Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Hvað gerirðu til að dekra við sjálfan þig? Daníel Hrafnkelsson neml: Ég fer í sund og hef þaö náöugt í heita pottinum og svo gufu. Sigurjón Valur Ragnarsson nemi: Ég sef, þaö er eitt af því besta sem ég geri. Vlð gæslustörfin Beöiö eftir „ fórnarlambinu“? Forvarnir og ölvunarakstur Ægir Freyr Birgisson nemi: Ég hlusta á góöa tónlist. Alexander Haröarson neml: Ég hlusta á góöa tónlist. Andri Valgeirsson neml: Ég ligg uppi í rúmi og horfi á góöa mynd. gúst Ingvarsson nemi: :g horfi á sjónvarpiö. Már Elísson, Kópavogi, skrifar: Opið bréf til Lögreglunnar í Reykja- vík og Lögreglunnar í Kópavogi: Ég vO byrja á því að setja þá spum- ingu fram hvers vegna þessi embætti eru ekki með forvamir í sambandi við ölvunarakstur. Þessar forvamir gætu verið með ýmsu sniði og þá ekki endOega í þeim farvegi sem notaðar hafa verið áratugum saman - að halda sig tO hlés - slökkva ljósin - eða að bíða eftir að fómarlambið komi og kveikja þá ljósin á lögreglubOnum og taka það. - „Náði þér, góði“! Það er úrelt vinnuaðferð í þessum geira að reyna sífellt að „grípa menn í bólinu". Auðvitað fyrirhafnarlaus að- ferð, veit ég vel, en það má nú ná sinu fram með öðrum og raunhæfari að- gerðum. Þau vinnubrögð tíðkuðust á tímum kúluvarparanna og nokkurra framagjamra einstaklinga innan lög- reglunnar upp úr 1970. Þessari vit- leysu verða menn að vaxa upp úr. Það næst hvorki árangur í fíkniefnamál- Asgeir, kjósandi í Reykjavík, skrifar:_______ Ég hef fylgst álengdar með próf- kjörsframbjóðendum hér í Reykjavík að undanfömu. Frá þeim hefur ekki mikið komið sem snertir okkur borg- arana beint, aðallega einstök slagorð sem eiga að duga þeim í prófkjörinu, og síðan ekki söguna meir. Ég hlustaði hins vegar á viðtal við þingmanninn Pétur Blöndal á út- varpsstöðinni Sögu, í endurflutningi, sl. laugardag. Ég hef sjaldan heyrt jafh rökfastan málflutning þingmanns hér og Péturs um þau mál sem mest brenna á almenningi. Skattamálin og hin svonefnda og títtnefnda „fátækt“ sem margir vOja meina að hér sé að aukast. Einkum í Reykjavík. „Lögreglan í Ámessýslu hefur nád mjög góðum árangri með því að tala við menn - fyrir brot - gera þeim grein fyrir hættunni. Sem sé: tala við menn - áður, en ekki á eftir. Margar góðar sögur og sannar að austan eru til um þetta. “ um eða ölvunaraksturmálum með þessum hætti. Lögreglan i Ámessýslu hefur náð mjög góðum árangri með því að tala við menn - fyrir brot - gera þeim grein fyrir hættunni. Sem sé: tala við menn - áður, en ekki á eftir. Margar góðar sögur og sannar að austan eru tO um þetta. En þetta á við um alla þætti, á heimOinu, á vinnustöðum, í raun aOs staðar. Er ekki sífeOt verið að leggja börnunum lífsreglurnar, brýna eitt og annað fyrir þeim? Pass- ið ykkur á þessu, ekki gera þetta. „Ég hef sjaldan heyrt jafn rökfastan málflutning þingmanns hér og Péturs um þau mál sem mest brenna á almenningi. Skattamálin og hin svo- nefnda og títtnefnda „fá- tœkt“ sem margir vilja meina að hér sé að aukast. “ Pétur Blöndal nefndi tO sögunnar mýmörg dæmi úr þessum málaflokk- um og myndi alltof langt mál tO að fá að teygja lopann í svona bréfstúf. En Þetta heitir „forvamir". - Eru ekki lögreglumenn líka þátttakendur í upp- eldi bama sinna? Eru ekki forvamir á heimOi þeirra? Eru börnin bara „góm- uð“ eða þeim gerð fyrirsát? Hugmyndin að þessu bréfi vaknaði þegar ég heyrði af því að lögreglan í Kópavogi hefði tekið (setið fyrir?) fjóra „stúta“ undir stýri að kvöldlagi nýlega (nokkrir reyndust undir