Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Qupperneq 16
32 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 Sport Markahæstu menn í úrvalsdeildinni Thierry Henry, Arsenal..........17 James Beattie, Southampton .... 16 Alan Shearer, Newcastle.........14 Nicolas Anelka, Manchester City . 11 t Gianfranco Zola, Chelsea........10 Harry Kewell, Leeds ............10 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd . . 10 Dion Dublin, Aston Villa.........9 Michael Owen, Liverpool .........9 Robbie Keane, Tottenham..........9 Tomasz Radzinski, Everton.......9 Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea . 8 Jason Euell, Charlton............8 Paul Scholes, Manchester United . 8 Robert Pires, Arsenal............8 Craig Bellamy, Newcastle.........7 Jimmy Floyd Hasselbaink, Chelsea 7 Kevin Campbell, Everton .........7 Paolo Di Canio, West Ham ........7 Tölfræðin: Hvaða lið standa sig best og verst í ensku úrvals- deildinni? í eindálkinum hér til hægri má sjá hvaöa lið ensku úrvals- deildarinnar skara fram úr á ákveðnum sviðum tölfræðinnar en þessir listar eru uppfærðir eftir leiki helgarinnar og verða hér eftir fastur liður á ensku síð- unum i mánudagskálfmum. -ÓÓJ Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Highbury: Pottþéttur Pires - skoraði bæði mörk Arsenal i sigri á Fulham, þar á meðal sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins „Þiö verðió allir seldir í fyrramálid.“ Stuðningsmenn Everton gerðu stólpagrín að raunum Leeds þegar lið- in mættust á Goodison Park á laugardaginn. Forráðamenn Leeds hafa neyðst til að selja marga leikmenn að undanfórnu vegna bágrar fjárhags- stöðu og notuðu stuðningsmenn Everton tækifærið og sungu hástöfum allan leikinn til leikmanna Leeds að þeir yrðu allir seldir í fyrramálið. Lítil ánægja rikir meðal stuðningsmanna Leeds með söluna á Jonath- an Woodgate og sætir Peter Risdale, stjórnarformaður félagsins, látlaus- um árásum reiöra stuðningsmanna sem vilja höfuð hans á fati, helst í gær, og þurfti Risdale lögreglufylgd af vellinum um helgina. -ósk Arsenal hefur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eft- ir nauman sigur á Fulham, 2-1, á Highbury á laugardaginn. Leik- menn Arsenal voru ekki sannfær- andi og geta þakkað Frakkanum Robert Pires fyrir stigin þrjú. Pires kom Arsenal yfir á 19. mínútu með fallegum skaUa en landi hans, miðjumaðurinn frá- bæri Steed Malbranque, jafnaði leikinn fyrir Fulham sjö mínútum síðar. Pires tryggði síðan Arsenal sigurinn þegar komið var fram yf- ir venjulegan leiktíma, og stigin mikilvægu. Pires er hungraður Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hrósaði hetju sinni Robert Pires í hástert eftir leikinn, sérstaklega þar sem hann er ný- stiginn upp úr erflðum kross- bandameiðslum. „Pires lagði mikið á sig á meðan hann var meiddur og hann er að uppskera núna. Hann er hungrað- ur í að skora og ég held að hann sé kominn aftur í sitt besta form,“ sagði Wenger um Pires en hann hefur skorað átta mörk í deUdinni í vetur sem er frábært miðað við að hann er aðeins búinn að spUa fimmtán leiki, þar af tíu í byrjun- arliðinu. Þurftum þolinmæði „Ég er mjög ánægður meö stigin þrjú. Viö sköpuðum okkur mörg tækifæri í fyrri hálfleik en nýttum þau ekki. í siðari hálfleik sýndum við hversu sterkir við erum and- lega og gerðum það sem þurfti tU að vinna leikinn. Leikmenn Ful- ham spUuðu mjög vel, þeir voru þéttir fyrir og við þurftum að vera þolinmóðir," sagði Wenger og við- urkenndi að sigurinn hefði verið mikUvægur, sérstaklega í ljósi þess að liðið tapaði tveimur stig- um gegn Liverpool á Anfield síð- asUiðinn miðvikudag. Ásættanleg vika „Það voru gifurleg vonbrigði að tapa tveimur stigum á síðustu mínútunni gegn Liverpool en að sama skapi ótrúlega Ijúft að fá tvö stig á síðustu mínútunni í dag. Ef við hefðum tapað tveimur stigum aftur í dag hefði þetta verið hrika- leg vika. I staðinn er hún ásættan- leg,“ sagði Arsene Wenger eftir Robert Pires fagnar sér sigurmarki sínu gegn Fulham ásamt féiaga sínum Giovanni van Bronchorst. Reuters leikinn. Hræöilegur endir Jean Tigana, knattspymustjóri Fulham, var vonsvikinn eftir leik- inn. „Það er hræðilegt að tapa leik á síðustu mínútunni. Við erum með góða leikmenn en ekki eins og marga og Arsenal og það gerði gæfumuninn. Við spiluðum mjög vel en síðustu tuttugu mínútumar voru mjög erfiðar fyrir mína menn. Núna erum við komnir í fallbaráttuna af alvöm en ég hef fulla trú á því að við getum haldið okkur uppi. Við þurfum hins veg- ar að vinna frnim leiki til viðbótar til að vera ömggir með sætið,“ sagði Jean Tigana, knattspyrnu- stjóri Fulham. -ósk 11111 . 11 1 fS. . ...... fi-it Hvaða lið standa sig best og verst i ensku úwalsdeildinni? Besta gengið Arsenal, 20 stig af síðustu 24 möguleg- um. Markatalan er 19-8 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í síðustu átta deildarleikjum. Flestir sigur- leikir í röft Manchester United, fimm sigrar. Besta sóknin Arsenal hefur skor- aö flest mörk, eða 56, i 26 leikjum, eða 2,15 að meöaltali. Besta vörnin Manchester United hefur fengiö á sig fæst mörk, 24 í 25 leikjum, eða 0,96 mörk í leik. Bestir heima Arsenal hefur náö í 37 stig af 42 mögu- legum, hefur unniö 12 af 14 leikjum. Bestir úti Charlton hefur náð í 21 stig af 42 mögu- legum. Bestir fvrir te Arsenal hefur náö í 52 stig af 78 mögu- legum og er með markatöluna 29-11 t fyrri hálfleik. Bestir eftir te Man. Utd hefur náð í 49 stig af 75 mögu- legum og er með markatöluna 24-10 í seinni hálfleik. Versta gengjft Sunderland er með 2 stig af síðustu 24 mögulegum. Versta sóknin Sunderland hefur skoraö fæst mörk, eða 17, í 26 leikjum, eða 0,65 að meöal- tali. Versta vörnin West Ham hefur fengiö á sig flest mörk, 51 í 26 leikjum, eða 1,96 í leik. Verstir heima West Ham hefur náð í 9 stig af 42 mögu- legum, hefur tapað 7 af 14 leikjum, marka- talan er 13-22. Verstir úti Middlesbr. hefur náö í A 4 stig af 36 möguleg- > um, hefur tapað 10 af \ 12 leikjum. Markatal- an er4-13. Oftast haldið hreinu Liverpool hefur haldið ellefu sinnum hreinu í 26 leikjum. Oftast mistekist að skora Aston Villa og Sunder- land hafa ekki skoraö í 12 leikjum af 26.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.