Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 30
30 Útgerðaraðilar fiskverkendur Bæjarráð Sandgerðisbæjar hvetur útgerðaraðila og fiskverkendur í Sandgerði til að sækja um byggðakvóta til sjávarútvegs- ráðuneytisins og minnir á að umsóknin þarf að hafa borist ráðuneytinu eigi síðar en 16. desember 2002. Við ákvörðun um úthlutun verður m.a. litið til eftirfarandi atriða: 1. Stöðu og horfur í einstökum byggðum. 2. Hvort telja megi líklegt að úthlutunin komi til með að styrkja byggðina. 3. Um hvort sé um að ræða samstarfsaðila í veiðum og vinnslu. Ráðuneytið leggur áherslu á að umsóknirnar verði vel rökstuddar. F.h. bæjarráðs Sand,gerðisbæjar, Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri. T i I b o ð Einnig Vídd: Mjarðarnes 9 — Akureyri Bæjcirlind 4 — Sími 554 6800 og Agenfia ehf. - Baldursgötu 14 - Keflavík www.vidd.is — viddO-Dvidd.is iL Góð kaup! (p Renault Mégane Classic RN Nýskr.08.2002, 1600cc vél, 4 dyra, 5 gfra vtnrauður, ekinn 5.þ, *1.5G0þ Munið hagstæða rekstrarlelgu á notuðum bílum! 575 1230 Opið mán-fös 09-18 og lau 10-16 Grjóthálsi 1 bilaland.is Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. desember 2002 hefst innlausn á útdregnum húsbréfúm f eftirtöldum floldcum: 4. flokki 1992 - 36. útdráttur 4. flokki 1994 - 29. útdráttur 2. flokkf 1995 - 27. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 - 18. útdráttur Inntausnarverðið er að finna í Morgunblaóinu föstudaginn 13. desember. Innlausn húsbréfa fer ffam hjá íbúðaLánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtaekjum. íbúðalánasjóður Borgartuni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 Tilvera 13'V DV-MYND GVA I beinni á Stöö 2 Hvatningarkór UMFÍ, ásamt Jóni Kristjánssyni heilbrigöisráöherra, Siguröi Guömundssyni landlækni og bæjarstjórunum, Ásdísi Höllu Bragadóttur í Garöabæ og Árna Sigfússyni í Reykjanesbæ, sungu saman lagiö Tóm tjara. Átak UMFÍ og Jóhanns G. Jóhannssonar: Gegn reykingum Hvatningarátak gegn reykingum er að hefjast hjá Ungmennafélagi ís- lands. Reyndar er það samstarfsverk- efni þess félags og Jóhanns G. Jó- hannssonar, tónlistar- og myndlistar- manns. Nýr geisladiskur, Hættum að reykja, verður gefinn í þúsundatali til skóla, íþróttafélaga og ýmissa sam- taka. Þar eru antireykingarlög Jó- hanns G„ Tóm tjara, Svæla svæla og Furðuverk, í ýmsum útgáfum og með- förum þekktra flytjenda, svo sem Birgittu Haukdal, Jónda í I svörtum fötum Hreimi í Landi og sonum, Erpi, Jóhönnu Guörúnar og fleiri. Meginmarkmið átaksins er að stuðla að því að höm og unglingar láti reykingar eiga sig. Rannsóknir hafa leitt i ljós að þeim sem byrja ungir að reykja er margfalt hættara við að verða eiturlyfjum að bráð og 70% meiri líkur eru á að stúlkur sem byrja að reykja á táningsaldri fái síðar meir brjóstakrabbamein. Þá má geta þess að einstaklingur þarf að þéna um 230 þúsund á ári tO að hafa efni á að reykja pakka á dag. Svo til mikils er að vinna. -Gun. South River Band: Fjör og spilagleði South River Band heldur útgáfutón- leika í Iðnó laugardaginn 14. desember. Hljómsveitin gaf út fyrsta geisladisk sinn í sumar en hefur enn ekki haldið eiginlega útgáfútónleika. Á efnisskrá alþýðuspilaranna frá Syðri-Á em ís- lensk alþýðu- og dægurlög ásamt eigin efni. Þá hefur South River Band opnað nýja heimasiðu, www.southriver- band.com, sem verður kynnt á tónleik- unum. Htjómsveitin hefiu- staðið fyrir vinsælum söngkvöldum þar sem fjör og spilagleði er í fyrirrúmi. öllum text- um er varpað á skjá þannig að tónleika- gestir eiga auðvelt með að taka undir enda allir textar á íslensku og einkenn- ast gjaman af kímni og oft á tíðum svörtum húmor. Ekki er ólíklegt að jólalögin slæðist með að þessu sinni. South River Band er skipað Grétari Inga Grétarssyni, bassi, Gunnari Reyni Þorsteinssyni, slagverk, Helga Þór Ingasyni, hljómborð, Jóni Ámasyni, harmonika, Kormáki Bragasyni, gítar, Ólafi Sigurðssyni, gítar og mandólín, Ólafl Þórðarsyni, gítar, og sérstökum gestaleikara, Szymoni Kuran, á fiðlu. Styrkir veik börn Nýlega hlaut Um- hyggja, félag langveikra barna styrk að upphæð 420 þúsund krónur frá fyrirtækinu Volare. Styrknum var skipt jafnt milli tveggja fiöl- skyldna. Volare er í Vestmannaeyjum. Það selur heUsu- og snyrti- vörur, framleiddar úr Aloe