Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 M agasm * Arinu e Páll Hall- grímsson, fv. sýslumaður Árnesinga, verður 91 árs 8. febrúar. Hann var ver- aldlegt yfir- vald í Ámes- sýslu í áratugi - og þótti mann- legur í sinum störfum. Ekki síst er ferill hans merkilegur fyrir það að hann sat i embætti, skip- aður af Danakonungi. Gylfi Þ. Gislason, fv. ráðherra, verður 86 ára 7. febrúar. Hann er hag- fræðingur og var prófessor en dýpst spor markaði hann sem stjómmála- maður. í áratugi sat hann á þingi og ráðherra mennta- og viðskiptamála var hann 1956 til 1971. Magnús Bjarnfreðs- son fjölmiðla- maður verður 69 ára 9. febr- úar. Hann er austan úr Landbroti, einn 20 systk- ina. Magnús var blaðamaður og m.a. ritstjóri Fálkans og einn fyrstu fréttamanna Sjónvarps. Hefur hann og veriö í pólitísku starfl fyrir Framsókn. Kári Jónas- son, frétta- stjóri Útvarps, verður 63 ára 11. september. Fjölmiðlun hefur verið vettvangur Kára alla tíð, fyrst á Tímanum, þar sem hann var blaðamaður og ljósmyndari. Síðar fór hann á Útvarpið og hefur um langt skeið stýrt fréttastofunni. Haukur Ingibergsson, forstjóri Fast- eignamatsins, verður 56 ára 9. febrúar. Hann er að norðan, var hljómsveitagæi og í ungliðasveit Framsóknarflokks. Hann var skólastjóri á Bifröst og margir muna hann sem for- mann 2000-nefndarinnar svo- nefndu. Marteinn Geirsson slökkviliðs- maður verður 52 ára 11. febrúar. Auk þess að berj- ast við brenn- andi elda hef- ur Marteinn verið í boltanum alla tíð og fengist við þjálfun. Tvö barna hans eru þjóðkunn, Margrét fréttakona og Pétur knattspymumaður. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamað- ur verður 48 ára 8. febrú- ar. Hann stýr- ir Mósaik, menningar- þætti Sjón- varps. Hann hefur gert þætti um íslenskra dægurtónlist fyrri ára og unnið að útgáfu hennar, en um þau efni er hann manna fróðastur. Elin Al- bertsdóttir, ritstjóri Vik- unnar, verður 46 ára 8. febr- úar. Hún hef- ur starfað lengi við blaða- mennsku og stóð vaktina á DV í áraraðir. Síðar færði hún sig yf- ir á Fróða, ritstýrði fyrst Húsum og híbýlum en hefur haft með Vikuna að gera síðustu ár. Valdimar Hafsteinsson, framkvæmda- stjóri Kjöriss í Hveragerði, verður 37 ára 9. febrúar. Allir þekkja bragðgóðan Kjörísinn. Valdimar þekkja færri, prýðispilt sem er einn fjögurra systkina sem eru kennd við fyrirtækið sem er máttar- stólpi atvinnulífs í bænum. Nafn: Samúel Örn Erlingsson. Aldur: 43 ára. Maki og börn: Kona mín er Ásta B. Gunnlaugsdóttir, dætur okkar eru Hólmfríður Ósk, 18 ára, og Greta Mjöll, 15 ára. Menntun og starf: Deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, íþróttakennari að mennt. Bifreið: Toyota Tercel 1987. Konan mín á Honda CRV sem ég fæ stund- um að aka. Fallegasta kona sem þú hefur séð, utan maka: Demi Moore. Helstu áhugamál og hvað gerir þú í frístundum: Helstu áhugamál eru hestamennska, silungsveiði og handverk. Það síðastnefnda er nær- tækast í frístundum af því við búum í gömlu og yndislegu húsi sem sífellt þarf að huga að. Uppáhaldsmatur: Ég segi nú eins og landbúnaðarráðherrann, mér finnst íslenska bragðið best. Lamba- kjöt slær yfirleitt allt út, einkum þó lambalæri sem konan hefur kryddað sjálf. Uppáhaldsdrykkur: íslensk mjólk. Fallegasti staður á íslandi: Það er tvennt sem fær hjartað til að slá örar eins og uppruni minn segir til um. Þegar ég er kominn austur á Rangárvelli og sé Heklu, Tindfjöll, Þríhyming og EyjaQallajökul öll blasa við þá er ég heima. Þegar ég er kominn norður á Strandir og sé Drangaskörðin þá er ég í ævintýra- landinu. „En íslenskir karlakórar eru samt það sem ég hlusta mest á núorðiö - þeir eru hver öðrum betri," segir Samúel Örn Erlingsson, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Hann hefur staöið í ströngu undanfarið vegna HM í handbolta. • • - segir Samúel Orn Erlingsson Uppáhaldsstaður erlendis: Eftir því sem ég fer víðar um heiminn langar mig meira að grandskoða ísland. Ég gæti vissulega hugsað mér að skoða Ástralíu betur, Is- lendingaslóðir í Kanada og svo hefur mig alltaf langað til Suður-Afríku. Fylgjandi eða andvígur ríkisstjóminni: Bæði, það fer eftir dagsforminu, mínu og stjórnarinnar. Hvaða þjóðþrifamáli er brýnast að bæta úr: Að styrkja stoðir fjölskyldunnar. Ég held að það væri best gert með því að einfalda skattkerflð verulega. Þá væri auðveldara að jafna byrðarnar og erfiðara að svíkja und- an skatti. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum: Landsliðinu. Með hvaða bók ertu á náttborðinu: Þær eru tvær, sænskur reyfari eftir Mankell um Wallander lögreglufor- ingja. Hin er Hungry as the sea, eftir Wilbur Smith, á dönsku. Heitir raunar „Grádig som havet“ í þeim bún- ingi. Eftirlætisrithöfundur: Wilbur Smith, mikill rithöf- undur og veiðimaður, fæddur í Mið-Afríku. Hann hefur skrifað um 30 bækur. Náði þeirri siðustu í safnið í Köben um daginn og hún er á náttborðinu. Smith skrifar á ensku en hefur verið þýddur um allan heim. Fjórar bæk- m- hans eru til á íslensku. Eftirlætis-tónlistarmaður: Það fer líka dálítið eftir dagsforminu. Chris De Burgh og José Carreras eru báð- ir góðir fyrir sinn hatt. En íslenskir karlakórar eru samt það sem ég hlusta mest á núorðið, þeir eru hver öðrum betri. Ég bíð spenntur eftir nýjum diski með Karlakór Selfoss! Hvað ætlaðir þú að gera þegar þú yrðir stór: Bíl- stjóri, bóndi, íþróttakennari, útvarpsmaður. Þetta hefur gengið glettOega vel eftir, allt nema bóndinn. Hesta- mennskan kemur í staðinn. Persónuleg markmið fyrir komandi mánuði: Minnka streitu og sjá lengra fram í timann. Gera meira af því sem mig langar að gera. Hver er tilgangur lífsins: Að skOa næstu kynslóð með betra veganesti. Svo er skárra að njóta þessa lífs ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.