Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003
M
agasm
DV
Heppinn hvolpur
Fimm daga gamall hvolpur lilaut nafnið Lucky, eða Hepp-
inn, eftir að hafa lifað af heila nótt úti í ruslatunnu í tutt-
ugu stiga frosti í Vínarborg.
Öli hin fjögur systkini hennar dóu eftir að þau höfðu ver-
ið sett í poka og fleygt út í rusliö. Lucky var mitt á milli
þeirra og hefur það bjargað henni frá kulda og dauða. Ung-
lingsstúlkan sem fann Lucky heyrði tíst úr ruslinu og þeg-
ar hún fann Lucky þaut hún með hana beint til dýralækn-
isins sem tókst að bjarga henni. Lucky fékk nýtt heimili af
skiljanlegum ástæðum. -abh
Brúðguminn ekki í mafíu
Rúmenskur brúðgumi var handtekinn örfáum klukku-
stundum fyrir brúökaup sitt. Lögreglan handtók manninn í
misgripum fyrir mafluforingja.
Búin vopnum réðst lögreglan inn á heimili Dans Comarla
þar sem hann var að búa sig fyrir brúðkaup sitt og tjáði
honum að hann væri á lista yfir eftirlýsta mafiósa. Þegar
komið var á lögreglustöðina uppgötvuðu laganna þjónar
mistök sín, eftir heiftug mótmæli brúðgumans sem skiljan-
lega var ekki sáttur við framvindu mála. Þeir báðust afsök-
unar og brúðguminn fékk lögreglufylgd í brúðkaupið.
-abh
Hélt hendi og rósemd
Læknar björguðu hendi manns sem hann hafði í plast-
poka með ísmolum í sjö klukkustundir. Hinn 55 ára gamli
Rúmeni, PetreMiron, missti höndina í sög og hálftíma löng
ferð á spítalann varð að sjö klukkustunda bið eftir sjúkra-
bílnum sem komst ekkert vegna fárviðris sem geisaði. Þeg-
ar maðurinn loksins komst á spítalann gekkst hann undir
sex stunda aðgerð. Að sögn lækna gekk aðgerðin vel en ekki
er vitað hvort hann getur notað höndina í framtíðinni.
Læknamir dáðust að manninum sem hélt ró sinni allan
tímann. -abh
Helgarblaö
í Helgarblaði DV á laug-
ardag verður meðal ann-
ars rætt við hinn íslenska
Salómon dómara, Jón
Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra en kannanir
leiða í ljós að 80% lands-
manna eru ánægð með úr-
skurð hans varðandi
Þjórsárver.
Einnig er rætt við Gísla
J. Ástþórsson sem nú er í
þann veginn að leggja frá
sér pennann eftir 60 ára
feril í blaðamennsku,
skáldskap og skopteikn-
ingum.
DV fjallar um ferðalög
sem tengjast lífsstíl þeirra
sem ferðast og fer sjálft á
kraftaverkasamkomu hjá
Krossinum.
Blaðið ræðir við Harald
Jónsson myndlistarmann
sem leikur í Nóa albínóa
og Sigurð Pálsson leik-
skáld sem skrifar Tattú
fyrir Nemendaleikhúsið.
Blaðið heldur áfram út-
tekt sinni á 25 ára sögu
Menningarverðlauna DV.
Arnar meö diplómataskjöldinn sem hann mun festa utan á hús sitt í Kópavoginum. „Raunar held ég aö koml sá tími aö Húsavík veröi á endanum höfuö-
staður landsins." Magasín-mynd E.ÓI.
STERÍÓ 895 OG MAGASÍN
KYNNA STERÍÓLISTANN TOPP 20
5. -11. FEBRÚAR. 2003
Nr. SÍÐAST LAG FLYTJANDI VU
1 (1) Cry me a river Justin Timberlake 5
2 (2) Beautiful Christina Aquilera 8
3 (8) Sound of the underground Girls Aloud 5
4 (3) Sorry seems to be.. Blue ft. Elton John 8
5 11) i'm with you Avril Lavigne 5
6 (10) Á einu augabragði Sálin 4
7 (5) The last goodbye Atomic Kitten 10
8 (12) 8 Mile Eminem 3
9 (15) Clocks Coldplay 2
10 (4) Ailt sem ég sé írafár 9
11 (9) Don't stop dancing Creed 11
12 (18) Shape Sugarbabes 2
13 (7) Feel Robbie Williams 10
14 (19) Segðu mér f svörtum fötum 2
15 (17) Hidden Agenda Craig David 2
16 (6) Sronger Sugarbabes 11
17 (14) When i'm gone 3 Doors down 9
18 (-) Not gonna get us T.A.T.U 1
19 (-) Stole Kelly Rowland 1
20 (-) = (-) Nýtt All i have J. LO. ft L L. Cool J 1
ADDI ALBERTZ KYNNIR LISTANN
ÖLL MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL 22:00
Endurfluttur á sunnudögum kl. 20.00
www.sterio.is
Sendiherrann Arnar Björnsson fær Húsavíkurskjöld:
„Ég á góöa nágranna og hef því engar áhyggjur af því
aö ekki náist samkomulag um aö fá aö setja skjöldinn
góða utan á húsiö. Enda er sendiherratitillinn alveg ein-
stakur og fólk sýnir honum virðingu," segir Húsvíking-
urinn Arnar Björnsson.
Taugin noróur er sterk
Á hátiö þeirri sem Þingeyingar nær og fjær héldu á
Broadway í Reykjavík um sl. helgi var hinn góðkunni
og geðþekki íþróttafréttamaður dreginn á svið af Rein-
hard Reynissyni, bæjarstjóra Húsvíkinga. Þar fékk
hann afhentan myndarlegan skjöld með merki bæjarins,
því til staðfestu að hann gegni þeirri virðingarstöðu að
vera diplómat heimabæjar sins á höfuöborgarsvæðinu.
Skjöldinn á hann að festa utan á íbúöarhús sitt í Kópa-
voginum.
Amar er fæddur og uppalinn í hinum snotra kaup-
stað við Skjálfandaílóa og bjó þar fram á fullorðinsár.
Árið 1986 flutti hann til Akureyrar - og árið eftir suður
og þar hefur hann alið manninn síðan. Engu að síður er
taugin norður alltaf sterk. „Ég fer heim eins oft og ég
get. Held tengslunum meðal annars með því að vera
með öll mín bankaviðskipti þar. Finnst ljómandi gott að
geta hringt í stelpumar í íslandsbanka á Húsavík og
fengið fyrsta flokks þjónustu hjá þeim,“ segir Arnar.
Reykjavík er mistök
Starf sendiherrans segir hann einkum og sér i lagi fel-
ast í því að verja orðstír og heiður Húsavíkur og fólks-
ins sem þar býr með kjafti og klóm. Segir Amar það
vera auðvelt hlutskipti, enda sé staðurinn einstakur í
sinni röð.
„Ég trúi því að ekki fyrir annað en mistök hafi
Reykjavík orðið höfuðborg íslands. Garðar Svavarsson
kom fyrstur norrænna manna til íslands og auðvitað
valdi hann að hafa vetursetu á Húsavík. Hvar annars
staðar? Raunar held ég að komi sá tími að Húsavík
verði á endanum höfuðstaður landsins. Þegar komið
verður álver á Húsavík, og fólki fer að fjölga, mun
byggðin þar á endanum teygja sig alveg suður á Faxa-
flóasvæðið. Og þá er einsýnt að höfuðið á skepnunni
verður fyrir norðan," segir Amar Bjömsson, sendiherra
og íþróttafréttamaður.
-sbs