Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2003, Blaðsíða 20
36 MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 Sport 2-0, 11-7, 15-15, 21-15, (23-21), 23-25, 27-27, 36-27, 45-31, (51-35), 51-38, 62-40, 65-49, (69-56), 73-65, 80-71, 87-74, 88-79, 88-87, 90-87, 90-89. Stig ÍR: Eugene Christopher 26, Hreggviður Magnússon 19, Eiríkur Önundarson 16, Ómar Sævarsson 12, Sigurður Þorvaldsson 8, Ólafur Sigurðsson 4, Pavel Ermolinski 3, Fannar Helgason 2. Stig Breióabliks: Kenny Tate 36, isak Einarsson 24, Mirko Virijevic 10, Pálmi Sigurgeirsson 9, Loftur Einarsson 7, Friðrik Hreinsson 3. Dómarar (1-10): Sigmundur Her- bertsson og Bjðrg- vin Rúnarsson (9). Gceói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: Um 100. Maöur ísak Einarsson, Breiöabliki Fráköst: ÍR 31 (5 í sókn, 26 í vörn, Christopher 9), Breiðablik 48 (20 í sókn, 28 í vörn, Tate 15) Stodsendingar: ÍR 20 (Ólafur 6), Breiðablik 21 (Isak 7). Stolnir boltar: ÍR 11 (Christopher 4), Breiðablik 8 (Pálmi 4). Tapaöir boltar: ÍR 11, Breiöablik 15. Varin skot: ÍR 4 (Ómar, Hreggviður, Eiríkur, Pavel), Breiöablik 3 (Virijevic 2). 3ja stiga: ÍR 21/8, Breiöablik 24/6. Víti: ÍR 23/18, Breiðablik 32/21. Hamar-Haukar 92-98 0-3, 6-5, 15-8, 17-12, 19-19, 22-23, (27-23), 29-23, 33-26, 32-36, 37-37, 38-44, (38-47), 40-47, 46-51, 55-59, 63-64, 67-66, (67-68), 67-70, 72-73, 74-80, 81-82, 83-88, 90-93, 92-95, 92-98. Stig Hamars: Keith Vassel 21, Svavar Birgisson 20, Marvin Valdimarsson 18, Svavar Pálsson 15, Lárus Jónsson 9, Pétur Ingvarsson 7, Hjalti Pálsson 2. Stig Hauka: Stevie Johnson 47, Halldór Kristmansson 22, Predrag Bojovic 11, Sævar Haralds$on 7, Marel Guölaugsson 4, Davíð Asgrímsson 3, Ingvar Guðjónsson 2, Þórður Gunnþórsson 2. Dómarar (1-10): Kristinn Óskars- son og Eggert Þ. Aöalsteinsson (7). Gœöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: Stevie Johnson. Haukum Fráköst: Hamar 30 (10 í sókn, 20 vöm Marvin 9), Haukar 38 (11 í sókn, 27 vöm Bojovic 14, Johnson, 13) Stoösendingar: Hamar 16 (Lárus 7), Haukar 9 (Halldór 3, Johnson 3, Ottó 3). Stolnir boltar: Hamar 13 (Láms 4), Haukar 6 (Johnson 3). Tapaöir boltar: Hamar 13, Haukar 14. Varin skot: Hamar 1 (Svavar P.), Haukar ekkert 3ja stiga: Hamar 16/5 (31%), Haukar 16/6 (38%). Víti: Hamar 17/13 (77%), Haukar 30/22 (73%). Skaliagrímur-Keflavik 8S-93 3-0, 3-5, 6-15, 11-21, 22-23, (28-26), 31-26, 33-29, 33-31, 33-35, 39-40, (47-44), 49-44, 56-44, 63-46, 69-50, 72-55, (72-62), 74-62, 76-64, 76-71, 78-75, 81-84, 88-93. Stig Skallagrims: Donte Mathis 25, Hatþór I. Gunnarsson 18, Milosh Ristic 18, Pétur Már Sigurðsson 14, Ari Gunnarsson 6, Valur Ingimundarson 5, Þorvaldur Þorvaldsson 2. Stig Keflavikur: Damon Johnson 42, Edmund Saunders 18, Magnús Gunnarsson 12, Guðjón Skúlason 9, Sverrir Sverrisson 5, Gunnar Stefánsson 3, Jón N. Hafsteinsson 2, Gunnar Einarsson 2. Dómarar (1-10): Einar Einarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson (3). Gceði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 170. Maöur leiksins: Damon Johnson, Keflavík Fráköst: Skallagrimur 32 (5 i sókn, 27 í vöm, Valur 6), Keflavík 38 (15 i sókn, 23 í vöm, Saunders 11, Damon 11). Stoösendingar: Skallagrimur 19 (Mathis 8), Keflavik 15 (Damon 5). Stolnir boltar: Skallagrimur 7 (Mathis 4), Keflavík 14 (Saunders 4). Tapaðir boltar: Skallagrimur 20, Keflavik 12. Varin skot: Skallagrimur 1 (D. Ristic), Keflavík 4 (Saunders 2, Damon 2). 3ja stiga: Skallagrimur 34/12, Keflavík 21/3. Viti: Skailagrimur 27/22, Keflavik 32/26. I>V Hrikalega mikilvægt - sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR, um 90-89 sigurinn gegn Breiðabliki á föstudagskvöldið „Þetta eru alltaf hörkuleikir á milli þessara liða og þessi leikur var engin undantekning. Við höfum verið 28 stigum yfir á móti þeim í vetur en þeir koma alltaf til baka. