Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 17 Skoðun Utgáfufélag: Útgáfufélagift DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&sto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíft 24,105 Rvík, siml: S50 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagió DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskiiur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Verst að gera ekki neitt Verði ekkert að gert skaðar mislukkað próíkjör Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi flokkinn í kjördæminu, þá einstak- linga sem að óbreyttu skipa fram- boðslista hans og síðast en ekki síst flokkinn sjálfan. Fulltrúaráð Sjálf- stæðisflokksins í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu héldu fund um málið á sunnudag. í erindi sem samþykkt var á fundinum var óskað eftir því við mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins að hún kveði upp úr um hvaða áhrif annmarkar á framkvæmd prófkjörsins hafi á gildi þess. í DV í gær kom fram að allt eins líklegt væri að miðstjórn- in vísaði erindinu frá enda væru reglur flokksins á þann veg að skipan á framboðslista vegna alþingiskosninga væri nær al- farið i höndum kjördæmisráðs í viðkomandi kjördæmi. Mið- stjórn skiptir sér ekki af framboðslista að öðru leyti en því að hún þarf að staðfesta hann áður en hann er formlega borinn fram i nafni flokksins. í prófkjörsreglum er hvergi minnst á að aðrir en stjórn kjördæmisráðs geti vísað ágreiningi um próf- kjör til miðstjórnar flokksins. Ekki var tekin ákvörðun um slíkt á fundi stjórnar kjördæmisráðsins i liðinni viku. Eftir hann sagðist formaður ráðsins sannfærður um að prófkjörið væri lögmætt. Frá því var hins vegar greint í fréttum í gær að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni kalla miðstjórn flokksins til fundar vegna málsins um næstu helgi. Áður var haft eftir Davíð að hann teldi ekki að mistök sem urðu við prófkjörið gætu orðið til þess að eyðileggja allt próf- kjörið. Hann vildi ekki ota flokknum út í nýjan prófkjörsslag. Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, sem harðlega hefur gagn- rýnt framkvæmd prófkjörsins, segist reiðubúinn að hlusta á aðrar tillögur en að endurtaka prófkjörið. Til dæmis megi skoða hvort unnt sé að að ógilda aðeins utankjörfundarat- kvæðagreiðsluna eða stilla upp á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Það bíður æðstu stofnana Sjálfstæðisflokksins að úrskurða í málinu. Sá úrskurður skiptir miklu og nær raunar út fyrir flokkinn. Það er grundvallaratriði að fólk geti treyst því að lýðræðislegar kosningar séu rétt framkvæmdar. Alvarlegir annmarkar voru á framkvæmd prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Úr því klúðri þarf að bæta. Versta nið- urstaðan er að gera ekki neitt. Mest lesið allra vikurita DV-Magasín hefur slegið í gegn. í nýrri könnun Gallup, um notkun fjöl- miðla í heila viku í október, kemur fram að DV-Magasín er mest lesna vikurit á landinu. Blaðið kom fyrst út 12. september sl. og hefur í senn náð til lesenda og aug- lýsenda. Blaðinu er dreift í 80 þúsund eintökum, í öll hús á höf- uðborgarsvæðinu og til allra áskrifenda DV á landsbyggðinni. í könnuninni kemur fram að 57,4 prósent Reykvíkinga lásu DV-Magasín í könnunarvikunni, 55,6 prósent allra á höfuðborg- arsvæðinu og 47,7 prósent á landinu öllu. Staða DV-Magasíns meðal vikublaða á markaðnum sést best á því að 31 prósent las Séð og heyrt í sömu viku, 29,9 prósent lásu Viðskiptablað Morg- unblaðsins, 26,8 prósent lásu Fókus og 16,5 prósent lásu Vikuna. Augljóst er að efni DV-Magasíns höfðar almennt til lesenda. Kynjahlutfáll lesenda blaðsins er að kalla jafnt og tiltölulega jöfn skipting er milli aldurshópa. Meginefni blaðsins er ýmiss konar