Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2002, Qupperneq 15
15
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2002
x>v
Kemur skáld út úr skápnum?
Ljóðabækur Sigurðar
Pálssonar hafa jafnan
komið út í þrennum.
Við lestur á nýjustu
skáldsögu hans, Nætur-
stað, getur manni allt
eins dottið í hug að það
sama eigi við um skáld-
sögurnar. I það minnsta
er Næturstaður um
sumt eins og spegilmynd fyrstu skáldsög-
unnar, Parisarhjóls.
í Parísarhjólinu var sagt frá ungum
manni sem ferðaðist frá íslandi á
bernskulóðir sín ar í París. Þar tókst
hann á við sjálfan sig og vann úr per-
sónulegu áfalli með aðstoð ástarinnar og
listarinnar. í Næturstað kynnumst við
Reyni, manni á fertugsaldri sem hefur
búið öll sín fullorðinsár í Brussel en
kemur á æskuslóðir sínar á Norðaustur-
landi til að vera við jarðarfor föður sins.
Líkt og í Parísarhjólinu bíða hans óleyst
vandamál á bernskuslóðunum. Líf hans
erlendis virðist hafa snúist um að byggja
upp öruggt líf án átaka eða áhættu.
Bókmenntir
Still sögunnar er ljóðrænn og textinn
er þéttriðinn endurtekningum sem binda
hann saman. Ljóðrænn stíllinn er þó
ekki bara sjálfs sín vegna heldur gegnir
hann alveg ákveðnu hlutverki í sögunni.
Reynir hefur eytt ævi sinni i blekbú-
skap. Ættingjar hans standa í þeirri trú
að hann gegni háu embætti í Brussel en
raunin er önnur. Hann er þýðandi í
lausamennsku og tekur helst að sér þau
verkefni sem reyna minnst á hann:
skýrslur og þurr embættismannabréf.
Hann vinnur með tvmgumálið en gerir
þó allt sem i hans valdi stendur til að
forðast margræðni þess og sköpunar-
kraft. Samt kraumar tungumálið - eða
öllu heldur timgumálin - innra með
honum og leita á hann þegar hann mæt-
ir bernskuslóðunum á ný og reynir að
endurheimta reynslu sina og færa i orð.
í bilinu á milli tungumálanna sem hann
vinnur með, óþýðanleikanum, spretta
upp vangaveltur, margræðni og leikur í
tungumálinu. Það koma jafnvel til hans
fullmótaðar ljóðlínur eins og ósjálfrátt
þótt hann þykist ekki yrkja ljóð.
Lesandann fer að gruna að hann hafi
bælt með sér skáldskapinn engu síður
en tilfmningar sínar. Endurfúndirnir
við landslagið á bemskuslóðum, tungu-
málið og gamla ástkonu verða til þess
að leysa hann úr viðjum bælingarinnar
og þegar hann hverfur aftur á brott er
hann breyttur maður, hefur gert upp
við fortiðina og er kannski tilbúinn til
að horfast i augu viö skáldið í sjálfúm
sér.
Næturstaður ber þess mörg merki að
vera skrifuð af ljóðskáldi. Þetta á ekki
einungis við um stilinn. Hér er ekkert
ofsagt en margt gefið í skyn. Þetta er
einn af mestu kostum bókarinnar, úr
efni hennar hefði mátt gera billegt
melódrama en Sigurður gefur meira í
skyn og lætur lesandanum eftir að
draga ályktanir. Það er rúmt um les-
andann í þessari sögu ekkert síöur en i
Ijóðum Sigurðar Pálssonar.
dv-mynd e.ól. Jón Yngvi Jóhannsson
Siguröur Pálsson skáld _____________________________________
Persóna hans vinnur meö tungumáliö en gerir þó allt til að forö- siguröur Pálsson: Næturstaöur. JPV útgáfa
ast margræöni þess og sköpunarkraft. 2002.
Opera
Djöfulleg svipbrigði
Allmörg ár eru síðan Kristinn Sig-
mundsson kom fram á óperusviðinu hér-
lendis, og telst það því til tíðinda að hann
skuli um þessar mundir vera í hlutverki
hins slóttuga tónlistarkennara Don
Basilio í uppfærslu íslensku óperunnar á
Rakaranum í Sevilla eftir Rossini.
