Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 7 „Við komum mjög vel út úr þessari keppni og vorum af hinu beigíska fyrirtæki sem heldur keppnina útnefndir sendiherrar þeirra í súkkulaði hér á landi," segir Þormar Þorbergsson sem hér sést ásamt Hafliða Ragnarssyni sem er til vinstrl á þessari mynd. Magasín-myndlr GVA íslenskir kökugerðarmenn sigursælir á erlendri grund: Senaiherrar M agasm Þjófarnir dulbúnir Bresk hjón í Singapúr voru rænd af þremur mönnum sem voru á brókinni einni klæöa. Þau voru bundin og skipaö að þegja. Ránið tók um 35 mínútur og þegar mennirnir voru hálfn- aðir ákváðu tveir mannanna skyndilega að réttast væri nú að dulbúast. Annar setti skólabún- ing yfir andlitið en hinn náði sér í barnahúfu. Við þetta gátu bresku hjónin ekki annað en hlegið með sjálfum sér. Börnin þeirra tvö, eins og þriggja ára, steinsváfu allan tímann í her- berginu. -abh Fórnarlömb slúöursins Nú þegar stjörnurnar úr mynd- inni Just Married, Brittany Murphy og Ashton Kutcher, eru heitasta parið eru þau viöfangs- efni slúðurhöfunda. Eiturtungurnar hafa nóg að gera. Slúðrað er um að Brittany sé frekjudós með átröskun. Britt- any lætur sem ekkert sé og á frumsýningu myndarinnar sagði hún: „Ég hef komist að því und- anfarnar vikur að það þýðir ekk- ert að vera að hafa áhyggjur af oröspori sínu. Það sem skiptir máli er fólkið sem mér er kærast, ég veit að ég er heiðarleg, ég veit að ég er trygg, ég þekki mína helstu kosti, ég þekki mína galla og þau sem eru mér kærust þekkja mig líka. Ef ég velti mér upp úr öll- um upp- spunanum mundi það éta mig upp.“ Aðspurð hvort brúð- kaup væri í vændum svaraði hún því til að þetta væri vissulega rómantiskt samband á þessu stigi, hvaö síðar yrði hefði hún ekki hugmynd um. Orðrómurinn um stormasöm kynni í upphafi er réttur. Að hennar eigin sögn lentu þau í hörkurifrildi á fyrstu æfingunni, hún man ekki lengur hvers vegna, svo lítiivægt var það. Kannski straumarnir á milli hafi verið svona magnaðir. Seinna báðust þau afsökunar og undan- farna tvo mánuði hafa þau verið eins og síamstvíburar. -abh Brittany Murphy og Ashton Kutcher eru fórnarlömb siúðursins. Tveir kökugerðarmeistarar, þeir Hafliði Ragnarsson og Þormar Þor- bergsson, hafa verið sigursælir að undanförnu í alþjóðlegri keppni í kökugerð úr súkkulaði. Keppnin er haldin á vegum belgískra aðila og taka fulltrúar fjölmarga þjóða þátt í henni. List frekar en iön Félagamir tveir fóru utan fyrir íslands hönd á haustmánuðum og kepptu í milliriðli við Dani - og báru sigurorð af þeim. Þannig hafa þeir komist áfram og eru nú fyrir hönd þjóðar sinnar komnir í röð tólf bestu súkkulaðiþjóðanna. í millum Hafliða og Þormars er sá fyrrnefndi orðin hærri að stigum. Hann mun því halda áfram í keppninni þar sem keppt er um alþjóðlegan meistaratitil í þessari sér- stæðu iðngrein - sem kannski er frekar list en hitt. íslenskir kökugerðarmeistarar hafa raunar lítið sem ekkert tekið þátt í alþjóðlegri keppni af þess- um toga, enda þótt þeir hafi blandað sér í leikinn þegar á norræna vísu er keppt í bakstri ýmiss kon- ar. „Súkkulaði er skemmtilegt hráefni að vinna úr og við kökugerðarmeistarar notum það sífellt meira,“ sagði Hafliði Ragnarsson í samtali við DV- Magasín. Heljarstórt tertuskraut Hafliði og Þormar þurftu í keppninni við Dani að leysa ýmsar þrautir, svo sem að greina tegundir súkkulaðiköku, gera tvær tegundir af konfekti og búa til heljarstórt tertuskraut úr súkkulaði sem var hálfur metri að ummáli og helmingi hærra á stærð. „Viö komum mjög vel út úr þessari keppni og vorum cif hinu belgíska fyrirtæki, sem heldur keppnina, útnefndir sendiherrar þeirra í súkkulaði hér á landi. Það er sérstæður titill en skemmtileg- ur,“ segir Þormar, sem rekur Café Konditori Copenhagen við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Hafliði vinnur í Mosfellsbakaríi og er í landsliði ís- lenskra matreiðslumeistara. Árangur opnar leióir Þeir félagar segja að árangur þeirra í þessari fjölþjóðlegu súkkulaði- keppni hafi vakið athygli meðal erlendra starfsbræðra þeirra og þeirra sem greininni tengjast. Von bráðar komi hingað til lands erlendir blaðamenn sem sérhæfi sig í skrifum um matargerðarlist, en þeir ætli að segja frá þessum sendiherrum súkkulaðsins á hér á landi. Það telja Hafliði og Þormar vera til þess fallið að opna möguleika íslenskra kökugerðarmanna á erlendri grund - og raunar séu ýmsar leiðir að opnast í kjölfar góðs árangurs þeirra félaga aö undanförnu. -sbs Listaverkin úr súkkulaöinu eru mörg hver glæsileg. Schiffer mjög hamingjusöm Claudia Schiffer seg- ir að það að vera gift hafi farið fram úr hennar björtustu vonum. Of- Claudia Schiffer urfyrirsæt- er ánægð meö an, sem gift- lífiö sem ist kvik- aldrei fyrr. myndafram- leiðandanum Matthew Vaughn í maí síðastliðnum, eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn. Fyrirsætan segist aldrei hafa verið hamingjusamari né ást- fangnari en nú. Claudia segist aldrei hafa verið sú týpa sem horfír á lífið líða hjá, hún kýs frekar að upplifa allt það sem líf- ið hefur upp á að bjóða. -abh i súkkulaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.