mannlífsefni þar sem áhersla er lögð á samspil texta og ljós- mynda. Þess utan eru birtar helstu upplýsingar um hvaða dægradvöl sé í boði. Niðurstaða lestrarkönnunarinnar er ritstjórn DV-Magasíns hvatning um að gera gott blað enn betra. Jónas Haraldsson 650 milljarðar að hluta arðlausir? Fjármálaeftirlitið skýrði frá því á nýlegum ársfundi sínum að allir lífeyrissjóð- irnir sameiginlega hefðu verið með neikvæða raun- hæfa ávöxtun síðustu 2 árin upp á um 1-2% en árin þar á undan voru miklu hagstæðari. Hér er um meðalávöxtun sjóðanna að ræða. Eignir allra lífeyrissjóð- anna eru samtals í dag taldar um 650 miljarðar. Einnig var skýrt frá því að nokkrir lífeyrissjóðir færu ekki að reglum og stæðu í kaupum á óskráðum hlutabréfum á gráum markaði umfram reglur og heimild- ir. Ef lífeyrissjóðimir fara ekki að lögum og settum reglum þá má segja að þeir séu farnir að vaða i þoku og villu í sinni starfsemi og taka þurfi í taumana. Meiri hagvöxt - betri lífskjör Nýlega skýrði Seðlabankinn frá því að hagvöxtur á íslandi væri ná- lægt þessum fræga núllpunkti. En þetta mun auðvitað lagast eins og alltaf er sagt. En mun hagvöxturinn aukast? Svarið er að öllum líkindum nei, nema grundvallarbreyting verði gerð á hagkerfmu og hugsað verði upp á nýtt. Við höfum t.d. ekki efni á því að eiga um 650 milljarða samtals í lífeyrissjóðum landsins og láta þá í heild bera neikvæða ávöxtun síðustu tvö árin. Slíkt stoppar hagvöxtinn og hann verður jafnvel neikvæður. Kvótinn er krabbamein Ef auka á hagvöxtinn ættu lífeyris- sjóðimir að koma inn í hagvöxtinn með einhverjum jákvæðum hætti þó í litlu væri í fyrstu. Vera má að laga- breytingu þyrfti til og veitt væri ábyrgð ríkissjóðs að hluta svo tryggð væri 3-4% raunávöxtun. Lífeyrissjóðimir geta komið inn í það dæmi sameiginlega að kaupa einhvem kvóta sem svo yrði ein- göngu leigður til smábáta sem stunda vistvænar veiðar á færi og linu. Á fundi nýlega vildu smábáta- eigendur mynda kvótasjóð. Vel má vera að þetta yrði til þess að einum stórum frystitogara yrði lagt en af slíku er mikill hagnaður þar sem þeir eyðileggja fiskimiðin og eru of dýrir í rekstri. Dæmið frá Grenivík Skýrt var frá því í fréttum að reisa ætti litla lyfjaverksmiðju á Grenivík sem er lítil sjávarbyggð. Þarna nota menn kvótaeign sem ekki var seld burtu og arð af henni til að styrkja og byggja upp þessa nýju atvinnu. - Þetta er að vísu örsmátt dæmi en sem eykur hagvöxtinn ögn. Á móti og af hinu leytinu er það svarta og risavaxna skuldadæmi sem kalla má krabbamein í hagkerfmu. Þá er átt viö það að einstaklingar og fyrirtæki hafa á síðustu árum selt gjafakvóta sinn. Þá taka menn við tugum millj- arða fyrir ekki neitt og eyðileggja með þvi hagvöxtinn. Skuldir útgerðarinnar vegna kaupa á gjafakvótanum af gjafa- kvótamönnum eru í dag að sliga þjóðina. Eru líklega 100 mliljarðar svo slétt tala sé notuð. Öll útgerðin er meira og minna rekin með tapi vegna skulda út af kvótakaupum. Væri með nettó-stórgróða annars sem myndi auka hagvöxtinn stór- lega. Krabbamein risaskuldanna þ.e. 100 milljarðar eða meira vegna kvótakaupanna sligar í dag útgerð- ina og efnahagskerfið og stoppar all- an eðlilegan hagvöxt. Byggjum raforkuver Lífeyrissjóðirnir gætu sameinast um það að byggja t.d. eitt lítið eða stórt raforkuver á ári. Það eykur „Skýrt varfrá því ífréttum að reisa œtti litla lyfja- verksmiðju á Grenivík sem er lítil sjávarbyggð. Þama nota menn kvótaeign sem ekki var seld burtu og arð af henni til að styrkja og byggja upp þessa nýju at- vinnu. - Þetta er að vísu örsmátt dæmi en sem eykur hagvöxtinn ögn. “ hagvöxtinn að framleiða nýja raf- orku og selja hana síðan með hagn- aði. Þetta er alveg eins og að eiga gullgæs sem verpir gulleggi daglega svo þekkt dæmisaga sé notuð. Ný