Vera plöntunni, og ákvað á síðasta ári að láta eitt prósent af veltu fyrirtækisins ganga tU styrktar góðu málefni. Við það er staðið. Gleöileg stund Sjöfn Jónsdóttir, sem á þrjú langveik börn, tekur hér viö 210 þúsund krónum, ásamt gjafakörfu, úr hendi Guðmundu Hjörleifsdóttur, framkvæmdastjóra Volare á íslandi. Hinar tvær á myndinni eru Ragna Marinós- dóttir, formaöur Umhyggju, í hvíta jakkanum, og Dögg Káradóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju sem tók viö gjöfinni fyrir hönd hinnar fjölskyldunnar. Kringlukráin: Fagra veröld Næstkomandi sunnu- dag verður djasspíanist- inn Sunna Gunnlaugs- dóttir með tónleika í Kringlukránni. Þar mun hún leika lög af Fögra veröld, nýútkomnum geisladiski með henni og Sunna hljómsveit hennar. Disk- Gunnlaugsdóttir ur þessi hefur verið tU- Leikur lög af nýrri nefndur tU íslensku tón- Piötu ogjólalög. listarverðlaunanna. Auk þess mun hún leika nokkur jóla- lög. Þau sem koma fram með henni em Kristjana Stefáns- dóttir, söngur, Sigurður Flosason, saxófónn, Gunnar Hrafnsson, bassi, og Scott McLemore, trommur. Tón- leikaranir hefjast kl. 21.00. lyndbandarýni Quicksand ★★A Leiddur John Mac- kenzie er einn besti spennu- myndaleikstjóri Breta. Hann hafði gert nokkrar kvikmyndir þegar hann sló í gegn með Long Good Friday árið 1980. Hefur hann frá þeim tíma leikstýrt eUefu kvikmynd- um sem sumar hverjar hafa verið með því betra i þessum geira kvikmynda. Það hafa þó verið örlög hans að þrátt fyrir að hann sé yfirleitt með. úr- valsleikara og fái góða gagnrýni þá hefur lítið farið fyrir kvikmyndum hans. Gott dæmi er When the Sky FaUs, frá því fyrir tveimur árum, þar sem Joan AUen lék irska blaðakonu sem verður fulláköf í starfi þegar hún er að rannsaka undirheimana. Þetta eru einnig örlög nýjustu kvik- myndar Mackenzies, Quicksand. í henni leikur Michael Keaton banda- rískan bankamann, Martin Raikes, sem sendur er tU Evrópu vegna gruns um peningaþvott. Strax við komuna tU Parísar er reynt að múta honum. Þegar það tekst ekki er hann leiddur í gUdru og látið líta út fyrir að hann hafi drepið háttsettan lögreglufor- ingia. TU að bjarga mannorðinu fer Raikes í felur og hefur eigin rann- sókn. Quicksand er hröð og spennandi. Sagan er að visu ekki mjög sannfær- andi en Mackenzie bætir það upp með styrkri leikstjórn og Mikkaranir tveir, Keaton og Caine, sem leikur kvikmyndastjörnu sem má muna sinn flfll fegri, standa vel fyrir sínu. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Mac- kenzie. England/Frakkland, 2001. Lengd: 96 min. Leikarar: Michael Keaton, Mich- ael Caine, Judith Godreche og Rade Serbedzija. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hysterical Blindness ★A Tilverukreppa Debby (Uma Thurman) er svo stressuð að hún á það tU að blind- ast. Þetta kemur þó ekki í veg fyr- ir það að hún haldi áfram að lifa eins og manneskja sem hengd er upp á þráð, þolir ekki að henni sé mótmælt og rifst stans- laust við þá sem henni standa næst, sem er móðir hennar (Gena Rowlands) og besta vinkona, Beth (Juliette Lewis). Þegar svo móðir hennar fmnur eldri mann sem vill eyða eUinni með henni getur Debby ómögulega samgleðst henni. Þetta gerist um sama leyti og hún sjálf hittir mann sem hún eyðir nótt með en hann vill síðan lítið með hana hafa. Hysterical Blindness er gerð eftir leikriti. Leikstjórinn Mira Nair (Moonson Wedding) tekst vel að forðast leikhúsrammann og það er varla við hana að sakast að sá metn- aður sem greinUega er lagður í kvikmyndina skUar sér ekki. Það að myndin er þreytandi skrifast fyrst og fremst á Umu Thurman sem er einn framleiðenda myndarinnar og leikur erfitt hlutverk sem Debby. Hér fær hún tækifæri tU að sýna hvað í henni býr og gefur sig alla i hlutverkið. Leikur hennar er ekki slæmur. Henni tekst með með nokkrum ofleik að sýna Debby sem er i mikilli tUvistarkreppu. Gallinn er að persónan sem hún sýnir er fráhindrandi og hefur það áhrif á aUa myndina. Juliette Lewis og Gena Rowlands eru öllu rólegri, en hafa háðar gert betur. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Mira Nair. Bandaríkin 2002. Lengd: 104 mín. Bönn- uð börnum innan 12 ára. Lelkarar: Uma Thurman, Gena Rowlands, Juliette Lewis og Ben Gazzara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.