Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Side 6
22
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003
Sport
i>v
Við eigum helling inni
- sagði Ólafur Stefánsson eftir að sjöunda sætið var í höfn á HM
„Ég er hæstánægður með árang-
ur okkar á heimsmeistaramótinu.
Sjöunda sætið er mjög viðunandi
niðurstaða en auðvitað langar
mann alltaf til að fara hærra en það
tókst ekki í þetta sinn. Þetta lið
náði ekki að sýna allt það sem í því
býr en það kemur mót eftir þetta.
Mér finnst mikill léttir að verða
komnir inn á ólympíuleikana en
þangað hef ég stefnt leynt og ljóst
lengi. Liðið í heild sinni fannst mér
leika vel í mótinu en það glímdi við
mótbyr. Það er þýðir ekkert að vera
að mála skrattann á vegginn heldur
fagna þeim árangri sem náðist í
keppninni,” sagði Ólafur Stefáns-
son í samtali við DV í Lissabon í
gær.
„Við lékum að sumu leyti betur á
Evrópumótinu í fyrra en þar
komum við skemmtilega á óvart.
Núna þekkja andstæðingarnir okk-
ur betur og eins verður heppnin að
vera með líka en hún var ekki með
okkur í þessari keppni.
Líst vel á framtíðina
Mér líst vel á framtíðina hjá
þessu liði. Við höfum öðlast mikla
reynslu sem kemur liðinu að góð-
um notum í stóru mótunum á
næsta ári. Eitt er víst að við eigum
helling inni,“ sagði Ólafur Stefáns-
son. Spurður um sina eigin frammi-
stöðu á heimsmeistaramótinu sagð-
ist Ólafur vera sáttur við hana en
mestu skipti þó liðsheildin og hún
hefði staðið sig vel. -JKS
Ólafur skoraði
sitt 200. mark
á stórmóti
Ólafur Stefánsson skoraði sitt
200. mark á stórmóti í lokaleikn-
um gegn Júgóslövum i gær. Alls
hefur Ólafur skorað 207 mörk í
HM og á EM en með 11 mörkum og
6 stoðsendingum átti hann mikinn
þátt í því að fá að spila í fyrsta
sinn á ólympíuleikum á næsta ári.
Flest mörk á stórmótum:
Ólafur Stefánsson ............207
Patrekur Jóhannesson..........180
Valdimar Grimsson.............171
Kristján Arason...............118
Geir Sveinsson................113
Dagur Sigurðsson ..............79
Sigm-ður Gunnarsson ...........71
Gústaf Bjarnason...............69
Júlíus Jónasson................69
Einnig markahæstur á HM
Ólafur er einnig markahæsti
maður íslands á HM frá upphafi
en bæði hann og Patrekur urðu
þeir fyrstu til að brjóta 100
marka múrinn á HM í þessari
keppni. Patrekur hafði 19 marka
forskot á Ólaf fyrir keppnina en
Ólafur komst upp fyrir Patrek í
lokaleiknum gegn Júgóslövum
og hefur nú skorað sex mörkum
fleira.
Flest mörk íslendings á HM:
Ólafur Stefánsson ............127
Patrekur Jóhannesson..........121
Valdimar Grímsson..............95
Geir Sveinsson ................87
Kristján Arason................65
Dagur Sigurðsson ..............52
Sigurður Valur Sveinsson.......51
Júlíus Jónasson................51
Einar Öm Jónsson ..............50
-ÓÓJ
Ólafur Stefánsson sest hér
faöma Sigfús Sigurösson i
ieikslok en á myndinni aö ofan
fær hann haröar mottökur hja
Gott fyrir allt
^ íþróttalíf á
íslandi
sagði Guðmundur
Ingvarsson, formaður HSI,
eftir að 7. sæti var í höfn
DV. Lissabon:
Það var að sjá á Guðmundi
Ingvarssyni, formanni HSÍ, að
honum væri létt þegar leikn-
um við Júgóslava var lokið í
Lissaþon í gær.
í þessum leik var ekki ein-
ungis um ólympíusæti að tefla
heldur umgjörð og starfsemi
handknattleikssambandsins á
næstu árum. Tekur ekki for-
maðurinn undir þau orð?
„Það er alveg rétt að það er
mikill léttir að þessi leikur er
að baki með þessum stórkost-
legu úrslitum. Þetta var frá-
bær leikur hjá strákunum og
árangurinn í samræmi við
það sem að var stefnt,” sagði
Guðmundur.
- Hvað hefur þaö að segja
fyrir HSÍ að landsliðið er
komið inn á Ólympiuleikana
i Aþenu?
„Það hefur auðvitað mikiö
að segja að við séu áfram í
hópi bestu þjóða heims í hand-
knattleik. Við erum núna í 7.
sæti og erum eina Norður-
landaþjóðin sem búin er að
tryggja sig á ólympíuleikana.
Við erum með frábært lið í
höndunum sem búið er að
standa vel að, vil ég segja.
Þessi árangur er ekki einung-
is frábær fyrir handboltann
heima heldur einnig fyrir allt
Guömundur Ingvarsson, for-
maður HSÍ.
íþróttalif á íslandi að við skul-
um fara með breiðfylkingu og
flotta umgjörð á Ólympíuleik-
ana í Aþenu á næsta ári.“
- Hvað umgjörð verður
útbúin i kringum liðið fyrir
nœstu tvö stórmót sem það
fer á?
„Umgjörðin í dag er mjög
góð, ég heyri ekki og sé ekki
annað og við reynum að halda
þessum gæðum sem umgjörð-
in er þegar komin í.”
Bjartsýnn
- Það hlýtur að vera líka
fjárhagslegur ávinningur
fyrir liðið að vinna þetta
sœti á ólympíuleikum?
„Eftir því sem við stöndum
okkur betur verður dýrara að
reka sambandið. Við fáum
styrk frá Alþjóða ólympíu-
nefndinni en ég veit ekki
hverju sú upphæð nemur á
þessari stundu. Styrkurinn
hrekkur örugglega fyrir kostn-
aði hjá liöinu og eins þátttöku
þess á leikunum. Ég sé ekki
ástæðu til annars en vera
bjartsýnn á framhaldið,“ sagði
Guðmundur Ingvarsson, for-
maður HSí, í samtali við DV.
-JKS
júgóslavnesku vörninni
DV-myndir Hilmar Þor