Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 17 agasm Hestaþáttur í DV-Magasíni: HESTASPORT® Umsjón: Guðmundur Guölaugsson - ek@ek.is Jstölt Fundu hamingjuna Hestamennskuna getur brúað kyn- slóðabil. Fjölskyldur geta sameinast og verið saman í áhugamálinu og allir jafnir. I dag er fjöldi af krökkum og unglingum í hestamennsku og margir af þeim hafa lært að sitja hest eins og best gerist. Mig langaði að hitta slíka tjölskyldu og þurfti ekki að leita lengi. Ég kom mér á stefnumót við fjölskyldu sem hefur fundið hamingju í því aö sameinast í hestamennsku meö öllu því sem því fylgir. Ótrúleg heppni Hjónin Auöur Margrét Möller og Guðmundur Már Stefánsson sem ásamt dætrum sínum, þeim Signýju Ástu (17) og Eddu Rún (10), taka á móti mér. Ásdís Björk (14) þriðja dóttirin var vant við látin við próflestur, þannig að það er ljóst hver forgangs- röðunin er þrátt fyrir hestaáhugann. Þau eru með 11 hesta í góðu hesthúsi í Víðidalnum og hestamir báru það með sér að vera vel hirtir og myndarlegir. Kveikjan að hestamennskunni hjá þeim hjónum á sér djúpar rætur þvi faðir Auðar var með hesta. Guðmund- ur kynntist þeim í sveitinni en afi hans, Guðmundur Þorláksson bjó á Seljabrekku í Mosfellsdal og var þekkt- ur hestamaður. Auöur segir það ótrú- lega heppni að fjölskyldan sé saman í þessu áhugamáli. Þeim hjónum er um- hugað um að halda fjölskyldunni sam- an og telja aö síður sé hætta á að börn- in fari rangar brautir. Brennandi áhugi Signý er ákveðin ung kona. Hún er með fola sem hún er að temja og hefur fengist viö tamningar í sveitinni eins og reyndar Ásdís líka. Hún fer daglega í hesthúsið og lítur á hestamennskuna að hluta til sem vinnu. Hún keppir og tekur hluti fóstum tökum enda með brennandi áhuga. Hún hefur áhuga á að starfa við dýr og er á náttúrufræði- braut í menntaskóla. Gerir sér þó grein fyrir því að ekki er sjálfgefið að geta lifað af hestamennsku. í hennar huga og foreldra hennar skiptir mennt- un miklu. Þaö er greinilegt að hjá for- eldrunum er lögð áhersla á að námið sé mikilvægt sem grunnur fyrir lifið. Metnaður stundum of mikill Edda Rún er ekki síður með hlutina á hreinu en elsta systirin. Hún var ný- stigin af baki og hafði farið ein í reið- túr með vinkonu sinni. Kuldánn lét hún ekki aftra sér. Henni finnst allt skemmtilegt við hestamennskuna. Keppa, fara í útreiðatúra og kemba og snurfusa hestana og einnig vill hún ferðast. Hún þjálfar hest fyrir keppni í Reiðhöllinni. Það er hryssa á svipuð- um aldri og hún sjálf. Áuður segir að miklar kröfur séu gerðar til bama i keppni og telur reyndar að það sé á mörkunum við að ganga út í öfgar. Metnaður foreldrana sé stundum of mikill. Mikilvægara sé að hafa hlutina jákvæða og láta þá þróast rólega. Auð- ur segir að keppnisáhuginn sé mismik- ill í dætrunum - kannski minnstur hjá Ásdísi. Hún hafi meira gaman af út- reiðum og hestaferðum á sumrin. Guð- mundur segist ekki keppa enda myndi hann ekki þola að tapa. Signý lítur hestana sömu augum og mannfólkið. Hún ber mikla virðingu fyrir þeim og lítur á þá sem jafningja. Margir eldri gætu lært mikið af þess- ari ungu konu. Þegar talið berst að ræktun glotta þau hjón og viðurkenna að þau séu að- eins byrjuð að fíkta, en hingað til hafa þau keypt sína hesta að mestu, fyrir ut- an það að