Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2003, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 9 IVlagasín Flökkusagnir Barnið í ör- byigjuofninum Skömmu eftir að örbylgjuofn- inn var settur á markað fóru að berast alls konar sögur sem bentu til þess að um væri að ræða stórvarasamt apparat. Matur sem eldaður var í ör- bylgjuofni átti meðal annars aö valda krabbameini, blóðþynn- ingu og gyllinæð. Það gat einnig verið stðrhættulegt að standa of nærri ofninum þegar hann var í gangi vegna þess að örbylgju- ofnar senda frá sér geisla sem grilla fólk að innan, gera það geislavirkt eða sjálflýsandi í myrkri. í byrjun áttunda áratugarins gekk sú saga fjöllum hærra að gömul kona í Bandaríkjunum hefði ætlað að þurrka persneska köttinn sinn eftir bað með því að setja hann í örbylgjuofninn og stilla á lágan hita. í annarri útgáfu af sögunni segir frá eldri manni sem er úti að ganga með hundinn sinn þegar hann lendir í úrhellisrigningu. Þegar mað- urinn kemur skellir hann hvutta í örbylgjuofninn og still- ir á vægan hita og grillar Snata. í enn einni útgáfu af sögunni segir frá fjölskyldu í úthverfi sem fær sextán ára unglings- stúlku til að passa tæplega árs- gamalt barn á meðan fólkið fer á árshátíð. Þegar líða tekur á kvöldið hringir móðirin heim til að athuga hvort aUt sé í lagi. Stúlkan svarar og segir að allt sé eins og það eigi að vera og að lærið sé í ofninum. Móðirin hlær, segir gott og kveður. Um leið og hún leggur á lítur hún á manninn sinn hissa og segir „lærið er i ofninum - við eigum ekkert læri, það er eitthvað að“. Foreldramir ákveða í skyndi að fara heim og athuga málið. Þeg- ar heim er komið situr ung- lingsstúlkan á miðju stofúgólf- inu, starir dreymin út í loftið og grætur af hamingju, en bamið var vel steikt i ofninum. Sam- kvæmt sögunni hafði unglingur- inn droppað „sýra“ eða „ellu“, farið á „tripp“ og haldið að barnið væri kjötlæri sem hún ætti að steikja. Sögur af þessu tagi voru vin- sælar í pressunni á sjöunda og áttunda áratugnum en á þeim tíma hétu efnin LSD og mari- júana og ofninn var venjulegur bakaraofn. Svipuð saga fór á kreik árið 1999 en en samkvæmt henni átti seytján ára gömul einstæð móðir að hafa sett bam- ið sitt i örbylgjuofn eftir hafa tekið alsælu. Tilgangur eldri sagnanna var að sýna fr’am á hvað örbylgju- ofnar geta verið varasamir en þeirra yngri hvað ofskynjunar- efni eru hættuleg. í báðum til- fellum er kjarni þeirra hræðsl- an við hið óþekkta. -Kip Ranger 4x4 frá kr. 36.922 án vsk. miðað við vsk-útgáfu á mánuði í 36 mánuði. Lausnin er í Brimborg - leigðu nýjan vinnuþjark frá Ford 0, brimborg Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • Bílavík Reykjanesbæ sími 421 7800 • brimborg.is Taktu Ford á rekstrarleigu Aukabúnaðurá mynd: Álfelgurog tvilitur r- SÍF velur Ford ------------------------------ „Við hjá SÍF höfum það að markmiði að ná sífellt betri árangri í rekstri: Við völdum þess vegna Ford Ranger 4x4 frá Brimborg til marvíslegra starfa. Við lögðum upp með ákveðin atriði sem viðmið á þarfir okkar. Atvinnubíiinn þurfti að vera: • Fjórhjóladrifinn • Með öfluga dísilvél • Öruggur í rekstri og með lága bilanatíðni • Vel hannaður og þægilegur fyrir starfsmenn Þægileg og örugg þjónusta var auðvitað skilyrði og Brimborg varð fyrir valinu. Sigurður Jóhannsson Hafðu strax samband við ráðgjafa okkar og fáðu nánari upplýsingar um hagstæðu rekstrarleigu Brimborgar. Hlutverk okkar hjá Brimborg er að bjóða einstak- lingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu fyrir heimsþekkt merki sem skara framúr: Nú getur Brimborg boðið Ford Ranger 4x4 á einstaklega hagstæðum rekstrarleigukjörum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Settu öryggi og þjónustu ofar öllu öðru. Vertu í hópi með þeim sem vita hvað góð hönnun er - vertu í Ford hópnum; leigðu nýjan bíl frá Ford Misstu ekki af tækifærinu. Komdu í Brimborg. Rekstrarleiga m. v. mánaðarlegar greiðslur i 36 mánuði og er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Smur- og þjónustuskoðanir eru innifaldar í leigugreiðslu i serast enn! smmwmmm Akureyri - Mývatn Notfang: sporttours#sporttours.ia www.sporttours.is • simi 461 2968 FJörið fyrir norðan ooo þa ð!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.