verðmæti eru sköpuð daglega í raf- magni og þau auka hagvöxtinn. And- stæða þessa er í dag sala verðlítilla hlutabréfa fram og aftur og fyrst alltaf á hærra og hærra verði þótt fyrirtækið sjálft á bak við hlutabréf- in hafi ekki aukist á neinn hátt í verði eða skili hagnaði. Engin ný verðmæti eru sköpuð. Sjóðirnir spila með bréf Þetta spil er líkt og að spila Svarta Pétur. Á endanum situr einhver líf- eyrissjóður uppi með Svarta Pétur sem er í þessu dæmi hlutabréf á meira en raunvirði sem þeir hafa lát- ið plata inn á sig. Þess vegna tapa líf- eyrissjóðirnir oft í dag þegar hluta- bréf þeirra falla aftur niður í eðlilegt raunvirði. Enginn hagvöxtur skapast en lífeyrissjóðirnir eru plokkaðir eins og hæna sem reitt er. Því miður er þetta svona í of mörgum tilfellum. Þá er betra að framleiða t.d. rafmagn eða annað slíkt og selja og skapa meiri og meiri ný verðmæti. Það er raunhæfur hagvöxtur og gróöi. Framleiðum eldsneyti Það er alveg raunhæft verkefni og myndi auka mjög hagvöxt ef viö gæt- um notað okkar eigin rafmagn til að búa til okkar eigið eldsneyti í stað allrar þeirrar olíu og benzíns sem við flytjum inn. Framleiða þetta sjálfir. Þetta er að vísu flókið og stórt framtíðarverkefni og kostar mikið fé. Ríkissjóður gæti komið að þessu til að draga úr áhættu lífeyrissjóðanna eða tekið áhættuna jafnvel alla alveg á sig. Á hinn bóginn verða lífeyris- sjóðimir að hætta þeirri óarðbæru starfsemi að spila Svarta Pétur meö verðlítil hlutabréf á yfirverði. Svo tapa þeir og tapa sbr. síðustu tvö árin. Enda með Svarta Pétur á hend- inni. Sitja uppi með hann. Peninga lífeyrissjóðanna verður að setja i ný arðbær raunhæf innlend verkefni og fyrirtæki sem skapa aukinn hagvöxt og meiri auð almennt í þjóðfélaginu hvort sem það er t.d. ný stórvirkjun í áhættu ríkissjóðs að öllu eða við framleiðum sjálfir nýtt eldsneyti á bila okkar og skip o.s.frv. Það má jafnvel vera örsmá ný lyfjaverk- smiðja á Grenivík sem raunar er að- eins nefnd sem gott dæmi um heil- brigða og vitræna hugsun til að auka eitthvað hagvöxtinn sem Seðlabank- inn segir nálægt núlli í dag. Bæta þarf lifskjörin með auknum hag- vexti. Arðbær uppbygging Lifeyrissjóðimir hætti að spila Svarta Pétur á hlutabréfamarkaði. Þeir snúi sér að nýrri arðbærri upp- byggingu sem skapar aukinn hag- vöxt og betri lífskjör þegar til lengri tíma er litið. Það er mjög slæmt fyr- ir lífskjörin ef allir þessir 650 millj- arðar eru í dag ávaxtaðir með nei- kvæðum hætti að meðaltali. Lífeyris- sjóðimir spila að hluta i Svarta Pétri hlutabréfamarkaðarins sem veldur þvi að meðalávöxtun þeirra hefur síðustu tvö árin orðið neikvæð um svona 1-2% sbr. nýlegan ársfund Fjármálaeftirlitsins. Svo brjóta sjóð- imir líka lög og reglur. Sandkom Leyndardómar kýrinnar Böm hafa skemmtilega sýn á heiminn og hin ýmsu fyrirbæri hans. Stúlka í fimmta bekk í bamaskóla fékk þaö verkefni að skrifa um fugl. Hún skilaði þessari ritgerð: „Fuglinn sem ég ætla að skrifa um er ugla. Ég veit ekki mikið um uglur þannig að ég ætla að skrifa um leðurblöku. Kýrin er spendýr. Hún hefur sex hliðar, þ.e. hægri hlið, vinstri hlið, efri hlið og neðri hlið. Að aftan hefur hún halann sem burstinn hangir í. Með burstanum fælir hún flugumar i burtu svo þær komist ekki í mjólkina. Höfuðið er til þess að homin geti vax- ið og að munnurinn geti veriðeinhvers staðar. Homin eru til þess að stanga með en munnurinn til að borða með. Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur bara og kemur, alveg endalaust. Hvernig kúin gerir þetta hef sandkorn@dv.is ég ekki ennþá komist að en hún getur búið til meira og meira.