Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2002, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2002
DV
Tilvera
LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT /
Elvislokkur á
tíu milljónir
Skínandi svartur hárlokkur af
höföi rokkkóngsins sáluga, Elvis
Presley, var nýlega seldur á netupp-
boði í BandaríkjUn-
um fyrir tæpar 10
milljónir króna.
Lokkurinn var í
eigu Toms Morgans,
sem hafði fengið
hann að gjöf frá vini
sínum, Homer Gille-
land, fyrrum hár-
snyrti Presleys, og hafði lokkurinn
verið geymdur í loftþéttri gler-
krukku í tæpa þrjá áratugi.
Alls bárust 32 tilboð í lokkinn og
tók Morgan auðvitað því hæsta.
„Lokkurinn hlýtur að gefa sönnrnn
aðdáendum Presleys mun meira
gildi heldur en til dæmis einfóld eig-
inhandaráritun og þess vegna voru
menn tilbúnir að borga vel,“ sagði
Morgan sem var hæstánægður með
söluna, en lokknum fylgdi staðfest-
ing sérfróðra að hann væri af hin-
um eina og sanna Elvis.
Madonna greyið
þurfti að betla
Poppsöngkonan og milljarðamær-
ingurinn Madonna lenti heldur bet-
ur í pínlegri aðstöðu á veitingastað
i London um daginn. Hún þurfti að
fá lánað fé til að eiga fyrir köku
litla sonarins Roccos. Að sögn
breska blaðsins The Sun gekk
Madonna að tveimur systrum og
sagðist hafa gleymt buddunni, hvort
þær gætu ekki reddað henni um
smáklink til að hún gæti borgað
reikninginn. Systurnar, sem báru
ekki kennsl á söngkonuna, lánuðu
henni tvö pund svo Madonna gat
borgað reikninginn. Systumar fá
skuldina greidda bæði í fé og geisla-
diskum með tónlist Madonnu.
Það er kannski ekkert óeðlilegt
við að það að gleyma buddunni
heima svona einu sinni, en það sem
vekur furðu hér er að eiginmaður
Madonnu, kvikmyndaleikstjórinn
Guy Ritchie, var með í for og hann
virðist heldur ekki hafa átt krónu
með gati i vasanum. Og ekki nein
greiðslukort heldur.
Liz vill ekki
taka meölagid
Breska fyrirsætan og leikkonan
Liz Hurley er enn komin í illdeilur
við bamsföður sinn, ameríska kvik-
myndaframleiðandann Steve Bing.
Stebbi hefur stefnt henni fyrir rétt
vegna þess að hún neitar að taka
við meðlaginu með syni þeirra. Með
því vill hún greinilega sýna að hún
hafi nú ekki lagt lag sitt við millj-
ónerann tO að komast yflr pening-
ana hans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
þau Liz og Steve deila. Fyrst í stað
neitaði hann að vera faðir bamsins
og viðurkenndi það ekki fyrr en eft-
ir að DNA-próf leiddi það í Ijós, svo
ekki varð um villst.
mOKMSSON
Skoðið heimasíðuna
DV-MYND Jl
Ekki ráðalausir
Þessir strákar heita Gunnar Örn og Guömundur Einar og eiga heima á Höfn. Þeir
eru aö fara meö ónýtar umbúöir og rusi frá Smur og Dekk út í gámastöö. Þar
sem þeir vilja vera sjálfstæöir í sinni vinnu fengu þeir lánaöa kerru og handafliö
er notaö til aö koma ruslinu á áfangastaö en þangaö er dágóöur spölur. Guö-
mundur Einar stendur uppi í kerrunni og passar aö þyngdarpunkturinn sé á rétt-
um staö meðan Gunnar Örn dregur kerruna og fer létt meö þaö.
okkar og kíkið á tilboðin
Góbelíntöskur
2 stærðir —
mikið úrval
Vegna þessara tímamóta er hafin
sérstök afmælistilboðsvika
í versluninni í Lágmúla 8
vörutegunda er á sérstöku
Nú áttu bað skilið
bi
að fá upppvottavél!
86050 u-w
V
wsr
Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum
blæstri og svo hliððlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún
er ganai. Tekur tolf manna matarstell, hefur sex þvottakerfi,
fiögur nitastig og er með “aquva control” vatnsöryggi.
m
r
M
• 28” Skjár • 2 x Scart tengi • Super-VHS • Tengi fyrir
heyrnatól • Textavarp með islenskum stöfum • Nícam Stereo
• Tðnjafnari • Fjarsfyring
VISA-EUR0
LÉTTGREIÐSLUR / ÞRJÁ MÁNUÐI
HJÁ BRÆÐRUNUM ORMSSON