mörk- um, en skiptir ekki máli hér). Mín hugmynd er sú, og sem ég tel skOa miklum árangri, að hefði lög- reglan verið sniðug (les: forsjál) og hugsað rökrétt, þá hefði hún labbað sig inn á fótboltabarinn umrædda (í fréttinni) rétt fyrir leikslok og kaOað yfir salinn: Hvemig er staðan? - Síð- an farið út og verið sýnOeg á áberandi stað á stóra bOastæðinu fyrir utan. Ég er þess fuOviss að ekki einn af þessum fjórum hefði farið upp í bOinn sinn. Ekki ehiu sinni þeir sem voru „undir mörkum". Þetta og annað svipað heita „forvamir". Og þar er munurinn á „fyrirsát“. Er þetta ekki augljóst? Pétur hefur svo sem skOgreint þessi mál áður. Nú hafði ég tækifæri tO að hlusta á málflutning hans i ró og næði og gera upp við mig hvort hann talaði af sanngimi. Ég komst að því að svo var, og með svo skýrum hætti að þarna hefðu fáir orðið tO að mótmæla hans máflutningi. Pétur er enda einn best menntaði einstaklingurinn tO að gegna þingmennsku og þekkir vegna menntunar sinnar best tO tryggingar- mála. Nú hyggst Pétur halda opna fundi í Odda næstu kvöld kl. 20.30 og ræða þar hin ýmsu mál. Held að það væri fróðlegt fyrir hinn almenna kjósanda, sem nú er barist um, að hlýða á þenn- an skörulega og skarpgreinda mál- flytjanda. Alþingismaðurinn Pétur Blöndal Garri Barnaspítali „Sláðu í mig þá mun ég slá í þig, sláðu í mig þá mun ég slá í þig,“ sönglaði Garri á laugardags- kvöldið þar sem hann sat fyrir framan sjónvarpið með mömmu sinni og horfði á íslenskt box. „Loks- ins, loksins," sagði mamma og rifjaði upp skemmti- legar sögur af barsmíðum fyrir tíma boxbanns á Is- landi. „Mér er sérstaklega minnisstætt þegar pabbi þinn sálugi sló Friðjón frænda þinn svo hastarlega á gagnaugað að Friðjón missti allt jafnvægisskyn og sat í hjólastól til ævOoka. Sem betur fer var það ekki mjög langur tími þvi heOablæðingin sem hann fékk við höggið dró hann fljótt og örugglega tO dauða.“ „Það er gaman að þessu,“ sagði Garri á yfirborð- inu en inni í sér varð hann litli drengurinn sem saknaði fóður síns sárt. „Heldurðu að ég sé of gam- all tO að fara að.æfa box?“ spurði hann keUu og hún var á því að hann ætti ekkert að vera að skipta sér af svo göfugri íþrótt sem boxið er. „Það er ekki nógu mikO reisn yfir þér, góði minn,“ sagði hún og gerði sig beina í baki og sló nokkur öpperkött út í staðið loft sjónvarpsherbergisins. „Þú ert líka svo mOcOl aumingi. Manstu þegar Heiðmar á Knarrarósi réðst á þig á StuðmannabaUinu ‘78? Þú fórst nú ekki vel út úr því.“ Garri hugsaði tO baka. „Hann Heiðmar," sagði hann, „var nú líka einstakur íþróttamaður. Ég dáist að svona íþrótta- hringsins mönnum. Ég hef hvorki fyrr né síðar verið sleginn jafn vönduðum krók.“ Alltaf fer okkur fram „Ég vOdi að boxbannið hefði ekki verið þegar þú varst ungur drengur," sagði mamma þegar tvö fimmtán ára böm stigu í hringinn í LaugardalshöU. „Það hefði gert þér svo gott að fá að slá frá þér. Heldurðu tU dæmis að það hefði ekki verið gott fyr- ir sjálfstraustið að buffa Gunna vitleysing á fimm? Þú hefðir líka haft gott af höggum á kjálkann tU að herða þig, strákur." Já, þetta var alveg rétt hjá mömmu. Hún veit aUtaf best. Hvað Garri hefði getað gert hana stolta með því að láta strákana spýta rauðu. „Mamma, hvað var ég aUtaf að þvælast í badminton?“ spurði Garri. „Heldurðu að það hefði verið munur að fá að kýla aðeins? Og ég bara í badminton með Ása Gúmm. Ömurlegt. Ég gæti verið eitthvað aUt annað í dag en ég er ef ríkið heíði ekki verið að skipta sér af íþróttalífinu í landinu. Svo sögðu menn að á Is- landi væri frelsi í hávegum haft.