Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Blaðsíða 32
Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz m I I_X__JSí Loforð er loforð Símí: 533 5040 - www.allianz.is Fimm 15 ára á cm heimilum sínum Almannavarnanefnd Seyðisfjaröar ákvað í gærkvöld að áfram væri í gildi rýming 15 húsa á Seyðisfirði vegna hættu á frekari aurskriðum úr íjallinu ofan bæjarins. Skriður féllu um helgina á Austurveg og við Botna- hlíð. í húsunum 15 býr liðlega 30 manns og gisti flest fólkið 1 nótt hjá vinum og ættingjum en ein 3ja manna fjölskylda hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálpar- stöð í nýja skólanum og þangað gat fólk leitað. Enginn hefur þurft að flytja af svæðinu í og við verksmiðju SR-mjöls en lokað er fyrir umferð þangað sem og um Austurveg. „Lögreglan er auðvitað á ferðinni til að fýlgjast með en það rignir ennþá hér og það er spáð áfram rigningu hér fram eftir mánudegi, jafnvel lengur. Jarðvegurinn er því orðinn ansi vatnsósa og menn svolítið hræddir ' við ástandið. Ég man ekki eftir svona ástandi lengi hér. Svipað ástand hefur verið áður en þá kannski bara í einn sólarhring, nú skiptir þetta dögum. Flóðin og skriðufollin í ágúst 1989 voru miklu meiri, þá fóru skriður al- veg fram í sjó,“ segir Sigurjón Andri Guðmundsson, lögreglumaður á Seyð- isfirði. Veðurstofan spáir austlægri átt næstu daga, rigningu á þessu svæði í dag en síðan súld eða rigningu en á fimmtudag fer í norðaustlæga átt og vætu austan til. Engrar uppstyttu er því að vænta á næstunni. -GG stolnum bíl Lögreglan á Akureyri hafði af- skipti af frmm fimmtán ára ungling- um sem tekið höfðu bíl traustataki á laugardagskvöld og voru í skemmtireisu i nágrenni bæjarins. Þeir voru allsgáðir. Hins vegar var einn ökumaður tekinn í bænum grunaður um ölvun við akstur í fyrrinótt og ein stúlka réttindalaus undir stýri. Þrjár tilkynningar bár- ust Akureyrarlögreglu um likams- árásir sömu nótt. Þær áttu sér allar stað á veitingahúsum en ekki var um alvarleg slys á fólki að ræða. Einn maður var staðinn að neyslu amfetamíns, hann var yfirheyrður í gær og telst málið upplýst. -Gun. ^Ólafsfjarðarvegur: Ökumaður tek- inn á ofsahraða DV-MYND NH Hraungerðiskirkja hundrað ára Aldarafmælis Hraungerðiskirkju í Flóa var minnst meö hátíðarguðsþjónustu í gær og veglegu kirkjukaffi í Þingborg. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, prédikaði við messuna og Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur í Hraungeröi, þjónaöi fyrir altari. Þeir sjást hér á mynd ásamt Guðjóni Kristinssyni hleðslumeistara sem á mörg hand- tök í garðinum umhverfis guðshúsið. Ökumaður var tekinn á 164 kíló metra hraða á Ólafsfjarðarvegi í myrkri á laugardagskvöld milli Ak- ureyrar og Dalvíkur. Alls voru sjö ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á þeim vegi á stuttum tíma. Víðar voru menn staðnir að hraðakstri um helgina, svo sem á sunnanverðu Snæfellsnesi og í ná- grenni Víkur í Mýrdal. -Gun. / / / / I Ástþór Magnússon situr í gæsluvarðhaldi vegna tölvupósts: / Hótunin hefur kostað fyrirhöfn og fjármuni - segir deildarstjóri hjá Atlanta. Viðbúnaðarstigi aflétt hjá Flugleiðum Sjálfvirk slökkvítækí fYrír sjónvörp Símí 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 ■ Kópavogi Innflutningur og sala ■ www.hbtondal.com 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ „Hótunin hefir bæði kostað félagið töluverða fyrirhöfn og fjármuni