna um lýðræði og mannréttindi og íslamskra trúar- bragða. Timinn og reynslan verður að leiða í ljós hvort Tyrkir geta skapað sér þjóð- félag sem byggir í senn á trúarlegum grunni og vestrænum lýðræðisgildum. En eitt sýnist ljóst varðandi kosninga- sigur Erdogans, sem er að tyrkneskir kjósendur óska eftir batnandi lífskjör- um, tryggari mannréttindum og kannski umfram allt óspilltum stjóm- málamönnum. Allt þetta sjái þeir í Tayyip Erdogan og því kusu þeir hann þótt hann væri hvorki í framboði né fái að gegna opinbera embætti samkvæmt dómi sem öllum er ljóst að er bæði ólýðræðislegur og brýtur í bága við nú- tímahugmyndir um mannréttindi og kveðinn upp af gjörspilltum dómurum. (Grein þessi er að nokkru leyti byggð á skrifum Mehmet Omit Necf í Weekend- avisen. En hann ber enga ábyrgð á einstök- um ályktunum sem fram koma hér. OÓ) Þjófur í garði ráðherra Stundum fara menn úr ösk- unni í eldinn. Það henti að minnsta kosti tvo ástralska innbrotsþjófa sem voru staðn- ir að verki í einu úthverfa Sydney. Þjófunum tókst hins vegar að klflra yfir nær- I liggjandi girðingu þegar lögreglan ætlaði að handsama þá. En þá fyrst varð allt vitlaust því garðurinn sem vesalings mennirnir flúðu inn í er viö embættisbústað landstjórans í Ástralíu. Lögregla, öryggisverðir og hundar brugðust skjótt við og var annar mannanna handsamaður. Hinum tókst enn að flýja og komst yfir í næsta garð. Þar tók þó ekki betra við því sá garður tilheyrir nefnilega embættis- bústað Johns Howards, forsætisráð- herra Ástralíu, í Sydney. Ög í þetta sinn slapp sá fingralangi ekki. „Það má kannski segja að þeir hafi verið óheppnir,“ sagöi yfirlög- regluþjónn í úthverfmu þegar allt var um garð gengið. Og eru það svo sannarlega orð að sönnu. Nýtt hús fyrir leikföngin Breskur maður að nafni Geoff Price tekur tómstundaiðju sina svo alvarlega að hennar vegna hefur hann þrisvar sinn þurft að selja of- | an af sér og flytja í stærra húsnæði. Geoff þessi safnar leikfangastrætis- vögnum af öllum gerðum og hefur gert í hvorki meira né minna en 42 ár. Með tímanum hefur vögnunum Qölgað svo mjög að þeir hafa sprengt húsakynnin utan af sér. En þótt Geoff og Linda, eiginkona hans, séu nú flutt í sex herbergja íbúð er þar hvergi auðan blett að finna, enda litlu strætisvagnamir orðnir 7.820. „Safnið stækkaði bara án þess að við tækjum eftir því en núna er það búið að taka völdin," segir Geoff Price í viðtali við breska æsiblaðið The Sun. Serbi vill selja gröf sína Serbneski eftirlaunaþeginn Vuk Peric hafði svo mikinn áhuga á því hverjir myndu koma í jarðarfórina hans að hann ákvað að sviðsetja eig- in útför fyrir fimm árum til að kom- ast að hinu sanna. Hann keypti því gröf og allt tilheyrandi. Nú sér Per- ic sig hins vegar knúinn til aö selja blessaða gröflna. Peric, sem er á sjötugsaldri, er lýst sem fjárhættuspilara og gröfm og legsteinninn eru hið eina sem hann á eftir. Þess verður þó væntan- lega ekki langt að bíða að legsteinn- inn einn verði eftir. Verðið á gröf- inni er samningsatriöi en þrátt fyr- ir það höfðu ekki borist nein tilboð þegar síðast fréttist. Saug blóð úr 207 geitum Sisir Das heitir hindúi einn á Ind- landi sem á fjórum dögum gerði sér lítið fyrir og drakk blóðið úr 207 geitum sem fómað var til heiðurs gyðjunni Kalí. Og að sjáflsögðu vildi hann meira. Að sögn ind- verskrar frétta- stofu tók Sisir þann arf í fóður- ætt að vilja lífsins njóta og sjúga blóð úr dýrum og hann mun víst eiga í mesta basli við að seðja hung- ur sitt í rauða vökvann. Sjáflur segir hann að gyðjan Kalí hafi beint því til föður hans að hann ætti að drekka blóð úr fómargeitum. „Ég veit ekkert hvað gerðist þessa fjóra daga. Ég fann hvemig gyðjan tók öfl völd í skrokk mínum," sagði sá blóðþyrsti Sisir þegar hann hafði lokið sér af, aö sinni að minnsta kosti. Þúsundir manna tóku sér ferð á hendur til hofsins í Midnapore-hér- aði í Bengal til að fylgjast með blóð- drykkjunni miklu. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.