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik að þessu sinni en síðan rúlla þeir okkur upp í seinni hálf- leik. Þetta var orðið fullmikið af því góða fannst mér í seinni hálfleik og maður var orðinn stressaður í lok- in. Manni leið betur að hafa Eirík á vítalínunni í lok leiksins þar sem hann er besta vítaskyttan. Þetta var stressandi staða og hefði veriö fúlt að missa þetta í framlengingu eða láta hirða sigur- inn frá sér í blálokin. Þetta var hrikalega mikilvægur sigur fyrir okkur þar sem við vorum búnir að tapa þremur í röð. Þar sem við er- um með ungt lið þá vissi maður ekki hvernig strákarnir myndu höndla þetta slæma gengi að undan- íornu. Það munaði miklu að Hreggviður átti góðan leik og var þetta þriðja hjól fyrir okkur sem við höfum þurft í sókninni. Það jákvæðasta í þessum leik hjá okkur var hversu vel við spiluðum í fyrri hálfleik og hann var okkar besti í vetur. í þriðja leikhluta skipti ég kannski of mikið af reynslu minni mönnum inn á og þá gengu Blikar á lagiö og nýttu sér það. Við féllum líka í þá gryfju að ætla að halda fengnum hiut í stað þess að sækja. Menn voru orðnir ragir við að sækja,“ sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR, eftir að hans menn höfðu lagt Breiðablik að velli, 90-89, eftir spennandi lokamínútur. Bæði lið eru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni í vor og með þessum sigri hafa ÍR-ingar styrkt stöðu sína verulega i þeirri baráttu og eiga möguleika á að fikra sig enn ofar upp töfluna en liðið er í sjö- unda sæti sem stendur en Blikar í því níunda, íjórum stigum á eftir Snæfelli sem er í því áttunda. Það var ekkert sem benti tO þess að áhorfendur fengju spennandi lokamínútur því heimamenn í ÍR höfðu tögl og hagldir í leiknum framan af og leiddu með mest 22 stiga mun í seinni hátfleik. Um miðjan þriðja leikhluta spýttu Blikar í lófana og um leið og Loftur Einarsson kom inn á fóru Blikar að berjast að einhverju ráði og þá fóru góðir hlutir að gerast hjá þeim. Jón Amar Ingvarsson, þjálf- ari liðsins, stillti upp í pressuvöm og reyndist hún vel og ÍR-ingar voru nokkuð óöruggir gegn henni. Blikar náðu að minnka muninn í 10 stig í lok þriðja leikhluta en flautukarfa frá Eugene Christopher, frá eigin vallarhelmingi, kom ÍR 13 stigum yfir. Þessi karfa kom eins og köld vatnsgusa í andlit leikmanna Breiðabliks en þeir héldu áfram að minnka muninn í fjórða leikhluta. Kenny Tate, erlendur leikmaður Blika, jafnaði muninn í eitt stig, 88-87, þegar 28 sekúndur vom eftir með því að gera fimm stig i röð á rúmri mínútu. Eiríkur Önundarson kom ÍR síðan þrem stigum yfir með því að hitta úr tveimur vítaskotum þegar sex sekúndur vom eftir og Blikar fengu síðustu sóknina. Blik- ar gátu jafnað með þriggja stiga körfu en Tate skoraði 2ja stiga körfu í biálokin sem dugði skammt. -Ben Fyrsti sigurinn í fimm ár ....• -- ;• ' IR-ingurinn Omar Sævarsson sækir aö korfu Breiöabliks en Mirko Virijevic er til varnar. DV-mynd Siguröur Jökull Haukasigur í Hveragerði: Vonbrigði - sagði Pétur Ingvarsson Hamarsmenn vissu að annað en sigur kæmi ekki til greina ef þeir ætluðu að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni, og líka að komast frá faUsvæðinu. Þeir fóra vel af stað, náðu strax forastu og voru alltaf skrefi framar í fyrsta leikhluta. í öðram leikhluta komu Haukamenn sterkir inn og ætluðu greinUega ekki að missa Hamars- menn of langt frá sér. Þetta skUaði árangri því þeir náðu yflrhöndinni og leiddu með níu stiga mun í hálf- leik, 47-38. Þriðji leikhlutinn var barátta og höfðu Haukamenn for- ustu framan af en Hveragerðis- menn voru aldrei langt undan, þeir náðu að komast yfir undir lokin. Lokakafli leiksins var æsispenn- andi en Haukar höfðu þó alltaf for- ustu og sigruðu með sex stig mun í lokin, 98-92. „Ótrúlega mUcilvægur sigur,“ sagði Reynir Krisijánsson, þjálfari Hauka, er DV-Sport hitti hann að máli í leikslok. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og reynsl- an hefur sýnt að það er ekki auð- velt að koma í Hveragerði og vinna, aUavega ekki fyrir Hauka, þannig að við vissum að við yrðum að vera á tánum og spila af skyn- semi. Þetta tókst og ég er mjög ánægur með mína menn. Leikur- inn var líka mikilvægur upp á að halda góðu sæti fyrir úrslitakeppn- ina og að vera í fjórða sæti er gott en við viljum gera getur og það er markmiðið," sagði Reynir. „Þetta voru mikU vonbrigði. Við ætluðum okkur að vinna þennan ieik og við vissum að það yrði að gerast ef við ætluðum okkur að vera með í úrslitakeppnini. Ég er ekki að meina að þetta hafi verið úrslitaleikurinn, það era margir leikir eftir og við gefumst ekki upp þótt á móti blási. Þetta er að koma og það var margt í okkar leik sem var tU hins betra frá því í haust. Keith er að komast inn í þetta og svo höfum við ekki haft Svavar Birgisson með okkur á æfmgum í nokkum tíma vegna vinnu. En þetta verður erfitt, það vitum við og það er ekki langt í liðin fyrir aft- an okkur. Þau eigum við eftir að spiia við svo nú er bara að horfa fram á við,“ sagði Pétur Ingvars- son, þjálfari Hamars. -EH - Keflvíkingar unnu upp tuttugu stiga forystu Skallagríms og tryggðu sér sigur i lokin Keflvíkingar höfðu ekki unnið deildarleik í Borgarnesi síðan í mars 1998 þegar þeir komu í heim- sókn þangað á fóstudagskvöldið. Leikurinn var bráðfjörugur frá upp- hafi til enda og mikifl hiti var í leik- mönnum. Gestimir hófu leikinn mun betur og virtust ætla að valta yfir heima- menn sem virtust heillum horfnir á upphafsmínútum leiksins. Þegar 4 mínútur voru liðnar höfðu Keflvík- ingar náð 14 stiga forystu, 7-21. Þá vöknuðu Skallamir loks til lífsins og gerðu 20 stig gegn aðeins 5 stig- um gestanna á næstu 6 mínútum. Jafnræði var með liðunum í öðmm leikhluta en Borgnesingar þó með frumkvæðið. Ari Gunnarsson skor- aði síðustu körfu hálfleiksins með þriggja stiga skoti um leið og flaut- an gall og kom Skallagrími í 47-44. Keflvíkingar voru algerlega úti á þekju í upphafi siðari háflleiks. Borgnesingar gerðu 13 fyrstu stigin og komust í 60-46 og þegar tæpar tvær mínútur lifðu af þriðja leik- hluta höfðu Skaflagrímsmenn 20 stiga forystu, 72-52. Gestimir skor- uðu hins vegar 10 síöustu stig leik- hlutans og munurinn því 10 stig er síðasti fjórðungurinn hófst. 1 fjórða leikhluta fóru Keflvíkingar að spila körfubolta eins og þeir gera best. Beittu sterkri pressu og svæðisvöm og drifnir áfram af snillingnum Damon Johnson í sókninni náðu þeir smátt og smátt að minnka mun- inn. Þeir komust loks yfir þegar tæpar 3 mínútur vom eftir. Þessa forystu létu þeir ekki af hendi þrátt fyrir góða baráttu heimamanna. Lokatölur 88-93 og fyrsti deildarsig- ur Keflvíkinga í Borgamesi í 5 ár staðreynd. Hafþór Ingi og Donte Mathis áttu finan leik fyrir Skallagrím þó að ósekju hefði Mathis mátt gera meira sjálfur. Milosh Ristic átti skínandi leik og barðist eins og hann ætti líf- ið að leysa allan leikinn. Þá átti Ari ágætis innkomu. Lið Keflavíkur var ekki svipur hjá sjón mestan hluta leiksins og má segja að leikmönnum hafi dugað að spila eins og þeir gera best í 16 mínútur. Damon Johnson sá um hlutina fyrir þá í sókninni og átti hreint magnaðan leik. -Rag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.