“ Naut eru ekki spendýr Og stúlkan heldur áfram sinni frumlegu og snilldarlegu skilgrein- ingu og segir: „Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lykt- in af þeim frnnst mjög langt langt í burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu. Karl- mannskýr eru kölluð naut. Þau eru ekki spendýr. Kýmar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái nóg. Þegar þær eru svang- ar þá baula þær en þegar þær segja ekki neitt þá er það vegna þess að þær eru pakksaddar." Ummæli Frumlegt „Þetta er nú svolítið frumlegt umræðuefni fyrir stjómmála- mann.“ Kristján Þorvaldsson, umsjónarmaöur Sunnudagskaffis á Rás 2, f spurn- ingu til Péturs H. Blöndals alþingis- manns um þann fund I fundaröö hans sem ber yfirskriftina Verömæti heiöarleikans. Með ólíkindum „Lokavika prófkjörsbaráttunnar hér í Reykjavík er nú að hefjast. Vissulega setur það svip sinn á umræður um hana, hve illa tókst til við framkvæmd prófskjörs okk- ar sjálfstæðismanna í Norðvestur- kjördæminu. Er sorglegt að fylgjast með deilunum, sem hafa orðið vegna prófkjörsins. Hitt er einnig með ólíkindum, að nokkrum skuli detta í hug að fara með kjörkassa út um borg og bí til að ná í kjós- endur. Virðing fyrir framkvæmd kosninga og reglum um þær er grunnþáttur í leikreglum lýðræðis- ins, sem verður að virða, til að eðlilegt traust ríki milli manna. Við sjáum líka, hvemig traustiö rýkur út í veður og vind, þegar þessar reglur eru hafðar að engu.“ Bjöm Bjarnason á vef sínum Ekki vinstriflokkur „Einhverra hluta vegna hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að klína þessari ímynd á Samfylkinguna og fengið ungt fólk til þess að trúa því að jöfnuður í samfélaginu sé eitt- hvað dónó. Þá hefur verið búin til sú mynd að innan Samfylkingar- innar þriflst einungis vinstrimenn. Hið rétta er að Samfylkingin er ekki vinstri flokkur á nokkurn hátt, frekar en aö hún sé hægri flokkur. Samfylking er hópur fólks með misjafnar skoðanir en sameig- inleg markmið og sammála um það hvemig hægt er að ná þeim mark- miðum - hvort sem viðkomandi halli sér meira til hægri eða vinstri." Ómar R. Valdimarsson á Pólitík.is Meö gemsa 1 annarri og Njálu í hinni „Fögur er hlíðin, svo mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst. Svartkrögubíldóttir sauðir og hymdar œr, og mun ég aka heim aftur og fara í bíó. “ „Dísús, ég datt út úr sam- bandi og var ekki búin að senda skilaboðin!" sagði ég örg við mömmu og pabba þar sem við þeystumst eftir veginum inn í Þórsmörk. „Hvaða hvaða, það er ekki hundrað í hættunni þótt til- kynningarskyldan bregðist endrum og eins,“ svaraði mamma létt á brún en ég hristi höfuðið. Móðir mín skildi ekki alvöru málsins. Ég hafði ekki náð að svara sms-inu sem vinkona mín hafði sent og yrði líklegast ekki komin í talsamband aft- ur fyrr en næsta morgun. Við vorum á leið í gistingu á vegum Ferðaþjón- ustu bænda; höfðum ákveðið að sækja landið heim yfir helgina. „Andskot- ans sambandsleysi," tuldraði ég önug og herti takið utan um gemsann. Svartkrögubíldóttur sauður Það fyrsta sem ég rakst á í náttstað var veggspjald af íslenska sauðfénu, útgefið af Bændasamtökum íslands. Svona plaggat hafði ég bara séð af ís- lenska hestinum. Efins horfði ég á myndirnar og hnyklaði brýr. Voru virkilega til svona mörg afbrigði af ís- lensku rollunni? Mér fannst hún alltaf líta eins út þar sem hún ráfaði um þjóðvegina eða hékk utan í ein- hverri hlíðinni. Síðan áttaði ég mig á að eina skiptið sem ég sé kind í raun- verulegu návígi er þegar hún er ijúk- andi á fati. Ég skammaðist mín, stillti mér því upp fyrir framan myndimar og réðst til atlögu við lýsingamar. Eft- ir smástund fannst mér sem landbún- aðarráðherra, Guöni Ágústsson, væri staddur mér við hlið og heyrði óma: „Hymdur forystusauður, grákollótt ær...