en við getum ekki metið hvort um hugaróra sjúks manns er að ræða eða ekki. Við- vörun var send út tO okkar stöðvar- stjóra um allan heim og hún verður í gUdi fram í næstu viku þegar staðan verður endurmetin," segir Einar Ósk- arsson, deildarstjóri öryggissviðs Atl- ana, um tölvubréf Ástþórs Magnús- sonar sem barst fjölmiðlum og þing- mönnum á föstudagskvöld þess efnis að íslensk flugfélög geti orðið fyrir flugráni eða sprengjutilræði. Ástþór Magnússon, forsjársmaður samtakanna Friður 2000, var handtek- inn aðfaranótt laugardagsins og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fóstudags. Hann er i einangrun á Litla-Hrauni og má ekki fá heimsókn- ir. Lögmaður Ástþðrs hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar og verð- ur málið tekið fyrir í dag. í tölvupóstinum sem Ástþór sendi fyrir hönd Friðar 2000 segir m.a. að samtökin hafi rökstuddan grun um að ráðist verði gegn íslenskri flugvél með flugráni eða sprengjutilræði. „Við vitum ekki hvort þessi árás muni beinast gegn almennu flugi Icelandair eða Atlanta eða hvort bæði félögin verði skotmark. Tilræðið mun koma sem svar við þeim ráðagerðum ríkisstjómarinnar að nota borgaraleg- ar flugvélar íslenska flugflotans til um og ekki væri að vænta neinna að- gerða af hálfu Flugleiða í þessu máli. I gang fór viðbúnaðarstig vegna hót- unarinnar en síðan var því aflétt. í 100. grein hegningarlaga nr. 99/2002 segir m.a. að fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fang- elsi hverjum sem í þeim tflgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofn- un til að gera eitthvað eða láta eitt- hvað ógert í því skyni að veikja eða skaða stjómskipun eða stjórnmálaleg- ar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofhun- ar. Þar undir er m.a. talið að raska umferðaröryggi eða trufla rekstur al- mennra samgöngutækja. Hægt er að dæma í ævilangt fangelsi en sé ára- fjöldi tiltekinn i dómi getur hann aldrei orðið meiri en 16 ár. -GG DV-MYND KÖ A leið út úr héraðsdómi síðla á laugardagskvöld Héraðsdómur hefur úrskurðað Ástþór Magnússon í fimm daga gæsluvarð- hald og situr hann nú í einangrun á Litla-Hrauni. Brother PT-2450 merklvélin er koniin flutninga á hergögnum eða hermönn- um fyrir NATO í ólögmætu stríði gegn írak.“ Flugfélagið Atlanta hefur frá því tölvupósturinn fór á kreik verið í við- hragðsstöðu samkvæmt neyðaráætlun félagsins um skemmdarverkahótanir. Einar Óskarsson segir málið litið mjög alvarlegum augum. Guðjón Amgrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, sagði að málið væri í góðum höndum hjá lögregluyfirvöld- Mögnuö vél sem, meö þinni hjálp, hefur hlutina í röö og reglu. Snjöll og góö lausn á óreglunni. Rafport Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 • www.rafport.is dheppnin elti aflraunamenn Þrír ungir menn sem hugðust reyna sig við aflraunasteinana þrjá á Djúpalónssandi undir Jökli í fyrrinótt stórskemmdu bíl sinn er þeir lentu út af afleggjaranum niður í fjöruna og út í hraun. Mennimir sluppu blessunarlega ómeiddir. Þeir gengu til byggða og gerðu ekki viðvart um atburðinn fyrr en í gær enda náðu þeir engu símasambandi þaðan sem óhappið varð. Steinamir þrír heita Am- lóði, Hálfsterkur og Fullsterkur og hafa margir reynt styrk sinn á þeim. Lögreglan á Ólafsvík telur hyggilegra fyrir menn að kanna krafta sina í björtu, einkum utan alfaraleiða. -Gun. VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.