Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Page 5
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 21 lceiaNDAm Islensku strakarnir fógnuöu vel goöum sigri á Júgoslovum eins og sja ma a myndasyrpu Hilmars Pors Guömundsson- ar hér á síöunni. Sæta-saga islaivcls á HM: _ i3. keppnin aö baki 1958 í Austur-Þýskalandi /fWk) 3 leikir, 1 sigur, 33% árangur Hjjgjgli' 1961 í Vestur-Þýskalandi 6 leikir, 2 sigrar, 42% árangur 1964 í Tékkóslóvakíu 3 leikir, 2 sigrar, 67% árangur 1970 í Frakklandi 6 leikir, 2 sigrar, 33% árangur 1974 í Austur-Þýskalandi 3 leikir, 0 sigrar, 0% árangur V^y/ 1978 í Danmörku 3 leikir, 0 sigrar, 30% árangur 1986 i Sviss 7 leikir, 3 sigrar, 43% árangur 1990 í Tékkóslóvakiu 7 leikir, 2 sigrar, 29% árangur 1993 í Svíþjóð 7 leikir, 3 sigrar, 43% árangur e Q 1995 á Islands 7 leikir, 3 sigrar, 43% árangur 1997 í Japan 9 leikir, 7 sigrar, 83% árangur * 2001 í Frakklandi 6 leikir, 2 sigrar, 42% árangur 2003 í Portúgal 9 leikir, 6 sigrar, 67% árangur 2005 í Túnis ísland verður með 0 Gott tak á Júggum og ólympíusætinu - eftir sigur á Júgóslavíu í úrslitaleiknum um 7. sæti í gær DV, Lissabon: Islenska landsliöið í handknattleik tryggði sér í gær þátttökurétt á Ólymp- íuleikunum í Aþenu á næsta ár þegar liðiö vann glæstan sigur, 32-27, á Júgóslövum í leik um 7.-6. sætið á heimsmeistaramótinu í Lissabon. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um ólympíusæti og tóku íslendingar síð- asta sætið sem í boði var i þessari keppni. Af einbeitingarsvip íslensku leikmannanna að dæma fyrir leikinn gegn Júgóslövum í gær var greinilega eitthvað mikið í uppsiglingu. Menn stöppuðu stálinu hver í annan, grimmdin var þvílik að menn ætluðu ekki að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga heldur ná þannig markmiðinu sem liðið setti sér fyrir heimsmeistaramótið. Nú var að duga eða drepast og liðið sprakk út eins og blóm á sumardegi. Það var hrein unun að sjá til liðsins í þessum leik, allir lögðust á eitt, bar- áttuandinn var frábær og þegar upp var staðið skilaði þetta liðinu að settu marki. Eftir tvo tapleiki i röð, fyrir Spánveijum og Rússum, reis liðið upp á raunastundu og sýndi virkilega hvað býr í því. Byrjunin í leiknum í gær sló Júgóslava alveg út af laginu og gerði íslenska liðið íjögur fyrstu mörkin. Tónninn var gefinn og ekki varð aftur snúið. Júgóslavar skoruðu ekki fyrsta markið fýrr en eftir sex minútna leik. Vamarleikurinn var eins og múr, hreyfanleikinn og vinnslan alveg ein- stök. tslendingar voru um miðjan hálf- leikinn búnir að ná sex marka forystu en Júgóslövum tókst að minnka mun- inn í þrjú mörk, 11-8. Júgóslavar breyttu vöm sinni og klipptu Ólaf Stef- ánsson út. Liðið var smátíma að átta sig á þessu en þriggja marka munur hélst þó á liðunum þegar fyrri hálfleik- ur var allur. Guðmundur Hrafiikelsson átti hreint stórkostlegan leik í mark- inu og varði m.a. tvö vítaskot. íslendingar mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og gerðu þá end- anlega út um leikinn á skömmum tíma. Liðið gerði fyrstu þrjú mörkin i síðari hálfleik, tvö úr hraðaupphlaup- um og eitt af línunni. Mestur var mun- urinn niu mörk og sigurinn kominn í öragga höfh. Liðið slakaöi aðeins á klónni undir lokin og Júgóslavar minnkuðu muninn í fimm mörk áður en lauk. Leikmönnum var létt, takmarkinu var náð, menn féllust í faðma og réðu sér að vonum ekki fýrir kæti. Það var ekki laust við að sumir hverjir klökkn- uðu á þessari sigurhátíð. Það var ails ekki létt verk fyrir liðið að mæta í þennan leik eftir ósigurinn gegn Rúss- um en liðið sýndi mátt sinn og megin. Islenska liðið mætti mun einbeittara til leiks en það júgóslavneska og það skilaöi rikulegri uppskeru þegar upp var staðið. Sterk liðsheild skóp þennan árangur en það er þó á engan hallað að nefna nöfn þeirra Ólafs Stefánssonar og Guð- mundar Hrafnkelssonar. Gömlu félag- amir fóra hreint á kostum í leiknum, Ólafur Stefánsson gerði 11 mörk auk 6 stoðsendinga og Guðmundur varði 24 skot og þar af þijú vítaköst. Aron Kristjánsson var drjúgur og Einar Örn Jónsson og Patrekur Jóhannesson komust vel frá sínu. Sigfús Sigurðsson og Rúnar Sigtryggsson náðu sérlega vel saman i vamarleiknum. Sigurður Bjamason skilaði sínu vel eins og hann hefur gert í allan timann. Á ýmsu hefur gengið í keppninni, sigrar og töp en þegar upp er staðið er ekki annað hægt en hrósa liðinu fyrir þennan frábæran endasprett og koma þannig markmiðum sinum í höfn. Með þennan hóp er hægt að gera enn betur og aiitaf er hver keppni spuming um heppni líka. Hún var ekki alltaf með liðinu og oft stóðu leikir tæpt gegn sterkum þjóðum sem hafa mikla hefð á bak við sig. Það er ekki annað hægt en að kætast yfir þessum árangri. ís- lenska handboltalandsliðið er í hópi liða bestu þjóða heims og keppir á næstu tveimur stórmótum sem verður að teljast merkur áfangi. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.