“ „Suss,“ sagði mamma Garra. „Útlenska fimmtán ára barnið var að lemja íslenska barnið þannig að það fékk blóðnasir. Það á örugglega eftir að hress- ast við þetta.“ Hún neri saman lófunum og hélt áfram: „Það var ekki karlmannleg íþrótt, badmint- onið, og ekki göfúg heldur." „Nei,“ sagði Garri. „Og hugsaðu þér hvað foreldrar í dag geta verið ánægð- ir. Núna mega þeir senda börnin sín í hringinn þar sem þau geta barið önnur börn.“ „Já,“ sagði mamma, „aUtaf fer okkur nú fram sem frjálsri þjóð.“ Cjkrri Einkavæðing Landsbankans Ragnar Haraldsson skrifar: Margir furða sig á deOum sem upp hafa verið vaktar í fjölmiðlum hér vegna athugasemda manns nokkurs í garð þeirra sem standa að Samson- ar-hópnum vegna einkavæðingar Landsbanka ís- lands. Ekki verður annað séð af um- fjöUun en að þarna búi að baki hrein- ræktuð öfúnd og ofsjónir manns sem hefur misstigið sig vegna eigin glópsku í viðskiptum. Mér sýnist yfir- lýsing frá Samson í Mbl. sl. fóstudag skýra aUt málið og eyða þar með öU- um vafa sem hugsanlega var uppi á borðinu áður en þessi yfirlýsing birt- ist. Ég óska aðstandendum Samsonar- hópsins velfarnaðar. Hlutdrægur Spegill RÚV Jóhann Johannsson skrifar: SpegiUinn i Ríkisútvarpinu dregur mjög taum Palestinumanna og brýtur þar hlutleysisreglur. Þann 13. nóv. sl. var t.d. talað um „ofsóknir ísraels- manna“ á hendur foreldrum ungs manns sem framdi sjálfsmorö með því að sprengja sig i loft upp. Ekki orð um að þessi ungi maður hefði drepið og slasað nokkra tugi Israelsmanna með athæfi sínu. Nei, þetta hljómaði eins og ofsóknir á hendur saklausum fórn- arlömbum. Kannski er öUum sama þótt SpegiUinn dragi taum einhverra brjálaðra útlendinga sem eru að drepa hverjir aðra. En hverju eigum við þá að treysta þegar kemur að annarri umfjöUum á þessum bænum? Landsbanki ís- lands Einkavæöing í góöum farvegi. Baráttumál borgarþingmanns Gunnar Porsteinsson skrifar: Katrín Fjeldsted alþm. Vill láta kanna hag- kvæmni farþega- flutninga á sjó. Ekki hefur borið mikið á áhuga þing- manna Reykvík- inga fyrir velferð borgarbúa. Ekki auglýsa þeir heldur stefnumál sín eða leggja upp með bar- áttumál sem þeir vilja vinna að fái þeir brautargengi. I auglýsingu í Vest- urbæjarblaðinu, málgagni okkar Vesturbæinga, telur þó Katrín Fjeldsted alþm., sem er í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík, upp baráttumál sin fyrr og nú. Nefnir m.a. Reykjavík menningarborg árið 2000, neysluvatn verði skUgreint sem auðlind í lögum, samræmt neyð- amúmer, hámarkshraða í íbúðar- hverfum - og það sem ég hef ekki séð áður: öryggi landsins/farþegaflutn- inga á sjó. Þama er brotið blað af borgarþingmanni. Ég hef ekki verið fastur kjósandi ákveðins flokks til þessa. En nú kýs ég Katrínu í 4. sæti eins og hún biður um. ísland án eiturlyfja? Kristinn Sigurðsson skrifar: Hver man ekki eftir slagorðinu Is- land án eiturlyfja árið 2000? - Einu sinni var þetta göfugt og heUlandi verkefni. Stöðva átti aUa eiturlyfja- og fíkniefnasölu og innflutning einnig. En þá datt löggjafarsamkomunni á Al- þingi í hug að samþykkja „Schengen"- samkomulagið, sem þýddi auðvitað að ekki var lengur toUskoðun eða passa- skoðun. AUt tU hagsbóta fyrir dópista, dópsala og annan misindislýð. Nú er einn og einn „pikkaður" út, af kannski þúsund manns. Eiturlyfin eru komin i grunnskólana og senn verður að gæta allra barnaskólanna líka. - Eigum við að þakka alþingis- mönnum? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24,105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.