Aðdáendur Kristins urðu ekki fyrir
vonbrigðum með frammistöðu hans síð-
astliðið laugardagskvöld, alltént man ég
ekki eftir að hafa heyrt svo langt lófatak
með tilheyrandi húrrahrópum eftir eina
aríu á miðri sýningu. Þetta var hin vin-
sæla aría La Calunnia sem Kristinn hef-
ur sungið margoft í konsertuppfærslu; nú
var hann í réttu umhverfi og djöfulleg
svipbrigðin sem hann kryddaði söng sinn
með voru svo kostuleg að áheyrendur
skelltu upp úr oftar en einu sinni. Atrið-
ið var í einu orði sagt frábært, og bar
Kristinn höfuð og herðar yfir Stanislav
Enn þá betri en frumsýnlngin
Kristinn Sigmundsson og Þorbjörn Rúnarsson í Rakaranum í
Sevilla.
Shvets sem söng hlutverkið á frumsýn-
ingunni. Þó söngur hans væri góður var
leikur hans nokkuð stirður.
Ljúft er að segja frá því að sýningin á
laugardagskvöldið var talsvert skemmti-
legri en frumsýningin, hljómsveitarstjór-
inn var afslappaðri, og Ólafur Kjartan
Sigurðarson, sem er í hlutverki rakarans,
var MIKLU meira sannfærandi, sérstak-
lega kom upphafsatriðið með honum bet-
ur út. Þorbjörn Rúnarsson tenór, sem var
í hlutverki Almaviva greifa, var einnig
traustur fyrir utan nokkurt óöryggi í
byrjun, en segjast verður að rödd hans
hentar fremur trúarlegri barokktónlist
þar sem hann hefur verið áberandi und-
anfarið.
í heild skemmtileg sýning - ég mæli
með Kristni; hann er engum líkur!
Jónas Sen
Uppgjörsmál um tæpitungu
- segir Þorsteinn Antonsson um Höfundarsögu sína sem Vestfirska forlagið gefur út
Þorsteinn Antonsson hefur gefið út
bókina Höfundarsaga mín þar sem hann
fjallar, eins og nafnið bendir til, um rit-
höfundarferil sinn. Þó byrjar hann á upp-
runa sínum og uppvexti og gerir grein
fyrir bemskureynslu sem hann telur ræt-
ur rithneigðar sinnar. Hann lifði í
bemsku einangruðu en andlega frjósömu
lífi eins og löngum hefur verið talið hollt
rithöfundum. Bókin er gefín út af Vest-
firska forlaginu þó að höfundurinn sé
ekki Vestfirðingur.
„Það er raunar hending að hún skuli
koma út þar,“ segir Þorsteinn. „Bækur
mínar em orðnar um tveir tugir og hafa
ekki hingað til tengst einu forlagi fremur
en öðru. En það er með okkur Hallgrím
Sveinsson útgefanda og mig eins og tvo
menn sem hittast á krossgötum, setjast
niður og fara að bera saman bækur sín-
ar: Við eigum samleið, að minnsta kosti
um sinn.
I jaðri samfélagsins
- Þú ferð hispurslausum orðum um
menn og málefni í bókinni. Ertu ekki
hræddur um að meiða neinn?
„Nei. Ég er ekki að elta uppi fólk til að sprok-
DV-MYND E.ÓL
Þorsteinn Antonsson rithöfundur
Sambýliö viö þá sem lifa meira miösvæöis hefur oft
veriö strítt.
setja það, en vera kann að segja megi að ég
gjaldi líku líkt. Að kenna megi heiftrækni á
stöku stað. Hitt er eins vist að sagan
öll sé uppgjörsmál um tæpitungu
sem mér þykir hafa einkennt ís-
lenska bókaútgáfu lengst af höfund-
artíð minni, en ég hef sérstakar
ástæður til að tileinka mér ekki.“
- Hvaða ástæður þá?
„Það má heita að ég muni ekki til
sjálfs mín annars staðar en í ein-
hvers konar samfélagsjaðri, og sam-
býlið við aðra sem lifa meira mið-
svæðis þvi oft verið strítt. Ég get
ekki látið hagsmuni fólks sem eru
meira eða minna í andstöðu við
mína ráða skrifum mínum;
betra þá að skrifa ekki
neitt.“
- Þú hefur skrifað tals-
vert mikið um mannlif utan-
garðs, til dæmis stóra bók um
Geirfinnsmálið, aðra um ein-
hverfa og þá þriðju um skyggni.
Ert þú sjálfur utangarðsmaður?
„Satt að segja þá vona ég það. Ég
vona að ég verði einhvem tíma maður
til að standa undir því hlutskipti því að það er
eina alvaran í því að vera rithöfundur og semja
bókmenntir."
___________________Menning
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Píanótónleikar
Þorsteinn Gauti Sigurðsson heldur ein-
leikstónleika á píanó í Salnum annað
kvöld kl. 20. Þar leikur hann verk eftir
Bach, Brahms, Rachmaninoff, Ravel og
Prokofieff.
