Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003
19
DV
Sport
líða. Það er mikilvægt að við yf-
irfornm alla okkar vinnu í kring-
um liðið og gagnvart leikmönn-
unum sjálfum. Við þurfum að
fara í naflaskoðun og reyna bæta
það sem við getum bætt.
Það er mikilvægt að byrja
strax en við getum glaðst í
nokkra daga og síðan tekur við
þrotlaus vinna á nýjan leik að
undirbúa liðið fyrir næstu stór-
keppni. Þannig gengur þetta fyr-
ir sig, en ekki byrja að slaka á og
halda að við séum bestir í hebn-
inum.”
- Getur þú hagað undirbún-
ingi öðruvísi en þú gerðir fyr-
ir heimsmeistaramótið?
„Ég hef takmarkaða mögu-
leika á að haga honum eitthvað
öðruvisi en við geröum núna.
Okkur er mjög naumt skammt-
aður tími með leikmennina en
við verðum að skoða það, sem og
aöra hluti. Ég er ekki akkúrat á
þessari stundu búinn að leggja
það niður fyrir mér hvemig það
verður. Það er hins vegar alveg
ljóst að við þurfum strax að fara
huga að framtíðinni og næstu
verkefnum."
Dauöþreyttir
- Hvernig er þér innan-
brjósts þegar svona áfangi er i
höfn?
„Ég er afskaplega glaður en
jafnframt þreyttur. Við erum all-
ir dauðþreyttir því að svona mót
reynir mikið á, líkamlega og
andlega. Þaö er stórkostleg til-
finning að hafa náð markmiðinu
sem við settum okkur en það
voru margar sterkar þjóðir sem
náðu þvi ekki. Við getum verið
mjög stoltir cif þessari niður-
stöðu." -JKS
það tapast auðvitað líka leikir,
við getum ekki unnið allt og það
þarf líka að læra aö umgangast
það. í síðasta leiknum kom upp
þessi einstaki karakter sem ein-
kennir okkur þegar að við erum
bestir. Að berjast með hjartanu
er hka okkar styrkleiki og það
skilar okkur áfram og það sæti
sem við hrepptum.”
- Þú settir þér takmark með
lióið fyrir keppnina en lék það
eins og þú vonaðist eftir?
„Maður vonast alltaf til að
komast enn lengra, en eftir að
við komumst í þann möguleika
að fara í undanúrslit þá settum
við markmiðið á það. Ég held við
getiun sagt að leikur liðsins hafi
batnað með hverjum leik. Við
vorum ekki langt frá því aö
vinna Spánverjana og Rússa og
leikinn við Júgóslava unnum við
síðan með eftirminnilegum
hætti. Þegar upp verður staðið
skoðar maður niðurstöðuna bet-
ur þegar fram höa stundir en að-
alatriðið er að við settum okkur
markmið fyrir þessa keppni og
náðum því.”
Frábærir tímar
- Hvaö um framtiðina með
þetta reynslumikla liö i hönd-
unum? Eru ekki spennandi
timar fram undan i þvi Ijósi?
„Það geta verið frábærir tímar
fram undan en við erum nú þeg-
ar búnir að tryggja okkur inn á
tvö stórmót, Evrópukeppni og
ólympíuleika.. Viö getum ekki
kvartað yfir því og sé ég því fram
á spennandi tíma. Það er líka
frábært að finna þennan stuðn-
ing frá íslensku þjóðinni. Hvað
hðið áhærir þurfum við aö setj-
ast niður og skipuleggja næstu
mánuði en tíminn er fljótur að
„Mér líður mjög vel að liðið
skuli hafa náð markmiði sínu en
þátttöku í svona móti fylgir mik-
il pressa og ekki ailtaf sem
markmiðum er náð, en það gerð-
ist núna og óneitanlega er það
mikill léttir."
- Ef þú litur yfir farinn veg
og mótið i heild sinni?
„Þetta var mjög erfitt mót þar
sem leikið var stundum á móti
slökum liðum og við komumst
vel frá því í sjálfu sér. Við náð-
um að dreifa álaginu mikið og
það held ég að hafi hjálpað okk-
ur þegar upp var staðið. Það
vantaði herslumuninn gegn
Þjóðverjum, Spánverjum og
Rússum og við töpuðum með htl-
um mun á móti þeim.“
Erfiöir andstæðingar
„Það segir okkur ákveðið um
styrkleika okkar en við hefðum í
öllu fahi þurft að halda lengur út
en við gerðum. Það er líka
mikhvægt í þessari umræöu að
fara ekki fram úr sér og gera sér
grein fyrir því þessi 290 þúsund
manna þjóð er að etja kappi við
sterkustu þjóðir heims. Við höf-
um verið spurðir að því marg-
sinnis hvað farið hafi úrskeiðis í
tapleikjunum en við erum ein-
faldlega að leika gegn bestu þjóð-
unum.
Ef menn vilja kaha það að eitt-
hvað hafi farið úrskeiðis að tapa
meö einu marki fyrir Spánveij-
um þá verða menn að eiga það
við sig. Staðreyndin er sú að
þetta eru gríðarlega erfiðir and-
stæðingar og það er ekki hiaupið
að því að leika góða vöm og sókn
á móti sterkum sóknarmönnum.
Við erum meðal þeirra bestu og
PORTUGAl
Guömundur Guömundsson landsliðsþjálfari var mjög
ánægður með leikinn gegn Júgóslövum í gær og sagði aö
það væri frábær tilfinning að liðið hefði hreppt sæti á
ólympíuleikum sem væru stærsti íþróttaviðburður sem
haldinn væri í heiminum. Þeir væru rosalega ánægðir
með að verða fyrsta Norðurlandaþjóðin til að tryggia sér
sæti þar.
„Við vissum að þetta væri síðasta tækifærið til að
tryggja okkur sæti á ólympíuleikum og ná um leið mark-
miðinu sem við settum okkur í upphafi. Leikmennirnir
voru mjög ákveðnir og innstilltir á leikinn. Við lögðum
upp með grimman varnarleik þar sem áherslan var lögð
á miðjusvæðið. Leikmenn sýndu mikið frumkvæði í
vörninni og við fengum fjöldann allan af hraðaupphlaup-
um. Enn fremur var sóknarleikurinn góður en þetta var
leikur þar sem allt gekk upp. Það má því segja að þetta
hafi verið leikur sem ég hafði óskað mér. Við nýttum
breidd liðsins vel og það er varla hægt að gagnrýna liðið
fyrir þennan leik, það hreinlega blómstraði, og ánægju-
legt að sjá Guðmund í markinu með frábæra mark-
vörslu,” sagði Guðmundur.
Guðmundur Guðmundsson landsliðs
þjálfari í yiðtali eftir HM í Portúgal