“ Röddin var djúp og stundin göf- ug. Hér runnu saman íslenska sauð- kindin, dugmiklir bændur, ég og Guðni. En orðasamsetningarnar voru margar og flóknar. Þegar kom að „móamhosóttum lambgimbrum" and- varpaði ég djúpt. Móam, hvað? Lýs- ingarorðið „svartkrögubíldóttur" varð minn banabiti og ég ákvað að það væri nóg í bili að hafa áttað sig á muninum á hymdri og kollóttri á. Ég hafði stigiö mikilvægt skref í átt tfl meiri þroska. Enn fannst mér ég síð- an eldast í vangaveltum um hvort orðið „gemsi“ væri komið af orðinu „gemlingur". Silli, Valdi og Ólafur Thors Það næsta sem ég datt ofan í var símaskrá Landssíma íslands frá 1947 sem ég fann í setustofunni. „Bara ef liðið gæti séð mig núna,“ hugsaði ég. Þama sat ég úti í sveit, missti af að minnsta kosti tveimur partíum en blaðaði í rúmlega fimmtiu ára gamalli símaskrá. Hvort ætli stelpumar færu á Hverfisbarinn, Kafflbarinn eða Astró? í skránni fann ég símanúmerin á bemskuheimilum mömmu og pabba. „Var númerið hjá þér 77? Bara tveir stafir?!“ spurði ég mömmu hissa. Hún jánkaði brosandi og benti mér á að hringja hefði þurft í gegnum símstöð. „Langlínusímtöl yoru mjög sjaldgæf," bætti hún við. Álkuleg horfði ég á gemsann minn á borðinu; hafði tekiö hann með inn úr bílnum í veikri von um að hann myndi skyndilega ná sambandi. Á leiðinni austur hafði ég bæði talað við vinkonu mína fyrir norðan og frænku mina í helgarferð í Köben. Pabbi bætti því við að fyrsta fjarskiptasamband íslands við útlönd væri minna en hundrað ára gamalt. „Og þetta var ekki talsamband heldur ritsími," sagði hann. Ég skammaðist min - ég var í Talsambandi hjá Tali og að bilast þvi gemsinn datt út í nokkrar klukkustundir. Ég hafði aug- ljóslega gott af því að horfa aðeins til fortíðar. Við þá uppgötvun eina fannst mér ég enn eldast um nokkur ár. Eftir að hafa flett í gegnum síma- númer í mjólkurbúðum og hatta- hreinsunum rakst á ég nafn sjálfs Þór- bergs Þórðarsonar í skránni. Ég horfði á það með lotningu, sýndi síð- an pabba og sagði kankvís: „Islenskur aðall, maður. Hah!“ Svo brosti ég. Áfram hélt ég og fann nöfn og síma- númer Ólafs Thors og Silla og Valda. Þetta var góðs viti, ég var í beinu sambandi við fortíðina og það á laug- ardagskvöldi. Engi vil eg hornkerling vera Næsta morgun las pabbi upp úr Njálu yfir morgunverðarborðinu. Aft- ur fannst mér ég taka stórt stökk í þroska. Ég hlaut að enda á fimmtugs- aldri í lok ferðarinnar. „Dálítið kúl hann þama Njáll," sagöi ég spekings- lega og fékk mér meira serios. Mamma og pabbi höfðu jesúsað sig hátt á leiðinni austur þegar þau heyrðu að ég komst í gegnum alla skólagönguna án þess að lesa „hið merka, ólýsanlega, ógleymanlega og töfrandi bókmenntaverk Brennu- Njálssögu". „Hva-er-etta-maður," hafði ég svar- að, mitt í sms-sendingu. „Ég las Eglu og eitthvað fleira. Ég, Egill og hann þama Súrsson - bara alveg like this.“ Hvað sem því leið varð plan dagsins heimsókn á Sögusetrið á Hvolsvelli á sýninguna Á Njáluslóðum. Þegar ég kom út af safninu aftur hafði ég orðið frasa eins og „engi vil eg homkerling vera“ á takteinum og áleit það ótvi- rætt þroskamerki. Mér leið eins og ég hefði ekki gert annað en að stúdera Njálu frá fæðingu þegar ég sagði spek- ingslega við mömmu: „Njálsbrenna hefði vafalaust endað öðmvísi ef Njáll hefði veriö með gemsa og fengið sms um að Flosi og félagar væru á leið- inni.“ Svo brosti ég. Ég var hugsandi, á hraðri leið til meiri þroska og horfði jafnt tfl fortíðar sem framtíðar. Á leið í bæinn aftur, seinnipartinn á sunnudag, hringdi ég í vini mina og plataði þá í bió um kvöldið. Eftir sam- talið lagði ég gemsann frá mér, leit út um bilrúðuna og sagði fullorðinslega: „Fögur er hlíðin, svo mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst. Svartkrögu- bíldóttir sauðir og hyrndar ær, og mun ég aka heim aftur og fara í bió.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.