stelpurnar hafa allar fengið gefins folöld frá afa sínum. Guðmund- ur segist reyndar hafa þá sérvisku að vilja helst kaupa skagfirsk hross. Varð- andi ræktun segir Guðmundur að það verði líklega ekki annað en fikt hjá þeim. Nú eru margir hræddir við hesta og að detta af baki. Guðmundur segir það hluta af hestamennskunni að detta af baki einhvern tíman. Edda Rún segist hafa orðið hrædd og dottið af baki en það hafi jafnað sig og mikilvægt er að gefast ekki upp þó þetta gerist. Því á fólk ekki að láta það hindra sig í að byrja. Guðmundur og Auður ferðast mikið á hestum og telja eins og svo margir hestamenn að það sé það skemmtileg- ast við hestamennsku. í fyrra fóru þau á hálendið og þá voru elstu dæturnar með allan tímann. Stúlkunum finnst gaman að ferðast en Signý er þó á því að henni finnist skemmtilegast að keppa og það haldi henni mikið við efnið, þó allt sé þetta gaman. Guð- mundur segir að ekki sé hægt að kom- ast öllu nær náttúrunni en á þennan hátt og snýst öll þjálfunin yfir veturinn um að búa hestana undir ferðir. Það getur verið happadrjúgt fyrir fjölskyldur að sameinast í hesta- mennsku ef tök eru á. Áhugasamt fólk ætti ekki að hika við að tala við þá sem reynsluna hafa og óska upplýsinga. Hjónin Auður Margrét Möller og Guðmundur Már Stefánsson sem ásamt dætrum sínum, þeim Signýju Astu (17) og Eddu Rún (10), taka á móti mér. Asdís Björk (14) þriðja dóttirin var vant við látln við próflestur MULAR TAUMAR BEISLI ~ MÉL VIKUTILBOD A REIBTYGJUM Istölt BÆJARLIND 2 • KÓPAVOGI SÍMI 555 1100 Krakkarnir skemmtu sér konunglega á námskeiðinu í Viðey. Æskulýðsleiðtogar á námskeiái í > kirkj /iðe; junnar Einstætt samfélag og æskulýðsstarf Um sl. helgi var haldið í Viðey námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK. Var það fjölsótt og að sögn Stefáns Más Gunnlaugssonar á Biskupsstofu má skýra aukna aðsókn með áherslu þeirra sem bera ábyrgð á kristilegu æskulýðsstarfi á menntun og þjálfun leiötoga. Góð aðsókn sýni einnig vöxt sem er i æskulýðsstarfi kirkjunnar. Ritning og helgistund Námskeiðið hófst með ritningarlestri og bæn. Að því loknu hófst námskeiðið sem fór fram í þremur aldurshópum. Var boðið upp á sérstakan hóp fyrir leiðtogaefni 13-15 ára. Þau voru frædd meðal annars í því að flytja texta og endursegja sögur. Á námskeiði fyrir 16-20 ára var meðal annars fræðsla um leiðtogastafið almennt. Loks var boðið upp á námskeið fyrir 20 ára og eldri þar sem Haukur Ingi Jónasson fjallaði um óttann við sálina og trúna. Námskeiðið endaði með helgistund og altarisgöngu í Viðeyjarkirkju. Uppbyggilegar umræður Þrátt fyrir aldursmun myndaðist einstætt samfélag þar sem fólk náði saman þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. „Það er mikilvægt að upplifa og eiga samfélag með öðrum leiðtogum og taka þátt í frjóum og uppbyggjandi umræðum um æskulýðsstarfið," segir Stefán Már Gunnlaugsson. „Leiðtogi sem getur unnið með börnum og átt uppbyggilegar stundir með þeim tekur flestu öðru fram í starfi með bömum og unglingum. -sbs HJOLABORÐ FAco/wPlastbakkar úmggur staður fyrir fvrir öll verkfæri FACOM verkfærin, * nn alM- q og allt á sínum stað! Armúii 17, WB Reyhjavik Sími: 533 1534 fax: 55B 0499 ..það sem fagmaðurinn notar! www.isol.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.