Miðasala er þegar hafin.
Minningartónleikar
BAnnað kvöld verða
haldnir minningartón-
leikar um Svanhvíti Eg-
ilsdóttur i tilefni af út-
komu bókarinnar Tví-
stirni - Saga Svanhvítar
Egilsdóttur eftir Guð-
rúnu Egilson. Á tónleik-
unum munu vinir henn-
ar og fyrrum nemendur
koma fram svo og ýmsir fleiri sem vilja
veita minningu hennar virðingu. Jóhanna
Þórhallsdóttir ber hitann og þungann af
tónleikunum en fram koma auk hennar
Ingveldur Ýr, Snorri Wium, 4Klassískar
og Léttsveit Reykjavíkur. Auk þess mun
Guðrún lesa úr bók sinni og segja frá
Svanhvíti.
Sveitin mín -
Kópavogur
Helga Sigurjónsdóttir
hefúr gefið út bókina
Sveitin mín - Kópavog-
ur þar sem hún birtir
frásagnir bekkjarsystk-
ina sinna úr Kópavogs-
skóla frá því á fimmta
áratugnum. Þetta voru
landnemaböm því þeg-
ar þau hittust fyrst í
október 1945 var þéttbýli að myndast á
þessum hrjóstrugu melum. f bókinni er
leitast við að svara því hvaða fólk settist
að í Kópavogsbyggð um miðjan fjórða ára-
tuginn, hvaðan kom það og hvernig reiddi
því af? Var líf bamanna í Kópavogi að
einhverju leyti ólikt lífi bama annars
staðar á landinu?
Nítján bekkjarsystkini segja sögur sín-
ar en auk þess eiga nokkrir af eldri kyn-
slóð frásagnir í bókinni, þeirra á meðal
Jakobína Schröder í Birkihlíð, eini núlif-
andi nýbýlabóndinn í Kópavogi, og Guð-
rún Sveinsdóttir sem var leikfimikennari
við Kópavogsskóla á þessum tíma. Bókin
er ríkulega myndskreytt.
Stórtónleikar
80. afmælisári Lúðrasveitar Reykjavík-
ur verður lokað með glæsilegri dagskrá í
Borgarleikhúsinu annað kvöld kl. 20.30. Á
efnisskránni er eingöngu tónlist eftir
Hollywood tónskáldið John WiUiams.
Hann átti 70 ára afmæli á árinu og er því
gott tilefni til að halda tónlistarveislu með
nokkrum af hans perlum.
Ljósmyndakeppni
Nýhafm er ljósmyndakeppni á vefsíð-
unni www.ljosmyndari.is í fjórða sinn.
Keppnin er öllum opin og getur hver sent
inn allt að 3 myndir. Myndefnið er frjálst.
Eingöngu er tekið á móti myndum í tölvu-
pósti á póstfangið ljosmynd-
ari@ljosmyndari.is Myndirnar verða
settar inn á vefsíðuna jafnóðum og þær
berast. Siðasti skiladagur er 31.12. 2002.
Þetta er útsláttarkeppni. Hægt verður
að sjá allar myndimar dagana 1. jan til 11.
jan. 2003, og frá 1. janúar verður hægt að
greiða myndunum atkvæði. Helmingur
myndanna heldur áfram keppni (þær
bestu) en hinar detta út. Vikulega verður
síðan hægt að gefa atkvæði þeim myndum
sem eftir standa og dettur þá helmingur
mynda út í hvert skipti. Vikulega frá 12.
janúar fækkar myndunum sem sagt um
helming, þar til endanleg úrslit liggja
fyrir um mánaðamótin febrúar/mars.
Fyrstu 5-6 vikumar verður almenningur
í dómnefnd. Síðustu 2 vikurnar verður 3ja
manna fag-dómnefnd fengin til að ráða
úrslitum.
Aðalverðlaunin eru stafræn myndavél
af gerðinni PENTAX Optio 330GS 3,2
milljón díla, aukaverðlaun eru
ljósmyndabækur. Sjá nánar á
www.ljosmyndari.is.
Búningahönnun
Á morgun kl. 12.30 sýnir María Ólafs-
dóttir hönnuður skyggnur og fjallar um
vinnu sína sem búningahönnuður í Lista-
háskóla íslands í Skipholti, stofu 113. Mar-
ía hefur séð um búninga í fjölmörgum
leiksýningum og kvikmyndum ásamt
smærri verkefnum svo sem auglýsingum
og myndböndum. Hún starfar einnig sem
kennari við hönnunardeild Listaháskóla
íslands.